Morgunblaðið - 23.07.1989, Síða 24
'íil. ------- MORGélfeLAÐ'ffl ATVIWVMMÍjc^3@f%IFftMJ
m
Félagsmiðstöð
Staða forstöðumanns við félagsmiðstöðina
Ekkó í Kópavogi er laus til umsóknar.
Menntun eða störf á sviði félags- og tóm-
stundamála æskileg.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skilist
umsóknir til félagsmálastofnunar Kópavogs.
Upplýsingar gefur unglingafulltrúi í síma
45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
PAGVI8T BARNA
Grandaborg
Deildarfóstra óskast til starfa frá kl. 13.00-
17.00. Einnig óskast fóstra til starfa á leik-
skóladeild fyrir hádegi.
Upplýsingar gefur Hjördís forstöðumaður í
síma 21274.
Fálkaborg
Fóstra óskast til starfa nú þegar.
Upplýsingar gefur Lilja forstöðumaður í síma
79864.
Drafnarborg
Fóstra óskast til starfa nú þegar.
Upplýsingar gefur Bryndís forstöðumaður í
síma 23727.
Einnig má fá upplýsingar um ofangreind störf
hjá umsjónarfóstrum á skrifstofu dagvistar
barna í síma 27277.
LANDSPÍTALINN
Læknaritari
óskast í 50% vinnu á taugalækningadeild
32A. Vinnutími eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Eiríka Urbanic, skrifstofu-
stjóri, í síma 601661.
Reykjavík 23, júlí 1989.
RÍKISSPÍTALAR
FPÐCJOF OG FPÐNINCAR
Famkvæmdastjóri
Við leitum nú að framkvæmdastjóra
fyrir félag ráðgjafaverkfræðinga.
Um er að ræða 50% starf.
Framkvæmdastjóri sér um skrifstofu félags-
ins og daglegan rekstur, heldur utan um
félagatal og færir bókhald. Hann undirbýr
fundi og sér um erlend samskipti. Starfið
er laust frá 1. sept. ’89.
Við leitum að einstaklingi með háskóla-
menntun, góða tungumála-, tölvu- og bók-
haldsþekkingu. Reynsla af rekstri verkfræði-
stofu æskileg.
Upplýsingar um starfið veitir Einar Páll Svavars-
son hjá Ráðningarþjónustu Ábendis, sími
689099.
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst.
Ábendi, Engjateig 9, 105 Reykjavík.
Viðgerðamaður
Óskum eftir að ráða starfskraft til viðgerða
á heimilis- og PC-tölvum. Þarf einnig að
geta sinnt afgreiðslustörfum.
Skriflegum umsóknum skal skilað til
AMSTRAD-umboðsins fyrir 28. júlí.
umboðið,
Laugavegi 116.
FAÐGJÖF OG FAÐNINCAR
Ertu að leita að
heilsdagsstarfi?
Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf:
1. Skrifstofu- og tenglastarf á auglýsinga-
stofu.
2. Ritarastarf hjá opinberri stofnun.
3. Heimilishjálp og umönnun barna á heimili
í Garðabæ. Vinnutími f.h. mánud. og
föstud., allan daginn þriðjud. til fimmtud.
4. Tæknimaður hjá opinberri stofnun. Þarf
að hafa meirapróf og góða tilfinningu fyrir
tækjum.
Nánari upplýsingar um störfin veittar hjá
Ráðningarþjónustu Ábendis, sími 689099.
Ábendi, Engjateig9, 105 Reykjavík.
Laus störf!
Einkaritari (241)
Þjónustufyrirtæki í Reykjavík (austurhluta)
óskar að ráða ritara til starfa í september
nk. Vinnutími 8-16.
Starfssvið: Ýmis sérverkefni fyrir 3 deildar-
stjóra, auk almennra skrifstofustarfa.
Við leitum að ritara með reynslu af ritara-
störfum (5-10 ár) sem getur unnið sjálf-
stætt, hefur eigið frumkvæði og leitar að
áhugaverðu framtíðarstarfi. Góð laun.
Ritari (236)
Þjónustufyrirtæki í Reykjavík leitar að mót-
tökuritara frá og með 1. september nk.
Vinnutími e.h. kl. 13-17.
Starfssvið: Móttaka viðskiptavina, síma-
varsla, ritvinnsla, skjalavarsla, létt gjald-
kerastörf o.fl.
Við leitum að ritara með haldgóða þekkingu
á ofangreindu starfssviði, sem er nákvæmur
og samviskusamur og leitar að líflegu fram-
tíðarstarfi.
Ritari (238)
Útflutningsfyrirtæki í Reykjavík leitar að rit-
ara frá og með 1. september nk.
Vinnutími 9-17.
Starfssvið: Vinna við útflutningsskjalagerð,
telex, telefax, ritvinnslu o.fl.
Við leitum að ritara með þekkingu og reynslu
af útflutningsskjalagerð, góða tungumála-
kunnáttu og hæfni til að vinna að sjálfstæð-
um verkefnum.
Rafsuðumenn
Óskum að ráða réttindamenn í rafsuðu.
Mikil vinna.
Upplýsingar í síma 24400.
Stálsmiðjan hf.
Fiskvinna
Óskum eftir starfskrafti til almennrar fisk-
vinnu.
Upplýsingar á staðnum eftir hádegi 24. júlí.
Fiskbúðin Sæbjörg,
Eyjaslóð 7.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður við
framhaldsskóla
Framlengdur umsóknarfrestur.
Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til
umsóknar kennarastöður í íslensku og þýsku.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 4.
ágúst nk.
Menntamálaráðuneytið.
Bygginga-
verkfræðingur
Við leitum að byggingaverkfræðingi til starfa
með áhuga eða reynslu á eftirfarandi sviðum:
★ Stærðfræði.
★ Hönnun með aðstoð tölva.
★ Mannvirkjahönnun.
Eftirtaldir eiginleikar eru æskilegir:
★ Skapandi kraftur.
★ Gott lunderni.
★ Röggsemi.
Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna
bæði fyrir innlenda og erlenda aðila. Við bjóð-
um upp á góðan starfsanda í glæsilegri skrif-
stofu á Suðurlandsbraut 4.
Línuhönnun hF
veRkFRædistopa
SUÐURLANDSBRAUT 4 -108 REYKJAVÍK - S(M1 680100
.R4ÐGJOF OG R4ÐNINCAR
1.000 einstaklingar
komnir á rétta hillu
Nú hafa yfir 1.000 einstaklingar tekið banda-
ríska áhugasviðsprófið Strong interest in-
ventory. I flestum tilfellum hafa niðurstöð-
urnar komið þægilega á óvart. Ef þú ert
tvístígandi og óviss varðandi framtíðaráform
í námi eða starfi, hafðu þá samband við
Ábendi. Kynntú þér athyglisvert próf, sem
byggir á áratuga löngum rannsóknum banda-
rískra vísindamanna í fremstu röð.
Tímapantanir frá kl. 9-15 alla virka daga.
Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099.