Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 21

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 21
'MÖRGUM-BIiAMDO l\fl IIMIMIIMGAR WfWlfiS[G®í0 8Qi iJÚlá>l<986 Á ferð með KFUK-konum um Norðurland í fyrra tók ég nokkrar myndir. Á einni þeirra eru fjórar konur á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. Þær höfðu tekið í sig að vilja sigrast á ákveðnum erfiðleikum og er myndin tekin þeg- ar því marki er náð. Þær eru sigur- glaðar og ánægðar með vel heppnað verk. íslenska konan í hópnum er Helga Magnúsdóttir, kennari. Hún var jafnframt elst. Hárið orðið fal- lega hvítt, hún er fínlega byggð og kvik. Yfir andlitið breiðist bros og ekki iaust við stríðnisglampa í aug- unum. Það er gott að horfa á þessa mynd og riija upp kynni af Helgu og minnast hennar þannig. Ekki minntist hún á það þar að hún fyndi fyrir þeim erfiðleikum sem væru í nánd. Stuttu eftir að komið var suður aftur tóku nánir vinir og ættingjar eftir að hún gekk ekki heil til skógar og síðar uppgötvað- ist sá sjúkdómur sem yfirbugaði hana þann 25. júlí sl. Blessuð sé mirining hennar. Fyrir hönd KFUK í Reykjavík langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Helga ólst upp í Ólafsvík og er hún sem unglingur fer þaðan suður í skóla kemur hún strax til liðs við KFUK. Var hún æ síðan trygg og trúföst. Trúin var afl hennar til starfsins og byggði hún vitnisburð sinn og bænalíf fast á Guðs orði. Nafn Helgu tengist fyrst og fremst starfi í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Þar var hún með frá byijun og var formaður í stjórn sumarstarfsins í áratugi. Eftir að stjórnarstörfum fyrir Vindáshlíð lauk héldu nokkrar fyrrum stjórnar- konur hópinn og báðu fyrir staðnum og hlúðu að honum á allan hátt. Annar stór þáttur í lífi Helgu var söngurinn. Hún vildi gjarnan syngja sinn vitnisburð. Á hátíðarstundum í félaginu hélt hún uppi söng, bæði ein og með kvennakór sem hún stofnaði og starfaði með í mörg ár. Síðast í vor á 90 ára afmælisfundi KFUK þegar kvennakórinn kom sérstaklega saman til að syngja á þeim fundi stóð Helga upp þó mátt- farin væri og söng með sínum gömlu góðu vinkonum. Þá geislaði hún af gleði. Helga söng ekki aðeins heldur spilaði hún gjarnan á píanó undir söng á fundum og samkomum. Þar komu fram tveir af góðum eiginleik- um hennar, fúsleiki og trúfesti. Það var gott að biðja hana og hún var fús til að verða að liði ef hún kom því við. Þannig sat hún í skólanefnd Evangelisk-lútherska biblíuskólans frá stofnun hans 25. maí 1985. Hún sótti bænastundir og bað um bless- un Guðs yfir starfið. Helga unni kristniboði og lagði því máli lið þar sem hún gat. En fyrst og fremst var Helga barnakennari. Börn voru hennar líf og yndi og þar sem hún eignaðist engin börn sjálf fengu önnur börn að njóta umhyggju hennar og nær- gætni. Helga stofnaði yngrideild KFUK í Laugarnesi og heimsótti barnadeildir KFUK og kenndi börn- unum meðan kraftar entust. Ótölu- legur fjöldi telpna kynntist starfi hennar í KFUK, sérstaklega í Vind- áshlíð og næstu kynslóðir eiga eftir að hljóta blessun af þessu starfi kvennanna sem gengu á undan. Það var aldrei lognmolla í kring- um Helgu Magnúsdóttur. Hún var ákveðin, hafði ákveðnar skoðanir og hafði gaman af að rökræða við fólk. Stundum gat hún verið stíf á sínu og jafnvel hvassyrt. En hún var hreinskiptin og heil. Þegar upp er staðið eru það þó ekki þeir þætt- ir sem sitja eftir heldur þeir sem ég hef reynt að undirstrika hér áður hve hún var jákvæð, fús og trúföst. Þegar vetrarstarfið hefst og við söknum Helgu megum við hugga okkur við að vita að hún býr við betra hlutskipti og að henni líður vel þar sem hún „situr í skjóli hins hæsta og gistir í skugga hins al- máttka og getur sagt við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á.“ Málfiríður Finnbogadóttir Helga Magnúsdóttir fyriTerandi æfingakennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands lést 25. júlí síðastliðinn. Með Helgu er ekki einungis genginn góður og farsæll kennari heldur einnig ágætur vinur nemenda og starfsmanna Æfinga- skólans. Helga hóf kennsluferil sinn við Skóla Isaks Jónssonar 1943 og má segja að hún hafi þegar komist í innsta kjarna umræðu um kennslu og uppeldi ungra nemenda. Hún gerði sér snemma ljóst að góður fagmaður verður aldrei fullnuma og leitaði sér því víða viðbótar- menntunar, einkum í Þýskalandi en einnig í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þá sótti hún fjölda námskeiða hér heima. Menntun hennar, dugnaður og einstök alúð við starf sitt leiddi til þess að henni var ekki einungis trúað fyrir ungum nemendum held- ur einnig kennslu kennaraefna. Hún var stundakennari við Kennarahá- skóla íslands 1959-1960 og æfinga- kennari 1960-1983 að árunum 1963-1965 undanskildum er hún gegndþ störfum skólastjóra við Skóla ísaks Jónssonar. Helga lét af starfi sínu sem æfingakennari við Æfingaskólann árið 1983 fyrir aldurs sakir. Hún starfaði þó við skólann sem stundakennari allt til þess er hún veiktist á síðastliðnum vetri. Þessi síðustu ár Helgu við Æf- ingaskólann eru þeim er þetta skrifa einkar minnisstæð. Hún var þá beðin að taka að sér kennslu við annan mann í stórum bekk ungra nemenda. Þar brást hún ekki frekar en fyrri daginn og enn ijölgaði í þeim stóra hópi sem Helga hefur kennt og komið til þess þroska sem endist mönnum alla ævi. Þeir eru orðnir margir sem Helga hefur kennt en þeir eru enn fleiri sem lesið hafa lestrarbækur hennar og samstarfsmanna hennar, Við lesum. Þá hefur Helga veitt ljölda kennaranema það veganesti sem vel nýtist þeim við lestrarkennslu. Það væri forvitnilegt að athuga hve mikil áhrif Helga hefur haft á bytj- endakennslu hér á landi undanfarna áratugi. Sennilega er erfitt að kanna þetta en sá grunur iæðist þó að manni að hún kunni að skilja eftir sig mikilvæga síðu í íslenskri skólasögu. Þrátt fyrir þá rniklu orku sem Helga lagði í kennslustarfið átti hún þó nóg eftir til að sinna áhugamál- um sínum. Hún var vel að sér í tónlist, einkum söng og fengu nem- endur hennar að njóta þess í ríkum mæli. Þá vann hún mikið og gott starf fyrir KFUK og veitti meðal annars sumarbúðum í Vindáshlíð forstöðu frá 1947 til 1973. Helga varð skyndilega að láta af störfum síðastliðinn vetur vegna veikinda. Hún var áhyggjufull er hún greindi yfirmönnum sínum frá þessu. Hún virtist þó ekki síður hafa áhyggjur af nemendum sínum og samstarfsmanni en sjálfri sér. Þannig var Helga. Hún kom einungis tvisvar eftir þetta í Æfingaskólann. í fyrra skiptið heimsótti hún nemendur sína. Það var áhrifamikil stund. Þeir hópuðust að henni, tóku í hend- ur henni og spurðu í sífellu hvort hún ætlaði ekki að fara að koma aftur. Þarna kom fram sú mikla hlýja og einlæga væntumþykja sem barnshugur fær sýnt. Helga kom í hinsta sinn í skólann síðasta starfs- dag þessa skólaárs og kvaddi þar vini og samstarfsmenn. Við sendum systkinum og öðrum aðstandendum Helgu Magnúsdótt- ur innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning hennar. Ólafúr H. Jóhannsson Guðmundur B. Kristmundsson Að leiðarlokum langar mig til að kveðja vinkonu rnína, Helgu Magn- úsdóttur, með örfáum orðum og þakka henni fyrir gjöfula samfylgd í mörg ár. Kynnin byijuðu í gamla Kenn^ra- skólanum og þar kom hún mér í snertingu við söng og tónlist, sem alla tíð var svo ríkur þáttur í lífi hennar, ekki aðeins að njóta tónlist- ar, heldur miklu fremur að miðla öðrum og gleðja þá. Seinna kenndi hún í Isaksskóla flestum börnunum mínum og ég vissi að þau voru í góðum höndum og að vel væri hlúð að þeim fýrstu sporin á námsbrautinni. Um skeið kenndi hún í Náms- flokkum Reykjavíkur, þar sem reynt var að miðla foreldrum fræðslu um uppeldi og þarfir ungra barna. Hún var alitaf reiðubúin til að veita góðu málefni lið. Aftur lágu leiðir saman við kennslu í Kennaraskólanum, en best tengsl mynduðust þegar við vorum báðar í námsleyfi við Dan- marks Lærerhöjskole. Það var ánægjulegur vetur, þakkað veri Helgu, og ófáir voru tónleikarnir sem við hlupum á sama eins og við værum enn tvítugar skólastúlkur. Hún notaði tímann vel til að bæta við sig þekkingu og kynnast nýjum leiðum í lestrar- og móðurmáls- kennslu. Hún kom logandi af áhuga úr kennslustundunum, ræddi það sem hún var að fræðast um og tengdi það starfi sínu og aðstæðum heima. I vetur var hún enn í fullu starfs- fjöri í kennslu við æfingaskóla KHÍ, glöð og áhugasöm að vana, þegar illkynjað mein greindist. Eng- inn hefði trúað því þá að það myndi binda svona snöggan enda á sam- verustundir okkar. Hún tók sjúk- dómnum af æðruleysi eins og henn- ar var von og vísa og treysti Guði. Nú er hún horfin til Hans og það fer ekki hjá því að hún hafi átt góða heimkomu. Gunnar Dal fjallar í kvæði sínu „Trú mín“ um hlutverk mannsins og þátttöku í sköpunarverkinu, því þótt maðurinn sé agnarsmár beri hann þó eðli og mynd skaparans í hjarta sínu. Höfundurinn kemst m.a. að þessari niðurstöðu: Sú þátttaka okkar er illu að hafna, að elska og bæta og deilur að jafna. í verki sýna okkur virku ást, og vinna honum sem aldrei brást. Hún felst í að skapa en ekki að eyða. Hún er það að lífga og neita að deyða. Og hveiju lífgrasi hlúa að, og heiminn gera að betri stað. Þannig lifði Helga. Hún leysti af hendi hlutverk sitt í lífinu með sóma. Fyrir það eiga henni margir mikið að þakka. Systur hennar, sem annaðist hana síðustu mánuðina af svo mik- illi hlýju og umhyggju, bróður henn- ar og fjölskyldu hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir Helgu Magnúsdóttur kynntist ég fyrst fyrir u.þ.b. nítján árum. Hún kenndi þá lestrar- og kennslufræði við Kennaraskóla íslands en ég var þá nemandi við skólann. Samhliða náminu í KÍ voru kennaranemar sendir út í skólana í æfingakennslu. Æfingaskólinn kom í minn hlut og sá Helga um æfingakennsluna en Helga var æfingakennari við Kennaskóla íslands og síðan Kenn- araháskóla Islands, nær samfellt frá árinu 1960-1983, jafnframt því sem hún kenndi við Æfingaskólann. Æfingakennslan undir hand- leiðslu Helgu er ógleymanleg og það veganesti sem hún veitti mér þá hefur reynst mér ómetanlegur styrkur í starfi æ síðan. Helga gaf okkur kennaranemunum gott for- dæmi, lofaði það sem vel var gert og leiðbeindi með það sem betur mátti gera. Fyrir hennar tilstuðlan fékk ég að námi loknu kennara- stöðu við Æfingaskólann þar sem við síðan störfuðum saman allt þar til yfir lauk. Fyrstu árin var hún fyrirmynd mín og stoð og stytta byijandans í starfi. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og gefa holl ráð. Með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Eftir því sem árin liðu varð vinátta okkar nánari og aldrei vottaði fyrir svo- nefndu kynslóðabili í samskiptum okkar. Oft bar svo við að við kenndum sömu aldurshópum og skipulögðum þá vetrarstarfið í sameiningu. Vart er hægt að hugsa sér betri sam- starfsmann en Helga var. Hún hafði alltaf jákvætt til málanna að leggja og var opin fyrir nýjungum í kennslustarfi en um leið gagmýnin. Hún var óhrædd við að segja skoð- anir sínar, var ákveðin en alltaf sanngjörn. Helga hafði einstaklega gott lag á börnum og laðaði það besta fram í fari þeirra. Hún var glaðlynd og hlýleg í viðmóti og agaði börnin á sinn sérstaka hátt sem var heillandi en jafnframt áhrifaríkur. Hún hafði yndi af tónlist og söngur var dijúg- ur þáttur í kennslustarfinu. Hún lagði einnig sérstaka áherslu á að kynna börnunum þjóðlegan fróð- leik. Eftirminnilegt var að hlýða á hana segja börnunum frá Agli Skalla-Grímssyni, uppvexti hans og efri árum og ýmsu tengdu sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Helga var afburða lestrarkennari og var einn af þremur höfundum lestrar- kennslubóka fyrir byijendur sem notið hafa mikilla vinsælda í skólum undanfarin ár. Auk þess skrifaði hún margar greinar um lestur og lestrarkennslu. Þegar Helga komst á eftirlauna- aldur mátti hún ekki til þess hugsa að hætta kennslustörfum og tók því að sér stundakennslu við Æf- ingaskólann, einkum lestrar- kennslu. Á þessu tímabili nutu ég og nemendur mínir góðs af nærveiu hennar. Sl. haust fékk ég Helgu til að kenna með mér í forföllum sam- kennara. Við hófum störf, hressar og kátar í bragði og nutum þess að starfa saman á ný við bekkjar- kennslu. Við skipulögðum skóla- starfið vikulega og gekk það svo greiðlega að við vorum búnar að undirbúa kennslu þijár vikur fram í tímann áður en við vissum af. Við fórum í vettvangsferðir í tengslum við skólastarfið og fengum rithöf- unda til að kynna verk sín. Mér er sérstaklega minnisstætt er við heimsóttum Þjóðminjasafnið sl. haust. Á heimleið. þurftum við að bíða lengi eftir strætisvagninum, mér var hrollkalt og börnin óróleg en þá fór Helga að gera ýmiss kon- ar æfingar með börnunum, hoppa, telja og syngja og brátt gleymdist kuldinn og fyrr en varði var vagn- inn kominn. Síðasta verkefnið sem við skipu- lögðum saman um mánaðamót okt- óber-nóvember var fyrir móðurmál- sviku í skólanum, fyrir valinu varð Egjlssaga. í októberlok á sl. ári fór Helga í læknisrannsókn þar sem hún hafði fundið fyrir óþægindum í nokkurn tíma. í ljós kom að hún var haldin illkynja sjúkdómi sem læknavísind- in réðu ekki við. Hún átti ekki aftur- kvæmt til kennslustarfa og lést eft- ir erfið veikindi hinn 25. júlí sl. Nú þegar ég kveð vinkonu mína og samstarfsmann, Helgu Magnús- dóttur, er mér efst í huga þakklæti fyrir þá gæsku og góðvild sem hún ávallt sýndi mér og fjölskyldu minni. Systkinum Helgu og öðrum ást- vinum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Helgu Magnúsdóttur. Ragnheiður Hermannsdóttir Kveðja frá Vindáshlíð Vindáshlíð hefur misst sterka stoð við fráfall Helgu Magnúsdótt- ur. Hún var fyrsti formaður sumar- starfs KFUK í Vindáshlíð og gegndi því starfi í 25 ár samfleytt, frá 1949-1974. Jafnframt formanns- störfunum var hún forstöðukona í Vindáshlíð sumarlangt í fjöldarhörg ár. Áður en sumarstarf KFUK fékk formlega stjórn, hafði Helga starfað við sumarbúðir félagsins við þær frumstæðu aðstæður, sem voru, áður en skálinn í Vindáshlíð var tekinn í notkun. í þessum störfum sínum reyndist Helga frábær leið- togi. Hún var kennari og tónlistar- kennari að mennt. Kennarahæfi- leikar hennar og hin ríka tónlistar- gáfa nutu sín vel í störfum hennar fyrir Vindáshlíð. Hún var sterkur leiðbeinandi á biblíulestrum og lagði mikla áherslu á, að telpurnar lærðu utanað ritningarstaði, bænir og vers, sem hún kunni mikið af. Sem stjórnandi á samverustundum var enginn betri til að hrífa fólk með í söng en Helga. Hún fékk telpurnar til þess að syngja af hjartans lyst og var það sama, hvort um var að ræða glaða Hlíðarsöngva eða sálma. Hún kenndi telpunum og samstarfsfólkinu að bera virðingu fyrir landinu. Jurtir og blóm þekkti hún og miðlaði þeirri þekkingu gjarnan. Skógræktin í Vindáshlíð var henni mikið hjartans mál. Auk alls þessa tók Helga oft $ m þátt í leikjum telpnanna af lífi og sál og var þá gleðin og hláturinn, sem frá henni streymdi, afar smit- andi. Þá lagði hún mikla áherslu á, að Vindáshlíð væri stórt heimili og minnti starfsfólk á að efla heim- iliskennd á staðnum. Störf hennar hafa haft mótandi áhrif á starfið í Vindáshlíð fram á þennan dag. í fjöldamörg ár var hún leiðbeinandi á námskeiðum, sem haldin eru árlega til undirbún- ings fyrir starfsfólk Vindáshlíðar. Viðfangsefni hennar var samstarf og samfélag í kristilegum sumar- búðum og einn ritningarstaðurinn, sem hún minnti á á þessum nám- skeiðum, voru orð Páls postula í Kólossubréfi: „Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn. Þér vitið og sjálfir, að Drottinn mun veita yður arfleifðina að launum. Þér þjónið Drottni Kristi.“ (Kól. 3.23-24). Þessi ritningarstaður getur líka verið sem yfirskrift yfir líf hennar. Og sama má segja um einkunnar- orð Vindáshlíðar: „Vertu trú.“ Allt líf hennar var staðfesting þeirra orða. Auk þess að boða kristna trú og hvetja til trúarsamfélags, gerði hún starfsfólkinu ljósa þá félagslegu ábyrgð, sem því fylgir að starfa í Vindáshlíð. Vandað málfar, orð- heldni, kurteisi og geðprýði voru atriði, sem hún minnti starfsstúlk- urnar á að hafa í heiðri sem fyrir- myndir telpnanna, sem dvöldust í : Vindáshlíð. Það hljómaði svo sann- færandi úr munni hennar, því að þannig kom hún sjálf fram. Hún hafði mikla tilfinningu fyrir því sem heilagt er og kunni að miðla því í orðum og verkum. I Vindáshlíð stendur kirkja, sem var flutt þangað frá Saurbæ á Hval- fjarðarströnd 1957 og hafði verið kirkja móðurafa hennar, sr. Einars Thorlaciusar. Hún var líka prests- dóttir og hafði ríka tilfinningu fyrir helgi kirkjunnar og kenndi telpun- um að hegða sér í kirkju. Flesta kvennaflokka í Vindáshlíð var Helga stjórnandi og einnig þar komu hæfileikar hennar vel í ljós. Hún hreif fólk með í söng, valdi efni til upplestrar. Hún var ljóðelsk og kunni að velja ljóð við hæfi til að lesa upp á kvöldvökum. Síðastlið- ið sumar sá hún um kvöldvökur í kvennaflokki eins og svo oft áður og gerði það af miklum krafti, öllum til skemmtunar og ánægju, og verða þessar stundir dýrmætar minningar þeim sém þarna voru, Þótt hún hætti í stjórn sumar- starfsins árið 1974, fylgdist hún af lifandi áhuga með öllu sem tengdist starfinu í Vindáshlíð og bar hag þess jafnan fyrir bijósti. Hún studdi okkur, sem að því unn- um, bæði með beinni þátttöku í ýmsum undirbúningi og fyrirbæn. Starf hennar í þágu Vindáshlíðar verður aldrei fullþakkað. I ferðum sínum jafnt upp í Vind- áshlíð sem annað var Helga vön að fara með fyrsta versið úr Reisu- sálmi sr. Hallgríms Péturssonar og kenndi þeim sem í fylgd hennar voru, svo að bænin gekk gjarnan undir heitinu „ferðabænin hennar Helgu“. Þetta vers er svohljóðandi: Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín, höndin þín helg mig leiði úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. Helga bjó yfir þeirri auðlegð til hinstu stundar að kunna ótal bæna- vers og ekki þarf að efa, að hún hafi einnig kunnað næstsíðasta versið í Reisusálminum. Er við nú kveðjum Helgu Magnúsdóttur í virðingu og þökk, biðjum við þeirrar bænar með henni: Ljóst þegar lífið dvín, leið þú mig heim til þín í fóðurlandið friða, firrtan við allan kvíða. 1 Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. Systkinum hennar, Kristínu og Einari, svo og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau og hugga í söknuði þeirra. Stjórn Sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.