Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 9

Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 9
C 9 __________________MQRGUNBLAfflÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR sunnuuagur 30. JÚLÍ 1989 LÖGFRÆÐI/Erlistin öllu œbri? Höfiindaréttur arkitekta Þann 27. júní sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Islands sem batt enda á deilu sem staðið hafði allt frá árinu 1982. Afskipti dómstóla af málinu hófust þó ekki fyrr en í september 1985. Málaferli þessi risu vegna ágreinings um breytingar á loffti Kjarvalsstaða milii arkitekts hússins, Hannesar K. Davíðssonar, og Reykjavíkurborgar, sem eiganda hússins. Arið 1982 komu fram óskir um það af hálfu stjórnar Kjarvals- staða, að gerðar yrðu lagfæringar á loftum í sýningarsölum hússins, þar sem lýsingin þótti ekki nægilega góð. Var í fýrstu leitað til arkitektsins og hann beðinn um til- lögur til úrbóta, en fljótlega kom í ljós að hann vildi helst halda loftunum óbreyttum. Var þá eftir Davíó Þór fenginn annar aðili Björgvinsson til að gera tillögur um úrbætur og gerði stjórn Kjarvals- staða sig líklega til að hefja fram- kvæmdir árið 1985. Arkitektinn mót- mæiti þessum ráðagerðum og byggði það á því að hann ætti höfundarétt að byggingunni, en í því fælist að henni mætti ekki breyta nema með samþykki hans. Varð úr að arkitekt- inn fékk lagt lögbann á að gerðar yrðu breytingar á lofti og lýsingu í sýningarsölum Kjarvalsstaða. I kjöl- far þess höfðaði arkitektinn mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur til staðfest- ingar á lögbanninu. Arkitektinn byggði afstöðu sína aðallega á ákvæðum höfundalaga nr. 72/1973. Samkvæmt 1. gr. þeirra laga njóta listaverk á sviði byggingar- listar verndar samkvæmt þeim. I 3. gr. kemur fram sú meginregla að höfundur eigi almennt einkarétt á að breyta verki sínu og í 4. gr. að óheim- ilt sé að breyta verki höfundar með þeim hætti að skert geti höfundar- heiður hans eða höfundarsérkenni. Varðandi þetta síðarnefnda kemur þó sérstaklega fram í l.mgr. 13.gr. um byggingarlist, að eiganda bygg- ingar sé allt að einu heimilt að breyta án samþykkis höfundar, að því leyti sem talið er nauðsynlegt vegna af- nota byggingarinnar eða af tæknileg- um ástæðum. Taldi arkitektinn að fyrirhugaðar framkvæmdir féllu ekki undir breytingar sem væru nauðsyn- legar vegna afnota byggingarinnar eða af tæknilegum ástæðum, enda mætti breyta tækninni við lýsinguna án þess að breyta loftunum. Af hálfu Reykjavíkurborgar var því haldið fram að löng og rík hefð væri fyrir því hér á landi að eigendur húsa breyttu þeim eftir þörfum og aðstæðum án þess að samþykki við- komandi arkitekts kæmi til. Þá var því mótmælt að loftin og lýsingin nytu yfirleitt verndar höfundalaga. Jafnframt var byggt á því að jafnvel þótt litið yrði svo á að verkið nyti verndar höfundalaga, væri um að ræða breytingar sem væru innan þeirra marka sem l.mgr. 13.gr. heimilaði. í héraði komust dómararnir að þeirri niðurstöðu að verk það sem um væri deilt nyti verndar höfundalaga. Að auki komust þeir að þeirri niður- stöðu að stefndi (Reykjavíkurborg) hefði ekki sýnt fram á að breytingar þær sem fyrirhugaðar voru, væru nauðsynlegar vegna afnota hússins eða af tæknilegum ástæðum í þeim mæli að vegna þeirra bæri að fóma höfundarhags- munum arkitektsins. I þessu sambandi væri rétt að benda á að fram hefði komið undir rekstri málsins að líklega mætti bæta úr ágöllunum að verulegu leyti án þess að breyta loftunum, méð því einu að lagfæra lýsinguna. Var lögbannið því staðfest að því er varðaði breytingar á loftunum einum, en náði ekki til lýsingarinnar. Héraðsdómurinn var kveðinn upp 20. feb. 1987. Reykjavíkurborg áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétt voru lögð fram ýmis gögn, þar með talin matsgerð dómkvaddra matsmanna, þar sem m.a. var farið fram á það að metið yrði hvort koma mætti við fullnægjandi lýsingu án þess að breyta margnefndum loftum. í mats- gerðinni var talið að unnt væri að bæta lýsinguna á viðunandi hátt án þess að breyta loftunum, þó að því tilskildu að skipt væri um lit á þeim. Þess ber að geta að síðarnefnda atrið- inu hafnaði arkitektinn. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Þrír dómar- ar, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrýsson og Hrafn Bragason, töldu að Reykjavíkurborg hefði ekki gert sennilegt að nauðsynlegt væri vegna afnota af Kjarvalsstöðum eða af tæknilegum ástæðum, að gera þær breytingar á formi og útliti lofta sýn- ingarsalanna, sem stefnt væri að. Tveir dómarar Amljótur Bjömsson og Sigurður Reynir Pétusson, vildu hins vegar fella lögbannið úr gildi. Alit sitt byggðu þeir á því að í mats- gerð væri bent á tvær leiðir til úr- bóta. Önnur væri sú sem fyrirhuguð var, en hin fælist í því að breyta lýs- ingunni án þess að raska núverandi mannvirkjum að öðra leyti, að því tilskildu þó að loftvirkin yrðu máluð í sama lit og veggir eða þau klædd striga. Bentu dómararnir á að arki- tektinn hefði með öllu hafnað slíkum breytingum á lit hins umdeilda verks. Þá byggði minnihlutinn á því að nægilega væri leitt í ljós að nauðsyn- legt væri vegna afnota af sýningar- sölunum og af tæknilegum ástæðum að breyta lýsingunni. Á grandvelli þessa vildu þeir fella lögbannið úr gildi og heimila þær breytingar sem stjóm Kjarvalsstaða vildi gera. Niðurstaða meirihlutans byggðist í stuttu máli á því að unnt væri að bæta úr ágöllum á lýsingu án þess að breyta útliti og gerð loftvirkja þeirra sem um var deilt. Þess vegna var ekki fallist á það að frekari breyt- ingar væra nauðsynlegar. Vora hags- munir höfundar af því að halda verki sínu óbreyttu taldir vega þyngra. Niðurstaða minnihlutans byggðist hins vegar á því að þvert á móti væri sannað að ekki væri unnt að bæta úr ágöllunum á lýsingunni nema með því að gera breytingar sem voru umfram það sem arkitektinn gat fall- ist á og þar sem sýnt þótt að nauðsyn- legt var að bæta úr lýsingunni var talið rétt að höfundarhagsmunir arki- tektsins vikju fyrir nauðsyn þess að breyta loftinu í þá veru sem stjóm Kjarvalsstaða fyrirhugaði. FÁANLEGT í 15 LITUM Fæsl I málnlngar og byggingavúruverslunum um allt land NÚMÁ LAKKA YFIR RYDID Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma pöntunarsími í Reykjavík er 672811 YDDA Y8. 19/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.