Morgunblaðið - 30.08.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.08.1989, Qupperneq 5
MÖRGl/fcÍBLÁklÖ tóÐVÍKtM.tíUR'30. ÁGÖST ’l9<8Ö' 5 Vextir á ríkisvíxlum; Höfum lækkað vextina meira en bankarnir - segir efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra Allt lýsi orðið díoxínlaust; Stór sending á leið til Svíþjóðar AÐFERÐIR Lýsis hf. til að hreinsa díoxín úr lýsi hafa verið viðurkennd- ar af sænskri rannsóknarstofnun og staðfesta niðurstöður hennar að lýsið er díoxínfrítt. Sænska lyfsölusambandið hefur þegar lagt inn stóra pöntun sem er um það bil að fara til Svíþjóðar. Að sögn Ágústs Einarssonar for- stjóra Lýsis hf. er „díoxín-vandamál- ið“ úr sögunni og líklegt að staða lýsis á markaðnum verði sterkari eftir en áður. Eftir að sænsk rann- sóknarstofa vakti athygli á díoxín- innihaldi lýsis hætti sænska lyfsö- lusambandið að kaupa það og sala minnkaði eitthvað hérlendis um tíma. Nú hefur sama rannsóknarstofa staðfest að lýsið sé díoxínfrítt, sænska lyfsölusambandið hefur pantað mikið magn lýsis og neysla hérlendis hefur færst í fyrra horf. Ágúst benti á að díoxín hefði fund- ist í flestum matvælum sem innihalda fitu, í miklu magni í móðurmjólk og í ýmsum hreinlætisvörum, s.s. sal- ernispappír og tíðabindum. Hann sagði að mjög erfitt væri að hreinsa það úr flestri matvöru og lýsi væri því ein af fáum neysluvörum sem innihéldu ekkert díoxín. Sænska lyfsölusambandið fer af stað með mikla kynningu á lýsi um leið og það verður markaðssett að nýju og Ágúst sagðist telja að í kjöl- farið yrði staða lýsis á markaðnum sterkari en nokkru sinni fyrr. MÁR Guðmundsson, efiiahags- ráðgjafi fjármálaráðherra, segir að vextir á ríkisvíxlum haldi ekki uppi vöxtum á óverðtryggðum útlánum banka. Vextir á ríkis- víxlum hafí verið lækkaðir í kjöl- far lækkunar á vöxtum bankanna og þann 23. þessa mánaðar hefðu þeir verið lækkaðir án þess að til kæmi lækkun af þeirra hálfii. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans sagði f samtali við Morgunblaðið á sunnudaginn, að forvextir ríkisvíxla hlytu að vera grunnvextir óverðtryggðra lána þar sem ríkið væri traustasti lántakand- inn. Þeir hefðu verið 27% þar til 23. ágúst síðastliðinn að þeir lækk- uðu um 2% og 27% forvextir af 90 daga víxli jafngiltu liðlega 32% vöxtum greiddum eftirá. Það hefði því verið í hæsta máta óeðlilegt ef bankarnir hefðu lækkað óverð- tryggðu vextina niður fyrir 30% á síðasta vaxtabreytingadegi, þann 21. ágúst. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra, að það væri rétt að vextir á ríkisvíxlum væru grunnvextir óverðtryggðra lána að því leyti að þeir ættu að vera lægri en víxilvextir bankanna. Þessi ríkisstjórn hefði alltaf haft þann háttinn á, að um leið og bank- arnir lækkuðu vexti sína þá hefðu vextir á ríkisvíxlum verið lækkaðir. Reyndar hefðu þeir vextir verið lækkaðir um 2% þann 23. ágúst, þó ekki hefði orðið breyting á vöxt- um bankanna. Því væri, sagði Már, ekki hægt að segja, að háir vextir á ríkisvíxlum héldu uppi háum vöxt- um hjá bönkunum. Laun hækka 1. september LAUN hækka þann 1. sept- ember næstkomandi sam- kvæmt þeim samningum sem gerðir voru í vor. Enn eiga þó nokkrir hópar innan ASÍ ósamið um kjör sín. Mánaðarlaun hækka um 1.500 krónur til aðildarfélaga Alþýðusambands íslands, sem þegar hafa samið, og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Félagar í BHMR fá 1,5% launa- hækkun og kennarar við Há- skóla íslands 1,95%. Eftir hækkunina verða föst mánaðarlaun sérhæfðs fisk- vinnslufólks með fimm ára starfsreynslu 41.919 krónur. Grundvallarlaun bygginga- verkamanna verða 39.255 krónur, eftir fimm ára starf 42.473 krónur. Bensínaf- greiðslumenn fá, með 40% vaktaálagi, 51.734 krónur í byijunarlaun og 57.127 krónur eftir fimm ára starf. Sýrður rjómi frá Baulu bragðbætir sósur, salöt, bakaðar kartöflur, ídýfur og súpur ... Og hitaeiningarnar þurfa ekki að valda neinum áhyggjum. Sýrður rjómi frá Baulu - nýja leynivopnið í listamatseld! *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.