Morgunblaðið - 23.07.1989, Qupperneq 25
MQRGUKBLAÐIÐ ATVINNA/RAP/S(V| A
,23,^00,1989
25
Miklartekjur-
sölustörf símleiðis
Fyrirtæki, sem býður landsþekktar og viður-
kenndar vörur, óskar að ráða nokkra sölu-
menn til starfa. Starfið er fólgið í kynningu
og sölu símleiðis. Tekjur af starfinu geta
auðveldlega verið umtalsverðar. Reynsla af
sölustörfum er ekki nauðsynleg þar eð starfs-'
menn hljóta sérstaka þjálfun á vegum fyrir-
tækisíns. Lágmarksaldur er 18 ár.
Allar umsóknir verður farið með sem trúnað-
armál.
Upplýsingar alla dag í síma 28787.
Spennandi starf!
Við leitum að starfskrafti til að sjá um skrif-
stofu okkar og bókhald. Leitað er eftir ör-
uggri framkomu, sjálfstæðum vinnubrögðum
og nokkurri reynslu af notkun tölva (macin-
tosh) en við munum veita alla frekari tölvu-
þjálfun.
Um er að ræða fjölbreytt 50-60% starf (f.h.) í
traustu fyrirtæki. Viðtalsbókanir og upplýsingar
í síma 688090 kl. 13-19 í dag og næstu daga.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Verkfræðistofa og tölvuskóli,
Grensásvegi 16.
RIKISSPITALAR
Fóstrur
Fóstra óskast á Sunnuhvol, Vífilsstöðum,frá
15. ágúst eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Oddný S. Gestsdóttir í
síma 602800 eða 656318.
Yfirfóstra óskast á Mánahvoí, Vífilsstöðum,
frá 1. ágúst eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur Sigfríður L. Marínósdóttir
í síma 602800.
Reykjavík, 23.júlí 1989.
Lausstaða
Staða deildarstjóra í fjármáladeild félags-
málaráðuneytisins er laus til umsóknar.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist félagsmála-
ráðuneytinu fyrir 11. ágúst nk.
Félagsmálaráðuneytið, 21.júlí 1989.
Ræstingar
Við leitum að duglegri og samviskusamri
manneskju til að sjá um ræstingar fyrirtækis-
ins og kaffistofu. Nauðsynlegt er að viðkom-
andi aðili sé stundvís og reglusamur og geti
byrjað sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 9.00-
16.00 og við bjóðum réttum aðila sanngjörn
laun.
Umsækjendur komi á skrifstofu Radíóbúðar-
innar, Skipholti 19.
Upplýsingar eru ekki veittar í síma.
Skipholti 19, 105 Reykjavik
íþróttakennarar
Vegna forfalla vantar íþróttakennara að
Grunnskólanum á Blönduósi næsta vetur.
Nánari upplýsingar veitir Vignir Einarsson
yfirkennari í síma 95-24310.
Skólanefnd.
RIKISSPITALAR
Sjúkraliðar
óskast á öldrunarlækningadeild. Um er að
ræða almenna vaktavinnu frá 1. september
og fastar næturvaktir. Staðan er laus nú
þegar, starfshlutfall eftir samkomulagi.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur
Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmdar-
stjóri, í síma 602266.
Reykjavík 23. júlí 1989.
DALVÍKURSKDLI
Alv*
Kennarar
- Stýrimenn
Við Dalvíkurskóla eru lausar stöður yfirkenn-
ara og einnig umsjónarkennara 2. stigs stýri-
mannadeildar.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
96-61162.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
BRÆÐRATUNGA
400 ISAFJÖRÐUR
Þroskaþjálfar
Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Vestfjörðum,
auglýsir lausa stöðu þroskaþjálfa við þjón-
ustumiðstöðina Bræðratungu, ísafirði, frá 1.
september nk. eða eftir nánara samkomu-
lagi. Aðstoð við útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður
Bræðratungu í síma 94-3290. Umsóknir ósk-
ast sendar til Bræðratungu, ísafirði.
n
IÐNTÆKNISTOFNUN
(SLANDS
Efnistækni - málmar
Iðntæknistofnun óskar að ráða sem fyrst
sérfræðing, karl eða konu, til starfa á efnis-
tæknisviði að rannsóknum og þróunarstarfi
í málmsteypu og annarri málmtækni.
Leitað er fyrst og fremst eftir vélaverkfræð-
ingi, en aðrir með heppilegan bakgrunn koma
einnig til greina.
Viðkomandi þarf að hafa góða menntun
og/eða reynslu í efnisfræði og vélhluta-
fræði, gjarnan hönnun og efnisvali. Fram-
haldsmenntun eftir háskólapróf er æskileg.
Hann/hún mun starfa sjálfstætt í sérfræð-
ingahópi og þarf bæði að geta sýnt frum-
kvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna
með öðrum.
Með skriflegri umsókn skal senda gögn um
menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar
veitir Dr. Hans Kr. Guðmundsson í síma
687007.
Bókari/Gjaldkeri
(205)
Fyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur óskar að
ráða mann til starfa þann 1. september nk.
Vinnutími kl. 8.00-16.00.
Starfssvið: Alhliða skrifstofustarf, s.s. bók-
hald, gjaldkerastarf, innheimta, ritvinnsla
o.fl.
Við leitum að manni sem hefur reynslu af
skrifstofustörfum, góða bókhaldsþekkingu
og leitar að fjölbreyttu starfi.
Verslunarstjóri
(246)
Þekkt gjafavöruverslun í Reykjavík óskar að
ráða mann til starfa sem fyrst. Vinnutími kl.
10-18.
Við leitum að manni sem hefur góða fram-
komu og ánægju af mannlegum samkskipt-
um, er 30 ára eða eldri og leitar að fram-
tíðarstarfi.
Sölumaður (240)
Verslun sem versiar með heimilisvörur leitar
að sölu- og afgreiðslumanni frá og með 1.
september nk. Vinnutími kl. 10-18.
Starfssvið: Afgreiðsla og sala, aðstoð við
lagerafgreiðslu og létt skrifstofustörf.
Við leitum að sölu- og afgreiðslumanni til
að selja vandaðar vörur sem komu á markað
hér fyrir nokkrum árum.
Nánari upplýsingarveitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Haevai ”n ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík Slmi 83666 Ráðningarþjónusfa Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Tilbreyting
31 árs byggingameistari sem vill breyta til
óskar eftir góðu starfi. Ýmislegt kemur til
greina. Hefur reynslu í sölumennsku.
Nánari upplýsingar í síma 985-24599 og í
síma 39528 á kvöldin
Kjötiðnaðarmaður
óskast
Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmann. Verð-
ur að vera vanur störfum í verslun.
Upplýsingar í síma 53100.
Kjötkaup.
RIKISSPITALAR
Öldrunarlækningadeild óskar eftir aðstoð-
arhjúkrunardeildarstjóra í 80-100% starf.
Möguleiki á aðtaka eingöngu morgunvaktir.
Hjúkrunarfræðing í fræðslustöðu (k-stöðu)
frá 1. september í 80-100% stöðu. Vinnutími
eftir samkomulagi.
Hjúkrunarfræðing frá 1. september nk.
Möguleiki á að taka eingöngu morgunvaktir.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur
Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarframkvæmdar-
stjóri í síma 602266.
Reykjavík, 23. júlí 1989.