Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 2
OHUr T8UDA 'II 3V0A0UT8OT UKIÁlflMUOfrOÞ MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚSTT989 Ræningi ógnaði Ruwe- hjónunum með byssu Þýfið yfír tveggja milljóna króna virði MAÐUR vopnaður byssu rændi í fyrradag bandarísku sendiherra- hjónin á íslandi, Nancy og Nicholas Ruwe, á herbergi þeirra á Waldorf-Astoria-hótelinu í New York. Sendiherrahjónin, sem dvelj- ast vestanhafs í einkaerindum, eru ómeidd en þjófurinn komst á brott með úr og skartgripi að verðmæti yfir tvær milljónir króna. Lögreglustjóri New York borgar, B. Ward, hefúr tekið við rannsókn málsins. Ránið átti sér stað laust eftir hádegi síða,stliðinn miðvikudag samkvæmt upplýsingum lögreglu. Nancy og Nicholas Ruwe. Vilja ekki svif- drekakappann til Grænlands DÖNSK flugmálayfirvöld hafa neitað hollenska flugkappanum Eppo Numan, sem nú er staddur í Reykjavík um leyfí til að fljúga til Grænlands. Ástæðan er talin vera sú að Numan hafði ekki fengið leyfi danskra flugmálayfirvalda áður en hann kom til Færeyja á vélknúnum svifdreka sínum. í gærkvöldi kom annar óvenju- legur flugkappi til landsins á leið vestur um haf. Sá flýgur svokölluðu fisi, sem er tvíþekt lítil flugvél og kom hingað frá Skotlandi. Sendiherrahjónin voru stödd á her- bergi sínu á Waldorf-Astoria-hótel- inu á Manhattan-eyju í New York. Þau opnuðu dyrnar fyrir manni í ljósgráum jakkafötum sem kvaðst vera öryggisvörður en beindi því næst byssu að hjónunum og ógnaði þeim tii að setjast á gólfið. Maður- inn stal armbandsúri sendiherrans, tveimur hringum eiginkonu hans og fleiri skartgripum. Skartgripim- ir eru yfir tveggja milljóna króna virði. Hótelstjóri Waldorf Astoria, Ric- hard Carter, segir að starfsfólk hóteisins vinni með lögreglu að lausn málsins. Vitað sé að ræning- inn hafi verið svartur karlmaður hátt á þrítugsaldri. Nicholas Ruwe sendiherra hefur dvalist vestanhafs af heilsufars- ástæðum frá því skömmu fyrir páska samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sendi- herrahjónin eru væntanleg hingað til Iands í næstu viku. Hafin er gerð mávagildru í hólma Tjarnarinnar. Morgvnblaðið/BAR Mávagildra í smíðum á Tjörninni MIKIL mávaplága hefúr verið á Tjörninni í sumar og í hólmanum hefúr nú verið sett upp gildra fyrir vargfúglinn. Hún verður fúll- gerð eftir nokkra daga en til að byija með verða fúglamir að- eins merktir og þeim síðan sleppt. Ólafur Nielsen líffræðingur metra há og þrír metrar á kant. segir að lokið verði við gerð gildr Yfir hana verði strengt girni svo unnar kringum 20. ágúst. Þetta fuglinn komist ofa'n í gildruna en sé trégrind klædd neti, tveggja ekki upp aftur. Þar sem leyfi fuglafriðunarnefndar þurfi til að veiða fugl í net verði .mávarnir merktir til að byija með og þeim sleppt. Þannig megi sjá hvort þetta reynist ekki betur en að skjóta fugl, þegar hafi 115 mávar verið skotnir og af því hljótist töluvert ónæði fyrir íbúa í grennd- Vextir lækka um 1,5 til 4% á óverðtryggðum skuldabréfum VEXTIR af almennum óverð- tryggðum skuldabréfúm lækka í dag i mörgum bönkum, en aðrir sem ekki breyta vöxtum nú hafa þegar lækkað vextina í samræmi við minnkandi verðbólguhraða. Aðrir vextir breytast ekki, nema lijá sparisjóðunum og Verzlunar- bankanum, þar sem innlánsvextir og forvextir víxla breytast einn- ig- Landsbanki íslands lækkar vexti á almennum óverðtryggðum skuldabréfum um 1,5% úr 32,25% í 30,75% og kjörvextir lækka úr Halli ríkissjóðs steftiir í 5 milljarða á þessu ári RIKISENDURSKOÐUN telur að að öllu óbreyttu stefiii i tæplega 5 milljarða króna rekstrarhalla hjá A-hluta rikissjóðs á þessu ári. Er þá tekið tillit til aðgerða ríkissljórnarinnar i ríkisfjármál- um í siðasta mánuði. Hér er um verulega breytingu að ræða frá því sem gert var ráð fyrir í íjár- lögum fyrir áríð. Samkvæmt þeim átti að verða rekstraraf- gangur upp á 636 milljónir króna. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkominni skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrri helmingi þessa árs. Helstu ástæður fyrir því að afkoman er áætluð verri segir Ríkisendurskoð- un vera nýjar útgjaldaákvarðanir Grunuð um misferli með greiðslukort LÖGREGLAN í Reylgavík hand- tók í gærkvöldi tvo karla og konu sem grunuð eru um greiðslu- kortamisferli. Fólkið var handtekið á veitinga- húsi við Laugaveg. í fórum þess fannst greiðslukort sem eigandi hafði tilkynnt að væri saknað frá því í fyrradag. Tekið hafði verið út á kortið í gær. Fólkið var flutt á lögreglustöðina til yfirheyrslu. sem komið hafa til og eru metnar á 2,5 milljarða króna. Ennfremur áætlar Ríkisendurskoðun að út- gjaldaaukning vegna gjalda sem ekki voru fyrirséð við gerð fjárlaga, vanáætlunar fjárlaga og að ekki næst sá spamaður sem stefnt var að, nemi um 1,8 milljörðum króna. Aukin útgjöld vegna ákvarðana Alþingis sem ekki voru séðar fyrir við samþykkt fjárlaga eru síðan metin á 500 milljónir króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að rekstrarafkoma A-hluta ríkissjóðs í júnílok sé svipuð og áformað var. Rekstrarhalli nam 4,4 milljörðum króna, var tæplega 100 milljónum króna minni en gert var ráð fyrir. Sala spariskírteina um- fram innheimtu var 1,3 milljörðum króna meiri en áætlun gerði ráð fyrir. fjárþörf A-hluta ríkissjóðs hjá Seðlabanka íslands innan ársins nam að meðaltali 7,1 milljarði króna sem er um 300 milljónum króna hærri fjárhæð en gert var ráð fyr- ir. Ríkissjóður hefur aukið skuldir sínar við bankann frá áramótum um 3,7 milljarða króna. ■ í skýrsJunni segir að þróun geng- is og verðlags hafi orðið önnur en forsendur fjárlaga fyrir 1989 gerðu ráð fyrir. Gengisforsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir að meðalverð er- lends gjaldeyris yrði um 12% hærra en á árinu 1988. Nú er hinsvegar áætlað að gengið breytist um 21% frá meðaltali síðasta árs. Áætlað er að almennt verðlag hækki um 6% umfram forsendur fjárlaga og að atvinnutekjur á mann hækki um 11-12% í stað 8-9% eins og fjárlög gerðu ráð fyrir. 31,5% í 30%. Álag á kjörvexti er annars vegar 0,75% og hins vegar 1% og álag á skuldbreytingar er 2%. Engin breyting verður á vöxt- um hjá Búnaðarbanka íslands og Útvegsbanka íslands. Alþýðubank- inn lækkar kjörvexti af almennum skuldabréfum um 4% úr Jl% í 27%. Álag á kjörvexti er í þremur flokk- um 1%, 2% og 2,25%. Vextir á eldri skuldabréfalánum sem ekki bera kjörvexti verða 29%. Samvinnu- bankinn lækkar vexti af almennum skuldabréfum um 2% úr 32% í 30% og kjörvexti úr 31% i 29%. Iðnaðar- bankinn lækkar vexti af almennum skuldabréfum um 2,5% úr 36% í 33,5% og kjörvextir verða 32% í stað 34,5% vaxta áður. Sparisjóðirnir lækka vexti af al- mennum sparisjóðsbókum um 1%. Þannig verða þeir 10% en voru 11% áður. Grunnvextir Trompbókar lækka í 16,5% en voru 19,5%. For- vextir vixla iækka um 1,5% og verða 27,5% en voru 29% áður. Vextir af víxlum keyptum af öðrum verða 31,5% en voru 33% og vextir af almennum skuldabréfum lækka um 1,5% úr 31,5% í 30% og kjör- vextir úr 30% í 28,5%. Verzlunarbankinn lækkar vexti af almennum sparisjóðsbókum um 3% úr 13% í 10%. Vextir af Kaskó- bók lækka úr 21% í 17% og af Rentubók úr 23% í 19%. Vextir af tékkareikningum lækka úr 4% í 2% og forvextir vixla lækka um 2% úr 30% í 28%. Vextir af yfirdráttarlán- um lækka úr 35% í 34%. Kjörvextir af almennum skuldabréfum lækka úr 31,5% í 30% og af almennum skuldabréfalánum teknum fyrir 1. október úr 33% í 31%. Lyfjakaup ríkisins áætluð 2,1 milljarður á þessu ári Ríkisendurskoðun vill að lyfjakaup verði athuguð sérstaklega MARKMIÐ Qárlaga tveggja síðustu ára um lækkun lyflakostnaðar hafa ekki náðst. Athygli er vakin á þessu í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um framkvæmd fjárlaga á fyrri hluta ársins. Stoíhunin leggur til að þessi mál verði athuguð sérstaklega. Athugun Ríkisendurskoðun- ar á þróun lyQakostnaðar sýnir umtalsverða hækkun. Nú er áætlað að heildarframlög vegna lyfjakaupa verði í árslok 2,1 miHjarður króna, en á fjárlögum ársins er gert ráð fyrir 1,6 milljarði til lyQa- kaupa að sögn Sigurðar Þórðarsonar vararíkisendurskoðanda. Aformað var í fiárlögum að lækka lyfjakostnað um 80 milljónir króna á þessu ári. Sigurður Þórðarson segir að á fjárlögum síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir að 1400 milljónum skyldi varið til lyfjakaupa og áform hafi verið um 100 milljóna sparnað. Raunin hafi hins vegar orðið sú að lyfjakostnaður árið 1988 nam 1600 milljónum króna. I ár stefni í að farið verði hálfan milljarð fram úr því sem ákveðið er á fjárlögum til lyfjakaupa. Sigurður segir að þó hafi enn ekki fengist niðurstaða af starfi nefndar á vegum heilbrigðis- ráðuneytis sem falið var að athuga lyfjakostnað. I skýrslu Ríkisendurskoðunar er gerð sérstök grein fyrir afkomu sjúkrastofnana í landinu á síðasta ári, það er þeirra sem fá framlög úr ríkissjóði. Þar kemur fram að sjúkrastofnanir voru á árinu 1988 reknar með 596 milljóna króna halla eða 4,5% af tekjum. Á árinu 1987 var hallinn 709 milljónir eða 6,9% af telcjum. Afkoman í fyrra hefur því reynst töluvert betri en árið á undan. Þróun útgjalda sjúkrastofnana sýnir að á föstu verðlagi hafa út- gjöld hækkað að raungildi um tæp- an milljarð króna á milli áranna 1987 og 1988. Sjúkrastofnanir sem fá framlög beint á fjárlögum sýna raunaukningu gjalda um 6% en raunaukning gjalda hjá stofnunum sem fá framlög samkvæmt dag- gjaldakerfi er um 14%. Ríkisendurskoðun leggur til að allar sjúkrastofnanir fái bein fram- lög á fjárlögum. Daggjaldakerfið verði afnumið og gerð verði sérstök athugun á ástæðu raunhækkunar útgjalda sjúkrastofnana. Þá leggur Ríkisendurskoðun einnig til að frá og með næstu áramótum verði öll laun starfsmanna heilbrigðisstofn- ana afgreidd hjá launaskrifstofu ríkisins þar sem ríkissjóður mun greiða allan kostnað sjúkrastofnana frá þeim tíma. Með þessari skipan ætti að fást betri stjórnun og eftir- lit með þróun þessara útgjalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.