Morgunblaðið - 27.08.1989, Síða 36
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆT! 85
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
ísafjörður;
Glæfraakst-
ur í Óshlíð
^TVEIR menn
voru teknir
fyrir glæfra-
legan akstur
í Oshlíð, ein-
um hættuleg-
asta vegar-
kafla lands-
ins, aðfara-
nótt laugardagsins.
Mennirnir voru báðir færðir á
lögreglustöðina á ísafirði og
sviptir ökuleyfi til bráðabirgða.
Annar þeirra hafði ekið á 138 kíló-
metra hraða, hinn á 114 kílómetra
hraða.
Bílaborgar-
húsið tíl sölu
HÚS Bíla-
borgar við
Fossháls hef-
ur verið aug-
Iýst til sölu.
Að sögn
Kristins
BreiðQörð stjórnarformanns fé-
lagsins er ætlunin að selja allt
húsið, sem er 7.340 fermetrar
að flatarmáli, eða hluta þess
eftir atvikum. Brunabótamat
hússins er um 600 milljónir
króna en brunabótamatið gefúr
ekki endilega vísbendingu um
söluverð, að sögn Sverris Krist,-
inssonar hjá Eignamiðlun, sem
annast sölu húss Bílaborgar.
Hann taldi ekki unnt að svo
stöddu að áætla hvert yrði
'Tíiklegt söluverð hússins. Að sögn
Kristins Breiðfjörð er húsið sett á
söluskrá til að létta fjármagns-
kostnaði af fyrirtækinu. Bílaborg
flutti starfsemi sína í nýbyggt
húsið í maímánuði 1987, skömmu
áður en verulegur samdráttur varð
í bílasölu. Er húsið of stórt fyrir
umsvif Bílaborgar nú auk þess
sem mikill fjármagnskostnaður
hefur verið byrði á rekstrinum.
Stunginn
hnífi á veit-
ingahúsi
RÚMLEGA tvítug stúlka veitti
manni um þrítugt hættulegan
áverka með hnífi á veitingahúsi
við Austurstræti á þriðja tíman-
um aðfaranótt laugardagsins.
nnHir
aðurinn var fluttur á sjúkra-
hús þar sem hann gekkst
undir bráðaaðgerð. Ekki hafði
frést af líðan hans um hádegi á
laugardag.
Stúlkan var handtekin og færð
til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög-
reglu. Óljóst var um málsatvik á
laugardag en þá var rannsókn að
heíjast. Akvörðun hafði ekki verið
-^ekin um hvort gæsluvarðhalds
yrði krafist.
Morgunblaðið/M og M
Tugmilljóna ijón á Eskifírði
Slökkviliðsmenn að störfiim við fiskvinnsluhús Þórs hf. á Eski-
íirði skömmu eftir að eldsins varð vart á föstudagskvöld. Slökkvi-
starfi lauk um klukkan hálftvö um nóttina. Húsið skemmdist mik-
ið ásamt tækjum sem í því voru og nemur tjónið tugum milljóna
kr. Húsið er steinsteypt og standa útveggir þess en þakið er fall-
ið að hluta. Óvíst er um eldsupptök. í gær komu menn frá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og Brunamálastofnun til Eskifiarðar og
munu þeir rannsaka málið í samvinnu við lögregluyfirvöld staðar-
ins. Einn maður bjó í húsinu en hann var ekki í herbergi sínu
þegar eldurinn kom upp.
Tíu skip í smíðiun erlendis að
verðmæti tveir milljarðar kr.
FYRIR íslenska aðila eru í smíðum 10 skip erlendis að verðmæti
um 1.950 milljónir króna, þar af 4 skip í Póllandi, 4 í Portúgal, 1 í
Noregi og 1 í Svíþjóð. Skipin eru samtals um 3.400 brúttótonn, sam-
kvæmt upplýsingum Siglingamálastofhunar ríkisins. I smíðum innan-
lands eru að minnsta kosti 16 smábátar undir 10 tonnum. Skipa-
smíðastöð Marsellíusar hf. á ísafirði afhendir Nirði hf. 143ja tonna
skip um helgina. Skipið kostar 130-135 milljónir kr., að sögn Sæv-
ars Birgissonar framkvæmdastjóra stöðvarinnar.
Tvö óseld og ókláruð
Skip eru í slippstöðinni
á Akureyri og Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur.
Skipið á Akureyri er
um 250 tonn en í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur er 140
tonna skipsskrokkur sem metinn
er á um 25 milljónir króna, að sögn
Jóns I. Pálssonar framkvæmda-
stjóra.
I Póllandi eru í smíðum 195 tonna
frystitogari fyrir Hópsríes hf. í
Grindavík, 300 tonna skip fyrir
Gletting hf. í Þorlákshöfn, 65-70
tonna skip fyrir Jökul hf. á Sauðár-
króki og 800 tonna skip fyrir Gunn-
vör hf. á ísafirði. Jökulskipið kemur
í lok september nk. ; stað Týs SK,
40 tonna eikarbáts. Hann er 44 ára
gamall og verður úreltur. Gunn-
vararskipið kemur trúlega til lands-
ins í október nk. Það kostar um
450 milljónir króna. Verið er að
reyna að selja Júlíus Geirmundsson
ÍS, bæði innanlands og erlendis, og
hugsanlega fást um 150 milljónir
kr. fyrir skipið, að sögn Vignis Jóns-
sonar sem situr í stjórn Gunnvarar.
Glettingsskipið kostar tæplega
200 milljónir kr. Það kemur í stað
Jóhanns Gíslasonar ÁR og verður
afhent í byijun næsta árs. Hugsan-
Iegt er að Jóhann Gíslason ÁR verði
seldur en ekki úreltur og eitt eða
tvö „lélegri“ skip keypt í stað hans,
að sögn Þorleifs Björgvinssonar
framkvæmdastjóra Glettings.
Hópsnesskipið á að kosta tæpar
200 milljónir króna, að sögn Jens
V. Óskarssonar skipstjóra. Skipið
kemur í fyrsta lagi um mánaðamót
nóvember / desember nk. Það kem-
ur í stað Hópsness GK, sem verður
úrelt.
í Portúgal verða smiðuð íjögur
200 tonna skip fyrir Borg hf. í
Hrísey og Haukafell hf., Þinganes
hf. og Auðun hf. á Höfn í Horna-
firði. Fjögur skip þessara fyrir-
tækja, Eyborg EÁ, Haukafell SF,
Þinganes SF og -Æskan SF, verða
úrelt. Fyrsta skipið á að afhenda
um næstu áramót og hin á tveggja
mánaða fresti. Skipin eiga að kosta
120 milljónir króna en þau eru
keypt í portúgalskri mynt, að sögn
Birjgis Siguijónssonar hjá Borg hf.
I Svíþjóð er verið að smiða 160
tonna skip fyrir Ófeig sf. Skipið
kemur i stað Ófeigs III VE, sem
fórst. Þegar skrifað var undir
smíðasamning átti skipið að kosta
86 milljónir íslenskra króna en
kaupverð þess er komið upp í 115
Við erum nýkomnir af stað og
erum að leita að dýrum, vel
úthvíldir eftir nóttina í Snæfells-
skála“, sagði Hákon. Hann sagði
að veðrið væri eins og best væri á
kosið, svolítið skýjað og aðeins gola.
Útlitið væri enn bjartara þegar á
milljónir króna, vegna hækkunar á
sænsku krónunni, að sögn Viktors
Hejgasonar hjá Ófeigi sf.
í Noregi er í smíðum um 900
tonna togari fyrir Álftfirðing hf.
Togarinn verður afhentur um miðj-
an október nk. Togarinn Bessi fer
upp í kaupin á nýja togaranum.
Einnig verður Nonni ÍS, sem er 80
tonna trébátur, úreltur, að sögn
Ingimars Halldórssonar fram-
kvæmdastjóra útgerðarinnar.
daginn liði. „Við gætum ekki feng-
ið betra veiðiveður," sagði Hákon.
Konungur hefur leyfi til að fella
tíu dýr og sagði Hákon að þeim
þyrfti að ná á einum degi enda mun
konungur hafa ætlað að halda af
landi brott í dag, sunnudag.
Greinilega miklir
veiðimenn á ferð
„Það er greinilegt að hér eru á ferðinni miklir veiðimenn,“ sagði
Hákon Aðalsteinsson í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir há-
degi í gær, en þá var Hákon staddur með Karli Gústafi Svíakonungi
og hans fylgdarliði á hreindýraslóðum austan við Snæfell. Þeir voru
þá að gefa hreindýrum auga, eins og Hákon orðaði það, en höfðu
ekki fellt neitt dýr.