Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 32
32 M'tíáGUNBÍÁÐIÐ áÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 Hjartans þakkir til allra, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 95 ára afmœlinu, þann 6. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. Magnús Eiríkssön, Skúfslæk. TVÖFALDUR 1. MINNINGUR álaugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! i Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Miskunnsemi - ekki fórn Til Velvakanda. Ég las grein eftir Ólaf Odd Jóns- son, sóknarprest í Keflavík, þ. 27. júlí 1989 „Mannleg reisn og með- ferð sjúklings“, og mig langar að leggja nokkur orð í belg. Við sýnum miskunnsemi dýrum, sem þjást að óþörfu með því að lóga þeim (nema þegar þau eru notuð í tilraunir, þegar maðurinn sýnir mikla og ómannúðlega grimmd), en við vilj- um ekki sýna sömu miskunnsemi þegar um okkar eigin tegund er að ræða. Þá viljum við heldur fara eftir einhveijum óljósum siðferði- legum reglum í staðinn fyrir að sýna miskunnsemi þeim sem eru að þjást og deyja. Guð segir í Heil- agri ritningu: „Miskunnsemi þrái ég en ekki fórn.“ Þegar maður er orðinn dauðvona og þjáningar eru miklar á hann að hafa þennan sjálfsagða rétt að biðja um svefntöflur. Sjúklingurinn ákveður þá sjálfur hvort hann tekur þessar töflur eða ekki. Og ef hann skyldi hafa verið of langt leiddur getur einhver úr Ijölskyldunni tekið ákvörðun fyrir hann. Um sjálfsvíg langar mig að segja þetta: Énginn getur svipt sig lífi nema með leyfi Guðs og samþykki. Hvernig við deyjum, hvenær, og hvar er algjörlega undir Guði kom- ið. ,rÖllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hef- ur sinn tíma“. (Préd. 3:1.) „Enginn maður hefur vald yfir dauðadegin- um“. (Préd. 8:8.) Ég las einu sinni Yfirgangur Grænfiiðunga Til Velvakanda. Ég vitna í nýafstaðinn blaða- mannafund hjá Grænfriðungum, þar sem meðal annars kom fram að íslendingar skuli varast að hefja hvalveiði á ný. Mér finnst það alveg stórfurðulegt, að íslenzk yfirvöld skuli leyfa svoleiðis hryðjuverka- starfsemi að fara fram á íslenzkri grund. Það er kominn tími til þess að íslenzk stjórnvöld ræki hreina þjóð- ernisstefnu, þannig að þessir út- lenzku aðilar vaði ekki yfir okkur með sínum ódæðisverkum og brengluðum yfirlýsingum. Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson um sjálfsmorðtilraun konu nokkurr- ar sem henti sér niður af Eiffelturn- inum. Hún féll ekki alla leið til jarð- ar en fótur hennar festist í ein- hveiju á leiðinni. Hún lifði þetta' af, en það þurfti að taka fótinn af henni. Ef maður getur ekki einu sinni svipt sig lífi með því að henda sér niður af Eiffelturninum, er það þá á valdi mannsins að svipta sig lífi? S.R. Haralds Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau nota í flotlegu. Öll vesti ættu að vera með endurskinsborðum, flautu og Ijósi. Víkverji skrifar * Isumarbyijun rigndi yfir lesendur fréttum um sumarbúðir og alls kyns námskeið, sem börnum og unglingum stóðu til boða. Auk þess- ara venjulegu búða eins og KFUM og K, kirkjunnar, skátanna og fleiri, sem með margra ára og jafnvel áratuga starfi hafa unnið sér sess, gat nú að líta fréttir og auglýsingar frá fyrirtækjum og félögum, sem áður höfðu ekki sést á þessum „markaði“. Tölvubúðir, friðarbúðir, íþróttabúðir og ævintýrabúðir er meðal þess sem kemur í hugann. Reynt var að höfða til krakkanna með nýjungum og spennu; hestar, siglingar og íþróttir virtust njóta vinsælda, en Víkveiji dagsins gat ekki að því gert að hann velti því fyrir sér í vor hvort öll þessi útgerð myndi skila hagnaði fyrir aðstand- endur svo mikið virtist framboðið vera. Það kom því skrifara ekki á óvart er hann sá fyrir nokkru frétt í Víkurblaðinu á Húsavík um dræma aðsókn að sumarbúðum kirkjunnar við Vestmannsvatn. Haft var eftir séra Kristjáni Val Ingólfssyni, að aðsókn að búðunum þar hefði nán- ast hrunið í ár. Skýringar prestsins á samdrættinum eru þó ekki auknir möguleikar fyrir börn og unglinga yfir sumartímann. Séra Kristján Valur telur bágt efnáhagsástand höfuðástæðuna og er eftirfarandi haft eftir honum í Víkurblaðinu: „Þetta er mjög alvarlegur hlutur og bendir til þess að ástandið í þjóð- félaginu sé mun alvarlegra en mað- ur áleit. Þetta er eitt af því sem menn strika snemma út af því sem menn þurfa að spara við sig. Og það er til dæmis áberandi að aðsókn frá Húsavík hefur dregist saman um 70% frá fyrra ári.“ xxx Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu mikill munur það er að aka eftir bundnu slitlagi í stað gömlu malarveganna, sem yfir- leitt voru holóttir og illir yfirferðar þegar hugsað er til baka. Á hveiju ári miðar í rétta átt, reyndar mis- jafnlega mikið eftir landshlutum, en alls staðar mjakast bundna slit- lagið yfir malarvegina. Á nokkrum stöðum úti á vegum landsins hefur verið gripið til þess ráðs að binda aðeins slitlag á sem nemur einni akrein eftir miðju veg- arins og telur skrifari þetta hæpna ráðstöfun án þess að vita hve mikið sparast. Öryggi ökumanna hlýtur að minnka við að aka með annað framdekkið • á bundnu slitlagi, en hitt í lausamöl. Bæði verður erfið- ara að mæta öðrum bíl og fara fram úr heldur en ella. Um verslunar- mannahelgina staldraði Víkveiji dagsins við í söluskálanum við Hrífunes og heyrði þar á tali manna að fleiri voru á þessari skoðun og höfðu jafnvel lent í erfiðleikum af þessum sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.