Morgunblaðið - 27.08.1989, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
SUNNUDAGUR 27. AGUST 1989
T tt A er sunnu(Jagur 27. ágúst, 14. sd. eftir Trínitat-
L U A.VJr is. 239. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í
Reykjavík kl. 3.36 og síðdegisflóð kl. 16.06. Sólarupprás í
Rvík kl. 5.55 og sólarlag kl. 21.02. Myrkur kl. 21.57. Sólin er
í hádegisstað kl. 13.29 og tunglið er í suðri kl. 10.34. (Alman-
ak Háskóla íslands.)
Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem
hann leið. (Hebr. 5,8.-9.)
ARNAÐ HEILLA
Q A ára afmæli. Á morgun,
OU mánudaginn 28. ágúst,
er áttræður Jón Stefánsson,
Heiðarvegi 50, Vestmanna-
ejjum. Um 20 ára skeið var
hann næturvörður á Vest-
mannaeyja-radíói. Kona hans
er frú Elísabet Kristjánsdótt-
K /\ ára afmæli. Á morgun
D\J 28. ág., er fímmtug
Kamma Agnethe Níelsdótt-
ir fóstra, Furulundi 5,
Garðabæ. Hún er forstöðu-
kona leikskólans Kirkjuból
þar í bænum. Hún ætlar að
taka á móti gestum í dag,
sunnudag, á heimili sínu eftir
kl. 15.
Magnús Guðjónsson bif-
vélavirki sem er níræður í
dag, er til heimilis að Lang-
holtsvegi 71, ekki 7 eins og
misritaðist hér í gær.
P A ára afmæli. Á morgun
ÖU 28. ágúst, er sextugur
Þorgeir Þorsteinsson lög-
reglustjóri á Keflavíkur-
flugvelli, Grænási 3. Kona
hans er frú Kristín Svein-
bjömsdóttir. Þau em að heim-
an.
SKIPIN
RE YK JA VIKURHOFN:
í dag, sunnudag, er Skógar-
foss væntanlegur að utan og
á morgun, mánudag, kemur
togarinn Ásbjörn inn til lönd-
unar. Rússneska rannsóknar-
skipið Akademik Ioffe fer
aftur í dag.
HAFNARFJARÐAR-
HOFN: Nú um hejgina fer
Isnes á ströndina.
S víakonungur fær
að veiða 10 ln’eindýr
tGrtfU^lD
Standið kyrr, bjánarnir ykkar. Þetta er kannski eina tækifærið sem þið hafið á ævinni til að
falla fyrir konunglegri kúlu ...!
FRÉTTIR/MANNAMÓT
Á MORGUN hefst vinnuvik-
an og er það hin 35. viðskipta-
vika yfirstandandi árs.
ÞJÓÐKIRKJAN. í nýju Lög-
birtingablaði auglýsir biskup
íslands, herra Olafur Skúla-
son, laust til umsóknar hið
nýja prestakall í Reykjavík:
Grafarvogssókn. Einnig
Stað í Súgandafírði, Staðar-
sókn. Er umsóknarfrestur um
þessar tvær sóknir til 10.
september nk. Þá auglýsir
biskup einnig lausa stöðu
deildarstjóra fyrir fræðslu-
og þjónustudeild Þjóðkirkj-
KROSSGATAN
œ
9
F3
13
■ ■
TT
■ '21
122 23 24
unnar, sem er tilkomin vegna
skipulagsbreytinga innan
Þjóðkirkjunnar. Sr. Bern-
harður Guðmundsson
fréttafulltrúi er forstöðu-
maður þessarar deildar.
LÆKNINGALEYFI. I tilk.
í Lögbirtingablaðinu frá heil-
brigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu segir að það hafi
veitt þessum læknum leyfi til
að stunda almennar lækning-
ar hérlendis: cand. med. et
chir. Kristjáni G. Guð-
mundssyni, Cand. med. et
chir. Elsu Guðmundsdóttur,
cand. med et chir. Grethe
Have, cand. med. et chir
Guðna Arinbjamar, cand.
med et chir. Helgu K. Magn-
úsdóttur, cand med. et chir.
Þóm Steinunni Steffensen,
cand. med. et chir. Þorsteini
Skúlasyni.
LÁRÉTT: — duftið, 5 ald-
an, 8 vindhviðan, 9 lagar, 11
trufla, 14 erfiði, 15 menn, 16
ákveð, 17 horaður, 19 for-
ræði, 21 vansæmd, 22 uppi-
stöðunum, 25 fugl, 26 strá,
27^vesæl.
LÓÐRÉTT: — 2 snjó, 3
fugl, 4 hímir, 5 lamdar, 6
aula, 7 umfram, 9 sjávardýr,
10 tveggja króna, 12 gera
strítt, 13 hagnaðinum, 18
fískar, 20 lést, 21 einkennis-
stafir, 23 fersk, 24 frumefni.
LAUSN SIÐUSTU
KROSSGÁTU
LÁRÉTT: — 1 skots, 5
hátta, 8 atlot, 9 ónæði, 11
ragan, 14 net, 15 æsing, 16
urtur, 17 steg, 19 item, 21
átta, 22 gálaust, 25 urt, 26
æru, 27 ali.
LÓÐRÉTT: — 2 kyn, 3
tað, 4 stings, 5 hortug, 6 áta,
7 tía, 9 ódæðinu, 10 ægilegt,
12 götótta, 13 nartaði, 18
ætar, 20 má, 21 ás, 23 læ,
24 uu.
SAMTÖK um sorg og sorg-
arviðbrögð hafa opið hús kl.
20. nk. þriðjudagskvöld í
safnaðarheimilinu Borgum,
Kastalagerði 7 í Kópavogi.- Á
sama tíma eru veittar uppl.
og leiðbeining í s. 46820.
FRIMERKIÐ sem gefið verð-
ur út í tilefni af aldarafmæli
Bændaskólans á Hvanneyri
kemur út 20. september
næstkomandi. Að vanda, á
útgáfudegi, verður í notkun í
Gamla pósthúsinu hér í Mið-
bænum, hinn sérstaki dag-
stimpill. Hann líturþannig út.
STYRKTARFÉL. lamaðra
og fatlaðra, Kvennadeildin,
ætlar að fara í haustferð nk.
laugardag 2. september.
Verður farið austur að Gull-
fossi og Geysi. Lagt verður
af stað frá Háaleitisbraut
ll-T8-klukkan 10. — Nánari
uppl. um ferðina veita þær
Sigríður í s. 53904, María s.
51608 eða Edda í s. 72523.
ÞETTA GERÐIST
27. ágúst
ERLENDIS:
1789: Franska þingið birtir
yfirlýsingu um mannréttindi.
1828: Uruguay lýst sjálfstætt
ríki.
1962: Giuseppe Garibaldi,
ítalskur þjóðernissinni, hand-
tekinn.
1891: Frakkar og Rússar
skrifa undir vinskaparsamn-
ing.
1945: Bandarískar hersveitir
hefla landgöngu í Japan.
1961: Ben Khedda myndar
bráðabirgðastjóm í Alsír.
1966: Komið upp um sam-
særi til að steypa stjóm Chad.
1975: Haile Selassie, fyrmm
Eþíópíukeisari andast.
1979: Mountbatten lávarður
ráðinn af dögum. Skæruliðar
IRA lýsa ábyrgð á hendur sér.
HÉRLENDIS:
1867: Eldgos í Skaftáijökli
hefst.
1877: íslenzkur söfnuður
stofnaður í Manitoba.
1896: Harður landskjálfta-
kippur í Vestmannaeyjum.
1914: „Skúli fógeti" rekst á
tundurdufl við England og
sekkur.
1925: Grænlenzkur prestur
vígður í ísafjarðarkirkju.
1951: Listasafn íslands opn-
að.
1971: Friðrik Ólafsson Norð-
urlandameistari í Reykjavík.
1974: Geir Hallgrímsson
myndar ríkisstjóm.
1879: Sir Rowland Hill, faðir
frímerkisins látinn.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Kaupmannahöfn. Frá
fréttaritara vorum.
Á síðustu stundu hefiir
vaknað veik von um að
takast megi að bjarga
friðnum í álfúnni, þar eð
samningsgerð Þjóðveija
og Sovét-Rússlands leiddi
ekki af sér friðslit. Sendi-
herra Breta i Berlín kom
í morgun til Lundúna.
Allir vissu að hann hafði
meðferðis málamiðlun-
artillögu til bresku
stjórnarinnar, frá Hitler.
Mikil fúndahöld hafa ver-
ið í Lundúnum i dag. Á
morgun er gert ráð fyrir
að sendiherrann snúi aft-
ur til Berlínar með svar
bresku stjómarinnar.
Sendihermm Þýskalands
í Belgiu og Hollandi
fengu fyrirmæli frá stjórn
sinni um að tilk. Hollend-
ingum og Belgum að
þýski herinn muni ekki
ráðast á lönd þeirra þó
til styijaldar dragi með-
an þau gæta strangasta
hlutleysis.
í Þýskalandi sjálfú er all-
ur undirbúningur undir
það að til ófriðar dragi í
fiillum gangi. Allar flug-
vélar hafa verið kallaðar
heim svo og öll skip.
Varaliðsmenn, allt að 50
ára að aldri, hafa verið
kvaddir til herþjónustu.
Frá alheims skákmót-
inu í Buenos Aires bámst
þær fréttir að þar hefðu
Islendingamir i sinni
fyrstu skák mætt Hol-
lendingum og tapað fyrir
þeim með 2vinning
gegn l!é vinning. Ein skák
hafði unnist, önnur jafn-
tefli og tvær tapskákir.
ORÐABÓKIN
Orðabókin
Stór eða lítill stafur
Oft vefst fyrir mönnum,
hvort eða hvenær skuli nota
lítinn eða stóran staf. Aðal-
reglan er sú að hafa stóran
staf í upphafi málsgreinar á
eftir punkti og enn fremur
í fyrsta orði fyrirsagnar. í
seinni tíð hefur hins vegar
nokkuð borið á því í auglýs-
ingum og eins á veggspjöld-
um, að eingöngu séu notað-
ir Iitlir stafir, vafalaust til
þess að vekja meiri athygli,
þar sem það stingur í stúf
við almenna venju. Menn
staldra þá ósjálfrátt við og
taka að lesa textann. —
Stór stafiir skal vera í
íbúaheitum og þjóðaheit-
um. Þannig á að skrifa
Reykvíkingur, Eyfirðingur,
íslendingur, Dani, Þjóðveiji
með stórum staf. Svo hafði
verið gert óslitið töluvert á
aðra öld eða þar til þessu
var breytt af Menntamála-
ráðuneytinu 1974. Eftirþað
skyldi hér vera lítill stafur.
Ekki stóð sú dýrð lengi,
enda komu upp ýmis vanda-
mál, sum næsta hjákátleg.
Þannig átti víst að skrifa
Hólsfjallahangikjöt með
stórum staf, en hólsfjalla-
menn með litlum staf. Árið
1977 var svo horfið að
mestu til fyrri reglna. Samt
má enn í dag sjá íbúaheiti
og þjóðaheiti skrifuð með
litlum staf. Þar sem það fer
gegn reglum, er á þetta
bent hér. -JAJ