Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 35 FRJALSIÞROTTIR / SPJOTKAST Ikvöld 13. umferð 1. deildar karla hefst i kvöld með leik Þórs og ÍBK á Akur- eyri. í 2. deild verða fjórir leikir. Stjarn- an sækir Selfyssinga heim, Völsungur og Einheiji leika á Húsavík, Tindastóll og UBK á Sauðárkróki og Leiftur og ÍBV á Ólafsfirði. Í 3. deild verða eftir- taldir leikir: ÍK—Víkvetji, Grindavík— Reynir S., Leiknir—Grótta, Þróttur— Afturelding og Valur Rf.-KS. Hafnir og Baldur leika í 4. deild. Allir leikim- ir hefjast kl. 20.00. Einar með fjórða lengsta kast ársins Kastaði 84,50 m og sigraði í Malmö Einar Vilhjálmsson kastaði 84,50 m í spjótkasti á sterku móti í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi og sigraði með miklum yfirburðum. Þetta er fjórða lengsta kastið í ár. Japaninn Kazuhiro Mizoguchi á lengsta kastið, 87,60 m, Steve Bac- kley, Bretlandi, hefur kastað 85,86 m og tékkneski heimsmethafinn Jan Zelezny 84,74 m. Svíar höfnuðu í öðru og þriðja sæti á mótinu. Peter Borglund kast- aði lengst 82,10 m og Patrik Boden 79,76, en Sigurður Einarsson var í Ijórða sæti. ÍÞfémR FOLK ■ TOTTENHAM vann Brann 2:0 í æfingaleik í Bergen í gær- kvöldi og gerði Gary Lineker bæði mörkin á fyrstu 10 mínútunum. Guðni Bergsson kom inná í hálf- leik hjá Spurs og lék í stöðu hægri bakvarðar. Olafur Þórðarson meiddist á öxl, en lék allan leikinn með Brann. ■ STVTTGART nældi í annað stigið gegn Köln er liðin gerðu maraklaust jafntefli í vestur-þýsku úrvalsdeildinni í Köln í fyrrakvöldi. Ásgeir Sigurvinsson lék með Stuttgart, en fór útaf á 63. mínútu fyrir Kastel og kom_ sú skipting nokkuð á óvart því Ásgeir hafði sýnt góðan leik. Koegl skoraði sigurmark Bayern Miinchen í 1:0- sigri á Homburg í Miinchen. I ANITA Wachter frá Aust- urríki sigraði í risasvigi heims- bikarsins í kvennaflokki sem fram fór í Las Lenas í Argentínu í gær. Wachter var sekúndu á undan Cathy Chedal frá Frakklandi. Petera Kronberger frá Aust- urríki varð þriðja. Michela Figini, Sviss, hafnaði í 6. sæti og landa hennar, Vreni Schneider heims- bikarhafi, varð að láta sér lynda 13. sætið. I JONAS Thern, miðvallarleik- maður Malmö FF í Svíþjóð, hefur gengið til liðs við porútgölsku meistarana Benfica. Það verða því þrír Svíar í herbúðum Benfica í vetur því fýrir hjá félaginu eru Sven Goran Eriksson, sem er framkvæmdastjóri og Mats Magn- usson sem einnig lék með Malmö FF á árum áður. ■ ARSENAL fékk 50.000. pund (um 4,8 millj. ísl. kr.) fyrir sigurinn gegn Independiente um síðustu helgi. Félagið hefur þegar fengið ■■■■■ nieira en milljón Frá pund (um 96 millj. Bob ísl. kr.) fyrir sölu á Hennessy ársmiðum eða / ngan i ámóta mikið og hagnaðurinn var á síðasta keppn- istímabili. ■ SJÓNVARPSSTÖÐIN ITV hefur ákveðið að fyrsti leikur í beinni útsendingu verði viðureign Liverpool og Tottenham sunnu- daginn 29. október. ■ DANINN Kent Nielsen lék sinn fyrsta ieik með Aston Villa um helgina, er liðið mætti Hibem- ian. Nielsen var harður í horn að taka og sleppti engum sóknarmanni framhjá sér. Stuðningsmenn Villa voru vel með á nótunum og kölluðu hann strax „ókindina“. Óskar úr leik Skoraði íyrirVíði, en sleit krossbönd Á öðrum fæti yfir 2 metra! Fatlaður frjálsíþróttamaður keppir sem gesturá Bikarkeppni FÍ um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnold Boldt hefur stokkið yfir 2,08 metra. Hann keppir sem gestur í bik- arkeppni FRÍ um helgina. KANADAMAÐURINN Arnold Boldt mun keppa sem gestur í hástökki í Bikarkeppni FRÍ um helgina. Það væri líklega ekki ýkja merkilegt nema fyrir þær sakir að þegar Boldt var þriggja ára missti hann annan fótinn. Hann lét það ekki aftra sér f rá þátttöku í íþróttum og hefur um margra ára skeið verið fremsti hástökkvarinn úr röðum fatlaðra. Hann hefur hæst stokkið 2,08 metra og er það meira en f lestir geta státað af, jafnvel þeir sem hafa báða fæturna. Eins og gefur að skilja eru að- ferðir Boldt nokkuð ólíkar að- ferðum ófatlaðra. Hann tekur færri skref í atrenunni og í stað þess að snúa sér yfir, eða fara aftur fyrir sig, stekkur hann beint fram og nánast stingur sér yfir rána. „Ég tek ekki nema 5-6 skref en venju- legir menn taka 10-12 skref. Þó næ ég svipuðum hraða og það hef- ur reyndar verið mælt nákvæmlega. En það er þó ekki hraðinn sem skiptir máli heldur hvernig þú beit- ir hraðanum í stökkið,“ sagði Boldt. -Besti árangur Boldt, 2,08 metr- ar, hefur ekki fengið staðfestur. „Það var á háskólamóti þar sem ég var eini fatlaði keppandinn. Til þess að fá heimsmet staðfest á slíku móti þarf að fýlla út bunka af eyðu- blöðum fyrir mótið og ég hreiniega nenni ekki að standa í þvi. Þegar þú keppir vikulega þá er ekkert vit í því að fylla út eyðublöð fyrir hvert mót,“ sagði Boldt. Þess má geta að metið er staðfest hjá kanadíska fijálsíþróttasambandinu en ekki hjá alþjóðasambandi fatlaðra. —Hver eru viðbrögð fólks þegar þú keppir með ófötluðum? „Þau eru nær alltaf góð enda hefur mér gengið vel. Hinir kepp- endurnir taka mér sem jafningja og. við skiptumst á hugmyndum og hjálpum hver öðrum.“ Besturí 12 ár Boldt, sem starfar sem kennari í menntaskóla í Manitoba, hefur mikla yfirburði í sinni grein á með- al fatlaðra íþróttamanna. Hann hefur keppt á heimsleikum fatlaðra síðan 1976 og alltaf sigrað með 20-40 sentimetra mun. „Þetta hefur verið svona í 12 ár og satt að segja veit ég ekki af hverju. En til þess að ná því besta úr mér þarf ég að kepjpa með ófötl- uðum og fá keppni. I keppni fatl- aðra keppi ég oft meira við rána en aðra keppendur. Allir búa yfir einhvetjum hæfileikum og ætli þetta sé ekki það sem ég geri best.“ Boldt segir að íþróttir fatlaðra hafi miklu hlutverki að gegna. „Þær eru kannski ekki mikið fyrir áhorf- endur en gífurlega mikilvægar fyrir keppendur. Ég geri tíl dæmis mikið af því að fara í sjúkrahús og tala við fólk sem hefur lent í alvarlegum slysum. Þetta fólk þarf að vita að það getur haldið áfram að lifa og tekið þátt í íþróttum, þrátt fyrir fötlun sína.“ ÚRSLIT Knattspyma 2. deild ÍR-Víðir............................1:2 Páll Rafnsson — Óskar Ingimundarson, Svan- ur Þorsteinsson 3. deild Kormákur—Austri....................5:1 Páll Leo Jónsson 2, Albert Jónsson 2, Grétar Eggertsson - Jón, Steinsson. 4. deild Augnablik—Fyrirtak.................5:2 Viðar Gunnarsson 3, Vignir Baldursson, Heið- ar Breiðigörð — Einar Skarphéðinsson, Jörand- ur Jörundsson. Njarðvík—Skotfélag Rvk.............1K) Rúnar Jónsson. Skallagrímur—Víkingur Ó1...........4:0 yaldimar Sigurðsson 3, Þórhallur Jónsson. Árvakur—Léttir.....................3:2 Guðmundur Jóhannsson 2, Friðrik Þorbjöms- son — Ingólfur Proppé, Valdimar Óskarsson. 1. deild kvenna KR-ÍA............................ 3K) Kristrún Heimisdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Helena Ólafsdóttir. Annað mark Víðis kom skömmu síðar. Svanur Þorsteinsson skoraði þá af stuttu færi eftir aukaspyrnu og staðan í hálfleik var 2:0. Tafliðjafnast Víðismenn höfðu verið betri aðil- inn í fyrri hálfleik en í þeim síðari jafnaðist taflið. Bæði lið áttu hættu- leg færi en aðeins eitt mark leit dagsins ljós. Það gerði ÍR-ingurinn Páll Rafnsson með skalla þegar um það bil fimmtán mínútur voru til leiksloka. Eftir það gerðu ÍR-ingar harða hríð að marki Víðismanna en þeir áttu hættulegar skyndisóknir í stað- inn. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og stigin fóru því öll suður í Garðinn. Einar Vilhjálmsson stóð sig vel í Svíþjóð í gærkvöldi. Sigurður efstur Sigurður Aibertsson, Golfklúbbi Suðurnesja er með forystu í meistaramóti öldunga, sem hófst í gær. Sigurður fór á 79 höggum. Þorbjörn Kjærbo, GS, fór á 78 höggum, Jóhann Benediktsson, GS, á 79 höggum og Karl Hólm, Keili; og Gísli Sigurðsson, GK, voru jafn- ir í 4. - 5. sæti á 80 höggum. I dag bætast svo fieiri karlar í hópinn sem leika 36 holur með for- gjöf. Þá hefja einnig keppni konur sem leika 36 holur með og án for- gjafar. Mótinu lýkur á laugardaginn en í kvöld verður aðalfundur LEK, Landssamtaka eldri kylfinga, hald- inn í Golfskálunum í Grafarholti. VÍÐISMENN skutust á topp 2. deildar með því að sigra IR- inga 2:1 á ÍR-veili í gærkvöldi. Þeir hafa nú 26 stig og þar méð eins stigs forystu á Stjörnu- menn en hafa leikið einum leik fleira. Sigurinn í gær var sanngjarn en dýrkéyptur, því að Oskar Ingimundarson, þjáifari Víðis, meiddist og verður ekki meira með í sumar. Óskar gerði reyndar fyrsta mark leiksins snemma í fyrri hálfleik en eftir um hálftíma leik lenti hann í árekstri við einn ÍR-inga-með þeim afleiðingum, að krossbönd og lið- bönd við hné slitnuðu. Var kallað á sjúkrabíl, sem flutti hann á slysa- deild. FRJALSAR IÞROTTIR GOLF / MEISTARAMOT OLDUNGA GOLF KNATTSPYRNA / 2. DEILD Opin mót um helgina Nesvöllur Tveggja daga opið mót verður haldið á Nesvelli um helgina og hefst klukkan 8 á laugardagsmorg- un. Leiknar verða 36 holur og verða veitt verðlaun með og án forgjafar, auk aukaverðlauna. Skráning í mótið er hafin í golfskálanum á Seltjarnarnesi.' Borgarnes Opna GB-mótið fer fram á Ham- arsvelli í Borgarnesi á laugardag- inn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 09.00. Selfoss Opið golfmót verður haldið hjá Golfklúbbi Selfoss laugardaginn 12. ágúst og verður leikinn 18 holu höggleikur. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætip með og án forgjafar og aukaverðlaun fyrir að fara næst holú á par 3 brautum vallarins. Rástími verður gefinn frá kl. 16-22áföstudag(s. 98-22417).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.