Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 36
sjóváoBalmennar FEIAG FOLKSINS EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM m _________________MÁ FOSTUDAGUR 11. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgunblaðiö/'Kristján Kristjánsson Sprengihylki á Ströndum Starfsmenn Landhelgisgæslunnar skoða sprengihylki sem erlend- ir ferðamenn gengu fram á nýlegá innan um rekaviðinn í fjöru- kambinum í Furufirði á Ströndum. Stöðugildi hjá hinu opinbera: Heimildir til ráðninga fullnýttar FJÁRLÖG fyrir árið 1989 gerðu ráð fyrir því að heimilað yrði að fjölga stöðugildum um 400 á öllu árinu. Um mánaðamótin júní/júlí hafði stöðugildunum íjölgað um 386 og var heimildin því nánast fúllnýtt. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga á fyrri helmingi ársins. Yfirvinna hefur minnkað um 170 stöðugildi en hafði á sama tímabili i fyrra aukist um 180 stöðugildi. Yfirvinna hjá A-hluta ríkissjóðs hefur þannig minnkað talsvert i ár. Fjölgun reiknaðra stöðugilda hjá A-hluta ríkissjóðs fyrri helming 1989 í samanburði við 1988 sam- svaraði 131 stöðugildi eða 0,9%. Til samanburðar fjölgaði stöðugild- unum á sama tímabili um 676 eða 4,8% milli áranna 1987 og 1988. Fjárlög ársins 1989 gerðu ráð fyrir 4-5% niðurskurði launagjalda sem áætla má að samsvari 600 stöðugildum. Á móti kemur heimild fjárlaga um 400 stöðugilda fjölgun. 1 skýrslunni segir svo: „Þótt veru- lega hafi dregið úr ráðningu starfs- fólks utan heimilda, og yfirvinnu, skortir enn á að boðaðar aðhaldsað- gerðir hafi náð þeim árangri sem stefnt var að í fjárlögum." Grundfirðingar auglýsa eftir fólki FRYSTIHÚSIÐ Sæfang hf. á Grundarfírði hefúr auglýst eftir starfsfólki. Guðmundur Smári Sumarlömb í verslanir í næstu viku SUMARSLÁTRUN hefst á vegum Sláturfélags Suðurlands í næstu viku og er nýtt lambakjöt væntan- legt á markaðinn næsta fimmtu- dag. Reikna má með að verð til neytenda verði um 10% hærra en það verð sem nú gildir almennt á lambakjöti í verslunum, að sögn Jóns Gunnars Jónssonar, fram- leiðslustjóra hjá SS. Kjötið verður selt í nokkrum versl- unum á höfuðborgarsvæðinu og vænta má að 150 dilkum verði slátr- að fyrst um sinn, að sögn Jóns Gunn- ars. Ef áhugi neytenda reynist næg- ur verður um meira magn að ræða. Slátrað verður í sláturhúsinu á Hvols velli. Sumarslátrun á vegum búvöru- deildar Sambandsins er ekki á döf- inni að þessu sinni. * Islendingar til Englands í álfaleit Guðmundsson framkvæmda- stjóri segir að nú vanti 6-8 manns í vinnu við snyrtingu og pökkun á fiski, bæði á Evrópu- og Banda- ríkjamarkað. Ekkert atvinnu- leysi er nú á Grundarfirði og segir Guðmundur Smári að þeir horfi nú björtum augum fram á haustið, í fyrsta skipti í mörg ár. Auglýsing frá Sæfangi birtist í Morgunblaðinu í gærmorgun. Er blaðið hafði samband við Guðmund Smára síðdegis höfðu aðeins nokkr- ar fyrirspurnir borist þeim, þar af fáar frá vönu fólki. „Þessi dræmu viðbrögð komu okkur nokkuð á óvart miðað við alla umræðuna um atvinnuleysi sem verið hefur í fjöl- miðlum að undanförnu," segir Guð- mundur Smári. Tveir togarar, Runólfur og Keil- ir, leggja upp afla sinn hjá Sæ- fangi. Guðmundur Smári segir að aflabrögðin hafi verið með eindæm- um góð að undanförnu. Þar að auki eigi þeir eftir á ljórða þúsund tonn af kvóta sínum fram til ára- móta. Því hafi þeir fyllstu ástæðu til að vera bjartsýnir á reksturinn svo framarlega sem fólk fáist til vinnu. „Við höfum oft fengið meiri svör en þetta við auglýsingum okkar eftir fólki. í vor barst okkur fjöldi slíkra fyrirspurna en þar hefur skólafólk sennilega átt stóran hlut að máli,“ segir Guðmundur Smári. HÓPUR íslendinga heldur til Englands í lok mánaðarins og er eitt af markmiðum hópsins að leita uppi álfa. „Við ætlum að skoða álfa á Englandi, helga staði, eina af orkustöðvum jarðarinnar, sem reyndar eru sjö talsins eins og orkustöðvar mannslíkamans, og svo ætlum við líka að hugleiða saman í ferðinni," sagði Erla Stefánsdóttir, sem verður leið- sögumaður hópsins, en hún hef- ur séð álfa frá því hún man eft- ir sér, að eigin sögn. Eria segir að mikið sé um álfa á Engiandi, þó álfakynið þar sé allt annað en hérlendis. Söluskattsmál Hagvirkis: Ágreiningur við ráðuneyti til ríkisskattanefhdar á ný nefndarinnar fyrir sig undanþágu- reglugerðunr söluskattslaga, en hyggst nú styðjast við lög um raf orkumannvirki og framkvæmdir við þau, þar sem segir að vinna við raforkumannvirki sé undan- þegin öllum opinberum gjöldum. ———♦ ♦ ♦------- Staða Lands- banka batnaði um rúmar 120 milljomr 1 juli STAÐA Landsbankans batnaði um ríflega 120 inilljónir króna í síðasta mánuði að sögn Sverris Hermannssonar bankastjóra. Tap bankans nam um 300 millj- ónum fyrstu sex mánuði ársins. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri segir ljóst að vaxta- ákvarðanir séu það sem mest áhrif hafi haft á afkomu bankans á þessu ári. Á fyrstu mánuðum ársins hafi útlánsvextir óverðtryggðra lána verið of lágir miðað við verðbólgu, það hafi orsakað mikið tap fyrri hluta árs. Nú hafi þetta nokkuð breyst, sérstaklega í síðasta mán- uði, en tap bankans hafi þó ekki verið unnið upp. sig öðrum lagagreinum en það studdist við í fyrri málsmeðferð nefiidarinnar. Sýslumaður Rangárvallasýslu hefúr veitt Hagvirki frest þar til næsta þriðjudag, 15. ágúst, til að ganga frá sínum málum, að öðr- um kosti verði gripið til inn- heimtuaðgerða á ný. Hagvirkismenn hafa undanfarið fundað með fulltrúum fjármála- ráðuneytisins um hugsanlegar leið- ir til lausnar málsins. Heimildir blaðsins herma að málamiðlun sé í sjónmáli, en málsaðilar hafa ekki fengist til að staðfesta neitt í þeim efnum. Fjármálaráðuneytið hefur haldið sig strangt við reglugerðir í málinu og sagði Snorri Olsen hjá íjármálaráðuneytinu að ekki væri að vænta stefnubreytinga af hálfu þess. Eins og fyrr segir hefur Hag- virki skotið máli sínu aftur fyrir ríkisskattanefnd, sem úrskurðaði í því í júlímánuði. Þá var úrskurður- inn á þá leið að Hagvirki skyldi greiða 108 milljónir í stað þeirra 153 sem upphafleg krafa fjármála- ráðuneytisins hljóðaði upp á. Ríkis- skattanefnd hagar störfum sínum á þann hátt ólíkt hefðbundnum dómstólum, að hún tekur eingöngu mið af lagarökum málsaðila. Hag- virki beitti í fyrri málsmeðferð VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ I irtækisins aftur til ríkisskatta- I Hagvirki hefúr vísað ágreiningi nefiidar, en hún úrskurðaði í sínum við fjármálaráðuneytið málinu fyrir tæpum mánuði. um meinta söluskattsskuld fyr- I Fyrirtækið hyggst beita fyrir [ Gat sagað á Þjóðleikhúsið STÓRT gat hefiir verið sagað á austurhlið Þjóð- leikhússins. Það verður notað til flutninga á leik- tjöldum til og frá aðalsviðinu. Áður þurfti að flytja leiktjöld gegnum þröngt lyftuop niður í kjallara og þaðan út og var töluvert óhagræði að því fyrirkomulagi. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri segir að þetta hafi verið lítið verk í sjálfu sér en þörf hafi verið á þessari framkvæmd frá þvi að húsið var byggt. „Það er ekki fyrr en á seinni árum sem tækni hefur verið fyrir hendi til að framkvæma þetta verk,“ segir Gísli. „Það hefur oft áður verið hugað að því að gera gat á þennan vegg, en menn óttuðust að veggurinn myndi ekki þola slíkt. Með nýrri tækni í steinsögun var hinsvegar ekkert þessu tii fyrir- stöðu.“ Gísli segir að þessi framkvæmd væri liður i endurnýjun þeirri sem til stendur að gera á húsinu. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.