Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 33 Skuldarar og skuldlausir Til Velvakanda. Það er fáum gefið í þessu landi, þar sem allt flýtur ekki í mjólk og hunangi - heldur bjór og fjármagns- kostnaði, að kunna að finna til með öðrum en sér og sínum. Það grám- ar einna helzt í þessa gömlu góðu tilfinningu hjá góðskáldum eða einni og einni aldraðri sál með óend- anlegt langlundargeð. Samkennd einstaklings með öðrum einstakl- ingi verður aftur á móti sterk þegar viðkomandi „fatlast“ sjálfur. Þá á hann það stundum til að fyllast eld- móði, eins og hver annar ofsatrúar- maður, safna í hvelli um sig liði og krefjast úrbóta! Mér er að detta þetta í hug þeg- ar ég les um eignarskattinn, sem lagður hefur verið á hina skuld- lausu, og þeir hafa verið að kveinka sér undan sem von er, á opinberum vettvangi undanfarið. En ágætu lesendur. Það sem eru ólög í dag, voru líka ólög í gær og verða það líkast til á morgun. Eða hvað um blóði drifinn feril láns- kjaravísitölunnar, okurvaxta og verðbóta síðastliðin níu ár? Hvað haldið þið að margir eigi um sárt að binda, sem léðu veð í skjólinu sínu, tóku á sig lífeyrislán til hjálp- ar börnum sínum, sem misstu ofan af sér samt? Gjalda ár eftir ár keis- aranum það sem keisarans er, án vaxtabóta og miklu meira en það, því að skuldin litla vex og vex með hveiju ári og allur lífsstíll viðkom- andi endurspeglar skuldina og óréttlát vaxtalög. Hinir brosandi gestgjafar í dag eru ekki þeir sem lifa og deyja fyr- ir skuldina sína heldur hinir skuld- lausu, sem hafa allt sitt á hreinu og hafa í gegnum árin, löghlýðnir í andlitinu, sagt við skuldarann: „Hvaða væl er þetta? Þetta eru lög! Skuld á að borga!“ Borgaraflokkurinn vill lækkun á matarskattinum, gefi hann kost á aðstoð sinni við ríkisstjómina. Það hefur ekkert að segja, þótt matar- skatturinn lækki um einhver pró- sent, því að hér hækkar allt frá degi til dags, sama hvað það er og hvort eitthvað lækkar á heimsmark- aðnum eða ekki. Það sem þarf að taka á eru vaxtakjörin í þessu landi. Að skuld lækki þegar borgað er af henni og að ekki sé lagður eignar- skattur ofan á óheyrileg fasteigna- gjöld. íslenzkur Aðall, sem kominn er á efri ár á betra skilið en það! Rikisstjórnin á að beita sér fyrir einhveijum öðmm gjörningum til bjargar þjóðarbúskapnum en þeim að hrekja fólk af lögmætum eignum sínum, og feta þannig í fótspor banka og annarra lánasjóða síðustu ár, sem reyndar eru nú loksins farn- ir að finna smjörþefinn af eigin vaxtaokri. Meðal annarra orða, búa ijármálafræðingar og aðrir fjár- málaráðgjafar frítt heima hjá sér? Áframhaldandi eignaupptaka í nafni „laganna", kemur ekki til með að blása nýjum lífsanda í land- búnaðinn, loðdýraræktina, frysti- húsin, útgerðina eða þann mýgrút af fyrirtækjum, sem endanlega eru komin á hausinn! Guðrún Jacobsen Þessir hringdu . . Kvenúr Kvenúr týndist úti í Dyrhólaey föstudaginn 4. ágúst milli kl. 19 og 20. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við eiganda í síma 37850. Gullarmband Gullarmband fannst á Lokastíg í Reykjavík. Eigandinn er beðinn um að hafa samband við Maríönnu í síma 20379 eftir kl. 19. Seðlaveski Grænblátt seðlaveski tapaðist í sal 2 í Bíóhöllinni í Breiðholti á dögunum. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn um að hafa samband við eiganda í síma 44281. Fundar- laun eru í boði. Tvíburakerra Tvíburakerra með bláu áklæði tapaðist nýlega á Hofsvallagötu, rétt við Landakot og er hennar nú sárt saknað. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hafa Kristinu í síma 26439. Týndur köttur Blágrár, tveggja ára högni tap- aðist í Vesturbænum. Hann er með græna ól og er merktur eig- anda sínum. Finnandi hafi sam- band við Ásthildi í síma 10014. Fækkum þingmönnum! Ingimundur Sæmundsson hringdi: „Eg vil þakka Brynjólfi Jóns- syni, hagfræðingi, fyrir grein þá, er hann ritaði í DV 31. júlí um nauðsyn þess að fækka þing- mö.nnum. Hann útskýrir vel hvers vegna og ég vil taka undir með honum enda hef ég lengi verið á sömu skoðun. Þingmenn eru nú alltof margir og spara mætti mik- ið með því að fækka þeim. Til dæmis myndi sparast byggingar- kostnaður vegna Alþingis. Auk þess ætti að gera landið að einu kjördæmi og láta þingið starfa í einni deild. Þá yrði yrði ekki eins mikið um óþarfa þref.“ Hver á kettlinginn? Þrílitur kettlingur, um það bil tveggja mánaða gamall, fannst í Norðurmýrinni. Eigandinn er beð- inn um að hringja í Álfheiði í síma 611560. Enn einn skatturinn Bóndi hringdi: „Það er ekki fagurt, sem Ó. Grim. hefur í hyggju um þessar mundir. Hann ætlar nú að fara að ráðast á ellilifeyrisþega eina ferðina enn með því að skatt- leggja vaxtatekjur. Mér hefur verið tjáð að eldra fólk eigi meiri- hluta alls sparifjár f landinu en nú fær það ekki lengur að spara í friði. Það er ekki bara Ó. Grim, sem ber ábyrgð á þessu heldur líka Steingrímur." mmmn „ vopol. ou5 þú sért eklci einn af þeim' 5em ei'9o. i erfiÁleikum meÁ abgleypa p)lLur Ást er... stundam hindruð. TM Reg U.S. Pat Ott.—aU rights reserved ® 1909 Los Angeles Times SyncJicate Mér hefúr láðst, vinur, að segja þér frá því, að húsið okkar er til sölu ... Með morgunkaffinu Ef við ætlum að fara í hnattferð, förum við þá til vinstri eða hægri? HÖGNI HREKKVÍSI í — “■ £ já & Ir F «■!’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.