Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 —r.rT-—, "i m ■ i 1 >'T~'—11 i —nrrn—m—r-—;—; Ekki komið til tals að nýja útgerðarfé- lagið reki frystihús — segir Sigurður Viggóson, oddviti SIGURÐUR Viggóson, oddviti og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss PatreksQarðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nýtt hlutafélag um rekstur skipa Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar og togarans Patreks myndi ekki annast rekstur Hrað- frystihús PatreksQarðar. „Það er okkur nægjanlegur hjalli að takast á hendur rekstur þriggja skipa, þó við förum ekki að fást við vafasaman frystihússrekst- ur,“ sagði Sigurður. Allar líkur eru taldar benda til þess, að Fisk- veiðasjóður íslands eignist húsið á uppboði. Eins og fram hefur komið hafa heimamenn á Patreksfirði tekið höndum saman um stofnun nýs hlutafélags, sem hefur þann tiigang að forða því að tvö skip Hraðfrysti- hússins verði seld úr byggðarlaginu á uppboði, og freista þess að ná aftur togaranum Patrek, sem Fisk- veiðasjóður keypti á uppboði fyrir ekki alls löngu. Til þessa hafa þeir sóst stíft eftir aðstoð opinberra að- ila, svo sem Byggðastofnunar og Atvinnutryggingasjóðs. „Við höfum hugsað dæmið þannig að eignumst við skipin, verði sá afli sem þau leggja upp unninn í þeim vinnslu- stöðvum sem til eru á staðnum,“ sagði Sigurður. „Þegar okkur mun vaxa fiskur um hrygg verður hugað að þvi að reyna að koma frystihús- inu í gang, með okkar aðstoð eða annarra sem áhuga kynnu að hafa á því að frysta fisk.“ Sigurður sagði nýja félagið ætla að sníða sér stakk eftir vexti, og teldi sig ekki ráða við að byggja upp frystihúsrekstur samhliða útgerð. Tíminn yrði að leiða í ljós framtíð fiskvinnsluhúss Hraðfrystihússins. Morgunblaðið/Magnús Gíslason Nú er unnið að lagningu ljósleiðara á milli Blönduóss og Búðardals, og á verkinu að Ijúka fyrir næstu mánaðamót. Hér er verið að leggja strenginn yfír HrútaQarðará. Póst- og símamálastjóri um samning við Varnarliðið: Gerir mögnlegl að flýta upp- byggingu ljósleiðarakerfisins Patreksfj örður; Bílvelta í Álftafirði BÍLL fór út af veginum í Álfta- firði nálægt Stykkishólmi síðdeg- is í gær og valt heilan hring. Tvennt var í bílnum en sakaði ekki og má þakka það notkun bílbelta að sögn lögreglu. Okumað- urinn missti stjórn á bílnum í lausa- möl þannig að hann valt og skemmdist mikið. Olís fúndaði með Texaco fram á nótt STJÓRN Olís fundaði með sendi- nefiid frá Texaco í Danmörku í allt gærkvöld og stóðu viðræður enn þegar blaðið fór í prentun laust eftir miðnætti. Forsvars- menn Landsbankans hitta stjórn- armenn Olís fyrir hádegi í dag. Töluverðar líkur voru í gær tald- ar á samkomulagi um að Texaco keypti nálægt 28% hlut í Olís. Gert var ráð fyrir að slíkir samningar myndu greiða fyrir samkomu- lagi Olís við Landsbankann vegna skulda fyrirtækisins við bankann. Fyrstu knapar fylgja hestum á Evrópumót Fyrstu knaparnir fóru utan með hesta sína í gærdag til að taka þátt í Evrópumóti eigenda íslenskra hesta sem hefst á miðvikudag á Jótlandi. Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli þegar hinn landsfræðgi knapi Sigurbjörn Bárðarson var var að koma gæðingunum Skelini og Glaumi fyrir í flugvélinni sem flytja mun þá til Jótlands. PÓST- og símamálastofhunin hefur samið við vamarliðið á Keflavík- urflugvelli um afiiot af gagnaflutnings- og símakerfi stofiiunarinnar vegna ratsjárstöðva þess á Stokksnesi, Gunnólfsvíkurflalli og Stigahlíð. Samningurinn felur í sér almenna notkun á símkerfinu, flutning á sjónvarpsefni milli Keflavíkur og ratsjárstöðvanna og annað slíkt. Einnig mun stofhunin annast tengingu stöðvanna við kerfið. Ólafur sagði samninginn miðast við afnot af hinu nýja ljósleiðara- kerfi, sem nú er unnið við að leggja hringinn um landið. „Samningurinn getur gert póst- og símamálastofn- uninni mögulegt að flýta uppbygg- ingu ljósleiðarakerfisins, þar sem hann felur í sér að ákveðin stofn- gjöld og leiga verða greidd fyrir- fram,“ sagði Ólafur. Póstur og sími annast tengingu ratsjarstöðvanna við 'ljósleiðarakerfið. Ólafur lagði áherslu á að hér væri ekki um ann- ars konar þjónustu stofnunarinnar við varnarliðið að ræða heldur en hún hefði áður veitt því, en vildi ekki upplýsa samningsupphæðina. í haust er stefnt að því að ljósleið- arasamband verði komið á milli Reykjavíkur og Akureyrar, en einn- ig hafa verið lagðir ljósleiðarar um Austurland og um Suðurland frá Reykjavík að Hvolsvelli. Síðasti hlekkurinn í tengingu Reykjavíkur og Akureyrar er lagning leiðara milli Blönduóss og Búðardals, og hefur verið unnið við það verk í sumar. Nú þegar er stórum hluta leiðarinnar lokið, og er áætlað að lögninni ljúki í Búðardal fyrir næstu mánaðamót. Víða þarf að leggja Ijósleiðarana undir þjóðvegi og eni þá yfirleitt gerð.göng undir vegina. Vafamál hvort greiða skal söluskatt af útihátíðum EKKI virðist skýrt í reglugerð- um um söluskattsgreiðslur af dansleikja- og tónleikahaldi hvort aðstandendur útihátíða skuli greiða söluskatt af að- gangseyri að hátíðunum. Snorri Olsen hjá fjármálaráðuneytinu segir, að nýlega hafi verið gerð tilraun til að skilja á milli tón- leika- og dansleikjahalds með nýrri reglugerð, þar sem kveðið var á um viss skilyrði sem að- standendur tónleika skyldu upp- fylla til að fá felldan niður sölu- skatt. Snorri sagði, að svo virtist sem sú tilraun hafi ekki tekist sem skyldi. Komið hefur fram, að aðstand- endur útihátíðarinnar í Hunaveri um verslunarmannahelgina telja sig ekki eiga að greiða söluskatt af aðgangseyri að hátíðinni, þrátt fyr- ir að venja muni vera fyrir slíku. Ekki er skylt að greiða söluskatt af tónleikahaldi, en slíkan skatt skal hins vegar heimta af þeim sem staðið hafa fyrir dansleikjum. Til að skilja betur þarna á milli sendi fjármálaráðuneytið nýlega frá sér reglugerð þar sem sett voru ýmis skilyrði sem aðstandendur tónleika verða að uppfylla til þess að fá felld- an niður söluskatt. Snorri Olsen sagði skilyrði þessi einkum vera fjögur. í fyrsta lagi að forsvars- menn viðkomandi hljómsveitar lýsi því skriflega yfir að samkoman muni verða auglýst sem tónleikar, og sé tilgangurinn meðal annars að kynna útkomnar hljómplötur. í öðru lagi skal dagskrá tónleikanna fylgja erindi hljómsveitarinnar, er innihaldi upplýsingar um nöfn laga, höfunda þeirra og textahöfunda. Þá skal staðfest við ráðuneytið að áhorfendum verði gefinn kostur á að kaupa efnisskrá tónleikanna. Þriðja skilyrðið felur í sér að að- göngumiðar skuli greinilega auð: kenndir með orðinu „tónleikar.“ í flórða lagi skulu á tónleikunum aðeins flutt lög eftir íslenska höf- unda og á íslensku. „Það er síðan hlutverk inn- heimtumanns ríkissjóðs að meta hvort fyrrnefnd skilyrði hafi verið uppfyllt eða ekki,“ sagði Snorri. „Þessi skilyrði töldum við að myndu skýra nægilega á milli tónleika og dansleikja. Það virðist hins vegar ekki hafa tekist nægiiega vel. Ef i ljós kemur að menn fara í kringum þessi ákvæði munum við endur- skoða þau.“ Snorri sagði, að Jón ísberg, sýslumaður í Hunavatns- sýslum, hafi krafist skýrslna vegna útihátiðarinnar sem haldin var í Húnaveri um verslunarmannahelg- ina, og muni taka ákvörðun um hvort hún sé söluskattsskyld eðúr ei í framhaldi af þvi. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.