Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. AGÚST 1989 --------- ! ' i —!T'Or! i' ., ; j■ j ~■; i) ) Kristín Jónsdóttir Garðvangi — Minning Fædd 15. apríl 1914 Dáin 7. ágúst 1989 Aðfaranótt mánudagsins sjöunda ágúst 1989, lést á Landspítalanum móðursystir mín Kristín Jónsdóttir, Garðvangi, Garði. Andlát hennar bar brátt að, þó svo hún hafi verið sjúklingur í mörg ár. Hún veiktist skyndilega laugardaginn 5. ágúst, var flutt á Landspítalann og lést þar eftir erfiða aðgerð. Kristín eða Stína eins og hún var alltaf kölluð, var dóttir hjónanna Sigurbjargar Guðmundsdóttur og Jóns Daníels- sonar. Hún var þriðja barn þeirra en ajls voru systkinin fimm. Elst var Ásta en hún lést árið 1982, þá Helga sem búsett er í Keflavík, Ólafur búsettur í Reykjavík og Daníel sem lést árið 1986. Árið 1937 giftist Stína Kristjáni Óskari Guðmundssyni og eignuðust þau tvö börn, Huldu, er aðeins náði nokkurra mánuða aldri og Siguijón fæddan 1940, kokkur að mennt. Siguijón giftist ungur danskri konu, Hanne, og eignuðust þau þijú börn, Jonnu fædda 1962,_ Lisu sem fæddist 1964 og Svein Öskar fæddan 1969. Barnabarnabörnin eru tvö, Jesper fæddur 1983 og Kristján fæddur 1987. Siguijón og Hanne slitu samvistum og er Sigur- jón nú giftur Elife Telli og búa þau í Hafnarfirði. Meðan Sigutjón og Hanne voru gift, bjuggu þau ýmist hér á landi eða í Danmörku, en eftir skilnaðinn fluttist Siguijón til íslands og bjó þá hjá foreldrum sínum svo samband Stínu við barna- börnin rofnaði aldrei. Það var afar kært á milli þeirra og þau voru vön að koma á hveiju sumri til íslands í heimsókn tii pabba síns, ömmu og afa. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar sest er niður til að skrifa grein sem þessa. Minningar um yndislega frænku, minningar um góðan vin sem gott var að leita til ef eitthvað bjátaði á. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa eftir bestu getu. Hún var vinur vina sinna og það var gott að heimsækja hana énda oft gest- kvæmt hjá henni í Nóatúninu. Það var einkar kært á milli þeirra systra, Helgu móður minnar og Stínu, enda ekki nema ár á milli þeirra. Margar voru ferðirnar farn- ar til Reykjavíkur gagngert til að heimsækja Stínu frænku. Þegar ég var barn, áttu þau hjónin sumarbú- stað í Blesugrófinni og var alltaf tilhlökkun hjá okkur systkinunum þegar farið var í sumarbústaðinn og eigum við öll einkar góðar minn- ingar þaðan. Það var mikil sorg hjá okkur krökkunum þegar sumarbú- staðalandið þeirra Stínu og Óskars, þurfti að víkja fyrir framkvæmdum í borginni. Á árunum 1973 til 1977 bjó ég í Reykjavík og kom þá oft í Nóatún- ið til Stínu. Það var alltaf jafn gott að koma þangað, hún var alltaf jafn hress og kát hvað sem á bját- aði. í raun var hún mér miklu meira en frænka, hún var mér eins og önnur qnóðir og um tíma bjó ég hjá þeim Óskari. Eftir lát Óskars 1976, fluttust þau mæðginin suður með sjó. Fyrst bjuggu þau í Njarðvík og síðan suður í Garði. En löngunin til að vera nálægt barnabörnunum sem öll bjuggu í Kaupmannahöfn, varð til þess að haustið 1981 fluttist Stína með Siguijóni til Kaupmanna- hafnar. Þar bjó hún þar til í mars 1987 að hún kom alkomin heim. Þá var ég svo lánsöm að geta endur- goldið henni brot af allri þeirri góð- vild og hlýju sem hún hafði veitt mér í gegnum árin, með því að taka hana inn á heimili mitt þar til hún fékk herbergi á Garðvangi. Börnin mín hændust að Stínu frænku. Hún sagði þeim sögur, kenndi þeim vísur og var þolin- mæðin uppmáluð þegar þau báðu hana að kenna sér hvað stafirnir hétu, enda átti dóttir mín sex ára um sárt að binda þegar ég sagði henni að nú - væri Stína frænka dáin. Það var greinilegt að minning- arnar streymdu fram í huga hennar og hún sagði: „Mamma, manstu þegar Stína var að kenna mér að pijóna og kenna mér vísur?“ Seinna sagði hún svo upp úr eins manns hljóði: „Mamma, nú er uppáhalds frænkan mín dáin“. Þessi orð sex ára barns, segja mikið um það hvern mann Stína hafði að geyma. Ég vil að iokum koma á framfæri þökkum frá fjölskyldunni til starfsfólksins á Garðvangi fyrir frábæra umönnun og góðvild í garð Stínu frænku. Hún talaði svo oft um hve allt starfsfólkið væri sér gott. Blessuð sé minning hennar. Didda Hún Stína frænka er dáin. Já, nú er hún dáin þessi frænka sem við vorum farin að trúa að ekkert biti á, svo oft hafði hún haft betur í viðureigninni við erfiða sjúkdóma í gegnum tíðina enda konan þijósk að eðlisfari og ekkert gefin fyrir það að láta í minni pokann fyrir einum eða neinum. í minningunni er alltaf mikið líf í kringum Stínu og oftar en ekki glatt á hjalla, mikjð spilað og spjall- að. Hjá henni og Óskari, manninum hennar, hittist öll Ijölskyldan oft hvort sem var í Nóatúninu eða í sumarbústaðnum þeirra í Blesu- grófinni sem Óskar af sinni næmnu kímni gaf nafnið Músakot. Þar var sumarparadís okkar systkinabarna hennar og margar ferðirnar fórum við sem bjuggum í Reykjavík með strætisvagninum inn á endastöð í Blesugróf og hlupum svo niður brekkuna og vorum þá komin í annan heim. í kring um sumarbú- staðinn ræktuðu Stína og Óskar fallegan garð sem mér finnst alltaf að hljóti að hafa verið yndislegasti garður í heimi. Stór grasflöt sem lá í brekku og hægt var að rúlla niður án þess að stoppa, „bollinn" skeifu- löguð laut, þar sem legið var í sól- baði og drukkið kaffi á góðviðris- dögum, hlíðin, þar sem heimsins stærstu krækiber uxu og svo lækur- inn sem rann rétt við túnfótinn, endalaus uppspretta ævintýra. Ég er Stínu og Óskari þakklát fyrir minningarnar sem ég á frá þessum stað og ég veit að það var þeim mikið áfall þegar borgin þurfti að nota landið og þau urðu að sjá á bak bústaðnum og garðinum sem höfðu veitt þeim svo mikla gleði. Það er líka í sumarbústaðnum sem ég sé Stínu standa og hnýta net, þá var Siguijón sonur hennar Minning: Jóhannes S. Berg- sveinsson verkstjóri Fæddur 20. október 1908 Dáinn 3. ágúst 1989 Mig langar í fáum fátæklegum orðum að. minnast tengdaföður míns, Jóhannesar S. Bergsveinsson- ar. Jóhannes fæddist í Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði í Strandasýslu. Hann var einn af fimmtán börn- um hjónanna Sigríðar Friðriksdótt- ur og Bergsveins Sveinssonar sem þar bjuggu. Hann ólst upp í þessum stóra systkinahópi í Aratungu fyrstu æviárin. Um fermingu fer hann að heiman og stundar ýmis störf. Á Hólmavík byggði hann sitt heimili með eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Jónsdóttur sem hann gekk að eiga 15. október 1932. Þau eignuðust fjögur börn og eru þijú þeirra nú á lífi. Elstur var Hellert, fæddur 1933, lést 1985. Þá Sigríður fædd 1936, Bergsveinn fæddur 1937 og yngst er Þóra fædd 1942. Á Hólmavík stundaði Jóhannes ýmis störf svo sem við sjávarútveg og akstur. Árið 1955 flyst fjölskyld- an til Reykjavíkur. Eftir það starf- aði hann sem verkstjóri í ýmsum frystihúsum, svo sem í Ólafsvík, . Þorlákshöfn og Reykjavík. En síðustu 10 árin sem hann starfaði var hann verkstjóri í Trésmiðjunni Víði. Ég kynntist þessari fjölskyldu er ég kynntist Sigríði dóttir þeirra, árið 1955, sem síðar varð eiginkona mín. Ég minnist þess enn hvað mér var strax tekið af mikilli vinsemd og hlýhug af þeim hjónum og börn- um þeirra. Það fer ekki hjá því á tímamótum sem þessum, koma fram minningar frá liðnum árum. Ég minnist allra þeirra ánægju- stunda sem við höfum átt saman, til dæmis á ferðalögum sem við fórum saman um ýmsa staði í byggð °g óbyggðum, sérstaklega meðan böm okkar Sigríðar voru enn ung. Ég minnist ferða til Þórsmerkur, í Landmannalaugar, norður á Strandir og víðar. Mér er minnis- stætt hve mikinn áhuga Jóhannes hafði á landi sínu, örnefnum og náttúru. Jóhannes var einkar Ijúfur maður og hafði einkar gott lag á að hæna að sér börn og unglinga, hafa barnabörnin notið þes’s í ríkum mæli. Hann var ákaflega virkur maður og sjálfum sér nógur, hafði alltaf einhver áhugamál, til dæmis eftir að hann hætti að vinna úti fór hann í Myndlistarskólann í Reykjavík og málaði sér til ánægju fram á síðasta dag. Að leiðarlokum þakka ég þessum góða og gegna manni samfylgdina á liðnum árum, eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum hans votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að varðveita þau í sorg sinni. Guðjón B. Jónsson Við viljum í örfáum orðum minn- ast afa okkar, Jóhannesar Sigurðar Bergsveinssonar. Margar minnjng- ar koma fram í hugann þegar litið er yfir liðnar samverustundir með afa og ömmu. Við minnumst þess hve ætíð var hlýlega tekið á móti okkur er við komum í heimsókn. Aldrei skorti umræðuefni þegar sest var niður með afa, til þess var hann sjálfur of lífsreyndur, víðlesinn og áhuga- samur um það sem við vorum að bjástra við þá og þá stundina. Það var honum mikið kappsmál að við kæmumst vel áfram í lífinu og hann hafði óbilandi trú á sínum nánustu. Afi var alltaf mjög jákvæður t.d. þegar aðrir horfðu kvíðnum augum til elliáranna þá nánast hlakkaði hann til þeirra, því þá gæti hann farið að sinna áhugamálum sem setið höfðu á hakanum vegna langra vinnudaga. Á þessum árum hóf hann t.d. að læra myndlist, sem hann naut mjög og stundaði fram á síðasta ævidag. Hin síðari ár hefur amma okkar verið lasburða og annaðist afi hana af mjög mikilli alúð og nærgætni. Missir hennar er mikill nú þegar hún sér á bak ástkærum eigin- manni og sinni sterkustu stoð í gegnum lífið. Við kveðjum elsku afa með sökn- uði og þökkum fyrir allt sem hann hefur verið okkur í lífinu. Rúnar, Hanna Stína og Sæi . .2,7 að læra til kokks í Danmörku og það kostaði peninga. Hún dró ekki af sér við netahnýtingarnar, þrátt fyrir liðagigtina sem hafði hrjáð hana allt frá því hún var barn. Nei, Stína dró aldrei af sér né hlífði sér á nokkurn hátt. Alltaf var hún boðin og búin að rétta fram hjálparhönd ef hún með nokkru 1 móti gat komið því við og gjafmild var hún með afbrigðum. Hnussaði svo þegar henni var þakkað og fannst nú ekki taka því að vera að þakka sér þetta lítilræði sem ekkert væri. Sjálf var hún þakklátust allra ef einhver gerði henni greiða og þurfti þá ekki mikið til. Ég kveð góða frænku. Hún var einstök kona sem ég er er þakklát fyrir að hafa átt að. Hulda Þá hefur hún Stína mín kvatt þetta líf. Það eni um tuttugu ár síðan ég kom fyrst á heimili hennar og Óskars í Nóatúninu. Frá fyrstu stundu sem ég kom þangað með Diddu frænku hennar var mér tekið af mikilli hlýju, er ég þakklát fyrir þær ánægjulegu samverustundir og fyrir að hafa átt þar öruggt at- hvarf þegar komið var til Reykjavíkur. Á þessum áram var gjarnan tek- ið í spil eða málin rædd og kryfjuð til mergjar, við Stína sátum aldrei uppi með það að hafa ekki næg umræðuefni. Hún hafði ákveðnar skoðanir og gat verið mjög föst á sínu ef því var að skipta, en hafði þann eiginleika að laða að sér fólk og þeir sem kynntust henni þótti vænt um hana. Stína átti við heilsu- leysi að stríða í mörg ár, í veikind- um hennar var Óskar henni mikill styrkur, því var það henni mikið áfall þegar hann lést í mars 1976. Stína og Óskar áttu einn son, Sigurjón. Hann kvæntist danskri konu, Hanne, þau eignuðust þijú börn, en slitu samvistum. Eftir að Óskar lést flutti hún um tíma suður með sjó og seinna með Siguijóni syni sínum til Danmerkur þar sem barnabörnin hennar þijú Jonna, Lísa og Sveinn Óskar era búsett en þar á hún einnig tvö langömmu- börn. Stína dvaldi ytra í tæplega sex ár. Síðari ár dvaldi hún á dvalar- heimiii aldraðra Garðvangi í Garði, lengst af fjarri þeim sem hugur hennar og hjarta stóðu næst. Þar hrakaði heilsu hennar mjög, en því sem og öðru í lífinu tók hún af æðraleysi og reisn. Þrátt fyrir það að barnabörnin hennar væru oft í mikilli fjarlægð dvaldi hugurinn jafnan hjá þeim og hafði hún við þau mikið samband. Þá átti Stína mikið af myndum og stolt sýndi hún mér albúmin sín með fjölskyldumyndunum. Mér fannst alltaf þegar hún sýndi mér myndirnar að þá skynjaði hún meiri nálægð við barnabörnin. En mynd- irnar og frásagnirnar voru af fleir- um. Stína átti systkini og systkina- börn sem hún lét sér mjög annt um og þau um hana. í samtölum okkar bar þau mjög oft á góma, en ég held ég halli ekki á neinn þegar ég segi að Helga systir hennar hafi verið henni afar kær. Þessi skrif eru fátækleg um konu sem var góð vinkona mín, en minn- ingarnar um Stínu eru það ekki og er mér ljúft að eiga þær. Ég minn- ist hennar með hlýhug og þakklæti. Aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Sigurlaug ösarfslA \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.