Morgunblaðið - 30.07.1989, Síða 25
'i
táOÍ&GlMBljÁÐfé>' VELVAKANDI ^MmjDAÍGirR i3fp JJÚLÍ'1989
C 25
Félagarnir Magnús
Jónsson, Gunnar
Sigurgeirsson og
Steinþór Þorvalds-
son eftir flórar hol-
ur.
Sigrún Sigurðar-
dóttír, Sigrún Jóns-
dóttir og Bylgja
Guðmundsdóttír.
Gamla Tóftahúsið. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson
Ferðaþjón-
usta eða
ferðamanna-
þjónusta
- ábending til
fréttamanna
Tcmnlœknastofa
Höfum opnað tannlæknastofu á HELLU, Suður-
landsvegi 3.
Viðtals- og tímapantanir þriðjudaga og fimmtu-
daga frá kl. 09-17 í síma 98-75311.
Jóhann Guðmundsson tannlæknir,
Jónas B. Birgisson tannlæknir.
Til Velvakanda.
Yfir sumarmánuðina eru oft birt-
ar/sagðar fréttir úr ferðaþjón-
ustunni, nú nýlega t.d. um nýja
farþegafeiju á Breiðafirði og ísa-
fjarðardjúpi, um góða aðsókn á
tjaldstæðum norðanlands og um
lélega nýtingu á hótelum sunnan-
lands. Stundum birtast í svokölluð-
um ferðamáladálkum fréttir af er-
lendri ferðaþjónustu og er þar ber-
sýnilega oftast um að ræða pistla
sem þýddir eru úr erlendum ferða-
málablöðum. í þýðingunni verður
þýðandanum stundum á að þýða
ensku orðin „tourist industry" sem
ferðamannaiðnaður og þegar
íslenskir blaðamenn/fréttamenn
ætla svo að skrifa um þessa at-
vinnugrein á íslensku apa þeir þetta
orðskrípi eftir.
Það er misskilningur að hægt sé
að þýða ensku orðin „tourist ind-
ustry“ sem ferðamannaiðnaður.
Enska orðið „industry" þýðir raunar
iðnaður, en vel að merkja einnig
atvinnugrein. íslenska orðið iðnaður
þýðir hins vegar það að breyta hrá-
efni í fullunna vöru, t.d. að breyta
mjólk í mat eða ull í fat. Mjólkuriðn-
aður þýðir að breyta hráefninu
mjólk í fullunna vöru t.d. skyr eða
ost og ullariðnaður þýðir að breyta
ull í flík. Þegar talað er um ferða-
mannaiðnað þýðir það strangt til
tekið að ferðamenn séu skornir nið-
ur eða hakkaðir og búið til úr þeim
buff eða pylsur!
Þið sem skrifið/segið fréttir úr
ferðaþjónustunni eða þýðið/skrifið
pistla um innlenda eða erlenda
ferðamannastaði vinsamlegast haf-
ið í huga það orð um atvinnugrein-
ina sem íslenskufræðingar hafa lagt
blessun sína yfir og það fólk sem
sjálft vinnur við þessa atvinnugrein
hefur lagt til að notað verði = ferða-
(manna)þjónusta.
Kona í ferðaþjónustu
Draumavagninn:
Áfast Fortjald
Stórir Hjólbarðar
Tvö Svefntjöld
Stór og Rúmgóður
Fjölgun fæðinga og lok-
un Fæðingarheimilisins
Til Velvakanda.
Sá atburður sem skiptir sköpum
í lífí allra hjóna eða sambúðarfólks
er fæðing barns þeirra. Flestir for-
eldrar undirbúa sig gaumgæfilega
fyrir fæðinguna, fara á foreldra-
námskeið, huga að mataræði móður
og velja hvort sé hentugra,
Landspítalinn eða Fæðingarheimil-
ið.
Ég og sambýlismaður minn tók-
um þá ákvörðun að velja Fæðingar-
heimilið á þeirri forsendu að það
sé heimilislegur og óstressaður
staður sem hentaði afskaplega vel
fyrir langþráða atburðinn. Nú er
það svo að flestar konur kjósa að
skipuleggja fæðingu barns síns að
sumri til. Við urðum því fyrir mikl-
um vonbrigðum og vægast sagt
undrandi þegar okkur var tjáð að
á mesta annatíihanum væri Fæð-
ingarheimilnu lokað, þ.e. frá 24.
júlí til 4. september.
Fæðingarheiihilið er lítil stofnun
sem sífellt hefur verið að minnka
eftir því sem fæðingatíðni eykst.
Hvers vegna er það svo? Það sker
sig úr því það er svo laust við þetta
leiðinlega, færibandalega
stofnunarumhverfi og það er ein-
mitt mesti kostur þess. Foreldrar
töldu sig hafa val en í sumar stend-
ur Fæðingarheimilið autt og van-
færum komum er beint inn á hina
„einu réttu braut“.
Með aukinni fæðingatíðni
íslenskra barna er það sérkennileg
ákvörðun að loka annari fæðingar-
stofnuninni á mesta annatímanum.
Ákvörðunin hefði verið skiljanlegri
ef um hrun á fæðingatíðni íslenskra
barna hefði verið að ræða, en í dag
er þessu þveröfugt farið.
Það hefur ekki góð áhrif á móður
að fæða á yfirfullri stofnun og vera
send heim fyrr en góðu hófi gegn-
ir. Allir vita að fæðingunni fylgir
mikil breyting á lífsmunstri móður,
oft eru erfiðleikar varðandi bijósta-
gjöf og flestar konur ganga í gegn-
um geðlægðartímabil á þriðja til
fjórða degi eftir fæðingu, en Lands-
Til Velvakanda.
Ég vil ljá máls á einu sem mér
finnst óréttlæti í sambandi við
skatta. Hjón fá sérsköttun, en ef
konan er heima þá getur makinn
nýtt hennar skattkort.
Ég er ein með dreng sem er í
framhaldsskóla og ég get ekki nýtt
hans skattkort meðan hann er í
skóla og vinnur ekki úti. Þá er eng-
in notkun á hans skattkorti í níu
spítalinn sendir sængurkonur heim
á fimmta degi eftir fæðingu og
hefur jafnvel komið til tals að senda
þær fyrr heim sökum álags á deild-
inni.
Álagið á deildinni hefur verið það
mikið að aðstandendur hafa verið
beðnir um að takmarka blómasend-
ingar og símhringingar til nýbak-
aðra mæðra. Augljóst er því að á
mestu álagstímum er starfsemi
deildarinnar ábótavant.
Að lokum vil ég hvetja konur
jafnt sem karla til að tjá sig um
þessi mál.
Hrafhhildur H. Jóhannsdóttir
mánuði á ári. Við þurfum fram-
færslu alveg eins og aðrar fjölskyld-
ur í þjóðfélaginu. Eg vil beina máli
mínu „sérstaklega“ til þingmanna
og annarra sem geta tekið þetta
mál upp á þingi. Fleirum en mér
er þetta kappsmál og oftast nær
erum við enginn hálaunáhópur, sér-
staklega eins og matur er dýr og
önnur framfærsla í dag.
3632-9548
Óréttlát skattalöggjöf
Áföst Eldhúseining
Auðveld Tjöldun
Sterkur en Léttur
Ákaflega Meðfærilegur
Lúxus á aðeins kr. 245.000
Það má öruggt telja að Camp-let tjaldvagninn sé sá
heppilegasti fyrir íslenskar aðstæður, — það sannar
ánægjuleg reynsla fjölda Camp-let eigenda. Talaðu fyrst
við þá áður en þú heyrir í sölumönnunum. Þá sérðu best
hversu góður Camp-let er.
Camp-let, sá besti fyrir íslenskar aðstæður.
Sundaborg ll Sími 91-686644