Morgunblaðið - 30.07.1989, Qupperneq 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLIVHÐLAR St'XN'UDAGUR 30. JÚU 1989
Þjóðlíf:
Áskrifendum
fíölgar stöðugt
Fréttatímaritið Þjóðlíf hefiir komið út mánaðarlega um tveggja
ára skeið og er upplag tímaritsins nú 13000 tölublöð. I ágústmán-
uði í fyrra voru áskrifendur um 3000 talsins en samkvæmt nýj-
ustu tölum hefúr þeim fjölgað um 250% átæpu ári. Um áramót-
in síðustu voru þeir ríflega sex þúsund og nýlega var 10.000.
áskrifandinn verðlaunaður. Samkvæmt þessu hefúr Þjóðlíf því
stærstan hóp áskrifenda af öllum tímaritum landsins.
*
Irúmlega ár höfum við verið með
linnulausa áskriftasöfnun og við
hana eru tugir lausráðinna starfs-
krafta. Það er tilkostnaður við
þetta en sérstaða blaðsins gerir það
að verkum að þetta gengur vel,
enda er Þjóðlíf eina fréttatímaritið
og eina mánaðaritið á landinu. Við
getum sagt að varan auglýsi sig
sjálf og hún virðist fylla upp í
ákveðna markaðsþörf1 sagði Óskar
Guðmundsson, ritsjóri.
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á tímaritinu síðustu misseri
en í síðasta tölublaði mátti sjá ann-
að layout en áður. „Við höfum
breytt útliti innblaðsins. Efnið er
fjölbreyttara, stefnan er að grein-
um fjölgi og að þær verði styttri.
Á ritstjóminnni em þrír blaðamenn
en svo lausir pennar bæði hér heima
og erlendis. Fastir starfsmenn við
tímaritið em níu talsins og fjöldi
manna hefur unnið mjög óeigin-
Sjónvarpið
hneykslar
Fjórir af hveijum 10 sjónvaipsá-
horfendum í Bretlandi verða
oft hneykslaðir á Ijótu orðbragði,
ofbeldi og „djörfum atriðum" í sjón-
varpi. Ný nefnd, sem fær það hlut-
verk að sjá um að velsæmis sé gætt
í sjónvarpi, komst að þessu með
skoðanakönnun. Roskið fólk og
konur hneykslast mest. Aðeins einn
af hveijum 10 telur að sjónvarpið
auki glæpi.
Sænskt klám
vinsælt
Sex af hveijum 10 sjónvarps-
áhorfendum í Bretlandi, sem
horfa á gervihnattarsjónvarp, fá sér
„afmglara" til að horfa á sænska
rás, sem sýnir klámmyndir. Þetta
kom fram í nýlegri markaðskönnun.
Rásin heitir Film-Net 24 og sýnir
klámefnið eftir miðnætti.
gjarnt starf í þágu útgáfunnar,
segir Óskar“.
Tímaritið er þátttakandi í Upp-
lagseftirliti Verslunarráðs og æskti
sérstakrar könnunar þegar áskrif-
endur voru farnir að nálgast tíu
þúsund. Áskriftir em seldar fram
í tímann eins og hjá Newsweek
hinu bandaríska eða þýska tímarit-
inu Spiegel sem em einna helstar
fyrirmyndir Þjóðlífs, „tímarits
hinnar gagnrýnu miðju“ eins og
Óskar sagði í stuttu viðtali, er hann
var inntur eftir pólitískri afstöðu
útgáfunnar.
Lesendakönnun Verslunarráðs
sem ásamt upplagseftirliti gefur
tæmandi upplýsingar um stöðu
tímarita mun verða gerð á næstu
mánuðum. Að sögn Herberts Guð-
mundssonar hjá Verslunarráði er
hér um dýra og viðamikla könnun
að ræða og væri verið að fínna flöt
á því að gera hana ódýrari í fram-
kvæmd, meðal annars með því að
fækka spumingum og breyta henni
á annan hátt. Tvær slíkar kannan-
ir hafa verið gerðar af Félagsvís-
indastofnun og birtist sú nýrri í
nóvember síðastliðnum. Þar var
fréttatímaritið Þjóðlíf sjöunda í röð-
inni af 27 tímaritum. Útkoma tíma-
ritsins yrði væntanlega önnur núna,
vegna fjölgunar áskrifenda á þessu
tímabili.
Evrópskt
skólasjónvarp
Skólar og æðri menntastofnanir
víðs vegar í Evrópu fá eigið
gervihnatta-sjónvarpskerfi á næst-
unni. Sjónvarpað verður um gervi-
hnöttinn Olympus, sem Geimvís-
indastofnun Evrópu skaut nýlega
frá Frönsku Guyana í Suður-
Ameríku.
Sextíu menntastofnanir í 15
löndum standa að sjónvarpsfélaginu
Eurostep, sem rekur skólasjón-
varpið, og það fær fijálsan aðgang
að sjónvarpsrás gervihnattarins.
Tilraunasendingar hefjast í haust
og reglulegar sendingar eftir ára-
mót.
Skal lofa eða lasta?
■ Er sjónvarpsmenning alþýðumenning
okkar tíma?
■ Hvers vegna ögrar sjónvarpið menn-
ingarvitum?
Flest höíúm við blendnar tilfinningar til sjónvarps. Á sama tima
og það styttir okkur stundir, fræðir okkur örlítið og skemmtir
jafnvel við sérstök tækifæri, blundar í okkur dulítii sektarkennd.
Við spyijum okkur hvort glápið hafi nú ekki verið tímaeyðsla
og hvort ekki hefði verið betra að gera eitthvað uppbyggilegt
eða skynsamlegt éins og t.d. að lesa bók eða ganga frá heimilis-
bókhaldinu. Verst þykir okkur þegar við höfúm gleymt okkur
yfir ómerkilegum og hégómlegum sápuóperum og skiljum ekkert
í því hvað dró okkur eiginlega að viðtækinu. Að líkindum segir
það okkur einungis það að framleiðendur Dallas og annarra sápu-
ópera þekkja okkar mannlega eðli betur en við sjálf.
Avordögum ríkissjónvarps-
stöðva var menningarleg for-
sjárhyggja ráðandi í dagskrár-
gerð. BBC í Bretlandi var fyrir-
myndin. Þar þótti það eðlilegt að
vandaðir og góðir menn ákvæðu
hvað væri æskilegt fyrir fólk að
horfa á. Sígild
list og fræðsla
var í hávegum
höfð þvi við slík
andleg uppeld-
isskilyrði hlyti
fyrirmyndar-
maðurinn að verða til. En eftir
að einkastöðvum fjölgaði og sjón-
varpið varð flöldamiðill í sam-
félögum sem kenna sig við lýð-
ræði og fijálsan markað þá varð
sífellt fleirum það ljóst að sjónar-
mið nokkurra íhaldssamra betri
borgara gátu ekki ein ráðið ferð-
inni. Sjónvarpið fór meira að
mæta óskum almennings. Á sama
tíma fór að bera meira á gagn-
rýni í þá veruna að sjónvarpið
væri lágkúrulegt og menningar-
snautt. I Bretlandi er það nú svo
að innlendu sápuóperurnar, sem
eru alvinsælasta sjónvarpsefnið
þar í landi, þykja um leið vera
eitthvað hið fyrirlitlegasta sem á
skjánum birtist. Lágstéttimar
sem einkum horfa á þessar sápu-
óperur geta e.t.v. huggað sig við
þá sögusögn að sjálf drottningin
ku víst einnig horfa á þær af
miklum áhuga. Hefðbundin menn-
ingarleg forsjárhyggja er á und-
anhaldi í sjón-
varpi og má
segja að það
mæti nú síður
borgaralegum
kröfum um
fágun, klassík
og listrænt gildi en áður. Það er
ekki að allra skapi og hefur
tvímælalaust gert menn fráhverfa
fyrirbærinu.
Menn geta einnig orðið and-
snúnir sjónvarpi af pólitískum
ástæðum. Ákveðin túlkun kenn-
inga Marx felur það í sér að fjöl-
miðlar séu tæki í höndum ráðandi
stétta. Samkvæmt þeim hug-
myndum þá er áróðri borgara-
stétta dreift yfír land og lýð í sjón-
varpi. Annars eru vinstri menn
klofnir í afstöðunni til sjónvarps.
Þeir annaðhvort fyrirlíta það og
forðast af áðumefndum ástæðum
eða dá og dvelja við. Ástæða þess
að sumir meðvitaðir vinstrimenn
hafa tekið ástfóstri við sjónvarp
og fjölmiðlamenningu er sú að
þeir telja að þar birtist alþýðu-
menning nútímans. Hugmyndin
er sú að í sjónvarpi birtist andleg
áhugamál og hugðarefni almenn-
ings — fólksins, hárra jafnt sem
lágra. Ákveðinnar andlegrar af-
stæðishyggju gætir í þessum efn-
um einnig þar sem þess er gætt
að leggja ekki mat á gildi þeirra
menningarþátta sem um ræðir. I
þessum efnum má benda á erlend-
ar félagsfræðilegar rannsóknir á
nútímamenningu sem leggja höf-
uðáherslu á greinandi umfjöllun,
sérstaklega á hlutverki menning-
arfyrirbæra eins og sjónvarps. í
þessu samhengi má einnig benda
á listamenn af yngri kynslóðinni
sem kenna sig við róttækni, fé-
lagshyggju eða stjórnleysi. Þeir
hafa tekið sjónvarpi opnum örm-
um og nota það óspart til þess
að koma hugmyndum sínum á
framfæri og eru jafnvel í fremstu
röð manna sem reynt hafa að
þróa sjónvarp og myndbönd sem
listrænt tjáningartæki.
Víst er að skoðanir manna á
sjónvarpi eru skiptár. Eins er ljóst
að fjölmiðlar, einkum sjónvarp,
njóta vaxandi virðingar sem
menningarstofnanir. Núverandi
dagskrárstjóri ríkissjónvarpsins
sagðist, við hátíðlegt tækifæri,
vinna í sjónvarpi vegna íslenskrar
tungu, íslenskrar sögu og
íslenskrar menningar. í þeim orð-
um manns sem um áraraðir hefur
gegnt ýmsum af merkustu lista-
og menningarembættum hér á
landi felst viðurkenning á mikil-
vægu hlutverki sjónvarps varð-
andi þróun íslenskrar samtíma-
menningar. Það er einnig vísbend-
ing um að engu skiptir hvort við
lofum sjónvarp eða löstum, það
lifir samt.
ejiirÁsgeirFriðgeirsson
RÆS!
Sumar útvarpsréttar-
nefndir eru sprækari
en aðrar. Sú ástralska
rauk til dæmis til um daginn
og setti Alan nokkum Bond,
sem á pappímum að minnsta
kosti á að heita einn af
ríkustu mönnum heims, útaf
sakramentinu. Hún komst
að þeirri niðurstöðu að þóað
Bond væri óneitanlega alveg
ótrúlega þefvís á gull þá
táknaði því miður flest til
þess að siðgæðið væri aftur
á móti ekki uppá marga
fiska; og úrskurðaði hann
þarmeð og án þess að hafa
um það fleiri orð alls óhæfan
til þess að eiga eða stjórna
sjónvarpsbákninu sem hann
hafði þá nýverið nælt sér í.
Engin miskunn hjá hinum
ástralska Magnúsi.
Breska útvarpsréttar-
nefndin tekur líka Qörkipp
annað slagið. Hjá Bretanum
heitir hún raunar ráð, hvað
þykir ugglaust virðulegra
þar um slóðir. Hið virðulega
ráð var einmitt að hóta einni
einkastöðinni öllu illu nú fyr-
ir skemmstu ef hún lappaði
ekki í snatri uppá dagskrána.
Engin miskunn með öðmm
orðum hjá hinum breska
Manga að heldur, og stöðv-
arstjórar og eigendur hvoru
tveggja, stöðva og stjóra,
taka þessar hótanir líka al-
varlega. Leyfí til reksturs
útvarps- og sjónvarpsstöðva
þarna úti á Bretlandi þótti
enda lengi vel nánast jafn-
gilda heimild til myntsláttu,
þóað góðærinu sýnist að vísu
lokið í bráð og stöðvamar
séu teknar til við að draga
saman seglin og eigendumir
að barma sér hástöfum. En
ráðið Bretans heldur vöku
sinni allt um það einsog sjá
má á fyrmefndu upphlaupi.
Og nú á heimaslóðir, ein-
sog þeir orða það stundum
fréttahaukar Ríkissjónvarps-
ins þegar þeir vilja vera sér-
deilis kumpánlegir. Með leyfí
að spyija: Er hin ágæta út-
varpsréttarnefnd, sem við
eignumst með „fijálsu"
stöðvunum, ekki einum of
hlédræg? Satt að segja er
hún svo háttprúð og lítillát
að ég var eiginlega alveg við
það að trúa því að mig hefði
bara dreymt að hún væri til
þegar ég sá vikið að henni í
útvarpslögunum sem ég varð
mér úti um uppi í stjómar-
ráði ekki alls fyrir löngu.
Nú er ég samt ekki að
hvetja til persónunjósna
þannig séð, að gera því skóna
að nefndin eigi að ijúka upp
til handa og fóta að dæmi
þeirra áströlsku og byija að
taka þessum örfáu hræðum
púlsinn sem hér hjá okkur
mörlandanum geta ýmist
státað af þvi að vera nokk-
urskonar sjónvarpskóngar í
kiljubroti ellegar ganga með
þannig stórveldisdrauma í
maganum. Því fer fjarri. Ég
er ekki einu sinni að leggja
til að nefndarmenn verði
opinberlega hneykslaðir þeg-
ar sjónvarpsfréttamaður trú-
ir okkur harla hreykinn fyrir
því (einsog gerðist á dögun-
um) að í keppni þeirra Mar-
geirs og Jóns L. um íslands-
meistaratitilinn sé staðan
þannig í svipinn að hinum
síðarnefnda nægi jafntefli
„til þess að sigra einvígið“.
Látum hina minni spámenn
um sparðatíninginn. Mér
datt bara í hug að hreyfa
því hvort ekki væri þjóðráð
að nefndin gerðist ögn virk-
ari ef svo mætti segja, einsog
rumskaði annað slagið þóað
aldrei væri meira og einsog
ræskti sig þá fyrirmannlega
og ygldi sig nokkuð framan
í mannskapinn.
Þvíað í fyrrgreindum út-
varpslögum er henni ekki
einungis ætlað það hlutverk
að útdeila leyfisbréfum, að
vera bara eins konar flokk-
unarvél eða sjálfsali. Henni
er líka uppálagt að fylgjast
með því af kostgæfni að regl-
ur útvarpslaga séu virtar,
svosem einsog að stöðvamar
„stuðli að almennri menning-
arþróun“ einsog segir á ein-
um stað og ennfremur og
einsog segir á öðmm að „allt
íslenskt tal og texti" þessara
fjölmiðla skuli ætíð vera „á
lýtalausu máli“. Ég er sem-
sagt að velta því fyrir mér
hvort æruverðug og
títtnefnd nefnd mætti ekki
að ósekju veita sjónvarpspót-
intátum þessa lands, „frjáls-
um“ sem „óftjálsum", ögn
meira aðhald.
Hvernig hefur þetta lánast
með „lýtalausa málið" og
„almennu menningarþróun-
ina“? í fyrrgreindum lögum
er líka tekið fram að auglýs-
ingar skuli vera „skýrt af-
markaðar frá öðmm dag-
skrárliðum". Er útvarpsrétt-
arnefnd sátt við skilning
leyfishafa á þessu ákvæði
eða þykir henni kannski líkt
og fleirum að það sé nú all-
duglega sniðgengið á stund-
um að ekki sé meira sagt?
Nefndin hefur kosið sér
það hlutskipti að vera sú
yfírgengilega hljóðlátasta af
gervöllu nefndafarganinu
sem Alþingi dengir yfír okk-
ur á hveiju ári. Aldrei í sögu
lýðveldisins hefur jafn stór-
um hópi íslendinga tekist að
halda sér jafn kirfilega sam-
an í jafn langan tíma. Undir
venjulegum kringumstæðum
hefði maður vitanlega fagn-
að. Af því er löng og dapur-
leg reynsla að daufdumbar
nefndir séu að öllu jöfnu mun
hættuminni fyrir land og
þjóð en hinar hávæm.
Það er því meira en lítið
hlálegt að þurfa að játa að
aldrei þessu vant sé þessu
öfugt farið. Hér höfum við
íslendingar loksins eignast
nefnd sem beinlínis á að láta
öllum illum látum. Hin
dúndrandi þögn hennar ber
dám af sinnuleysi sem þeir
skammsýnu skálkar sem
kæra sig kollótta um menn-
ingararf okkar gætu hæg-
lega byijað að túlka sem
velþóknun.
Gísli J.
Ástþórsson