Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 16
16
B8Gf IJUl. .SS HU0AQUMVIU3 ÖIQAJSMUOflOM
MQRGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989
KRISTIN
GIMI\LA11GSDÓTTIR
HEFUR LAGT FYRIR SIG ÓVENJULEGA LISTGREIN, ÍKONAMÁL-
UN. HANA LÆRÐIHÚN í FRAN SISKUKLAU STRI í RÓM, ÞAR SEM
HÚN DVALDIHJÁ SYSTRUNUM í ÁTTA MÁNUÐI. NÚNA STUND-
AR HÚN MYNDLIST ARNÁM í FLÓRENS EN MÁLAR Á AKUREYRI
Á SUMRIN, HENNIFELLUR ALDREIPENSILL ÚR HENDI.
KOKKABilKlJR
HJLLAR
AFAUGUM
eftir Urði Gunnorsdóttur/myndir: Kristjón G. Arngrímsson.
Hún segist ekki muna eft-
ir sér öðru vísi en teikn-
andi. „Kokkabækumar
hennar mömmu voru
fullar af augum, sém minntu á
augu dýrlinganna á íkonunum; stór
og angurvær. Ég ætlaði mér alltaf
að verða myndlistarmaður og að
loknu stúdentsprófi hélt ég suður
og settist á skólabekkj' Myndlista-
og handíðaskólanum. Ég lauk prófi
þaðan 1987 og ákvað þá að reyna
að láta gamlan draum um að dvelja
í klaustri rætast. Mig lan^aði í frí,
að reyna eitthvað nýtt og leita inn
á við. Með milligöngu Fransisku-
nunnanna hér komst ég í samband
við abbadís Fransisku-klaustursins
í Róm og hún veitti mér leyfi til
að koma og mála,“ segir Kristín,
sem nú er 26 ára.
KONSÚLSDÓTTIRIN HEFÐI hún verið kölluð fyrir hundrað árum og sem heldri kona
hefði hún Iíklega setið við hannyrðir, spilað á slaghörpu og talað sænsku til hátíðarbrigða,
En dóttir sænska konsúlsins á Akureyri árið 1989 málar íkona og stórar olíumyndir. Svo
stórar að flestar þeirra geymir hún á Ítalíu þar sem hún er að læra að mála freskur.
En íkonana hefúr hún með sér heim og milli þess sem hún málar, grípur hún í að fúllgera
þá. Það er mikið verk og nákvæmnisvinna; tilbreyting frá átökunum við olíuna. Fortíðin
endurómar í myndum Kristínar Gunnlaugsdóttur sem dvelur á Akureyri í sumar hjá
foreldrum sínum en heldur til Ítalíu er hausta tekur.
Hún fór til Rómar sama sumar
og dvaldi vetrarlangt í klaustri
Fransisku-systra. Þarerujafnframt
aðalstöðvar reglunnar í heiminum.
Um 200 systur eru í klaustrinu og
sinna hjúkrunar- og kennslustörf-
um auk skipulagningar reglunnar.
Kristín vann innistörf með systrun-
um og tók endrum og sinnum þátt
í bænahaldi á milli þess sem hún
málaði. „Ég fylgdi reglum þeirra
„Sumum fínnst ungi
maðurinn sem freistar
konunnar svo flærðarlegur. x
Því er ég ekki sammála, ég
myndi láta freistast,“ segir
Kristín um olíumálverkið
sem hún situr.við.
en var þó fijáls ferða minna. Ég
reyndi að skoða Róm á meðan á
dvölinni stóð og það var vissulega
nauðsynlegt að komast út í stór-
borgina einstöku sinnum. En í
klaustrinu var gott að vera, and-
rúmsloftið var svo hreint og svo
mikil gleði í því. Ég efa ekki að
allnokkrir íslendingar myndu una
vel tilverunni innan veggja klaust-
ursins, ef þeir hefðu færi á að kynn-
ast henni.“
Tileinkað mér margt
úr kaþólskunni
Kristín segir þá staðreynd að hún
sé fædd inn í lútherska kirkju ekki
hafa valdið neinni togstreitu innra
með sér er hún kynntist kaþólskri
trú. „Ég hef tileinkað mér svo
margt úr kaþólskunni og er ríkari
fýrir bragðið, almáttugur minn. Ég
verð án efa alla ævina að vinna úr
öllu því sem ég hef kynnst á Ítalíu.
Dvölin í klaustrinu hefur þroskað
minn innri mann og ég á örugglega
eftir að leita út fyrir ysinn og þys-
inn á nýjan leik.“
Kristín segist ekki hafa haft hug-
mynd um að sumar nunnanna mál-
uðu þegar hún kom í klaustrið. „Ég
var í herbergi með hreint yndislegri
nunnu frá Bandaríkjunum, sem
reyndur íkona-málari. Ég hafði allt-
af haft áhuga á íkonum. Draumur-
inn var að fara til Sovétríkjanna til
að skoða þá en ég lét mig ekki einu
sinni dreyma um að hægt væri að
læra að gera íkona. En nunnan
bandaríska, sem var mikil vinkona
mín, kenndi mér aðferðina.“
En hvernig fer það saman að
vera í rómversk-kaþólsku klaustri
og mála helgimyndir rétttrúnaðar-
kirkjunnar? „Sambandið milli þess-
ara kirkjudeilda er alls ekki slæmt
og þær eiga margt sameiginlegt.
Innan beggja tíðkast helgimyndir,
sem margir munkar og nunnur
gera. í Róm er kirkjudeild þar sem
rómversk-kaþólska- og rétttrúnað-
arkirkjan mætast. Þar kynntist ég
betur helgisiðunum og þætti íkona
í þeim. Svo hef ég lesið mér tölu-
vert til um helgisiðareglurnar.
Ekki skurðgoðadýrkun
íkonar eru óaðskiljanlegur hluti
tilbeiðslunnar í rétttrúnaðarkirkj-
um. Orðið íkon þýðir ímynd, fyrsti
íkoninn var eftirmynd af andliti
Krists og þeir eru eingöngu ímynd-
ir dýrlinga. En tilbeiðsla á íkonum
er ekki skurðgoðadýrkun eins og
svo margir hafa haldið fram. Til-
beiðslan er uppávið, í gegnum
myndirnar. Það er ekki efnið sem
er tilbeðið, heldur eru myndimar
til þess að auðvelda þeim sem biður
að einbeita sér.“
Það liggur mikil vinna að baki
fullgerðum íkon, í hann eru ein-
göngu notuð náttúmleg efni. Gerð
hans tekur nokkrar vikur og hvert
skref hefur táknræna merkingu.
Fyrst er viðarbútur holaður í miðj-
unni og á dældin að tákna glugga
alheimsins. Síðan er viðurinn púss-
aður, svo áferð hans verði renni-
slétt og engar skarpar línur verði
á umgjörðinni. Þá er borið á viðinn
lím úr kanínuskinnum, kalkblanda
og lín í nokkrum lögum. Þetta er
gert til að myndin tolli betur á efn-
inu.
Að undirbúningsvinnunni lokinni
eru útlínur myndarinnar grafnar í
og hún máluð. Dekkstu litirnir fyrst