Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1989, Blaðsíða 11
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1989 11 'irsvari íslands í þessum tveimur ríkjum betur en unnt var að gera frá einhveiju sendiráði íslands í Evrópu, og var það ein af röksemd- unum fyrir tillögunum um heima- sendiherra. Þegar ákveðið var að skipa heimasendiherra í Kína og Japan var það lítill viðbótarkostnað- ur að hann hefði líka með höndum sendiherrastarf í löndum sem lágu í leiðinni austur, þar sem ísland „skuldaði" gagnkvæmni varðandi sendiherraskipun. Viðdvöl á leiðinni fram og aftur hækkar ekki flugfar- gjöld. Sum þessara ríkja sóttu það mjög fast að ísland skipaði hjá þeim sendiherra. í upphaflegu tillögunum um heimasendiherra var fyrst um sinn gert ráð fyrir einum slíkum sendi- herra fyrir fjarlæg lönd og tekið fram í greinargerð, að til þess að verulegt gagn yrði af störfum hans, þyrfti hann helst að hafa verið sendiherra í 2-3 löndum og að vera reyndur utanríkisþjónustumaður. Þegar Ólafur heitinn Jóhannesson var utanríkisráðherra ákvað hann að heimasendiherrar fyrir fjarlæg lönd skyldu vera tveir. Ef til vill ættu þeir að vera fleiri. Aðrar rök- semdir fyrir heimasendiherratil- högun varðandi fjarlæg lönd en ég hefi þegar nefnt eru m.a. þessar: • Störf í ráðuneytinu. Embættis- ferðalög heimasendiherra taka að jafnaði 6 til 12 vikur samtals á ári. Fjarverutími hans frá ráðuneyt- inu er því álíka og hjá sumum öðr- um starfsmönnum þess sem þurfa stöðugt að fara á ráðstefnur og fundi erlendis. Fyrir hveija ferð heimasendiherra til fjarlægra landa fer nokkur tími í margvíslegan und- irbúning ferðalagsins og þegar aft- ur er komið heim bíður gerð skýrslna og oft aðrar ráðstafanir tengdar ferðalaginu. Margvísleg bréfaskipti tengjast umdæmislönd- unum. Hvaða önnur störf eru falin heimasendiherra í ráðuneytinu fer eftir aðstæðum hveiju sinnij Að því er sjálfan mig snertir þau 10-11 ár sem ég var heimasendiherra, voru störfin m.a. þessi: Var nokkr- um sinnum nefndarformaður í samningum við önnur lönd, sótti ráðsfundi í Evrópuráðinu í forföllum fastafulltrúa, gekk frá íslenskri þýðingu á Vínarsamningnum um ræðissamband, skrifaði tvær leið- beiningabækur fyrir starfsmenn utanríkisþjónustunnar, hafði nám- skeið fyrir nýliða í utanríkisþjónust- unni, hafði með höndum margvísleg störf í samskiptum við Grænlend- inga og fór 7 sinnum til Grænlands í opinberum erindum og aðstoðaði við opinberar heimsóknir frá Asíu- löndum. Jafnframt reyndi ég að sinna. sem best sendiherrum sem hingað koma í heimsóknir frá þess- um löndum. Starfskrafta heima- sendiherra er því hægt að nýta á margvíslegan hátt, sérstaklega í ' tengslum við alþjóðadeild og við- skiptadeild utanríkisráðuneytisins. Heimkvaðning sendiherra. Það hefir löngum verið vandi í utanríkis- þjónustunni vegna smæðar hennar að ekki hafi verið til nægar stöður í utanríkisráðuneytinu fyrir sendi- herra til að kveðja þá heim á milli starfsdvala erlendis, og hafa því sumir þeirra starfað í áratugi utan landsins. Einn af kostunum við heimasendiherrastöður er sá að þær auka möguleika á heimkvaðningu sendiherra. Utanríkisráðherra talar um það sem nýjan sannleika, að kveðja þurfi sendihprra heim til starfa við og við. Hánn auðveldar ekki heimkvaðningu með afnámi heimasendiherraskipunar. Réttarstaða og störf erlendis. Utanríkisráðherra segir að heima- sendiherrar „sýni flaggið með því að afhenda kurteisisplögg lágt sett- um embættismönnum í utanríkis- ráðuneytum". Ekki er hægt að segja að hér sé sannleikanum gert hátt undir höfði. í viðtökuríkinu hefir heimasendiherra nákvæmlega sömu réttarstöðu og sendiherra sem þar er búsettur eða með búsetu í þriðja landi. Hann afhendir þjóð- höfðingjanun trúnaðarbréf frá for- seta íslands. Hann hefir aðgang að utanríkisráðherra hlutaðeigandi lands þegar hann óskar eins og aðrir sendiherrar og fær alla sömu fyrirgreiðslu og þeir, m.a. aðstoð við að fá viðtöl við þau stjórnvöld sem hann óskar. í ýmsum þessara landa hafa aðrir ráðherrar en ut- anríkisráðherra, þar á meðal for- sætisráðherrar, gefið sér tíma til að taka á móti sendiherra íslands. Sumstaðar er sendiherra Islands' sýnd sérstök tillitssemi og gestrisni með hliðsjón af því hve hann er kominn langt að. Auk opinberra erinda sem ég hefi rekið í sumum umdæmislöndunum, hefi ég á ýms- um stöðum í Austurlöndum flutt fyrirlestra um ísland, sýnt kvik- myndir og átt biaðaviðtöl. í við- tölum við stjórnvöld og aðra lands- menn og heimsóknum til sendiherra annarra landa er ávallt mikinn fróð- leik að fá um hlutaðeigandi land. í hverri höfuðborg hefi ég haft náið samband við sendiherra hinna Norðurlandaríkjanna og fræðst um störf þeirra í hlutaðeigandi landi og frá sendiherrum eins þessara landa fékk ég reglulega send afrit af skýrslum þeirra um ástand og framvindu mála í búsetulandi þeirra. Grundvöllur undir skýrslum mínum varðandi umdæmislöndin var því meira en blaða- og tímarita- lestur eins og nú á að vera. Opinberar heimsóknir krefjast mikillar undirbúningsvinnu sem ávallt er unnin af sendiherra þess lands sem gesturinn kemur frá. Á undanfömum árum hefir þurft að undirbúa ýmsar opinberar heim- sóknir til Áusturlanda, t.d. er Ólaf- ur Jóhannesson fór sem utanríkis- ráðherra í heimsókn til Kína 1982, og er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fór þangað 1986 ásamt hópi fulltrúa frá íslensku atvinnulífí og er Matthías Á. Mat- hiesen fór 1985 sem viðskiptaráð- herra í heimsókn til Japans ásamt um 20 manna hópi fulltrúa atvinnu- lífsins og ennfremur þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands fór til Japans vegna norrænnar menn- ingarkynningar. Margt sem gera þarf í tengslum við slíkar heimsókn- ir er illmögulegt án sendiherra sem þekkir til á staðnum. ~Ég nefni framangreind atriði til að sýna að verkefni heimasendi- herra í fjarlægum löndum eru önn- ur en „að afhenda lágt settum embættismönnum kurteisisplögg". Sú hugmynd er vægast sagt brosleg að störf í alþjóðadeild geti jafngilt sendiherrastörfum erlendis. Ræðismenn. Ræðismenn íslands erlendis sem allir eru ólaunaðir, vinna flestir landinu mikið gagn sem oft er vanmetið. Þar sem eru íslensk sendiráð geta þau haft stöð- ugt samband við ræðismennina. í Austurlöndum eru nú ræðismenn í 14 löndum (að Ástralíu og Nýja- Sjálandi meðtöldum), í 17-18 borg- um. Oft hefir verið ómetanlegt að geta leitað til margra þessara manna á undanfömum árum til dæmis í sambandi við týnda íslend- inga, slysfarir og dauðsföll eða hóp- ferðir til Austurlanda. Auk þess vinna margir þeirra mikil kynning- arstörf. — Það er mikill stuðningur fyrir flesta þessa ræðismenn að fá heimsókn sendiherra við og við auk þess sem það eykur áhuga þeirra á starfinu. Öll skilyrði og viðhorf í ýmsum löndum Austurheims eru mjög frábmgðin því sem er á Vest- urlöndum og sumstaðar lítið tillit tekið til kjörræðismanna nema stjórnvöld þar finni að sendiráð eða sendiherra standi að baki þeim. Heppileg ræðismannsefni er i ekki hægt að finna nema ræða við hiut- aðeigandi menn og athuga aðstæð- ur þeirra á heimastað. Eitt af fyrstu verkefnum heimasendiherra í Áust- urlöndum var að leita að ræðis- mannsefnum og útvega fyrir þá ræðisviðurkenningu (er sumstaðar reyndist verulega erfitt). En ekki er síður áríðandi að hafa stöðugt samband við ræðismennina, heim- sækja þá reglulega og leiðbeina þeim. Það verða mikil viðbrigði fyr- ir núverandi ræðismenn að geta ekki haft persónuleg tengsl við sendiherra, og ekki verður auðvelt að fínna nýja ræðismenn er þeir láta af störfum. Kostnaður. Það er sérkenni heimasendiráðs að þar er ekki sér- stakur launakostnaður. Sendiherr- ann er starfsmaður í utanríkisráðu- neytinu, tekur þar laun sem slíkur, og getur sinnt þar hinum margvís- legustu störfum mikinn meirihluta ársins eins og ég sagði. Útgjöldin vegna heimasendiherra eru því næstum eingöngu ferðakostnaður. Fyrir hvem sendiherra hafa þessi útgjöld numið 0,3-0,5% af kostnaði við utanríkisþjónustuna í heild, þ.e. innan við 1% fyrir tvo sendiherra (talsvert innan við 1%, ef útgjöld vegna vamarmálaskrifstofu og ár- gjöld til alþjóðastofnana em talin til kostnaðar við utanríkisþjón- ustuna). Utanríkisráðherra upplýsir að kostnaður vegna heimasendiherra hafi verið 5 milljónir króna árið 1988. Sé þessi tala nálægt því að vera rétt á hún við heildarferða- kostnað tveggja en ekki eins sendi- herra eins og flestum hefir skilist. Ferðakostnaður heimasendiherra breytist ár frá ári og er t.d. heldur meiri þegar nýr sendiherra tekur við starfi vegna lengri viðdvalar er hann afhendir þjóðhöfðingjanum trúnaðarbréf. Lokun sendiráða Utanríkisráðherra hefír lýst yfir því margsinnis að stöður heima- sendiherra verði lagðar niður. Ekk- ert á að koma í staðinn. Utanríkis- ráðherra segir að Danir hafi undan- farið lokað hveiju sendiráðinu á fætur öðru í sparnaðarskyni og ber þetta saman við afnám heimasendi- herraembættanna. Sá sannleikur er í þessu að Danir hafa lagt niður sendiráð á undanförnum ámm í nokkrum smáríkjum þar sem þeir hafa mjög lítilla hagsmuna að gæta, en í hvert skipti hefir, eftir viðræð- ur við ríkisstjórn hlutaðeigandi lands, verið skipaður þar ýmist heimasendiherra eða sendiherra með búsetu í einhveiju þriðja ríki. Engin siðuð þjóð leggur éinhliða niður sendiherrastöðu hjá öðm ríki, allra síst án viðræðna, nema af mjög alvarlegum ástæðum. Frumkvæðið að samningum Asíuríkja við ísland um sendiherra- skipti áttu yfirleitt hin erlendu ríki með þeirri undantekningu, að það var ísland sem óskaði eftir sendi- herraskiptum við Kína. Þegar fyrstu Asíuríkin óskuðu eftir sendi- herraskiptum eftir styijöldina og skipuðu hér sendiherra með búsetu í einhveiju nágrannaríki var þeim tjáð að ísland gæti ekki að svo komnu lofað gagnkvæmri, en stefnt yrði að því að skipa hjá þeim sendi- herra. Vom síðan fljótlega skigaðir hjá þessum ríkjum (ísrael, Iran, Japan) íslenskir sendiherrar með búsetu í Evrópuríkjum. Varðandi Kína var í upphaflegum samningum tekið fram, að „ekki verði unnt að opna sendiráðsskrifstofu í Peking a.m.k. fýrst um sinn, og sendiherra íslands verði því búsettur utan Kína“. Hér var samningsbundið, að ísland hefði sendiherra hjá Kína- stjóm. Milli íslands og Kína hafa ávallt verið góð og vinsamleg sam- skipti. Kínveijar studdu okkur í landhelgismálinu á sínum tíma. Þeir hafa einir Asíuríkja sýnt okkur þá virðingu að hafa hér sendiráð og hafa ávallt haft hér góða full- trúa. Hvað sem líður ástandinu í Kína í dag er fráleitt að ijúfa nú samninga við það land og hætta að skipa þar sendiherra. Að því er snertir ríki í austur- hluta heims sem gert hafa tillögur um sendiherraskipti við ísland eftir að við tókum upp heimasendiherra- skipan (t.d. Ástralíu og Indónesíu) hefir þeim verið tjáð, að gagn- kvæmni af hálfu íslands yrði við- höfð með skipun heimasendiherra. Ef nú á engan sendiherra að hafa þar, er það samningsrof. Ef einhver kynni að ætla, að íslenskur sendiherra í Tókýó geti verið jafnframt sendiherra í þeim löndum sem sinnt hefir verið af heímasendiherra, er þess fyrst og fremst að gæta að samkvæmt blaðaviðtali við utanríkisráðherra 18. júlí sl. er það alls ekki ráðgert, og auk þess ekki raunhæft að ætla sendiherra í Japan að sinna mörg- um löndum utan landsins. Sendiráð í Japan Að því er snertir Japan segir utanríkisráðherra í áðumefndu blaðaviðtali 18. júlí að stefnt sé að því að stofna skrifstofu í Japan sem líklega verði ekki undir forustu sendiherra heldur viðskiptafulltrúa og sinni einnig Kóreu. Hér er enn á ferðinni hin gamla og óraunhæfa hugmynd um viðskiptafulltrúaskrif- stofu í stað sendiráðs. Ég minntist á nefnd sem Matt- hías Á. Mathiesen skipaði til að gera tillögur um fyrirsvar íslands í Asíu. Formaður hennar var Davíð Ólafsson fýrrverandi seðlabanka- stjóri. Nefndm skilaði mjög ítarlegu áliti 2. mars 1987. Þar segir m.a.: Af ástæðum sem raktar em í þessari skýrslu telur nefndin, að nauðsyn á því að utanríkisþjón- ustan stofni sendiráð eða við- skiptafulltrúaskrifstofu í Asíu sé ekki það rík, að ástæða sé til að heijast handa um þetta nú, ef miðað er við viðskiptahagsmuni, en hins vegar sé ekki ólíklegt, að aðstæður í þessu efni breytist síðar. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort ástæða sé til að stofna sendiráð í Asíu af öðrum ástæðum en viðskiptaástæðum. HALDINN verður málfundur um ftjálslyndar hugmyndir á veit- ingahúsinu Gauk á Stöng við Tryggvagötu á morjgun, laugar- daginn 12. ágúst. A fundingum verður fjallað um stjórnmála- ástandið og stefhu ríkisstjórnar- innar. Lögð verður áhersla á nýjar hugmyndir og leiðir í stjórnmálabaráttunni. Framsögumenn verða meðal annarra Vilhjálmur Egilsson, hag- fræðingur og Guðmundur Magnús- Athygli nefndarinnar beindist mjög að stofnun sendiráðs í Tókýó. Fram kom m.a. að árlegur kostnað- ur við lítið íslenskt sendiráð þar yrði 40-50 milljónir króna á gengi þess tíma auk verulegs stofnkostn- aðar. Síðan hafa orðið verðhækkan- ir í Japan og gengi yensins hækkað verulega. Sendiráðskostnaður yrði því miklu meiri nú en fyrir 2-3 árum. Ástæðan til hins mikla kostn- aðar í Tókýó er m.a. hið gríðarháa og stöðugt hækkandi fasteignaverð þar og jafnframt hækkandi húsa- leiga, en einnig há laun o.fl. I nefndarálitinu kemur fram, að skrifstofa viðskiptafulltrúa yrði álíka dýr og sendiráð. En þótt nefndin ræddi hugmyndina um skrifstofu undir forustu viðskipta- fulltrúa átti hún ekki að komá í stað sendiráðs. Gert var ráð fyrir íslenskum heimasendiherra i Japan áfram, ef þar yrði ekki stofnað fastasendiráð. Það sjónarmið nefndarinnar að . ekki væri ástæða til að stofna sendi- ráð í Tókýó eða annarstaðar í Asíu á þeim tíma er hún gerði athuganir sínar, á eins við í dag eins og þá. Margir þeirra sem telja að leggja eigi stórfé í stofnun sendiráðs í Tókýó horfa um of til milljóna- þjóða, eins og Norðmanna og ann- arra Norðurlandaþjóða. Of langt mál yrði að telja upp röksemdir, en nefna má annars vegar að í Japan er öli verslun í höndum einkaaðila, ríkið kemur þar ekki nærri, svo að hlutverk sendiráðs væri fyrst og fremst allskonar upplýsingamiðlun, pg hins vegar að útflutningur frá íslandi til Japans hefir vaxið jafnt og þétt undanfarin ár án sendiráðs á staðnum. Það er ekki rökrétt sem oft heyrist að vegna þess að út- flutningur íslands til Japans sé stöðugt að vaxa eigi að stofna þar sendiráð. Að sjálfsögðu kunna að- stæður að breytast síðar. En annað verður að hafa í huga: Ekki má sýna Japönum þá vanvirðu. eins og nú virðist ákveðið, að leggja niður sendiherrastöðu gagnvart Japan, Að lokum I samskiptum við aðrar þjóðir hefir Ísland ætíð talið það skyldu sína að fara að alþjóðareglum og alþjóðlegum kurteisissiðum og venj- um. Við megum ekki fara út á þá braut að ijúfa samninga við önnur ríki eða sýna þeim vanvirðu til þess að spara örlitlar ijárhæðir, ekki síst þegar við erum með sama smá- sparnaði að svipta okkur möguleik- um til að halda á lofti nafni Islands í stórum hluta heims og afnema stöður sem í vissum tilvikum gætu gert landinu ómetanlegt gagn. Ef einhver telur að í þeim ríkjum þar sem við leggjum niður sendiherra- stöðu sé ekki tekið eftir því, þá er það alger misskilningur. son, sagnfræðingur. Vilhjálmur Egilsson mun fjalla um spuming- una „Hvað er byggðastefna?" en erindi Guðmundar Magnússonar nefnis: „Eru stjórnmálin komin að niðurlotum?" Eftir framsögur verða almennar umræður. Aðstandendur fundarins eru áhugamenn um fijálshyggju og eru allir áhugamenn um fijálslyndar hugmyndir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 14:00 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl 17:00. Fréttatilkynning Málfiindur um frjáls- lyndar hugmyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.