Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 ' ■ • ■ ,, Samábyrgð íslands á jSskiskipum; Milljón til efling- ar starfi S VFÍ í TILEFNI áttatíu ára afmælis Samábyrgðar Islands á fískiskip- um 30. júlí sl. afhenti stjórn henn- ar Slysavarnafélagi Islands eina milljón króna til eflingar starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. í ávarpi formanns Samábyrgðar- innar, Sveins Hj. Hjartarsonar, í til- efni þessara merku tímamóta var lögð rík áhersla á gildi þeirrar fræðslu og þjálfunar, sem felst í starfsemi Slysavarnaskólans til að glæða áhuga sjómanna fyrir öryggis- málum og auknum slysavörnum. Forseti SVFÍ, Haraldur Henrys- son, þakkaði Samábyrgðinni hið rausnarlega framlag til félagsins og Slysavarnaskólans og gat þess sér- staklega, að þennan þátt félagsstarf- seminnar væri sífellt verið að efla og móta eftir því sem reynslan sýndi og sannaði. Jafnframt benti Haraldur á, að þar færu sannarlega saman hagsmunamál sjómanna, útvegs- manna og tryggingafélaga og því væri það öllum til farsældar og víðtæk og traust samstaða næðist á þeim vettvangi. (Frcttatilkynning) Frá afhendingu gjafarinnar, f.v. Finnur Stephensen skrifstofú- stjóri, Páll Sigurðsson forsfjóri, Sveinn Hj. Hjartarson, stjórnar- formaður Samábyrgðarinnar, Haraldur Henrysson, forseti SVFÍ og Hannes Þ. Hafstein for- sljóri. Ragnar Árnason. Skipaður pró- fessor í fiski- hagfræði RAGNAR Árnason hefúr verið skipaður prófessor í fiskihagfræði við Háskóla íslands frá og með 1. ágúst síðastliðnum. Ragnar var lektor við Háskóla íslands frá 1980 til 1986 og dósent frá 1986. „Þetta er í fyrsta skipti sem skipaður er prófessor í fiskihagfræði við Há- skólann. Hann hefúr rannsóknar- og kennsluskyldu og þetta hlýtur að þýða aukna áherslu á þessa grein í skólanum," sagði Ragnar Árnason í samtali við Morgun- blaðið. Ragnar er nú á förum til Kanada en hann hefur fengið ársleyfi til rann- sókna við University of British Col- umbia. Hann varð stúdent frá Menntaskó- lanum í Reykjavík árið 1969, Cand. Oecon og B.A. í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands 1974, M.Sc. í hag- fræði frá London School of Ec- onomics 1975, M.Sc. í hagmælingum og stærðfræðilegri hagfræði frá sama skóla árið 1977 og Ph.D. í hagfræði frá University of British Columbia árið 1984. Ragnar er kvæntur dr. Önnu Agn- arsdóttur sagnfræðingi og eiga þau tvær dætur. Foreldrar hans eru Arni Guðmundsson stýrimaður og Sigur- rós Ólafsdóttir húsmóðir. Forsetinn fer til Sov- étiíkjaium FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sækir Sovétríkin heim ásamt bckkjarsystkinum sínum úr Menntaskólanum í Reykjavík i til- efni þess að þau eru 40 ára stúd- entar í ár. Þetta er 12 daga ferð, sem hefst á laugardag, til Leningrad og Moskvu. Viðdvöl forsetans verður því stutt hér á landi að þessu sinni, en Vigdis kom úr opinberri heimsókn til Kanada í fyrradag. ÍMIDEW ® ALVÖRU FJALLAHJÖL ENGIN VENJULEG HJ-ÖL Gerö af bandarísku hugviti . ■ ^ og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox f%rTL B Alvöru fjallahjól! j - 20 ára ábyrgó - Einkaumboó á íslandi — — Reidhjólaverslunin Sérverslun í ÁflMfAiai ■MAIFH AH AA M> IrlllllllAíl meira en 60 ár Stofnsett 1925 Spítalastíg 8 við Óðinstorg símar 14661 268881

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.