Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 20

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ MIIMSMINGAR SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 20 C Minning: Helga Magnús dóttir kennari Það var glaðleg og falleg stúlka sem eldri bróðir minn, Friðrik, kynnti fyrir Qölskyldu sinni sem unnustu sína og konuefni. Hún hét Helga Magnúsdóttir. Dillandi hlátur hennar og glaðvært viðmót og framkoma gaf heimili foreldra minna hressandi andblæ. Þau stunduðu bæði nám í Kenn- araskóla Íslands, Friðrik og Helga, er fundum þeirra bar saman. Bæði voru þau áhugasöm um félagsmál og í þeim brann eldur kristinnar trúar. Stofnuðu þau þessvegna ásamt nokkrum skólasystkinum sínum og nokkrum kennurum kristileg samtök kennara og kenn- aranema. Helga hóf kennaranámið ári síðar en Friðrik, sem lauk kennaraprófi vorið 1942. En þessi hamingjusömu ungmenni voru þá, góðu heilli, grunlaus um að Friðrik mundi ekki lifa svo lengi að hann fengi að gleðj- ast næsta vor ásamt unnustu sinni er hún lyki kennaraprófi. Friðrik andaðist úr hvítblæði hinn 18. desember 1942. Þegar Helga hafði lokið sínu kennaraprófi vorið 1943, var hún ráðin kennarj við skóla ísaks Jóns- sonar og starfaði þar til ársins 1960 sem fastur kennari og var skóla- stjóri þess skóla 1963-65. Árin 1960 til 1983 var hún ráðin æfinga- kennari við Kennaraskóla íslands og við Kennaraháskóla íslands er hann tók til starfa. Þegar Helga var orðin kennari við skóla ísaks Jónssonar, sem var þá í gömlu Grænuborg, buðu for- eldrar mínir Helgu að búa á heim- ili sínu, sem var í nágrenni skól- ans. Helga bjó hjá þeim um nokk- urt skeið. Atburðir þeir sem ég nefndi fyrst og síðan heimili Helgu hjá foreldr- um mínum, urðu þess valdandi að ég leit ávallt á Helgu sem systur, eða náinn ættingja. Við gátum rif- ist, rökrætt eða hent á milli okkar gamni og alvöru, svo sem systkini gera. Á þessum fyrstu starfsárum sem kennari stundaði Helga nám í píanóleik og söng, síðar bætti hún við þessa menntun sína og notfærði sér vel þá menntun við kennsluna. Hún bar mikla virðingu fyrir starfi í skóla sínum og síðast en ekki síst fyrir nemendum sínum. Helga hafði góða og kraftmikla sópransöngrödd. Frá bamsaldri vandist hún við að syngja við guðs- þjónustur í kirkjum þeim er faðir hennar þjónaði. Hefur sú þjálfun vafalaust verið henni góður undir- búningur fyrir skólastarfið, en auk þess söng hún i nokkrum kórum og kom oft fram sem einsöngvari. Það má teljast með ólíkindum hve miklu hún kom í verk í ftjálsu kristilegu sjálfboðastarfí. Ég geri ráð fyrir að það komi betur fram í öðrum mir.ningargreinum sem hér birtast, svo sem starfið fyrir sumar- búðir KFUK og kristniboðsfélögin. Tryggð hennar var órofa hvort heldur var við menn eða málefni. Ég nefndi í upphafí að Helga hafi verið glaðleg. Henni tókst að varðveita glaðlyndi sitt alla ævi. Þetta glaðlyndi kom sér vel við kennslustörfin, bömin glöddust hjá henni, foreldrarnir glöddust yfir að börn þeirra voru hjá slíkum kenn- ara. Helga gat ausið af þeim brunni sem aldrei þomar. Guðs orð var henni hjartans mál og hún hafði mikið dálæti á orðum úr bréfi Páls postula til Filippíumanna 4. kap. 4.-7. versi: Verið ávallt glaðir vegna samfélags við Drottin, ég segi aft- ur: verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með 'bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm. Drottinn, við þökkum þér fyrir þjón þinn sem við kveðjum nú. Bj.Ól. Helgu kynntumst við fyrir réttum tólf ámm, þegar við fluttum á Hjarðarhagann. Við vorum þess fullviss að hafa eignast góðan ná- granna. Það reyndist svo sannar- lega rétt. Öll árin sýndi Helga okk- ur sérstaka hlýju og velvild. Börnin nutu þess, ekki síður en við, því hún var einstaklega barngóð. Lengi vel, eftir að Helga veiktist, trúðum við og vonuðum að hún kæmi aftur heim. Okkur þótti afar vænt um hana og við söknum hennar. Helga var ekki aðeins góður nágranni, hún var okkur góður vinur. Systkinum hennar, ættingjum og vinum, send- um við innilegar samúðarkveðjur. Góður Guð blessi Helgu og varð- veiti. Dagný og Om Nú þegar frænka mín Helga Magnúsdóttir kveður okkur í hinsta sinn, finn ég sérstaka ástæðu til að setjast niður, og þakka henni samfylgdina og tryggðina við mig og mína. í mínum huga var Helga alltaf glaðvær og sagði skemmtilega frá, til dæmis sögur af ungum börnum, alltaf jafn jákvæð og kom fólki til að syngja saman á mannamótum. Við sem umgengumst Helgu gleym- um ekki dillandi hlátri hennar né hljómfögru röddinni hennar. Veturinn 1946 er ég 15 ára var hjá móðurbróður mínum séra Magnúsi Guðmundssyni og frú Rósu í Ólafsvík, held ég sérstaklega uppá jólin, þegar Helga, Kristín og Anna komu heim í jólafrí. Á kvöld- in settist Helga við orgelið og við sungum saman. „Nóttin var sú ágæt ein“ hefur síðan verið minn uppáhalds jóla- sálmur. Það verður tómlegra, þegar föðurfólk hennar kemur næst sam- an. Vonandi eignumst við slíka perlu sem hana í einhveijum afkom- anda okkar. Blessuð sé minning hennar. Guðm. Jóhannesson Þriðjudaginn 25. júlí vorum við uppi í Vindáshlíð til þess að vinna við vatnsveituna þar. Okkur varð hugsað til Helgu Magnúsdóttur, er við gengum upp Reynivallahálsinn í áttina að brunninum við rætur Sandfells. Er hún dvaldist í kvenna- flokki í lok ágúst á sl. ári, hafði hún gengið upp fjallið til þess að líta á vatnsbólið eigin augum, en hún hafði fylgst náið með fram- kvæmdum fyrr um sumarið og veitti uppörvun og hvatningu, sem okkur, er unnum við framkvæmd- ina, var mikill styrkur. Er við kom- um í bæinn um kvöldið, fréttum við, að Helga hefði dáið einmitt í þann mund, er við hófum vinnu okkar á fjallinu. Stríð hennar var ekki langt, en strangt var það. Það kom yfír okk- ur eins og reiðarslag að heyra um veikindi hennar. Þá voru ekki nema nokkrar vikur, síðan við hittum hana úti í búð, glaða og reifa, ný- komna úr Vindáshlíð, þar sem hún hafði haft á hendi stjórn og umsjón á kvöldvökum. Hún var svo ánægð með dvölina þar, að unun var á að hlýða og i hennar huga var eftir- vænting gagnvart vetrinum, er hún „átti að fara í barneignafrí" eins og hún orðaði það, en hún átti að kenna í forföllum ungrar konu, sem þurfti að fara í barneignafrí. Hún minntist reyndar í þeirri andrá á annað, sem væri farið að koma fyr- ir hana. Hann fannst hún stundum eiga í erfíðleikum með að muna orð, sem hún ætti að segja. Hún taldi þetta elliglöp og hló að sjálfri sér, en svo reyndist þetta vera ein- kenni sjúkdómsins, sem dró hana til dauða. Þó að við eigum bæði minningar um Helgu Magnúsdottur frá fyrstu dögum bernsku okkar, tengist hún í huga okkar helst Vindáshlíð og starfinu þar. Þar hittum við hana sem undirleikara og söngkonu á samverustundum og biblíulestrum, stjórnanda á kvöldvökum, við handavinnu eða lestur á hvíldar- stundum í setustofunni, í beijamó og gönguferðum. Návist Helgu og áhrif gerðu mikið til að skapa and- rúmsloft hlýju og kærleika, sem gerðu Vindáshlíð að heimili og ekki aðeins sumarbúðum. Það var alltaf gott að eiga sam- ræður við Helgu. Hún hafði ætíð einhvers góðs að minnast og kunni að uppörva og hvetja. Við minn- umst slíkrar uppörvunar og hvatn- ingar úr hennar munni með miklu þakklæti. Hvort tveggja vermdi hugann og úr augum hennar skein einlægni, sem sannfærði, og hlýja og fögnuður, sem smitaði út frá sér. Einkunnarorð sumarstarfsins í Vindáshlíð eru úr Opinberunarbók- inni: „Vertu trú!“ (Op. 2.10.) Hún lifði sjálf samkvæmt þeim orðum og leitaðist við að innprenta þeim sem með henni voru á vegi trú- mennsku og skyldurækni. I trú á Drottin Jesú Krist horfði hún fram á veginn og er krafta hennar tók að þijóta undir það síðasta og henni var erfítt um tjáningu, gat hún beðist fyrir. „Vertu trú allttil dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins," segir Drottinn í versinu, sem áður- nefnd einkunnarorð Vindáshlíðar eru tekin úr. Við treystum því, að það fyrirheit hafi nú ræst á Helgu Magnúsdóttur. Orð Hebreabréfsins (13.7.) eiga vel við: „Verið minnug- ir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvemig ævi þeirra lauk og líkið eftir trú þeirra.“ Og inntak trúar- innar er fólgið í 8. versinu. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ í friði þeirrar fullvissu kveðjum við Helgu Magnúsdóttur í þökk og felum ástvini hennar á vald sömu trúar. Guðrún Edda og Einar „Ég vil lofa Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til.“ (Sálm. 146:2.) Þessi orð gætu verið eins og yfir- skrift yfir lífi Helgu Magnúsdóttur, kennara. Ekki einasta vitnaði hún glöð um Drottin sinn og frelsara hvar sem hún fór, heldur bar hún þennan sama vitnisburð fram í hrífandi söng og auðgaði með því það samfélag sem hún helgaði krafta sína. Skyidum við ekki mörg muna eftir söngnum „Bamatrú“ í túlkun hennar. Þar var viðlagið „til himinsins þú byggir helga brú“. Mér er ekki grunlaust um að hún hafi átt sinn þátt í slíkri brúarsmíð mörgum til handa. Hún valdi sér söngva eftir fleiru en laginu, textinn skipti hana miklu máli. Stundum uppgötvaði hún falleg lög en vant- aði texta. Þá naut hún liðsinnis föður síns, sem var vel hagmæltur. En hvort sem Helga tjáði sig í tón- um eða tali, þá náði hún eyrum hlustenda með það sem henni lá á hjarta. Helga átti æskustöðvar í Ólafsvík, dóttir prestshjónanna sr. Magnúsar Guðmundssonar og Rósu Th. Einarsdóttur. Hún var heit- bundin Friðriki Ólafssyni kennara og munu þau hafa verið skólasystk- in, en hann dó ungur. Eftir það gekk Helga einsömul, en þó aldrei ein. í foreldrahúsum lærði hún að þekkja Jesúm Krist. Honum fól hún hag sinn og var leidd til ótal mikil- vægra verkefna. Sitt annað heimili átti hún í KFUM og KFUK meðal trúaðra vina. Á löngum starfsferli voru henni falin mörg trúnaðarstörf og ber þar hæst formennsku í sumarstarfi KFUK. Hún var fjölhæfur leiðtogi, ósérhlífin og full af eldmóði. Upp- bygging sumarbúðanna í Vind- áshlíð stóð yfir á þeim tíma og veitti faðir minn því verki forstöðu. Mikill einhugur ríkti í þessum bygg- ingaframkvæmdum öllum milli hans og Hlíðarstjórnar, og gagn- kvæm virðing og vinátta skapaðist ekki síst milli formannsins og „framkvæmdastjórans“. Sjálf man ég Helgu fyrst er ég dvaldi í ungl- ingaflokkum í Vindáshlíð. Hún stjórnaði flokkunum snilldarlega, hress og kát, og lærdóm ritningar- innar setti hún fram einfalt og eftir- minnilega. Um langt árabil var Vindáshlíð starfsakur hennar á sumrum en Skóli ísaks Jónssonar á vetrum. Þá naut og vetrarstarf KFUK krafta hennar bæði sem söngvara, kórstjóra, undirleikara og leiðbeinanda í kristnum fræðum, svo eitthvað sé nefnt. Henni var óvenju margt til lista lagt og fús lagði hún sitt af mörkum. Kennari var Helga af Guðs náð og ótvíræð áhrif hennar meðal barnanna sem hún kenndi. En hún hafði ekki bara samskipti við yngstu kynslóðina, heldur veitti hún kenn- aranemum tilsögn og starfaði síðar gagngert við Æfingaskóla Kenn- araháskóla íslands eftir að hann tók við hlutverki gamla Kennaraskól- ans. Gísli, eiginmaður minn, naut ómetanlegs liðsinnis hennar er hann var ungur við nám í Kennaraskóla íslands. Og síðar þegar hann steig sín fýrstu spor á kennarabraut, nýútskrifaður, ráðinn til starfa við Skóla ísaks Jónssonar. Var Helga ávallt reiðubúin til að miðla af reynslu sinni, ráða heilt og uppörva. Helga var sannur kristniboðsvin- ur. Svo langt sem við hjónin munum hefur hún setið öll kristniboðsþing í Vatnaskógi nema eitt. Þar var hún virkur þátttakandi, óhrædd að láta í ljós sína skoðun, en jafn tilbúin til að hlusta á annarra rök. Hún átti hjartahlýju og hæfileika til að tjá „væntumþykju“ sína. Þessa nut- um við hjónin og börn okkar með sérstökum hætti, og trúfastra fyrir- bæna hennar þau tíu ár sem við störfuðum kristniboðar í Eþíópíu. Helga var frumkvöðull að stofnun Kristniboðsflokks kennara, sem tengist sambærilegum samtökum á Norðurlöndum. Þetta félag er aðild- arfélag að Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga. Nú er skarð fyrir skildi í stórum vinahópi. Síðastliðið haust kom í ljós að Helga gekk ekki heil til skóg- ar. Æðruleysið og friður Guðs hvíldi yfír henni frá því fyrsta. Pund sitt gróf hún ekki í jörðu en ávaxtaði með elju, og nú hafa dyrnar opnast henni inn til fagnaðar herra síns. Hersveitum himnanna hefur þar borist góður liðsauki við lofsönginn honum til dýrðar. Við þökkum Guði fyrir Helgu og biðjum hann að styrkja og blessa systkinin, Kristínu og Einar, sem og aðra ástvini. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir Þegar æviárin eru mörg að baki, veitir það oft gleði að rilja upp ljúf- ar og liðnar stundir. Ég talaði nokkrum sinnum um það við Helgu Magnúsdóttur, kenn- ara, hve hugstæð mér væri fyrsta minningin um hana. Það var á einu af þeim kristilegu mótum, sem hald- in voru á bernskuheimili mínu, Brautarhóli í Svarfaðardal, sem ég sá hana fyrst. Ef ég man rétt kom hún þangað með föður sínum, sr. Magnúsi Guðmundssyni, sóknar- presti í Ólafsvík, sem var einn af ræðumönnum mótsins, og bróður sínum, Einari. Margir gestir komu á þetta mót. Ég man aðeins suma. En Helga er mér í minni, þar sem hún stóð og söng með tærri, fallegri sópranrödd sinni: „Kenn þú mér, Guð, að þekkja vilja þinn. Þrá lát mitt hjarta æ, að sé hann minn.“ Stóri heysleðinn okkar hafði ver- ið settur innst í samkomutjaldið og þjónaði nú því hlutverki að vera söngpallur. Þar stóð Helga, ung að árum, og lagði þá eins og ávallt sál sína og sannfæringu í þann boð- skap, sem hún var að flytja. Röddin hennar fyllti tjaldið og orðin, sem hún söng smugu inn að hjartarótum þeirra, sem á hlýddu: „Ó, hversu sælt, ef aðeins á ég þig, eilífi Guð, er frelsar sekan mig. Hjarta mitt gleðst, að allt þitt auga sér. Eilífi Guð, það nægir mér.“ (Bj. Eyj.) Svo þýðingarmikil var þessi stund, að minningin hefur varðveist í 44 ár og vermir enn. Mörgum sinnum síðan hef ég haft ómælda gleði og blessun af söng hennar, bæði á samkomum og í heimahúsum. Af samstarfi okkar, einkum í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð fyrir mörgum árum, lærði ég margt. Blessun- arríkt hefur samfélag okkar líka verið í kristilegu félögunum okkar, þar sem við áttum báðar andlegt heimili. Hlýtt og gott var ætíð að koma á heimili hennar, hvort sem hún bjó þar ein eða með elskuiegum foreldrum sínum, frú Rósu Einars- dóttur Thorlacius og sr. Magnúsi, á efri árum þeirra. Helga var gædd mjög mörgum og góðum hæfileikum. Ég man, hve ég naut þess að hlusta á hana tala við börnin, sem dvöldu í Vindáshlíð. Biblíufræðsla hennar var svo skýr og gædd miklu lífi, að okkur, sem á hlýddum, fannst við taka þátt í atburðarásinni. Þá var ég þess fýrst fullviss, að Helga hlyti að vera frá- bær kennari. Þó að hún hefði í ríkum mæli þá hæfileika, sem best prýða góðan foringja í starfi og væri bæði greind og skemmtileg, var það samt tón- listin, sem einkenndi hana mest og mun lengst varðveita minningu hennar. Það er mikið þakkarefni nú, þeg- ar hún er horfin sjónum, að margir eiga á snældum röddina hennar, sem hún ávallt notaði Guði tii dýrð- ar, og einnig söng kvennakórs KFUK, sem hún stofnaði og stjórn- aði í mörg ár. Þegar banvænn sjúkdómur hefur náð tökum á líkama mannsins, bar- áttan um líf og dauða er hafin, kemur andlegur styrkur hans oft best í ljós. Þá prófraun stóðst Helga með prýði. „Ég ætla mér að beij- ast,“ sagði hún við mig skömmu eftir að rannsókn sýndi, hvað var að. Það gerði hún líka. Og síðar, þegar spurt var um líðan hennar, var svarið ávallt hið sama: „Mér líður vel.“ Ég veit, að hana langaði að lifa lengur og vonaðist eftir bata. En ég veit líka, að í þessu sem öðru beygði hún sig í auðmýkt fyrir vilja Guðs og hvíldi í hendi hans. Þessi orð mín eiga ekki að vera nein eftirmæli heldur ofurlítið þakk- læti, sem mig langar að festa á blað. Ég vil þakka Guði, sem gaf okkur Helgu með öllum þeim hæfí- leikum, sem hún var búin og fús- leik til starfa. Ég vil einnig þakka fyrir vináttu hennar og þá blessun, sem ég hlaut af lífí hennar og starfi. í síðasta riti Biblíunnar, Opin- berun Jóhannesar, er á nokkrum stöðum talað um þá, sem syngja hinn nýja söng, söng lambsins, frammi fyrir hástól Drottins. Ég trúi því, að nú hljómi röddin hennar þar uppi, þeim Drottni og frelsara til dýrðar, sem hún þjónaði hér á jörð. Kæru vinir, sem finnið mest fyr- ir tómleikanum, þegar Helga er horfin sjónum, og syrgið elskaða systur, mágkonu og frænku. Ég bið Guð að blessa ykkur dýrmætar minningar, hugga ykkur í sorginni og gefa styrk til að halda áfram því starfí, sem henni var kærast, boðun fagnaðarerindisins um Jesúm Krist bæði hér heima og úti meðal heiðinna þjóða. Lilja S. Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.