Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 19
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1989 S PlínrgwMaliii Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Kolbeinsey er mikilvægur grunnlínupunktur Kolbeinsey er lítil, óbyggð eyja 36 sjómílur norðvestur af Grímsey. Hún er nyrsti oddi grynningar, sem rekja má alla leið til Víkurhöfða á Flateyjar- dal. Flatey á Skjálfanda og Grímsey standa því á sama hryggnum og Kolbeinsey. Kolbeinsey er eins konar út- vörður íslenzkra hagsmuna á norðurslóðum. Hún er rpikilvæg- ur grunnlínupunktur, sem við miðum við þegar fiskveiðilög- saga okkar er ákvörðuð. Hún skenkir okkur væna sneið af hafsvæðinu milli íslands og Grænlands. Aðrar þjóðir hafa að vísu ekki viðurkennt þennan grunnlínupunkt formlega, en þær gera það í reynd. Elztu mælingar á Kolbeinsey, trúlega frá 1580, segja eyjuna 750 metra frá norðri til suðurs, 113 metra frá austri til vesturs og 113 m á hæð. Heljaröfl sjáv- ar og hafíss hafa hinsvegar höggvið utan af henni öld eftir öld. Þegar eyjan var mæld 1978 var hún aðeins 37,8 m frá austri til vesturs, 42,8 m frá norðri til suðurs og 5,4 m að hæð. Líkur standa til að eyjan hverfi fyrr en síðar verði hún ekki styrkt til að standast þau heljaröfl er að henni sækja. Morgunblaðið greindi frá því fvrir fáum dögum að þyrlupallur verði reistur í Kolbeinsey í sum- ar. Hann á að auðvelda rann- sóknir þar, sem eru nauðsynleg- ur undanfari ákvarðana um styrkingu hennar. Pallurinn verður 7 metrar í þvermál og í hann þarf 150 tonn af stein- steypu. Stefán Guðmundsson alþing- ismaður hefur ítrekað vakið máls á nauðsyn þess að styrkja Kolbeinsey gegn heljaröflum sjávar og hafíss, svo og á mikil- vægi þess að koma þar upp sigl- ingamerkjum, til að auka á ör- yggi sjófarenda, sem og búnaði til veðurathugana. Styrking eyj- arinnar styðst og við náttúru- verndarsjónarmið. Fagna ber því að nú eru hafn- ar framkvæmdir í Kolbeinsey, sem gera nauðsynlegar rann- sóknir á henni áuðveldari í fram- kvæmd. Eins og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson alþingismaður sagði í þingræðu um Kolbeinsey, er „mjög mikilvægt að viðhalda þessum kletti vegna fiskveiði- réttinda og annarra réttinda okkar á þessu hafsvæði". Frelsið er • brothætt leik- fang. Og vandmeð- farið. Ég nefni lítið dæmi úr persónulegri reynslu minni. Margt mega blaðamenn þola; jafnvel að hafa orðið bandingj- ar illmenna, blásaklausir. Þegar ég hafði lesið grein um ástandið í Malawi í hinu alþjóðlega tímariti ritstjóra, IPI-report, varð mér ljóst að ég hafði verið notaður af valda- gráðugum afríkuleiðtoga, dr. Hast- ings Banda, og útsendurum hans. í gestabók okkar Hönnu stendur nafnið Kanyama Chiume við 26. febrúar 1960. Þessi maður var e.k. erindreki dr. Banda sem þá var í brezku fangelsi í Njassalandi, eins- og þessi skiki af Afríku hét þá. Ég hafði boðið honum heim því ég hafði áhuga á því að rétta þessu fólki hjálparhönd í frelsisbaráttu þess. Þeir áttu í útistöðum við Breta sem þá skirrðust ekki við að fleygja andstæðingum sínum í svartholið. Ég hafði átt samtal við Chiume sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 19. febrúar undir fyrirsögninni: Njasslendingar senda nefnd til ís- lands, biðja íslendinga taka upp mál dr. Banda í Strassborg. Þar segir m.a. að fjögurra manna sendi- nefnd hafi komið til Reykjavíkur að ræða við áhrifamenn um málefni Njassalands og jafnframt „að bera fram óskir um, að íslendingar beiti sér fyrir því, að máli dr. Banda, leiðtoga Njassalandsmanna, verði skotið fyrir mannréttindanefnd Evrópuráðsins í Strassborg, en hann situr nú í fangelsi suður í Afríku." í þessari sendinefnd voru auk Chiume þrír Bretar sem lögðu sjálfstæðisbaráttu njasslendinga lið. Fjórmenningarnir voru ánægðir með íslandsferðina og töldu sig hafa fengið vilyrði fyrir stuðningi. Framhald er á forsíðu-samtalinu á 19. síðu Morgunblaðsins þennan dag, en á 2. síðu er rammagrein um Njassaland með korti og mynd af dr. Banda. Á kortinu má sjá að Njassáland liggur á milli Zansír, Tanzaníu og Mósambík. Malaví- vatn liggur á norðurlandamærun- um. Öll er umsögnin um dr. Banda og Njassaland á einn veg: full hlýju í garð þeirra njasslendinga. I IPI-greininni segír að í Njassa- landi sem nú heitir Malawi ríki hin mesta kúgun og haldi dr. Banda öllu í jámgreipum, enda einræðis- seggur og ógnvaldur. Þar eru menn hand- teknir fyrirvaralaust og grimmdin og misk- unnarleysið verra en á veldisdögum Breta og var þó varla á það bætandi. Allt hneppt í fjötra, fólkið ófijálst, málfrelsi afnumið, prent- freisi þurrkað út. Rödd stjómarand- stöðunnar kæfð. Eina dagblað landsins, The Daily Times, í eigu forsetans. Landið að mestu lokað og litið á erlenda fréttamenn sem erkifjendur. Dr. Banda hefur einn Afríku-leiðtoga staðið í makki við mannhatursöflin í S-Afríku og kannski engin furða. Og ofan á þessar hörmungar allar bætist svo, las ég nýlega í brezku blaði, að 115 þúsund Malawi-búar hafa misst heimili sín og uppskem þegar of- viðri geisaði í norðurhéruðunum, landskjálftar í miðju landi og flóð í suðurhéruðunum. Landskjálftarnir voru þeir hörðustu sem mælzt hafa í Suður-Afríku, 5,7 og 6,5 stig á Riehter-kvarða. Flóðin meiri en nokkru sinni frá 1956. Á flóðasvæð- inu leituðu íbúamir skjóls í ttjánum. Nú eru um 350 þúsund manns á framfæri Rauða krossins á þessum slóðum. Ríkisstjórn dr. Hastings Banda getur að vísu ekki borið ábyrgð á náttúruhamförum. En hún hefur gert sig seka um villimannlega ógn- arstjórn. Valdsstjómartilburðir Breta á sínum tíma blikna í saman- burði við þau ósköp sem landsmenn hafa mátt þola af eigin herrum frá því landið fékk sjálfstæði. Blaðamennsku fylgja oft mikil og sár vonbrigði. Þessi saga frá Malawi er lítið dæmi um slíkan sársauka. Blaðamaður getur að ósekju orðið handbendi helvítis án þess gera sér grein fyrir því. Svo þegar hann stendur andspænis veruleikanum, bláköldum og nökt- um, situr hann uppi með mistökin án þess geta leiðrétt þau. Hann er einfaldlega fómardýr svika og íllmennsku. Þannig þekki ég blaða- menn sem stóðu með Kastró þegar hann þóttist berjast fyrir frelsi Kúbu, gegn alræði. Þá gekk New York Times erinda hans og mörg önnur blöð sem berjast fyrir frelsi og mannréttindum. Ég man ekki betur en Morgunblaðið hefði einatt samúð með skæruliðaforingjanum áður en hann kastaði grímunni og kreppti hnefann. Honum var jafnvel líkt við Krist í einhverri greininni frá þeim tíma, ef ég man rétt. En ástæðulaust að rifja það upp. Nú naga ég mig í handabökin fyrir að hafa rétt dr. Banda og samfylgdarmönnum hans hjálpar- hönd með allt að því ástríðufullum skrifum í Morgunblaðið. Hann átti það svo sannarlega ekki skilið eins- og nú hefur komið í ljós. En hitt er sýnu verra, að þegnar hans áttu það ekki heldur skilið; þeir sízt af öllum. Hlutskipti þeirra er líklega ekkert betra en þrælanna sem flutt- ir voru vestur um haf á sínum tíma; eða kúgaðra Kínveija undir ógnar- stjórn kommúnista. Aðbúnaður þeirra sízt betri en fólksins sem hrundi niður í móðuharðindum þeg- ar verst gegndi hér heima. Greinin í IPI-report hefur komið við kaunin á mér. Það er sársauka- fullt að hafa orðið leiksoppur harð- stjóra. En verst af öllu að eiga það alltaf yfir höfði sér, svo lítilmótleg sem mannskepnan er í aðra rönd- ina. Það er sök sér að búa við tak- markað frelsi andspænis náttúr- unni. En hitt er verra að glata frels- inu í hendumar á þeim sem ógna með ofbeldi. Marxistar hljóta að sitja uppi með harmsögulega reynslu af blá- eygu sakleysi sínu. Ég hef oft vor- kennt þeim. En ég hef þó hætt að hafa samúð með þeim sem vilja ekkert læra af sárri reynslu og af- saka viðstöðulaust mannhaturs- herferð helstefnu sinnar. Það hlýtur að reyna á samvizkuna — ef hún er þá einhver. Blaðamaður sem starfar í rót- lausri ringuireið samtímans á það alltaf yfir höfði sér að sitja uppi með hryðjuverkamenn einsog kláðamaur á samvizkunni. Dr. Banda, forseti Malawi, er víti til að varazt. Það veit ég nú, en það vissi ég ekki í febrúar 1960. Og hver veit nema Kanyama Chi- ume viti það einnig. Harðstjórar eiga hvorki vini né samstarfsmenn. Þeir safna um sig böðlum sem eru spegilmyndir þeirra og skuggar; jámönnum með einhvem Nagy á samvizkunni; einhvem stúdent; eða verkamann. Já-mönnum með flekkaðar hend- ur. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Lýðræðið er svo sjálfsagt í hugum okkar íslendinga, að við áttum okkur ekki alltaf á, hversu dýrmætt það er. Það ætti þó að verða okk- ur ljóst, þegar fréttir ber- ast af mönnum, sem meta það svo mikils, að þeir eru jafnvel tilbúnir að fórna lífinu fyrir það. Það var ekki fyrst og fremst hungur eða örbirgð, sem fékk þúsundir kínverskra ungmenna til flykkjast út á stræti Peking í júní síðastliðnum, heldur vonin um að umbætur í stjórnmálum fylgdu í lqölfar þeirrar þróunar í frjálsræð- isátt, sem vissulega hefur átt sér stað þar í landi á undanförnum áram. En lýðræðið gerir kröfur til þeirra er við það búa. Það krefst ábyrgðar, bæði af kjósendum og stjómmálamönnum. Sér- hveijum borgara í lýðræðisríki ber að vera virkur þátttakandi og veita þeim, sem valist hafa til trúnaðarstarfa nauðsynlegt aðhald. Stjórnmálamennimir verða á hinn bóginn að gera sér grein fyrir hlutverki sínu og ekki síst þeim skorðum, sem valdi þeirra eru settar. Hlutverk þeirra á einkum að vera fólgið í því, að marka stefnu í sameiginlegum málefnum umbjóðenda sinna og setja almennar leikreglur, þar sem jafnræði ríkir. Á hvora tveggja hefur ver- ið nokkur misbrestur hér á landi. Bæði hættir hinum almenna borgara til að líta á stjórnmálin sem leikvöll atvinnustjórn- málamanna og láta þau afskiptalaus og eins telja ýmsir stjórnmálamenn, að þeim beri að hafa sem mest afskipti af daglegu lífi fólksins í landinu; hafa vit fyrir því. RÍKISSTJÓRN Steingríms Her- mannssonar hefur ríkissljórn nú verið við völd í tæplega tíu mán- uði. A þeim tíma hefur greinilega komið í ljós, hvert viðhorf forystumanna hennar er í þessum efnum. Hér er um að ræða einhveija mestu forsjár- hyggjustjórn sem um getur hér á landi á síðustu áratugum. Þarf líklega að leita að minnsta kosti þijátíu ár aftur í tímann, til haftaáranna, til að finna hennar líka. Sljómlyndið er eitt höfuðeinkenni ríkis- stjómarinnar. Annað er sú árátta, að leysa mál aðeins til bráðabirgða. Til dæmis um þetta má minna á, að þegar hún tók við völdum, vora gefnar stórorðar yfirlýsingar um að bjarga ætti útflutningsgreinunum frá yfirvofandi hrani og koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Sagði forsætisráð- herrann meðal annars, að þjóðin stæði nær gjaldþroti en nokkru sinni áður. Við þessar aðstæður hefði mátt ætla, að gripið yrði til róttækra aðgerða. En í stað þess að reyna að bæta rekstrarskil- yrði útflutningsfyrirtækja með almennum aðgerðum var stofnaður fyrirgreiðslusjóð- ur, „Atvinnutryggingarsjóður útflutnings- greina“, þar sem taka átti ákvarðanir um örlög einstakra fyrirtækja. Látið var héita svo, að með því að framlengja lán fyrir- tækjanna væri verið að leysa vanda þeirra. Þama var stjómin hins vegar aðeins að skjóta vandanum á frest. Hefur það raun- ar verið megineinkenni allra gerða hennar ÞEGAR FJÁRLÖG voru afgreidd í vet- ur var ljóst, að milljarða króna halli hafði orðið á rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra hafði uppi stór orð um að þessari þró- un hygðist hann snúa við og skila ríkis- sjóði með 1.200 milljóna afgangi í árslok. Við endanlega fjárlagagerð var tekjuaf- gangur A-hluta ríkisbúskaparins áætlaður rúmar 600 milljónir króna. Til þess að ná markmiðinu um hallalausan ríkisbúskap knúði stjórnin fram stórfelldar skatta- hækkanir á Alþingi í vetur. Þrátt fyrir það bendir margt til þess, að staða ríkissjóðs verði síst betri í ár en í fyrra. Hagdeild fjármálaráðuneytisins telur að hallinn Hallinn á nkissjooi og viðbrögð stjórnar- innar Stjórnlynd Laugardagur 22. júlí Morgunblaðið/Einar Falur stefni í 4,2 milljarða króna, nema gripið verði til sérstakra aðgerða. Af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin enn einu sinni kallað saman neyðarfund og eins og svo oft áður verður ekki annað sagt en að niðurstaðan sé harla rýr. Boðað er að hallinn verði réttur af með þríþættum aðgerðum; breyttri innheimtu á bensín- gjaldi og launaskatti, auknum innlendum lántökum og niðurskurði ríkisútgjalda. Um hinar breyttu innheimtureglur er það að segja, að þær hafa í raun engin áhrif á afkomu ríkissjóðs. Aðeins er verið að stytta skilafrest á bensíngjaldi úr tveim- ur mánuðum í einn og koma á mánaðar- legri innheimtu launaskatts í stað þess að innheimta hann annan hvern mánuð. Áhrif þessara aðgerða eru að tekjur, sem ella hefðu skilað sér í byijun ársins 1990, munu koma fram í reikningum fyrir árið 1989. Þannig á að bæta stöðu ríkissjóðs í ár með sjónhverfingum. Veigamesti þátturinn í þessum svoköll- uðu aðgerðum ríkissjóðs er aukin innlend lántaka. Með henni á að brúa 3 milljarða af áætluðum 4,2 milljarða fjárlagahalla. Nú má segja, að miðað við aðstæður sé skárra að ríkið afli tekna með innlendri lántöku en með aukinni skattheimtu eða lántöku erlendis. En er það raunhæft, að byggja aðgerð til að mæta halla á ríkis- sjóði á hugsanlegri söluaukningu á spari- skírteinum ríkissjóðs? í fjárlögum var gert ráð fyrir að spariskírteinin seldust fyrir 5,3 milljarða króna á árinu og um mitt ár höfðu þau selst fyrir 3,2 milljarða. Því vantar enn 2,1 milljarð til að ná því marki sem sett var í fjárlögunum. Nú á að bæta þremur milljörðum við það! Það er líka ástæða til að velta fyrir sér, hver áhrif þessi innrás ríkisins á fjár- magnsmarkaðinn getur haft. Líkur era á, að afleiðingarnar muni felast í vaxtahækk- un og gengur það þvert á þá yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka raun- vexti. Enn hlýtur sú spurning að vakna, hvort þetta fjármagn væri ekki betur kom- ið úti í atvinnulífinu. Þriðji þátturinn í þessum svokölluðu aðgerðum ríkisstjómarinnar er niður- skurður ríkisútgjalda um allt að 800 millj- ónir króna. Enn sem komið er er hér að- eins um viljayfirlýsingu að ræða, vegna þess að útfærslan liggur ekki fyrir. Það verður fróðlegt að sjá, hvort samstaða næst í ríkisstjórn og á Alþingi um þennan niðurskurð þegar til kastanna kemur. Þar mun óhjákvæmilega koma til árekstra, bæði milli sjónarmiða einstakra flokka og landshluta. Það verður erfitt fyrir þessa þriggja flokka stjórn, sem hefur nauman meirihluta á þingi, að ná samstöðu um aðgerðir af þessu tagi. HÉR SKAL EKKI dregið í efa, að nið- urskurður ríkisút- gjalda sé nauðsyn- legur, enda stafar vandi ríkissjóðs af of miklum útgjöldum fremur en of litlum tekjum. Sést það glöggt á því, að þrátt Stöðva þarf eyðsluna fyrir miklar skattahækkanir í vetur er útlit fyrir að staða ríkissjóðs verði síst betri í ár en í fyrra. Orsök hallans nú stafar miklu frekai\af því, að eyðslan hef- ur farið úr böndunum heldur en að tekjurn- ar hafi brugðist. Hömlulaus aukning ríkisútgjalda er ekki nýtt vandamál og er í því efni ekki sérstak- lega við þessa ríkisstjórn að sakast, þó hún hafi lítið gert til úrbóta. Þarna er fyrst og fremst um að kenna þeim hugsun- arhætti, sem valdið hefur því, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram. Að þessu víkur Einar Oddur Kristjáns- son, nýkjörinn formaður Vinnuveitenda- sambands íslands, í viðtali í fréttablaði VSÍ, sem nýlega kom út. Þar segir hann meðal annars: „Takist ekki að stöðva eyðsluna, er óhugsandi, að finna megi við- unandi rekstrarskilyrði fyrir framleiðsluna í landinu. Það gerist ekki öðruvísi en að þjóðin öll, sem heild, nái að sjá hlutina í réttu ljósi og laga sig að þeim veraleika, sem við búum við.“ Þá segir Einar Oddur: „Á liðnum árum hefur eyðsluvandinn valdið bæði almenn- ingi og fyrirtækjum verulegum skaða. Það fer ekki milli mála, að hagvöxturinn hér á landi hefði á undanförnum árum verið miklu meiri, ef við hefðum gætt hófs og jafnvægi ríkt í efnahagslífinu. Því miður gengur ríkið alltaf á undan í eyðslunni, en stjórnmálamenn eiga sér þá afsökun, að stöðugt eru gerðar kröfur um aukna opinbera þjónustu. Þessum kröfum verður að linna.“ ÞARNA KEMUR Einar Oddur að ákveðnum vanda, sem stjórnmála- menn í lýðræðisríki eiga við að stríða. Þeir eru undir stöðugum þrýstingi frá hagsmunahópum, sem gera sífellt auknar kröfur um opinbera aðstoð og fjárveitingar sér til handa. Kröfur þessara hópa um ríkisútgjöld eru jafnan háværari en kröfur hins almenna skattgreiðanda um minni álögur, þar sem hagsmunir þess, sem nýt- ur tiltekinnar opinberrar aðstoðar, eru að jafnaði meiri en hagsmunir þeirra mörgu, sem greiða kostnaðinn sem af henni hlýst. Af þessu leiðir, að almennt gengur illa að skipuleggja þrýsting frá illskilgreinanleg- um hópum eins og skattgreiðendum eða neytendum, á sama tíma og sérhagsmuna- hóparnir eiga auðvelt með að skipuleggja sig og koma kröfum sínum á framfæri. Það er hins vegar ljóst, að til þess að ná árangri í efnahags- og atvinnumálum verða stjórnmálamenn að vera á varðbergi gagnvart hagsmunaþiýstingi á hendur ríkissjóði og skattgreiðendum. Ástandið í ríkisfjármálum íslendinga er til vitnis um vanmátt þeirra að þessu leyti. Sá van- máttur birtist skýrt í aðgerðunum, sem rikisstjómin hefur nú kynnt, enda hefur hún nú í raun gefist upp við landsstjórn- ina. Það eina, sem heldur í henni lífinu, er óttinn við dóm kjósenda. Kröfur hagsmuna- hópa „Á liðnum árum hefiir eyðsluvand- inn valdið bæði almenningi og fyrirtækjum veru- legum skaða. Það fer ekki milli mála, að hagvöxt- ur hefði á undan- förnum árum ver- ið miklu meiri, ef við hefðum gætt hófs ogjafiivægi ríkt í efnahagslíf- inu. Því miður gengur ríkið allt- af á undan í eyðsl- unni, en stjórn- málamenn eiga sér þá afsökun, að stöðugt eru gerð- ar kröfiir um aukna þjónustu. Þessum kröfurn verður að linna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.