Morgunblaðið - 30.07.1989, Page 6
V J
6~€
C8€I IIUI M, JCJOACFJKMtK jíOV
MORGUNfitftÐIÐ--SUNNUDAGUR-30,-JÍJU 1989.....
Æ :w!mk
effir Pól Lúðvík Einarsson
Sannleikurinn er sagna bestur. En
þó hafa ævintjjri Miinchhausens
þótt ansi góð. í meira en tvær aldir
hafa menn skemmt sér yfir sögum
hans í máli og myndum. — Morgun-
blaðið segir nú ft*á lyginni.
Junkari frá Hanover
Karl Friedrich Hieronymus
fríherra af Munchhausen var
fæddur hinn 11. máí 1720 á
herragarðinum Bodehwerder
við ána Weser í Hannover,
nú í þýska sambandslýðveld-
inu. Hann lést á sama stað 22. maí árið
1797. Karl Friedrich var kominn af eðlu junk-
arastandi og eins og siðvenjur þeirrar stéttar
gera ráð fyrir, lagði hann fyrir sig her-
mennsku. Til eru heimildir um að hann var
riddarasveinn í Wolfenbiittel í Brúnsvík. Árið
1738 tekur hann þátt í orustum við Tyrki
austur í Rússlandi. Hann varð svo liðsforingi
í lífvarðarsveit Antons Uirichs frá Brúnsvík
en sá maður hafði nokkra forsjá með keisar-
anum — og kornabarninu Ivani fjórða sem
ríkti á árunum 1740-41. Hæfileikar Múnch-
hausens virðast ekki hafa verið metnir að
fullum verðleikum og frami hans í hernum
ekki jafn glæsilegur og skjótur og hans eigin
frásagnir gefa tilefni til að ætla; hann varð
ekki höfuðsmaður fyrr en 1750. Nokkru síðar
sneri hann til heimahaganna og tók við bús-
forráðum á setri sínu í Bodenwerder.
Sögur fara á kreik
Eftir að Múnchhausen var sestur í helgan
stein hélt hann sig með höfðingsbrag á setri