Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 Krabbameinsfélag íslands: Norrænir krabba- meinssjúklingar funda NORRÆNN fundur sjúklinga, sem fengið hafa krabbamein í ristil, garnir og endaþarm, verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík um frá öllum Norðurlöndunum. Það eru Stómasamtök íslands sem standa fyrir fundinum. Aðal- hlutverk samtakanna er að leið- beina þeim gengist hafa undir stómaaðgerð og aðstoða þá eftir föngum. Stómaaðgerð er gerð á sjúklingum í kjölfar krabbameins í ristli, görnum og endaþarmi. Eftir aðgerðina kemur úrgangur sjúkl- inggnn út um op á kviðnum. Á fundinum um helgina verður helgina. Fundinn sækja 25 manns fjallað um meðferð sjúkdómsins og sameiginlega reynslu stómasjúkL inga. Auk þess verður farið í skoð- unarferð um K-byggingu Lands- spítalans. Þetta er í annað sinn sem fundur.af þessu tagi eru haldninn á Islandi. Hér á landi veikjast árlega um 50 manns af krabbameini í ristli og 20 af krabbameini í endaþarmi. Vinnueftirlit ríkisins; Varað við hættu af vél- knúnum sláttuvélum VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur ítrekað viðvaranir sínar varðandi notkun vélknúinna sláttuvéla. Er meðal annars mælst til þess að stjórnendur svifsláttuþyrla séu í Eimskip sigl- ir til Færeyja EIMSKIP hóf vikulega viðkomu í Þórshöfh í Færeyjum í byijun júní að því er segir í nýlegu frétta- bréfi skipafélagsins. Eimskip veitir Færeyingum flutn- ingaþjónustu til og frá höfnum á Norðurlöndunum og Bretlandi, en einnig skapast færi á flutningum þangað frá meginlandi Evrópu gegn- um viðkomuhafnir Norðurlandaski- panna. Áður sigldu Norðurlandaskip Eimskipafélagsins hálfsmánaðarlega til Færeyja. örygisskóm eða stígvélum við störf sín. Félagsmáiaráðherra setti í vor reglugerð um garðsláttuvélar og ein- öxla garðyrkjuvélar, sem samdar voru af Vinnueftirlitinu og gaf stofn- unin út leiðbeiningar um notkun þeirra. Vinnueftirlitið ítrekaði nýlega til- mæli sín um að stjórnendur vélknú- inna garðsláttuvéla séu í öryggis- skóm eða stígvélum. Að sögn Garð- ars Halldórssonar, deildarstjóra hjá stofnununni, hafa á undanförnum árum orðið nokkur slys við notkun slíkra véla, þó ekkert á þessu ári. Algengast sé, að stjórnendur þeirra lendi með hendur eða fætur í hnífun- um. Segir Garðar, að áhyggjur Vinnu- eftirlitsins beinist einkum að notkun svifsláttuþyrla hjá vinnuskólum í stærri sveitarfélögum landsins og því hafi stofnunin ítrekað viðvaranir sínar í bréfum til forsvarsmanna þeirra. Morgunblaðið/Pétur Johnson Mótorsvifdreki Numans, sem hann nefnir „The Eppo Windmast- er“, í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Á innfelldu myndinni seg- ir Eppo Numan viðstöddum sögu ferðarinnar lrá Færeyjum. Á svifdreka yfir hafið HOLLENSKUR flugkappi á leið yfir Norður-Atlandshaf í mótorsvif- dreka hefur þessa dagana viðdvöl á íslandi. Hollendingurinn lenti mótorsvifdrekanum á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudag og heldur ferð sinni áfram til Kulusuk þegar veður leyfír. Hollendingur heitir Eppo Har- brink Numan og rekur veitingastað í heimabæ sínum Den Haag í Hol- landi. Hann hefur unnið að undir- búningi ferðarinnar í fjögur ár eða frá því smíði mótorsvifdrekans hófst haustið 1985. Ferðalagið hófst 16. júní í Rotter- dam og lýkui- í New York í haust. Þar ætlar Numan að hitta forsætis- ráðherra bresku Kólombíu hjá Sam- einuðuþjóðunum og biðja hann um að sjá til þess að að hætt verði við eyðingu skógar í Stein-Riverdaln- um. Mótorsvifdrekinn er knúinn íjög- urra strokka Limbach íjórgengis- hreyfli sem er talin mjög gangþýður og sparneytinn. í bátnum þar sem flugmaðurinn situr hefur annað sætið verið fjarlægt og þar komið fyrir 125 lítra eldsneytisgeymi.. Meðal siglingatækja eru Lóran-C- móttakari og sjálfvirkt stefnumið- unartæki eða ADF eins og það nefn- ist á flugmáli. Reykjavíkur-Maraþon: Aðstandendur búast við um 1300 þátttakendum Reiknað með að brautarmetið verði slegið AÐSTANDENDUR Reykjavíkur-Maraþons vonast eftir því að þátttak- endur í hlaupinu, sem fram fer þann 20. ágúst nk., verði í kringum 1.300. í fyrra tóku alls 1157 þátt í Reykjavíkur-Maraþoninu. Að sögn Ágústs Þorsteinssonar, starfsmanns Reykjavíkur-Maraþons, hafa þegar um þijú hundruð manns skráð sig, þar af rúmlega hundrað útlendingar. Miðað við hvernig fjöldi þátttakenda hefði þróast ár frá ári taldi hann það nærri lagi að vonast eftir 1.300 þátttakendum. Boðið er upp á þijár vegalengdir, maraþon (42,2 km), hálf-maraþon (21,1 km), og skemmtiskokk (7 km). Skráningu lýkur þann 15. þessa mánaðar. Ágúst sagði hlaupið vera búið að vinna sér nokkuð fastan sess. Þetta væri í sjötta sinn sem það væri haldið og komið nokkuð fast- mótað form á það. Fólk væri farið að þekkja Reykjavíkur-Maraþon nokkuð vel og hefðu sumir jafnvel tekið þátt í öllum hlaupunum. Einn- ig hefði verið reynt að auka kynn- inguna erlendis og virtist það hafa Utafakstur og bíl- velta í Grindavík Grindavík Það fór betur en á horfðist hjá ökumanni bifreiðar sem sofnaði undir stýri á Grindavíkurvegi á miðvikudag. Útafaksturinn átti sér stað á móts við orkuverið við Svartsengi. Ökumaður mun hafa dottað við aksturinn og bifreiðin fór útaf Grindavíkurvegi ofan í slakka sem er við afleggjarann að orkuverinu og er hún kom upp úr slakkanum iíaug bifreiðín eina 15—20 metra og valt þar og lenti í gagnstæðri stefnu utan vegar. Ökumaður var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Hann var í bílbelti og telur lögreglan þau hafi bjargað ökumanni. Bifreiðin er hins vegar talin gjörónýt. FÓ borið góðan árangur. Kynningar- starfsemi í Noregi virtist til dæmis ætla að skila sér vel. Fjárhagslega séð væri Reykjavíkur-Maraþon nokkuð stórt dæmi og væri treyst mikið á styrktaraðila, sagði Ágúst. TÖlu- verður halli hefði verið á hlaupinu fyrstu árin en nú væri það farið að rétta úr sér og því hægt að bæta úr ýmsu. Til dæmis væri nú reynt að gera eitthvað meira fyrir þá erlendu hlaupara sem boðið væri til að taka þátt i hlaupinu. í ár tæki þátt Bretinn Robin Nash sem ætti sem besta tíma 2.15.12 og hefði nýlega hlaupið í London- Maraþoninu á tímanum 2.17.51. Stæðu vonir til að honum tækist nú að slá brautarmet Skotans Jim Doige en það er 2.19.46. Þá væri einnig líkleg að brautarmet bresku hlaupakonunnar Lesley Watson, 2.52.45, yrði slegið, þar sem hol- lenska hlaupakonan Wilma Rusman tæki nú þátt. Hennar besti tími væri 2.35.27. INNLENT Morgunblaðið/Einar Falur Á myndinni má sjá Þröst Ólafsson, Víglund Þorsteinsson og Jón Baldvin Hannibalsson við opnun íslenskra daga í Miklagarði í gær. Kaupstaður,Mikligarður og Miðvangur: Kynningardagar fyrir íslenska framleiðslu SVONEFNDIR íslenskir dagar verða í verslunum Kaupstaðar, Mikla- garðs og í Miðvangi nú um helgina. Dagskrá daganna, sem hófust í gær og standa fram á laugardag, byggist einkum upp á vörukynn- ingum íslenskra iðnfyrirtækja, auk tískusýninga o. fl. Tæplega fimmtíu fyrirtæki taka þátt í íslenskum dögum. Við opnunarhátíðina í gær fluttu vera með tískusýningu í.hluta versl- þeir Jón Baldvin Hannibalsson ut- ananna, tónlist verður flutt og ýmis- anríkisráðherra, Víglundur Þor- steinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda og Þröstur Ólafsson stjórnarformaður KRON ávörp. Einnig léku Lúðrasveit verkalýðsins og hljómsveitin Stjórnin. Eins og fyrr segir byggist dag- skráin einna helst upp á vörukynn- ingum, en einnig mun Módel 79 legt fleira. Þá munu þeir Víglundur Þorsteinsson og Þröstur Ölafsson há innkaupakeppni sín á milli í Kaupstað í Mjódd í dag klukkan hálf fimm. í tengslum við íslenska daga verður haldin sérstök get- raunakeppni á útvarpsstöðvunum Bylgjunni og Stjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.