Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989 11 halof talaði fjálglega um stefnu- breytingu; í stað þess að gera sem flestum löndum jafn hátt undir höfði réðu nú strangar gæðakröfur valinu. Við eigum erfitt með að koma auga á þessi gæði í myndum sem við sjáum. Langdregin hjóna- bandsátök frá Mexíkó, brokkgeng lýsing á togstreitu holdsins og and- ans frá Suður-Kóreu, steingelt sái- fræðidrama frá Pólverjanum Zan- ussi sem yfirleitt klikkar þó ekki, yfirþyrmandi leiðindi frá Vestur- Þýskalandi, um landflótta tékk- neskan andófsmann. Því miður er sú langversta. Það er eins og þeir þurfi alltaf að byija frá grunni. “ Ég svara fáu; finnst eins og verið sé að lýsa íslendingum. „Þetta eru skriffinnar og framagosar, “ segir ein af starfs- konum hátíðarinnar um yfirmenn sína. „Þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þeir hafa engan áhuga á kvikmyndum. Þeir vilja aðeins ferðast og monta sig“. Formaður skipuiagsnefndar hátíðarinnar talar við fallega setningarathöfn. Hann heitir Alexander Kamshalof, reffilegur miðaldra maður í vel sniðnum jakkafötum. Hann talar um að kvikmyndahátíðin fari nú fram á örlagaríkum tíma þegar ráða- menn þjóðarinnar fjalli um framtíð hennar. „Sama gamla tuggan“, segir annar sovéskur starfsmaður við mig án þess að blikna. „Þeir ættu að blaðra minna og gera okkur kleift að kaupa eitthvað ætt í matinn handa börnunum. “ Hátíðin rúllar af stað. Tuttugu myndir taka þátt í keppninni. Þær valda flestar vonbrigðum. Kams- missi ég af sigurvegaranum — ítalskri mynd eftir Maunizio Nic- hetti. Tveir bandarískir kunningjar taka þátt, — The Accidental Tour- ist eftir Kasdan og Ironweed eftir Babenco. Og sovéski fulltrúinn er aðeins einn, — framtíðarsýn um umhverfisslys eftir Konstantin Lop- ushansky. Dómnefndin undir for- sæti pólska snillingsins Andrzejs Wajda á áreiðanlega ekki sjö dag- ana sæla. En utan keppninnar er ótal margtáseyði. Undirdeildir hátíð- arinnar eru fleiri en nokkur leið er að átta sig á. Einhvers staðar í Moskvu er verið að sýna úrval mynda frá einræðistímum, ann- ars staðar eru skólamyndir, myndir byggðar á sovéskum bók- menntaverkum og, undur og stórmerki glasnostsins, erótískar myndir. Ég hitti einn af gestum þeirrar deildar á Pressubarnum að kvöldlagi, bandaríska konu á miðjum aldri. Hún er rallhálf og heldur hnuggin. Segir að sér hafi verið boðið með 20 ára gamla mynd sína, „sígilda á sínu sviði“, en nú hafi einhveijir smá- kóngar úr Flokknum komist með puttana í málið og sakað hátíðina um að vera með klám á boðstól- um. Hún fái engar upplýsingar um hvort, hvar eða hvenær myndin verði sýnd. Nokkivm dögum síðar hitti ég hana aftur á sama stað. Hún er ekki lengur rallhálf heldur gott betur, en seg- ir að loksins eigi að sýna mynd- ina, — á miðnætti kvöldið eftir. Ég svipast um eftir tilkynningum þaraðlútandi samdægurs en finn ekkert. Neðanmittisglasnost á enn eitthvað í land. MEISTARIPÓLSKRAR kvik- myndagerðar og einhver at- kvæðamesti baráttumaður frelsis í menningar- og þjóðmál- um þar í landi, Andrzej Wajda, er ekki ókunnur strætum Moskvuborgar; h'ann fékk verð- laun fyrir kvikmynd sína Fyrir- heitna landið á hátíðinni 1975. En síðar hefur samband hans og Sovétríkjanna verið stirt. Myndir hans og gagnrýnið hug- arfar áttu ekki upp á pallborðið til skamms tíma. En nú snýr Wajda aftur og spígsporar um á Moskvuhátíðinni eins og ekk- ert hafí í skorist, — eindreginn stuðningsmaður umbótastefn- unnar og lítt öfundsverður for- maður dómnefiidarinnar. Wajda er orðinn 62 ára, hárið farið að grána, en þessi lág- vaxni maður er kvikur og keikur þegar hann snarast inní svita- stokkinn sal, fullan af æpandi og óskipulögðum biaðamönnum. Líf hans sem listamanns hefur ekki verið dans á rósum; um verkin og manninn hefur sjaldan ríkt friður og vinnuskilyrðin hafa oftar en ekki verið erfið. Hann upplifði hersetu Þjóðveija á stríðsárunum; hann hefur neyðst til að starfa erlendis, í Júgóslavíu og Vestur- Þýskalandi, ekki síst eftir að her- lög voru sett í Póllandi 1981; framleiðslufyrirtæki hans, Studio X, var leyst upp af stjórnvöldum 1983 og sjálfur var híhn settur af sem formaður samtaka kvik- myndagerðarmanna ári síðar. En hvort sem vinnustaðurinn var leik- hús, innlend eða erlend kvik- myndagerð, þá tók hann áhættu. Margar mýnda hans eru orðin sígild tilfinningaþrungin verk um örlög mannsins;.stundum er sviðið söguleg fortíð, stundum seilist hann beint inní samtímann, eins og í þeim tveimur myndum sem fjalla um rætur atburðanna sem nú hafa vakið vonir um vor í Póllandi, — Marmaramannin- um og Járnmanninum. Skírskotunin er ævinlega skýr; Wajda segir okkur sögur af fólki og samfélagi sem koma okkur öllum við. Stjórnandi blaða- mannafundarins fer fram á að spurning- arnar snúist fremur um stjómmál en kvikmyndir. Það virðist ekki vera Wajda á móti skapi, þótt til- mælin komi ólgu af stað í salnum. „Við höfum oft talað um kvikmyndir," segir hann. „Núna höfum við tækifæri til að tala um stjórnmál og við eigum að nýta það tækifæri." Wajda er nefnilega orðinn stjórnmálamaður. Hann var kjör- inn á þing fyrir Samstöðu í nýliðn- um kosningum og er formaður menningarmálanefndar Póllands. Hann viðurkennir að stjórnmála- þátttakan muni tefja sig frá kvik- myndagerðinni. „Núna vil ég helga mig starfi fyrir Samstöðu. Allir verða að ieggja sitt lóð á vogarskálarnar. Enginn má ganga úr skaftinu." Þegar hann er spurður hvort ríkisstjórnir eigi að vera skipaðar listamönnum svarar hann ein- dregið neitandi. „Forsjónin forði okkur frá því að leikarar og leik- Wajda svarar spurningum Morgunblaðsins: „Sósíalismi er kerfi sem er að ganga af sjálfu sér dauðu, al- veg hjálparlaust...“ Morgunblaðið/Sigmundur Emir Rúnarsson stjórar stjórni heiminum.“ Hvað um Reagan? er kallað úr salnum. „Já, en Reagan var ekki aðeins góður leikari, heldur líka góður forseti," svarar Wajda. „Oh my God!“ stynur bandarísk blaðakona á bekknum fyrir fram- an mig og trúir ekki sínum eigin eyrum. Spurningarnar eru misgáfuleg- ar: „Hver er hetja síðasta árs að þínu mati?“ „Lech Walesa“, svar- ar Wajda og brosir umburðarlynd- ur. Og nú gerast óvæntir atburðir. Skyndilega og óforvarandis geng-, ur í salinn Adam Michnik, einn af helstu leiðtogum og hugmynda- fræðingum Samstöðu sem lengi hefur setið í fangelsi fyrir skoðan- ir sínar. Wajda veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, stekkur á fætur og þeir faðmast og kyssast eins og gamlir elskendur. Blaða- mannafundurinn leysist upp, þeir Wajda og Michnik eru umkringdir ljósmyndurum og sjónvarpstöku- vélum. Wajda býður vini sínum og samhetja sæti sitt og segir: „Nú skuluð þið spyrja hann!“ Michnik á erfitt um mál vegna þráláts stams. Ruddi úr blaða- mánnastétt kallar: „Hvemig getur þú verið leiðtogi stjómmálahreyf- ingar fyrst þú getur ekki tjáð þig?“ Hann er ekki virtur viðlits. Michnik segist varla trúa því að hann sé í Moskvu ftjáls maður. „Eg var ótíndur glæpamaður í fangelsi fyrir skömmu. Núna er ég þingmaður á pólska þinginu. Ég held að heimurinn sé genginn af göflunum!" Á meðan Michnik talar situr Wajda álengdar. Okkur túlkinum tekst að koma til hans fyrirspurn um hvort hann getið skroppið fram rétt sem snöggvast til að spjalla við íslenskan blaðamann. Wajda lítur snarlega upp og bend- ir okkur að elta sig fram á gang. Síðan stormar hann út og við á eftir en í kjölfarið fylgja útsendar- ar hins vinsæla sovéska umbóta- blaðs Moscow News sem hafa séð sér leik á borði. Niðurstaðan verð- ur sú að Morgunblaðið og Moscow News fá hvort sitt einkaviðtalið, mjög stutt að vísu. Þegar hann er spurður um stjórnmálaþátttöku sína segist hann aldrei hafa gengið í komm- únistaflokkinn eða nokkurn annan flokk. „Ég hef ekkert breyst, en þjóðfélagið hefur breyst." Kom sigurinn í kosningunum þér á óvart? spyr ég. „Enginn okkar átti von á að Samstaða fengi siíkt brautargengi, ekki ég heldur," svarar hann. „Keppinaut- ur minn var hershöfðingi sem jafnframt var yfirmaður stjórn- málafræðslu í fæðingarhéraði mínu. En fólkið fékk að velja.“ En leggur sigurinn ekki þunga ábyrgð á herðar ykkur? „Jú, gífurlega ábyrgð. Ef okkur hefur ekki tekist að koma öllum helstu stefnumálum okkar í fram- kvæmd eftir eitt ár tel ég að okk- ur hafi mistekist. Við höfum eitt ár til stefnu að mínu mati. Þess vegna verða allir að vinna saman. Örlög þjóðarinnar eru að veði, framtíð barnanna okkar. Ekkert er mikilvægara en hún, og það er skylda okkar að reyna ekki aðeins að geðjast fólkinu. Stjórn- málamenn eiga að segja sannleik- ann.“ Þegar Wajda er spurður um muninn á umbótunum í Sovétríkj- unum og Póllandi segir hann: „Ég held að hann sé einkum sá að hér kemur perestrojkan að ofan; hún er opinber stefna stjórnvalda. í Póllandi koma umbæturnar að neðan, — frá verkalýðnum. Ég vil engu spá um hvor aðferðin reynist heillavænlegri.“ , Hvaða þýðingu hafa þessar breytingar fýrir þig sem lista- mann? „Fyrst og fremst að nú er allt auðveldara fyrir mig. Núna get ég gert myndir sem ég gat áður ekki gert. Eins og heimildarmynd- ina sem ég er núna að vinna að um fjöldamorðin í Katyn-skógi. Ritskoðunin hefur að vísu ekki verið afnumin sem stofnun. En hún er orðin afar veik.“ Hefurðu oft þurft að gera mála- miðlanir sem listamaður í gegnum tíðina? „Já, en þær voru ekki listrænar málamiðlanir heldur stjórnmála- legar.“ Hann viðurkennir að vissulega séu ýmsar hættur framundan. „Það eru hindranir í vegi fram- fara í öllum löndum. En ég tel að ekki verði aftur snúið. Aðalat- riðið er að vinna og vinna og vinna og gefast ekki upp. Þá mun þetta takast með friðsamlegum hætti.“ En getur verið að Pólland sé illa undirbúið, menntunarlega og efnahagslega, fyrir opnara og lýð- ræðislegra þjóðfélag? „Nei, ég tel að Póiland sé vel undirbúið. Lýðræðislegar hefðir hafa blundað í undirmeðvitund þjóðarinnar um langa hríð. Þær hafa aldrei horfið. Núna eru þær að bijótast aftur upp á yfirborð- ið.“ Er það sem við erum nú vitni að í Póllandi, Sovétríkjunum og Ungveijalandi til marks um end- anlegan ósigur sósíalismans? „Sósíalisminn hefur aldrei sannað sig í efnahagslegu tilliti. Hann hefur sýnt mannlegu frum- kvæði fullkomið skilningsleysi. Sósíalismi er kerfi sem er að ganga af sjálfu sér dauðu, alveg hjálparlaust." Hvaða kerfi tekur þá við? „Eina kerfið sem kemur að . gagni er þingræði." Ég spyr Wajda hvort hann muni þiggja boð um að vera gest- ur kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í haust. Það lifnar yfir honum. „Mér hafa oft borist boð um að koma til Reykjavíkur. Aldr- ei hef ég getað þegið þau vegna anna við önnur störf. Því miður óttast ég að sama verði upp á teningnum núa. En í hreinskilni sagt: Ég tel það vera syndsam- legt.“ WflJDfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.