Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 16
16 mu T8U0A Jf HUOAaUTgQB QIGAJa1/'JOil'QM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÖST 1989 i Reuter Bandarískir hermenn stöðva bifreið með panamiska fánanum fyrir utan Ft. Amador-herstöðina en hana hafa herir beggja ríkjanna rekið í sameiningu. Panama og Bandaríkin: Vaxandi taugastríð og úlfuð milli ríkjanna Panamabore. Reuter. BANDARISKIR og panamískir hermenn höfðu í gær í haldi um stund tvo hermenn hvorir fyrir öðrum og virðist sem taugastríðið milli ríkisstjórnanna í Washington og Panama sé að blossa upp aftur. Bandarískir hermenn girtu í gær af herstöð, sem þeir hafa rek- ið í samvinnu við panamíska her- inn, og handtóku tvo panamíska hermenn. Sögðu þeir ástæðuna þá, að Panamaher hefði handtekið tvo bandaríska herlögreglumenn. Var öllum mönnunum sleppt að tveim- ur stundum liðnum. Bandaríski herinn í Panama, sem er 12.000 menn, hefur verið mjög á varðbergi síðan í kosning- unum í maí sl. en þá voru stuðn- ingsmenn Manuels Noriega hers- höfðingja sakaðir um að hafa haft endaskipti á kosningaúrslitunum með víðtækum fölsunum. Noriega hefur þar að auki verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfja- smygl. Stjórnarerindrekar ýmsir segj- ast óttast, að atburðir eins og þeir, sem gerðust í gær, geti snú- ist upp í bein átök milli Panama- hers og Bandaríkjamanna, sem ráða litlu Iandi beggja vegna Pa- namaskurðs. Samningum sam- kvæmt eiga þeir að afhenda Pa- nama skurðinn árið 2000. Evrópubandalagið: Umsókn Austur- ríkis áhyggjuefhi - að mati sovéskra ráðamanna Vínarborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Sovétríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna umsóknar Austurrikismanna um aðild að Evrópubandalaginu (EB). Telja ráðamenn eystra að aðild að EB geti tæpast farið sam- an við yfirlýsta hlutleysisstefiiu Austurríkis. Gennadíj Schíkín, sendiherra væri sérlega mikilvægt með tilliti Sovétríkjanna í Vínarborg, kom athugasemdum þessum á framfæri við Franz Vranitsky, kanslara Austurríkis, í gær. I orðsending- unni sagði að hlutleysi Austurríkis Holland: Ohress af töskuátinu Haag. Reuter. FÍLLINN Quimba er óhress inn- an um sig þessa dagana vegna þess að hann hefiir leikið það að hrifsa handtöskur af gestum í Burgers-dýragarðinum í Arn- hem og gleypa þær í heilu lagi. „Þetta er óhollt fyrir dýrið og óskemmtilegt fyrir fólkið, sem missir eigur sínar,“ sagði Anton van Hooff, forstöðumaður dýra- garðsins á fimmtudag. Quimba hefur étið þijár hand- töskur það sem af er þessu ári, og í einni þeirra var myndavél. Fyrir- hugað er nú að setja upp skilti, þar sem gestir verða varaðir við töskuþjófinum. til stöðugleika í Evrópu og að aust- urrísk stjórnvöld gætu tæpast fylgt áfram hlutleysisstefnunni eftir að hafa fengið aðild að bandalaginu. Talsmaður Vranitskys sagði í gær að athugasemdir Sovétstjórn- arinnar breyttu engu um umsókn Austurríkismanna. ítrekaði hann fyrri ummæli kanslarans þess efn- is að ekki þyrfti að hverfa frá yfir- lýstu hlutléysi á vettvangi utanrík- ismála þótt Austurríkismenn gerð- ust aðilar að bandalaginu. Hefði sovéskum ráðamönnum verið gerð grein fyrir þessari afstöðu aust- urrísku ríkisstjómarinnar er Vran- itsky sótti Kremlveija heim í októ- ber á síðasta ári Austurríkismenn lögðu fram umsókn um aðild að EB í síðasta mánuði og lögðust Belgar þá gegn því að þeir fengju inngöngu með þeim rökum að hlutleysisstefnan færi ekki saman við það yfirlýsta markmið bandalagsríkjanna 12 að efla og auka samvinnu sína á stjórnmálasviðinu. Belgar hafa fallið frá þessari afstöðu en jafn- framt lagt til að hafnar verði við- ræður við Sovétmenn um hlutleysi Austurríkis verði landsmönnum veitt að aðild að EB. 260.000 mamis hafa flú- ið ofsóknir í Búlgaríu Ankara. Reuter. SAMTÖK íslamskra ríkja eru nú að kanna hvað þau geti gert til hjálpar fólki af tyrkneskum ættum í Búlgaríu en síðan í maí hafa 260.000 manns flúið þaðan undan ofsóknum yfirvalda. I gær var von á sendinefnd frá samtökunum til Istanbul í Tyrk- landi en tyrknesk stjórnvöld höfðu þá eggjað þau lögeggjan og sagt, að nú sem aldrei fyrr reyndi á styrk samtakanna og samstöðu íslamskra ríkja. Tyrkneskumælandi fólk í Búlgaríu var 1,5 milljónir talsins en stjórnvöld þar hafa reynt að af- má uppruna þess með því að banna tyrknesk nöfn og tyrkneska tungu. Hafa eins og fyrr segir 260.000 manns flúið landið og er hér um að ræða einhveija mestu þjóðflutn- inga í Evrópu á síðari tímum. Rússneskir innflytjendur og starfsmenn í verksmiðju í Tallinn ákváðu í fyrradag að halda áfram verkfalli í mótmælaskyni við nýja kosningalöggjöf en í gær tilkynntu stjórnvöld bann við „truflunum á efiiahags- starfseminni". Eistland: Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Eistlandi bönnuðu í gær verkföll rússneskra innflytj- enda þótt svo virtist sem þau væru þá að renna út í sandinn. Rússarn- ir vildu með verkföllunum mótmæla nýrri kosningalöggjöf og er búist við, að bannið verði til að auka enn á ósamkomulag þeirra og Eista sjálfra. Verkföllin hófust á miðvikudag í mótmælaskyni við ný lög frá eist- neska þinginu en samkvæmt þeim er kosningaréttur í landinu bundinn við tveggja ára búsetu en kjörgengi við fimm ár. Margir rússnesku inn- flytjendanna ná ekki þessum mörk- um enda hefur fólksstraumurinn til Eistlands verið mestur á allra síðustu árum. í síðasta mánuði, þegar lögin komu til umræðu á þingi, lögðu 40.000 rússneskir inn- flytjendur niður vinnu til að mót- mæla þeim en að þessu sinni aðeins 20.000. Þrátt fyrir það ollu þau verulegum truflunum á sam- göngum og vinnu í mörgum verk- smiðjum. og fullu sjálfstæði í efnahagsmálum en nú eru allar meiriháttar ákvarð- anir teknar í ráðuneytum í Moskvu. Sovétmenn innlimuðu ríkin árið 1940 og gerðu það í skjóli leyni- legra ákvæða í griðasáttmálanum við nasista, sem var undirritaður 23. ágúst árið 1939. Hálfrar aldar afmæli þessa alræmda samnings er því að nálgast og er búist við mjög fjölmennum mótmælum af því tilefni. Meðal annars er ætlunin að mynda óslitna mannkeðju milli höf- uðborga rikjanna, frá Tallinn í norðri um Riga og þaðan til Vilnius. Eistland og hin Eystrasaltslönd- in, Lettland og Litháen, beijast hart fyrir auknum þjóðréttindum Klofiiingur og vonleysi í röðum pólskra kommúnista Varsjá. Reuter. ALVARLEGUR klofningur er kominn upp í pólska kommúnista- flokknum og vonleysi hefur gripið um sig í röðum félaganna. Skoðanakannair sýna að þriðjungur félaganna— en þeim hefúr farið ört fækkandi að undanfömu— telur engar líkur á því að flokkurinn geti farið með sigur af hólmi fari öldungis fijálsar kosningar fara fram í landinu árið 1993. Nýkjörinn áróðursmeist- ari miðstjómarinnar telur að flokkurinn verði að breytast í gmnd- vallaratriðum ætli hann sér að halda lífi. Stjórnarmyndunartilraunir Czeslaws Kiszczasks, hins ny- Iq'öma forsætisráðherra landins, hafa enn engan árangur borið en hann hefur hvatt til þess að mynd- uð verði þjóðstjórn Kommúnista- flokksins, Samstöðu, hreyfingar stjómarandstæðinga, Bænda- flokksins og pólska Demókrata- flokksins en tveir síðastnefndu flokkarnir hafa fylgt kommúnist- um að málum allt frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, Iagði á mánudag til að mynduð yrði samsteypustjóm smáflokkanna tveggja og Sam- stöðu. Hafa .flokkarnir lýst sig reiðubúna til viðræðna við fulltrúa Samstöðu og er búist við að þær geti hafist í næstu viku. Nái til- laga Walesa fram að ganga verð- ur það í fyrsta skipti sem komm- únistar em utan stjómar í komm- únistaríkjunum austan Jámtjalds- ins. Þegar þetta er ritað er fátt sem bendir til þess að Kiszczak takist að mynda stjórn. Þótt hann sé talinn til umbótasinna hafa menn ekki gleymt að hann hafði fram- kvæmd heríaga með höndum er kommúnistar létu til skarar skríða gegn Samstöðu og talsmenn Bændaflokksins hafa sagt að fé- lagar í honum muni seint sætta sig við stjóm undir forystu hers- höfðingjans. Við þetta bætist að klofningur er kominn upp í Kommúnistaflokknum og hafa róttækir umbótasinnar haft á orði að stofna verði nýjan flokk. Félag- amir virðast alltjent hafa misst móðinn. Kannanir sýna að þriðj- ungur flokksmanna telur engar líkur á því að unnt verði að leggja fram sannfærandi áætlun um við- reisn efnahagslífsins fari fijálsar kosningar fram í landinu og telur sigurlíkur flokksins álíka litlar. 35.000 manns hafa sagt sig úr flokknum á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samkvæmt opinberum heimildum, og skráðir félagar eru rúmar tvær milljónir en voru 3,1 milljón árið 1980. Einn þingmaður kommúnista sagði nýlega í viðtali við flokksmálgagnið Polityka: „Hroki, svik og heimska haldast enn í hendur. Flokkurinn er í engu sambandi við þjóðina. Verði ekki gerð breyting þar á eigum við enga möguleika í næstu kosning- um. Marek Krol, nýkjörinn áróð- ursmeistari miðstjómar flokksins er sama sinnis: „Við erum að upplifa _ endalok alræðis eins flokks. í þetta skiptið dugir and- litslyfting skammt. Verði mein- semdin ekki skorin burt blasa endalokin við“. ■ Stjómvöld banna verkföll rússneskra innflytj enda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.