Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Fiskihöfnin dýpkuð Gröfuskip dýpkunarfélagsins á Siglufirði vinnur nú við innsiglinguna í fiskiliöftiina á Akureyri. Þar verður unnið fram í næstu viku við að taka upp 10-11.000 rmmetra af sandi, en við þetta dýpkar innsiglingin úr 5 'h metra í 7 metra. Verður þá búið að dýpka alla fiskihöftiina í 7 metra. Að þessu verki loknu fer gröfuskipið út í Krossanes til a ð grafa þar 7 metra djúpa rennu meðfram bryggjunni. Fornleifagröfturinn á Granastöðum: Aldursgreining bendir til búsetu frá landnámstíð Morgunblaðið/Rúnar Þór Hin nýja tegund verslunar, KEA-Nettó, verður opnuð í Höfðahlíð 1 þriðjudaginn 22. ágúst, og verður núverandi verslun þar því lokuð næstu viku vegna breytinga. KE A hyggur á opnun nettóbúðar við Höfðahlíð —w— Laugardagur Hljómsveitin Midaldamenn leikur fyrir dansi. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og sunnudagskvöld. BJARNI Einarsson, fornleifa- fræðingur, hefúr í sumar ásamt starfsbræðrum sínum og jarð- fræðingi unnið að enn frekari fornleifagreftri á Granastöðum, sem eru fremst í Eyjafírði, en undanfarin tvö sumur hefúr hann unnið að gréftri og rannsóknum þar og hafa sýni, sem hann hefúr sent til Þýskalands til aldurs- greiningar, bent til þess að yngstu öskulög þaðan séu frá tíundu öld. Þýðir það að upphaf mannabyggðar á Granastöðum hefúr hafist nokkru fyrr, eða hugsanlega á landnámstíð. „Leiðrétt niðurstaða kolefnis- mælinga segir okkur að sýnin séu frá árinu 955, en skekkjumörkin eru 55 ár, þannig að það er alveg víst að þessar yngstu mannvistar- Ieifar, sem rannsakaðar hafa verið, eru frá tíundu öld. Eg er hins veg- ar sannfærður um að það sé til eldri skáli hér á Granastöðum, en sá sem við höfum að undanförnu verið að grafa upp, og þess vegna er eðlilegt að álykta sem svo, að mannabyggð hafi hafist hér á landnámsöld," sagði Bjarni Einarsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Það sem búið er að grafa upp á Granastöðum er skáli og jarðhýsi og að undanförnu hefur verið unnið að því að grafa upp annað hús og sagði Bjarni, að hann teldi það hafa verið mannabústað. „í fyrstu hélt ég að um einhvers konar smiðju væri að ræða, en ég KEA opnar á næstunni nýja teg- und matvöruverslunar sem nefn- ast mun KEA-Nettó og staðsett verður við Höfðahlíð 1. Verður um að ræða verslun með sama rekstrarfyrirkomulagi og Bónus- búðirnar í Reykjavík hafa, en það fyrirkomulag er víða þekkt í ná- grannalöndum okkar og byggist á því að allur rekstarkostnaður er hafður í lágmarki, þannig að hann komið viðskiptavinum beint til góða í vöruverði. Björn Baldursson, verslunarfull- trúi KEA, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að miðað við núverandi verð- lag á matvöru á Akureyri mætti gera ráð fyrir að vöruverð í þessari búð yrði um 10% lægra heldur en í öðrum matverslunum. „Ástæðan fyrir því að hægt verður að bjóða vörur á þetta lægra verði er fyrst og fremst sú, að launakostn- aður verður mun minni, því einungis þijár manneskjur munu starfa í versluninni," sagði Björn. „Þetta þýðir náttúrlega, að með- höndlun vörunnar verður mun minni, ef svo má að orði komast, og henni kannski ekki komið eins fallega fyrir í versluninni og venja er til. Þá hefur það einnig töluverð áhrif á lækkun vöruverðs, að vöruúrval í búðinni verður minna. Við munum verða með um 850-900 vörutegundir og einung- is þær tegundír sem mikil hreyfing er á í öðrum verslunum okkar. Verð- ur þetta til þess að veltan verður mun hraðari. í þriðja lagi mun svo einhver sparnaður hljótast af lægri orkukostnaði," sagði Björn. Einungis verður tekið við stað- greiðslu í versluninni, en ekki lánað út á krítarkort og sagði Björn, að það myndi einnig hafa sitt að segja í sambandi við lækkun vöruverðsins. Sagði hann að með opnun þessarar tegundar af verslun vonaðist KEA til þess að auka markaðshlutdeild sína, en markaðshlutdeild verslana af þessu tagi erlendis er sögð vera um 10-15%. Afgreiðslutími verslunarinnar verður einnig svolítið frábrugðinn afgreiðslutíma annarra matvöru- verslana, því einungis verður opið eftir hádegi virka daga, frá klukkan 13-18.30 og á laugardögum milli klukkan 10.00 og 14.00. Er þetta gert til að sama starfsfólk og afgreið- ir eftir hádegið geti sinnt öðrum störfum verslunarfólks á morgnana. Gert er ráð fyrir að KEA-Nettó verði opnuð þriðjudaginn 22. ágúst. Morgrmblaðið/Rúnar Þór Fjórar manneskjur hafa unnið að fornleifagreftrinum í sumar; Jonas Grundberg, fornleifafræðingur, Magnús Sigurgeirsson, jarðfræðing- ur, Elsa Arnardóttir, háskólanemi, og Bjarni Einarsson, fornleifa- firæðingur. sá skáli, en ég hallast að því að annar skáli hafi verið byggður á undan honum og þá erum við kom- in býsna langt aftur í tímann," sagði Bjarni. Hann kvað það reyndar einnig hugsanlegt að frumbýlingurinn hafi sleppt því að byggja sér lítinn skála og búið þeim mun lengur í jarð- húsinu og benti á að tvö jarðhýsi hefðu verið á Granastöðum. Kjörland nýbýlingsins „Það bendir hins vegar allt til þess að á Granastöðum hafi verið búið alllengi, þannig að ef allar ald- ursgreiningar eru réttar ætti búseta að hafa verið hér allt frá fyrstu byggð á íslandi. Menn kunna þá að spyija af hveiju nýbýlingurinn hafði valið sér stað svona innarlega í firðinum, þar sem hann hafi verið svona snemma á ferðinni, en ég lít svo á að þetta svæði hafi verið hans kjörland og sú tegund lands sem hann þekkti best úr sínum heimahögum," sagði Bjarni. Þeir munir sem fundist hafa við fornleifagröftinn í sumar eru þrír hnífar, spori, lamir af hurð og ann- að járnkyns. Bjarni sagði að eyfitt væri að segja til um aldur þessara járnmuna og þeir gætu því allt eins verið frá síðustu öld. Sömu sögu væri að segja um snæidusnúð, sem fannst. Hins vegar hefur fundist ' glerperla, sem er erlend smíð og sennilega frá víkingaöld. Kléberg, eða svonefndur tólgUsteinn, hefur ekki fundist, en Bjarni sagðist von- ast til að finna leifar um kléberg, því það gæfi ákveðnar vísbendingar um hvaðan fólkið, sem bjó á þessum stað, hefði komið. Til að fullkanna þetta svæði, sagði Bjarni, að líklega þyrfti að grafa þijú sumur í viðbót, auk þess sem töluverð vinna yrði við að kanna Hólaselið, sem hann taldi hafa átt sinn þátt í að búseta á Granastöðum lagðist niður. er alltaf að sannfærast betur um að það hafi verið mannabústaður. Ástæðan fyrir því að ég tel að hér hafi verið éldri mannabústaður en skálinn, sem við höfum verið að grafa upp í sumar, er sú, að þegar nýbýlingurinn kom hingað í upp- hafi, byggði hann sér fyrst jarð- hýsi, þar sem hann hafðist við, en síðan hafi hann byggt sér lítinn skála örfáum árum síðar. Það er auðvitað hugsanlegt að skálinn, þar sem grafið hefur verið í sumar, sé Hétel KEA íslandsmótió Hörpudeild - Akureyrarvöllur í kvöld kl. 20 ÞOR - IBK Allir á völlinn - Áfram Þór! VÖR” BATASMIDJA Leikjum lýst í RÚVAK SVÆÐISÚTVARPIÐ á Akureyri verður með beinar Iýsingar frá þremur íþróttakappleikjum í kvöld, og verður lýst frá leikjum á Akureyri, Húsavík og Ólafs- firði. Leikirnir sem um getur eru viður- eign Þórs og ÍBK í 1. deild á Akur- eyrarvelli og leikur Völsungs og Einheija á Húsavík, en á Ólafsfirði verður lýst frá leik Leifturs og ÍBV. Þá verður einnig reynt að segja frá gangi annarra leikja í annarri og þriðju deild, en alls verða tíu leikir í þessum þremur deildum í kvöld. Lýsing íþróttarásar Svæðisút- varpsins hefst klukkan 19.30 og lýkur klukkan 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.