Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ÁriÖ hjá Meyju í dag er það árið framundan hjá Meyjarmerkinu (23. ágúst — 23. september). Einungis er tekið mið af Sólinni og því geta afstöður á aðrar plánetur haft sitt að segja hjá hverri og einni Meyju. Ró og yfirvegun Svo virðist sem heldur fari að hægjast um hjá Meyjunni. Með því er ekki endilega sagt að lognmolla sé framundan, heldur að sú orka sem verður ráðandi er „mjúk“ og kaliar ekki á uppbrot. Satúrnus og Úranus sem hafa verið í Bog- manni undanfarin ár og hafa haft sitt að segja hvað varðar Meyjuna, hafa nú lokið ferð sinni þar og því hægist um. Það álag og uppbrot sem hef- ur einkennt undanfarin ár er að baki. Júpíter verður einnig rólegri á næsta ári og því má búast við aukinni afslöppun, þó Meyjan geti haldið þeim léttleika, bjartsýni og stórhug sem ferð Júpíters síðustu mán- uði í gegnum Tvíbura hefur' fært henni. í sambandi við þetta umtal um fyrri ár, skipta aðstæður og merki hvers og eins að sjálfsögðu miklu. Yfirvegun Á árinu 1989, 1990 og fram á mitt ár 1991 verður Satúrn- us í Steingeit, sem táknar að Meyjan ætti að eiga auðvelt með að takast á við takmark- anir sínar og ætti að geta skipulagt sig og starfað án þess að reka sig á of marga veggi. Hún ætti ekki að verða fyrir miklum mótbyr á næstu árum. Sjálfstœði Á næsta ári fer Úranus að 10. gráðu í Steingeit og myndar mjúka afstöðu við Sól þeirra sem eru fæddir frá 25. ágúst — 2. sept. Þessar Meyjur ættu að geta losað sig undan hömi- um án mikilla átaka og átt auðveldar en endranær með að starfa sjálfstætt. Frumleiki þeirra ætti einnig að vera með meira móti. Tónlist Þær Meyjur sem eru fæddar frá 2.-7. september fá mjúka afstöðu frá Neptúnusi á Sól- ina. Það skapar orku sem ætti að geta nýst vel í tónlist, almennri listsköpun og and- legri iðkun. Það þýðir að and- leg og listræn iðkun verður gefandi fyrir þessar Meyjur á næsta ári. Hreinsun Þeir sem eru fæddir frá 4.-10. september fá mjúka afstöðu frá Plútó úr Sporðdreka. Það táknar að þessar Meyjur ættu að eiga gott með að hreinsa til og losa sig við neikvæða eiginleika og annað það sem hvíiir á sáiinni. Sálfræðiiðkun ætti t.d. að vera gefandi. Þœgileg ár fram undan Þegar á heildina er litið virð- ast afstöður pláneta gefa til kynna nokkuð þægilega og meðfærilega orku. Það sem er sérstakt er að allar þunga- vigtarplánetumar Júpíter, Satúmus, Úranus, Neptúnus og Plútó mynda mjúka sam- hljóma afstöðu inn á Meyjar- merkið. Þaðgefurvísbendingu um logn og aukinn frið, eða a.m.k. að um meðbyr verði að ræða og að áætlanir Meyjanna ættu að mæta iítilli mót- spyrnu. Helsta hættan er kannski sú að um ónógan kraft og lognmoliu verði að ræða. Afstöður á aðrar plánet- ur ættu þó að bæta úr þvi hjá flestum. Mars Að lokum má benda á ágúst og september sem orkumikla mánuði og góða til athafna, en þá fer Mars í gegnum Meyjármerkið. GARPUR JiELOOBBU AS> > >/fö haf/ l/ka i/e&E> sjfbL/Ð FRA SEUOI&AO- w 'h Í im Þap u>eej Erme \/yry/vsT/e/ou. FEAm 'ABþeSSU HEFV/S '•AhfíimAVKJD FÖUz ' peo/o Fy/e/fg 8AEBMIÍ ■Á Pessu. HEi/ns/enu/n /rwzo/JDu Fygsr, OFHJ lAL HEFBIÉS þUJZFT4B , . L£SA e/NA Þv> /nHOOR, OPJNBE/öA, J/niRAKID/l-þETTAEþ uYcfJTfd1 1 ZKX-I KO/zmiSISHEI/n V/BSOT J stikH, þeTTA EK , ALUAR.LEGTMAL! GRETTIR BRENDA STARR LJÓSKA BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ekki er mælt með því í hand- bókum um brids að trompa út frá Dx. En Madeleine Swanström í sænska kvennalið- inu taldi það þó skásta kostinn með hönd vesturs hér að neðan. Spilið kom upp í Turku, í leik ítala og Svía í kvennaflokki. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ KD1085 V D853 ♦ KG6 *6 Vestur ♦ G92 VKG1042 ♦ D4 ♦ D93 Austur ♦ Á7643 V 97 ♦ 873 ♦ ÁG10 Suður ♦ - ¥Á6 ♦ Á10952 ♦ K87542 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði Pass- 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass • 5 tíglar Pass Pass Pass Pass Pass Pass Útspil: tígulíjarki!! Skoðum nú spilið frá sjónar- hóli sagnhafa, sem ekki sér í gegnum holt og hæðir. Samn- ingurinn vinnst aldrei nema austur eigi Áxx í laufi. Þá má spila laufi að kónginum og síðan að trompa eitt í borðinu. En það verður að fara varlega með sam- ganginn. Þar eð trompdrottning- in er „sönnuð“ i austur má ekki láta gosann í fyrsta slag, því þá verður að fara inn á tígulkóng til að geta spilað að laufkóngin- um. Sem gefur vörninni færi á að aftrompa blindan. Sagnhafi ieysti þetta vanda- mái faglega með því að stinga upp tígulkónginum og spila laufi. Austur drap á ásinn og sendi hjarta til baka. Vestur fékk á hjartakónginn og spilaði hjarta aftur. Nú trompaði sagn- hafi lauf og lét svo tígulgosann rúlla yfír. Swanström fékk því þriðja slag varnarinnar á tromp- drottninguna, nokkuð sem hún bjóst tæplega við í upphafí. Aðalbrandarinn er þó sá að samningurinn er óhnekkjandi með öllum öðrum útspilum, eins og lesandinn getur sjálfur geng- ið úr skugga um. Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega móti í Biel í Sviss, sem er nýlokið, kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Vlastimil Hort, V-Þýskalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Ivan Sokolov, Júgóslavíu. Hort missti hér af glæsilegri vinnings- ieið: 30. Hal? - De2, 31. He4 - Rxd5!, 32. Dc4 - Dxc4, 33. bxc4 - Rffi og með peði meira vann svartur endataflið. Það sem Hort yfirsást var: 30. Rxf7!! Svartur á aðeins val á milli: a) 30. - Kxf7, 31. Hf4+ - Kg8, 32. Hxf8+ - Kxf8, 33. Dh8+ - Kf7, 34. He8 og svart- ur er óveijandi mát og b) 30. - Hxf7, 31. He8+ - Hf8, 32. Hxf8+ - Kxf8, 33. Dh8+ - Ke7, 34. He4+ og mátar. Jafnir og efstir á mót- inu urðu Sovétmennirnir Ivanchuk og Polugajevsky, sem hlutu 9 v. af 14 mögulegum. Ivan Sokolov varð þriðji með 8 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.