Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 --HH--;-rr--i-5--—----• : " ------:-- fclk í fréttum Lisa Marie ásamt eiginmanni sínum Danny Keough PRESLEY Dóttur Lisu Marie berast veglegar gjafir FÍKNIEFNI Anthony Perkins vísað frá Bretlandi Anthony Perkins, sem þekktur er fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Psycho, var nýlega vísað frá Bretlandi fyrir að hafa fíkniefni undir höndum. Hassið sem fannst á honum sagði hann að hefði ein- ungis átt að vera til einkanota en það stoðaði lítið. Þetta var í annað sinn sem leikaranum var vísað frá Bretlandi og auk þess var hann dæmdur til að greiða tuttugu þús- und króna sekt. Anthony lét þó brottvísunina lítið á sig fá og hélt í staðinn með ungri eiginkonu sinni til Ítalíu þar sem vinir hans tóku vel á móti þeim. að vakti mikla-athygli þegar Lisa Marie Presley eignaðist dóttur fyrr í sumar. Litla stúlkan sem hlotið hefur nafnið Danielle ar fyrsta barnabarn Elvis heitins Presley. Henni hefur borist fjöld- inn allur af gjöfum víðs vegar að úr heiminum, bæði frá fólki í skemmtanaiðnaðinum og Pres- ley-aðdáendum. Söngvarinn Frank Sinatra sendi forláta skírnarkjól og silfur- hringlu skrýdda gimsteinum. Leikkonan Mary Tyler Moore gaf Danielle gamaldags enskan bamavagn og Larry Hagman sem leikur J.R. í Dallas-þáttunum sendi silfurramma. Þeir sem þekkja til fjölskyldu Lisu Marie em margir hræddir um að erfitt muni reynast að ala litlu stúlkuna upp á eðlilegan hátt vegna þeirrar athygli sem hún mun njóta í uppvextinum. Foreldr- ar hennar em auk þess dauð- hrædd um að baminu verði rænt og því fylgja öryggisverðir þeim hvert fótmál. Danielle á því líklega ekki eftir að kynnast því lífi sem venjuleg böm lifa en henni munu í staðinn standa margar dyr opnar vegna þess hve ástsæll söngvari afi hennar var. BÖRN Leiðinleg skyldustörf Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera prins eða prinsessa. Lítil börn verða oft þreytt þegar þau þurfa að vera við langar opin- berar athafnir þar sem ætlast er til að þau sitji stillt í sætum sínum. Magðalena litla, dóttir konungshjónanna í Svíþjóð, iðaði í sætinu og geifl- aði sig við athöfn á afmælisdegi stóru systur sinnar Viktoríu, en 6000 manns komu þá saman á íþróttaleikvangi til að óska krónprinsessunni til hamingju með afmælið. Magðalena gat hins vegar ekki beðið eftir að komast heim. Bresku prinsarnir Hinrik, fimm ára, og Vilhjálmur, sjö ára, þurftu ásamt föður sínum Karli Bretaprins að taka á móti Beatrix Hollandsdrottningu þegar hún var í opinberri heimsókn í Bretlandi á dögunum. Þeim leiddist óskaplega og Hinrik átti bágt með að sitja kyrr. Eitthvað fannst Vil- hjálmi tíminn vera lengi að líða og á meðfylgjandi mynd sést hann kíkja á úr föður síns til að vita hvort þessum ósköpum fari nú ekki að Ijúka. SUÐUREYRI Gömlu brýnin í léttum leik VÍÐA eru til svokölluð „old bo- ys“-knattspyrnulið. í þessum liðum eru saman komnir karlmenn um og yfir 40 ára. Misjafnt er hvað menn nenna að spila oft en annað veifið eru strigaskórnir teknir í notkun og karlarnir bregða sér þá út á völl til að svala knatt- spymufíkninni sem blundar í þeim frá því þeir voru upp á sitt besta. Einn sunnudag sást til nokkurra karla í boltaleik á vellinum á Suður- eyri. Þar voru komnar saman gaml- ar kempur úr knattspyrnuliði Stefnis, þeir Sveinbjörn Jónsson oddviti, Magnús Jónsson skóla- stjóri, Elvar J. Friðbertsson tré- smiður.'Ágúst Þórðarson vélsmiður, Grétar og Ágúst Schmidt og Ólafur og Steingrímur Guðmundssynir. Tilþrifin og tæknin skein úr hverri hreyfíngu og það var dúndr- að og skallað í allar áttir. Húmorinn í þessum körlum var ólýsanlega skemmtilegur enda slógu þeir oft á létta strengi í leiknum. Það mátti greinilega sjá á þessum klukkutíma sem þeir léku að þarna voru kappar sem áður höfðu snert bolta. Knatt- spymulið Stefnis var mjög sterkt hér á árum áður þegar þessir menn voru ungir. Þeir unnu hvern leikinn af öðram víða um Vestfirðina og voru orðnir vel þekktir. Síðan liðu árin og menn fóru að stofna fjöl- skyldur og þar með týndust margir' úr liðinu og ungir og nýir menn komu i staðinn. Þessj félagsskapur er mjög svo ánægjulegur og ekki veitir mönnum af hreyfingunni þegar menn eru hættir að sprikla fyrir alvöru. Leiknum lauk senn hjá köppunum og gengu þeir af velli all sveittir og þreyttir eftir strembinn leik. Leiðin lá í sundlaugina að sjálf- sögðu þar sem menn reyna að eyða mestu harðsperrunum fyrir mánu- daginn. Þeir sögðu að landsliðið væri ekki í neinni veralegri hættu þar sem þeir sjálfir væru ekki bún- ir að ná í lið enn, svo sá leikur verður að bíða betri tíma. - R.Schmidt Morgunblaðið/Róbert Schmidt „Old boys“ á Suðureyri komu saman fyrir skömmu til að leika knattspymu og riQa upp gamla takta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.