Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 26

Morgunblaðið - 30.07.1989, Side 26
í 26 C MORGUNBLAÐIÐ. SAMSAFfUIÐ fejJNNlfPAWR m UÚLÍ 1989 ÆSKUMYNDIN... ERAFLAUFEYJUJAKOBSDÓTTUR, ÖMMU. Skapstór þáogskap- stór nú „Nokkur sumur vorum við saman á bænum Snotrunesi í Borgarfirði eystra þar sem Laufey bjó hjá móðurbróður sinum, Andrési Björnssyni bóndaþar. Laufey var fjörugur og kraftmikill krakki og vei gefin. Hún sýndi fljótlega nokkra forystuhæfileika, en hún var líka elst í krakkahópnum," sagði Ár- mann Halldórsson, kennari á Egilsstöðum, en hann bjó í nábýli við Laufey tvö sumur. Eg bjó þama á næsta bæ; þetta var hálfgert sambýli því húsin voru sambyggð," sagði Ármann. „Ég man alltaf eftir einu atviki sem átti sér stað þama eitt sumarið. Þá höfð- um við krakkamir verið að leika okk- ur uppi í fjárhúsi og sáum hvar fugl hafði lokast inni og komst ekki út. Við hættum náttúrulega ekki fyrr en við náðum honum og Laufey hélt á honum í lófunum. Þá hljóp einhver púki í okkur strákana og við vildum drepa fuglinn. Laufey tók bara vel í það og við röltum með hann niður með læknum. Við strákarnir vorum að líta eftir lontum þarna í læknum á leiðinni og þegar við litum af henni og ofan í lækinn þykist Laufey missa fuglinn og hann flaug í burtu. Við vissum að hún skrökvaði þessu, hún missti hann ekki heldur sleppti honum bara því hún vildi alls ekki drepa hann. Svona var hún klók.“ í bemsku Laufeyjar hafa skipst á skin og skúrir og hefur það kannski mótað hana í því starfi sem hún er nú þekkt fyrir. Um margra ára skeið hefur hún leitast við að hjálpa börnum og unglingum sem hafa átt í erfiðleik- um og er hún núna þekkt sem „Amma á Planinu". Hún hefur líka látið til sín taka með Kvennalistakonum og er nokkuð virk í þeim störfum þó aldurinn sé orðinn hár. Laufey Jakobsdóttir fæddist 25. Laufey, 5 ára, með fjórum alsystkinum sínum. Þau eru, talin frá vinstri: Jakob Skafti, Lauf- ey, Gróa, Sigurður og Elín Björg, sem stend- ur fyrir aftan. september 1915 á Bóndastöðum í Seyðisfirði. Hún var dóttir hjónanna Þuríðar Björnsdóttur frá Snotrunesi og Jakobs Sigurðssonar, sem kenndi sig við Unaós, og var Laufey næst yngst fimm systkina. Þegar Laufey var fimm ára slitu Þuríður og Jakob samvistir og lenti hún þá hálfgerðum flækingi á milli skyldmenna, þó var hun mest hjá ömmu sinni og afa á Snotrunesi. Átta ára gömul fór hún að Neistastöðum í Flóa með móður sinni sem gerðist ráðskona hjá Sæ- mundi Jónssyni frá Skeggjastöðum og varð síðar sambýliskona hans og átti með honum þrjú börn. Á æskuárum Laufeyjar tíðkaðist ekki löng skólaganga hjá almenn- ingi, en farkennarar komu og kenndu börnum það sem nauðsynlegast var og hlaut hún slíka kennslu í einn og hálfan vetur. Hún var mjög metnað- argjörn og að eigin sögn kveðst hún hafa reiðst svo er hún var bara næst efst á fullnaðarprófinu, að hún hljóp upp í kletta og' „grenjaði þar i vonsku“. Tvítug giftist Laufey Magnúsi Finnbogasyni frá Hóli á Eskifirði sem þá var nemi í iðnskóla. Bræður Lauf- eyjar voru eitthvað að stríða henni og sögðu að hún ætti ekkert að vera að hugsa um þessa iðnskólanema því þeir væru tómir aular og ekkert á þá að stóla. Spá þeirra rættist þó ekki, enda tók Laufey ekkert mark á því og núna hafa þau Magnús ver- ið gift í 54 ár og eiga 8 börn, 26 barnabörn og bíða eftir 16. barna- barnabarninu. Laufey var mjög fljótt hagmælt vel og liggur eftir hana fjöldinn allur af vísum og kvæðum. Fyrstu vísuna orti hún þegar hún var 7 eða 8 ára og er hún svona: Elsku, hjartans afí minn, alltaf ertu bestur. Þú ert eins og andskotinn, þú ert eins og prestur. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFSK. MAGNÚSSONAR Stúdentar ’67 Fyrir rúmum tuttugu árum var jafnan útskrifað úr framhalds- skólunum í kringum 17. júní og árið 1967 útskrifuðust 35 stúdentar úr Versl- unarskóla íslands, 24 úr Menntaskólanum við Laugarvatn, 104 úr Menntaskólanum á Ak- ureyri, og loks 239 stúdentar úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Líkt og nú þótti þetta merkilegur viðburður og gerðu fjölmiðlarnir þessu vegleg skil. Ólafur K. Magn- ússon lét sig ekki vanta við útskrift- irnar og eru meðfylgjandi myndir teknar eftir 121. skólaslit Mennta- skólans í Reykjavík þann 15. júní. I Morgunblaðinu degi síðar segir: „Er verðlaunaafhendingu var lokið beindi Einar Magnússon, rektor Menntaskólans í Reykjavík, máli sínu til nýstúdenta og lagði m.a. út af orðum spámannsins Jesaja: „Gangið út, gangið út, leggið, leggið braut, ryðjið burtu grjótinu, reisið merki fyrir þjóð- ina.“.“ Gripið er niður á öðrum stað í ræð- unni: „ ... eitt er þó víst að margv- íslegur vandi mun verða á höndum ykkur. Til þess að verða færir að mæta þeim vanda þarf óeigingimi og hugsjón um manngildi og meiri kærleika og fórnfúst starf sem ekki krefst fullra launa fyrir hvert við- vik.“ Semídúx og inspector. Kolbrún Har- aldsdóttir með verðlaun sín og Baldur Guð- laugsson, fráfar- andiInspector scholae. Kolbrún er cand. mag. í íslensku, nú bú- sett í Múnchen í Þýskalandi, en var síðasta vetur lektor í islensku við háskólann í Bergen, Noregi. Baldur er hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík. STARFIÐ ÁRNJ KÓPSSON, KAFARl Árni Kópsson, kafari Með320 amperí höndunum Köfún er iðja sem er líklega ekki mikið stunduð hér á landi og ósjálfrátt tengir fólk hana við suðlægari slóðir og hlýrra lofts- lag. Árni Kópsson, er einn fárra Islendinga sem hafa atvinnu af köíun hér á landi. * Eg fékk snemma áhuga á köf- un,“ sagði Árni er hann var innt- ur nánar um starfið. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég bytj- aði á þessu, ég er frekar róttækur í því sem ég tek mér fyrir hendur og þetta æxlaðist bara svona. Ég geri bara það sem þarf að gera og er ekkert að hugsa nánar út í það.“ Árni er trúlega sá eini hérlendis sem vinnur við neðansjávarrafsuðu og er starfið bæði erfitt og hættu- legt. Hann kafar aldrei einn og seg- ir að • það sé betra að vera varkár því hann sé með allt að 320 amper í höndunum við vinnuna. Verkefnin eru mismunandi, allt frá nokkrum klukkutímum og upp í margra vikna verk. Hann þarf að koma upp annað slagið og skipta um súrefniskúta, en það fer eftir verkinu hversu ört það er, því eins og gefur að skilja þarf hann meira súrefni við erfiðari störf. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Davíð Oddson, borgarfulltrúi Sjálfstæöis- flokksins í um- ræöum um fjár- hagsáætlun Reykjavíkur- borgar1979, Morgunblaöiö 1. mars 1979. Það er alltaf þannig með Guðrúnu Helgadóttur þegar hún kemur í ræðustól borgar- stjórnar, hún talar ætíð eins og hún sé á námskeiði í ræðu- mennsku. Hún talar nefnilega fyrst á móti málinu, síðan með því, þá á móti og svo fram- vegis. Þetta er mjög sérkenni- legur ræðustíll.“ BÓKIN Á NÁTTBORÐINU Dr. Sigrún Klara Hann- esdóttir. Eg er bókasafnsfræðingur og flestar bækur sem ég les eru tengdar starfi mínu á einhvern hátt. Núna síðast leit ég í bók sem heitir Introduction To The Theory Of Knowledge. Það eru þó aðallega barnabækur sem ég les, en það er til þess að fylgjast með útgáfu þeirra sem ég þarf að vita um starfs míns vegna. Gyða Guð- varðardótt- ir, starfsmað- ur á Borg- arspítalanum. * Eg er alltaf að lesa og er yfir- leitt með hrúgu af bókum á náttborðinu hjá mér. Ég les allt sem að kjafti kemur, svo sem ástarsögur og skáldsögur. Mig minnir að bókin sem ég er með í takinu núna heiti Ástir piparsveinsins; ég man ekki eftir hvern hún er, en hún er mjög ’ skemmtileg. Svo les ég alltaf ís- fólkið og fínnst það frábærar bæk- ur. Svo hef ég alveg sérstakt dá- læti á bókum Margit Ravn. PLATAN ÁFÓNINUM Stefán Jó- hannsson, deildarstjóri. Núna síðast hlustaði ég á Simply Red af geisladiski. Það var nýjasta plata þeirrar hljómsveitar. Svo hef ég líka verið að hlusta á The Fine Young Cannibals, en ég á líka nýjasta geisladiskinn frá þeim. Annars verð ég að viðurkenna að ég hlusta ekki mikið á plötur. Stundum, þegar ég er í skapi til þess, hlusta ég á klassíska tónlist. Bárður Daníels- son,arkitekt. Síðast hlustaði ég á Mozart, Eine kleine Nachtmusik. Ég er sér- stakur aðdáandi hans og Bach, þótt þeir séu ólíkir. Eiginlega hlusta ég eingöngu á sígilda tónlist, á gömlu meistarana, en hef gaman af Bítlunum og djass, ef það er vel spilað. MYNDIN ÍTÆKINU Rósa Kristín Marinós- dóttir, skrif- stofutæknir. Eg horfði um daginn á hryllings- mynd sem heitir Fright Night og fannst nokkuð góð. Aðallega horfi ég á Stöð 2 þó mér finnist hún hafa dalað mjög mikið. Ég horfði á mynd ekki alls fyrir löngu sem heitir Death Trap með Michael Caine og Kristop- her Reeve í aðalhlutverkum. Fyrir nokkrum árum horfði ég mynd sem byggir á svipaðri sögu, en hún heitir Sleuth og er einhver besta mynd sem ég hef séð. Eyrún María Ing- ólfsdóttir, nemi. Mér finnst gaman að horfa á góðar myndin en ég á ekki myndbandstæki heima. Eg passa stundum börn á kvöldin og þá nota ég tækifærið og horfi á eina góða ef aðstæður leyfa. Síðast horfði ég á Wali Street með Michael Dou- glas, Charlie Sheen og Daryl Hannah í aðalhlutverkum. Mér fannst hún bara mjög góð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.