Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 21
I MORGUNBLAÐIÐ f’ÖSTUDAGUR íl. ÁGÚST 1989' 21 Susse Wold og Bent Mejding. Matador- leikarar á Hundadögum DÖNSKU leikaramir Susse Wold og Bent Mejding sýna „H.C. Andersen — manneskj- an og ævintýraskáldið“ í Iðnó í kvöld og annað kvöld. Leik- urinn er liður í dagskránni Hundadagar 89. Sýninguna hafa þau leikið nú á þriðja ár víðs vegar um heiminn. Verk- ið fjallar um H.C. Andersen, líf hans og starf og bregður upp þjóðlífsmynd af Dan- mörku fyrr og nú. Leikararnir eiga langan feril að baki og komust þau meðal annars í Heimsmetabókina fyrir sýningu sína á Einkalífi eftir Noel Coward. Þá sýningu léku þau 724 sinnum fyrir 556 þús- und áhorfendur. íslendingar þekkja þau eflaust best úr Matador-þáttunum, sem voru á dagskrá ríkissjónvarpsins síðasta vetur. Þar fór Bent með hlutverk Jörgens Varnæs lög- fræðings og Susse lék Gitte Grav, sem var hið dýra viðhald hans. Leikararnir sýna hér á landi í boði starfsmannafélaga Flug- leiða. Miðasala er í íslensku óperunni daglega frá kk 14-17. Sýningar hefjast kl. 20.30. Árlegt landsmót votta Jehóva ÁRLEGT landsmót votta Je- hóva á Islandi hefst í Kópa- vogi í dag. Mótið ber einkunn- arorðið „Guðrækni" og er haldið í íþróttahúsinu Digra- nesi í Kópavogi. Vottar Jehóva reka biblíu- fræðslu í 212 löndum og er mót þetta liður í því starfi. Mörg mót undir sama einkunnarorði hafa verið haldin nú í sumar á norður- hveli jarðar og hafa hundruð þúsunda manna sótt þau. Búist er við að hátt í 400 manns muni sækja mótið í Kópavogi. Á dagskrá mótsins eru liðlega 30 erindi og eitt leikrit. Auk þess er fléttað inn í dagskrána umræðum og viðtölum. Dag- skráin í heild mun leggja á það áherslu hvernig guðrækni hefur áhrif á líferni kristins manns og benda á hvernig hún sé hagnýt fyrir nútímamenn. Dagskráin stendur sem hér segir: Á föstudag kl. 9.20 til 12.30 og 14.10 til 17.10, álaug- ardag kl. 9.30 til 12.00 og 13.40 til 16.55 og á sunnudag kl. 9.30 til 12.00 og 13.45 til 16.00. Mótið er öllum opið. (Fréttatilkynning) Heyrnar- og talmeina- stöð: Móttaka á Húsavík Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands í Heilsugæslustöð Húsavíkur dagana 25. og 26. ágúst nk. Þar verður heyrnar- tækjum úthlutað auk þess sem fram fer greining heyrnar- og talmeina. Sömu daga að lokinni mót- töku verður almenn lækninga- móttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á Heil- sugæslustöð Húsavíkur. Eitt verkanna á sýningunni. Myndlist frá Moldavíu Myndlistarsýning frá Moldavíu verður opnuð í Hafharborg, menningar- og listastofnun HafiiarQarðar á morgun kl. 15. Sýning þessi er liður í dag- skrá Sovéskra daga MÍR 1989, en dagarnir eru að þessu sinni sérstaklega helgaðir kynningu á þjóðlífi og menningu moldavíska sovétlýðveldisins. Verða þeir opnaðir formlega á tónleikum listafólks frá Moldavíu í Hafnar- borg mánudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Á sýningunni í Hafnarborg eru 39 myndverk af ýmsu tagi: 12 olíumálverk, 12 svartlistar- myndir og 15 listmunir, aðallega ofin teppi og klæði, svo og kven- búningur og þjóðlegur molda- vískur fatnaður. Sýningin „Myndlist í Moldavíu“ verður opin í Hafnar- borg næstu vikur, daglega nema á þriðjudögum kl. 14—19. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Tríó Óskars í V etrarbrautinni Vetrarbrautin í Þórscafé hefúr opnað á ný eftir sum- arfrí og næstu tvær helgar leikur þar Tríó Óskars Guð- mundssonar frá Selfossi ásamt söngkonunni Kolbrúnu Svein- björnsdóttur. Óskar hefur lengi verið virkur í skemmtanalífinu fyrir austan fjall. Hann dvaldi einnig nokkur ár í Svíþjóð þar sem hann spil- aði með ýmsum hljómsveitum. (Fréttatilkynning) Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ held- ur 6 kvölda námskeið í skyndi- hjálp og hefst það 15. ágúst kl. 20 í Ármúla 34. Leiðbein- endur verða Guðlaugur Leós- son leiðbeinandi í skyndihjálp og Herdís Storegaard hjúkr- unarfræðingur. Guðlaugur fjallar m.a. um endurlífgun, stöðvun blæðinga, viðbrögð við bruna, kali, ofkæl- ingu, og skyndihjálp við bein- brotum. Herdís fjallar um fyrir- byggjandi aðgerðirgegn slysum, óhöpp sem tengjast íþróttum og slys á börnum auk margra ann- arra hagnýtra atriða sem tengj- ast skyndihjálp. I fréttatilkynningu frá Reykjavíkurdeild RKÍ segir: „Það hefur sannast oft í sumar og þá sérstaklega nú um versl- unarmannahelgina að sú skyndi- hjálp sem nærstaddir veita getur haft afgerandi þýðingu þegar mikið liggur við. Það er oft ein- föld og auðlærð hjálp sem þarf til að gera mikið gagn.“ Skráning þátttakenda er hjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Fjöldi þátttakenda á námskeiðið verð- ur takmarkaður. Tónleikar á veit- ingahúsinu 22 Listamannahópur er kallar sig Inferno 5 heldur tónleika í kvöld á veitingahúsinu 22 við Laugaveg 22 í Reykjavík. Tónleikarnir heijast klukkan 23.30 og verða á efri hæð veit- ingastaðarins. Húsið opnar klukk- an 22 og eru gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Vandals í Casablanca BANDARÍSKA hljómsveitin Vandals heldur tónleika á veitingastaðnum Casablanca í dag. Hljómsveitin er á leið til Evr- ópu þar sem hún mun fylgja ■eftir þriðju breiðskífu sinni „Slippery when ill.“ Vandáls leikur tónlist sem kennd hefur verið við Oow-rokk, í svipuðum stíl og tónlist Mojo Nixon og Skid Roper. Auk Vandals leikur íslenska hljómsveitin Brak á tónleiktin- um. Tríó Óskars Guðmundssonar ásamt söngkonunni Kolbrúnu Svein- björnsdóttur. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 10. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 52,00 40,00 45,36 17,124 776.677 ' Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,041 820 ' Ýsa 100,00 80,00 87,27 4,015 350.421 Karfi 34,50 20,00 31,89 58,472 1.864.448 Utsi 28,00 26,50 27,25 88,975 2.424.901 Ufsi(smár) 12,00 12,00 12,00 0,133 1.596 Steinbítur 58,00 58,00 58,00 1,010 58.606 Langa 32,00 30,00 31,14 2,306 71.791 Lúða 210,00 80,00 120,49 0,793 95.561 Samtals 32,65 172,869 5.644.821 Selt var úr Víði HF, Stálvík Sl og bátum. í dag verður selt óá- kveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 76,00 30,00 36,20 51,478 1.863.321 Ýsa 69,00 30,00 48,53 4,360 211.619 Ýsa(umál) 34,00 34,00 34,00 0,245 8.330 Karfi 37,00 31,00 34,04 50,153 1.707.315 Ufsi 30,00 15,00 20,78 16,253 337.734 Ufsi(umál) 10,00 10,00 10,00 0,385 3.850 Steinbítur 45,00 38,00 39,91 0,202 8.061 Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 0,224 3.360 Langa 27,00 27,00 27,00 0,094 2.538 Lúða(stór) 160,00 160,00 160,00 0,043 6.880 Lúða(smá) 200,00 200,00 200,00 0,016 3.200 Skarkoli 28,00 28,00 28,00 0,014 392 Skata 70,00 70,00 70,00 0,034 2.380 Skötuselur 350,00 350,00 350,00 0,066 23.100 Samtals 33,84 123,567 4.182.080 Selt var úr Sigurey BA, Jóni Vídalín ÁR og Runólfi SH og fleirum. [ dag verða meðal annars seld 140 tonn af þorski, 15 tonn af karfa og 50 tonn af ufsa úr Viðey RE, Jóni Baldvinssyni RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 51,00 42,00 45,04 0,835 37.587 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,063 2.205 Karfi 25,50 15,00 21,19 0,353 7.479 Ufsi 18,00 15,00 16,05 0,920 14.769 Hlýri 22,50 22,50 22,50 0,043 1.103 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,086 1.720 Lax 195,00 195,00 195,00 0,029 5.655 Samtals 30,21 2,335 70.518 í dag verða seld 300 kg af humri og óákveðið magn af blönduð- um afla. Alþj óðavinnumálaþingið: -----1- Fjallað um meðferð hættu- legra efina á vinnustöðum Á ÞINGI Alþjóðavinnumálastofh- unarinnar (ILO) fyrr í sumar var m.a. unnið að alþjóðasamþykktum um meðferð iiættulegra efna á vinnustöðum og um næturvinnu. Einnig var afgreidd ný alþjóða- samþykkt um réttindi frumbyggja og þjóðarbrota sem búa innan sjálfstæðra rikja. Alþjóðavinnu- málaþingið, sem var hið 76. í röð- inni, stóð í 3 vikur. Að venju var þingið haldið í Genf í Sviss. A þinginu lauk fyrri umræðu um drög að tveimur nýjum alþjóðasam- þykktum. Önnur er um meðferð hættulegra efna á vinnustöðum. Markmið hennar er að fækka slysum og draga úr atvinnusjúkdómum af þeirra völdum á vinnustöðum. Hin nýja samþykkt á einnig að tryggja rétta meðferð hættulegra efna á vinnustöðum, að ljóst sé hver hættan af þeim sé og að starfsmenn fái fræðslu um hættuleg efni á vinnu- stað. I fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu segir að nokkur ágreiningur hafi verið á milli atvinnu- rekenda og launafólks um drög að samþykkt vegna næturvinnu. Vildu atvinnurekendur að texti samþykkt- arinnnar væri almennur og aðilum vinnumarkaðarins yrði látið eftir að semja um einstök atriði en launþegar voru andvígir því. Alþjóðasamþykkt um réttindi frumbyggja og þjóðarbrota kemur í stað eldri samþykktar frá 1957. í hinni nýju eru ákvæði um rétt þess- ara minnihlutahópa til varðveislu og viðhalds menningararfs, til kennslu á móðurmáli og til þess að hefðir og siðir séu virtir. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra var í sendinefnd Islands á þinginu. Hún tók þátt í almennum umræðum um efnahagsbata og at- vinnu. í ræðu sinni vék ráðherra að niðurstöðu nefndar Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar um félagafrelsi vegna kæru ASÍ þegar sett voru bráðabirgðalög um efnahagsráðstaf- anir í maí 1988. Lagði hún áherslu á að við mat á framkvæmd alþjóða- samþykkta ILO yrði að taka tillit til aðstæðna aðildarríkjanna í efnahags- og atvinnumálum. Operukjallar- inn opnar í kvöld Breytingar á veitingastaðnum Arnarhóli NÝR veitinga- og skemmtistaður, Óperukjallarinn, verður opnaður í kvöld, föstudag, á neðri hæð veitingastaðarins Arnarhóls. í Óperukjall- aranum verður píanóbar og danssalur. Veitingahúsið Arnarhóll er nú á fyrstu hæð hússins við Hverfisgötu 8-10 og gengið þar inn frá Ingólfs- stræti. Breytingar hafa verið gerðar á innréttingum staðarins og er hann nú frjálslegri en áður að sögn Skúla Hansens veitingamanns. Ástæðurnar fyrir því að farið var út í breytingar á Ámarhóli sagði Skúli vera þær að það væri ekki lengur í tísku að fara á staði eins og Amarhóll var áður. Flestir hafi komið í sínum betri fötum og margir af sérstöku tilefni, en slíkt væri ekki eins vinsælt og áður. Þá nýttist húsnæðið betur með þessu fyrirkomulagi. „Matseðill Arnarhóls er nú fjöl- breyttari sagði Skúli og verðið á rétt- unum sveigjanlegra. Ekkeit liefur þó verið slakað á kröfunum um gæði matarins né þjónustunnar.“ Matargestir á Arnarhóli hafa að- gang að Óperukjallaranum sem skiptist í tvo sali. Annarsvegar er píanóbarinn með lifandi tónlist og síðan danssalurinn sem aðeins verður opinn á föstudags- og laugardags- kvöldum. Ríó tríóið skemmtir gestum Ópemkjallarans fyrstu vikuna nema á föstudags- og laugardagskvöld, en þá leikur Hljómsveit Eddu Borg fyr- ir gesti. Öperukjallarinn verður opinn öll kvöld vikunnar, til kl. 1.00 á virkum dögum og til 3.00 á föstudögum og laugardögum. Inngangur í Óperu- kjallarann verður frá Hverfisgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.