Morgunblaðið - 30.08.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGjUR 30j ÁGÚST 1989
Fiskveiðistefiia og
fiármálasteftia
eftir Önund
Asgeirsson
1. Afleiðing rangrar
Qármálastefnu
í sjónvarpinu er skýrt frá því,
að hjón á bezta aldri með 7 böm,
og bæði í fullri atvinnu hefðu haft
72.000 krónur á mánuði, eða aðeins
fyrir mat, en ekkert til kiæða eða
húsnæðis. Þau eru nú orðin land-
flótta úr sæluríkinu íslandi og eru
á förum til Svíþjóðar. Það sér á,
að vinur litla mannsins situr nú að
búum sínum í París og Nís, en
hvorki Gunna Galsi eða Stebbi Stoð
mega vera að því að sinna svona
smámunum, vegna aukinna anna
við kröfugerð á hendur ríkissjóði
og almenningi í þessu landi. Þetta
er afleiðing fyrirhyggjulausrar fjár-
málastefnu á íslandi, og þá sérstak-
lega í sjávarútvegi. Þetta er dapur-
leg mynd, og þetta hefði ekki þurft
að henda okkar samfélag ef við
hefðum alvöm stjórnun á okkar
málum eða rétta fjármálastefnu.
Offjárfestingin hefnir sín.
2. Skuldastaða
sjávar-
útvegsins
Upplýst er að skuldastaða sjávar-
útvegs jókst úr 25 b. (bilijón =
1000 milljónir eða milljarður) í lok
1986 í 50 b. í lok ársins 1988.
Mest af þessari skuld var í dollur-
um. Á þessu ári hefir dollar hækkað
úr 46 kr. í lok desember í 58 kr.
nú, eða 26%. Skuldastaðan hefir
þannig hækkað úr 50 b. í 63 b. eða
um 13 billjónir króna. Allt er þetta
vegna gengisfellingar krónunnar,
sem framkvæmd er samkvæmt
pöntun frá fiskvinnslunni. Þetta er
gert, þrátt fyrir að Þjóðhagsstofnun
hafi upplýst, að gengisfelling krón-
unnar hafi ekki áhrif á rekstrar-
reikninga fiskvinnslunnar, aðeins í
efnahagsreikninginn, og það til
aukningar skuldahalans. Bjarg-
vætturinn frá Flateyri hafði rétt
fyrir sér, staða sjávarútvegsins
verður ekki lagfærð með gengis-
fellingu krónunnar. Sá leikur er
aðeins afleikur. Öðm nafni nefnt,
að hengja sjálfan sig.
Ríkissjómin, sem á að gæta rétt-
lætis borgaranna, hefir nú allra
náðarsamlegast heimilað Seðla-
bankanum að fella gengi krónunnar
um 2,25%. Af 63 b. skuld nemur
hækkun skulda sjávarútvegsins
vegna þessarar ráðstöfunar 1.400
milljónum króna. Þetta bætist við
skuldahalann, sem þannig fer úr
63 b. upp í 64.400 milljónir. Það
hefír láðst að greina almenningi frá
þessum þætti gengisfellingarinnar,
en þetta er gert samkvæmt tillögum
fiskvinnslunnar, sem reyndar vildi
fá í þetta skiptið aðeins 9% hækkun
tekna. Það hefði numið 5.670 millj-
ónum, og skuldahali sjávarútvegs-
ins í heild hækkað í 68.670 milljón-
ir. Til samanburðar er, að heildar-
innistæður allra landsmanna í bönk-
um og sparisjóðum em nú um
100.000 milljónir, og heildarinni-
stæður í sjóðakerfið aðila vinnu-
markaðarins milli 80 og 90 milljón-
ir.
3. IJver borgar brúsann
afbrjálæðinu?
Heildarinnflutningur lands-
manna nam árið 1988 68.971 millj-
ón. Meðal dollaragengi þess árs var
kr. 43,10 pr. dollar eða 1.600 millj-
óna dollara. Ef gengið væri sett
fast nú í 58 kr. pr. dollara myndi
sami innflutningur kosta lands-
menn 92.800 milljónir. Hækkun
35% eða 23.800 milljónir. Þetta er
að vísu einfölduð mynd, því að
gengisfelling krónunnar hefir
dreifst á 7 mánuði. En ef sama
gengisþróun héldi áfram til ára-
móta, myndi meðalgengi ársins
væntanlega verða um 64 kr. pr.
dollar, og heildarinnflutningur
sama magns nema 102.400 millj.
eða hækkun um 33.400 milljónir,
sem samsvarar 48%. Þetta kemur
fram á sama tíma og laun hækka
um 12-15%, og auðvitað kemur
þessi hækkun fram í vöruverðinu
til almennings. Samningamenn
ríkisins áskildu sér þennan rétt til
valdbeitingar gagnvart launþega-
samtökunum, og honum hefír verið
fylgt eftir.
Sé þessari hækkun á innflutningi
til landsins deilt á 100.000 heimili
landsins, nemur hækkun milli ára
334.000 kr. eða 28.000 krónum á
heimilið á mánuði. Þetta er þó að-
eins reiknað til yfirsýnar, því að
innifaldar eru í þessum tölum bæði
fjárfestingar- og rekstarvörur til
atvinnulífsins.
4. Eiga fiskvinnslan og
fiskveiðarnar samleið?
Sigurður Stefánsson, endurskoð-
andi, hefir áratugum saman reiknað
út afkomu fiskvinnslunnar. Nú
reiknaði hann úr rekstrarafkomu
32 fiskvinnslustöðva, sem sýndi
meðaltap um 9%. En það var ekki
greint frá áhrifum gengisfellingar
á skuldastöðu þessara fýrirtækja,
eða fiskvinnslunnar í heild. Mikill
meirihluti skuldahala sjávarútvegs-
ins er hins vegar hjá fiskveiðiflotan-
um, og gengisfelling til að auka
tekjur fískvinnslunnar verður þann-
ig til þess að auka skuldahala fisk-
veiðiflotans, svo sem þegar hefir
komið fram hér að ofan.
5. Rekstrargrundvöllur
nýrra veiðiskipa
Eftir áramótin kom til landsins
nýtt veiðiskip, Snæfell, eign Út-
gerðarfélags KEA á Akureyri. Hlut-
verk þess félags var að sjá frysti-
húsum KEA á Dalvík og Hrísey
fyrir afla til vinnslu. En nú fékkst
leyfi hjá stjómendum fiskveiðanna
fyrir 30% stækkun skipsins, og var
þá ákveðið að breyta skipinu í
frystitogara. Þar með féll niður
þessi grundvöllur fyrir atvinnuauk-
andi starfsemi á Dalvík og í Hrísey.
Snæfellið kostaði 500 milljónir.
Sé reiknað með 30% nafnvöxtum
og 10% afskrift skipsins, alls 40%,
nemur lágmarksfjármagnskostnað-
ur 200 milljónum á _ári. Mestu af-
köst frystitogara á íslandi eru hjá
Akureyrinni, sem hafði skiptaverð-
mæti fyrstu 3 mánuði ársins ein
milljón á dag, samsvarandi 1.315
milljónum á dag, eða ca. 420 millj-
ónir á ári. Sé gert ráð fyrir að
Snæfellið nái þessum bezta árangri
og nái beztu framlegð, sem þekkst
hefír 19,1%, getur það komist upp
í 80 milljóna kr. tekjur til greiðslu
fj ármagnskostnaðar, og tapar þá
aðeins um 120 milljónum kr. á
fyrsta rekstrarári. Sennilega verður
Önundur Ásgeirsson
„Nú leyfa menn sér að
reka með tapi að vild
sinni, og- heimta gengis-
fellingar til að bjarga
málum, eða velta tapinu
með öðrum hætti yfir á
samfélagið. Þetta verð-
ur að stöðva.“
þetta miklu meira. Hver ætlar að
borga tapið? KEA tapaði sjálft 230
milljónum kr. sl. ár. Þetta skip verð-
ur ekki gert út án styrks annars
staðar frá.
6. Úrelt fiskveiðistefna?
Fiskmarkaðir hafa nú aðeins
starfað stutta stund, en þeir hafa
gjörbreytt verðlagi á fiski upp úr
sjó, og afstöðu manna til verðlagn-
ingar á fiskafurðum. Hingað til
hefir jafnan verið litið á allt landið
sem einn markað, þ.e. sama verð
gilt um allt land við kaup á fiski
upp úr veiðiskipum. Erfíðleikar
fiskvinnslunnar virðist mér gefa
ástæðu til að athuga verðið, hvort
ekki sé rétt, að tilteknar veiðheim-
ildir séu fastbundnar ákveðnum
byggðarlögum til tryggingar at-
vinnu fyrir fólkið á staðnum. Jafn-
framt verði bæði veiðum og vinnslu
á þessum sjávarafla hagað þannig,
að það skili hagnaði innan byggðar-
innar. Þetta þýðir, að hvert byggð-
arlag er sjálfstæð eining, og bæði
veiðar og vinnsla geta aðeins feng-
ið tekjur innan þessara marka. Það
væri þess virði, að þetta yrði nánar
skoðað. En það þýðir að verðlag á
öllum stöðum verður ekki jafnt,
hvorki á fiski né launum. Hver
rekstrareining verður að standa
fyrir sínu. Nú leyfa menn sér að
reka með tapi að vild sinni, og
heimta gengisfellingar til að bjarga
málum, eða velta tapinu með öðrum
hætti yfír á samfélagið. Þetta verð-
ur að stöðva.
Nýlega lýsti forsætisráðherra því
yfír í fréttum, að nauðsynlegt yrði
að „afskrifa með gjaldþroti" skuldir
vegna frystihúsanna á Patreksfirði
(660 milljónir), Suðureyri, og ein-
hverjum þriðja stað. Allt frystihús
merkt SÍS. Og morguninn eftir birt-
ist úthlutun Hlutafjársjóðs, sem
merkist þannig hagsmunaaðilum:
Meitillinn, Þorlákshöfn 119 mkr. SÍS
Fáfnir, Þingeyri 52 mkr. SÍS
Stokkseyri 96 mkr. SH
Hfh. Ólafsfjarðar 95 mkr. SH
Fiskv. Bíldudal 65 mkr. SÍS
Búlandstindur, Djúpavogi 60 mkr.SÍS
Hfh. Grundarfjarðar 52 mkr. SÍS
Hfh. Stöðvarfjarðar 36mkr.SÍS
Alls (SÍS 383 m., SH192 m.) 575 mkr.
Þetta er aðeins úthlutun til óveð-
hæfra fyrirtækja. Áður hefir á
þessu vori verið veitt lan úr Byggða-
sjóði yfír 3.000 millj., en allt er
þetta greitt úr sameiginlegum sjóði
Iandsmanna, og til viðbótar því, sem
tekið er með gengisfellingum og
eftir öðrum leiðum. Menn geta ver-
ið skælbrosandi yfir ágæti þessara
ráðstafana, en það er vegna skiln-
ingsleysis eða misskilnings. En það
eru SÍS-menn, sem sleikja út um.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Réttur sjávarjarða-
bænda fyrir borð borinn
eftirÞorvarð
Júlíusson
Formaður Veiðifélags Miðíjarð-
arár var að auglýsa ána í sjónvarpi
nýlega. Lét hann að því liggja jið
net sjávatjarðabænda væru mikill
VIH
14. septeinber
Ferðaskrífstofan Farandi stendur fyrír hópferð
til Vínarborgar 14.-21. september. nk.
Boðið uppá gistingu í tveggja eða fjögurra manna íbúðum í miðborginni,
sem eru nýuppgerðarogmeðöllum þægindum.
Veröerfrá kr. 48.000,-sem innifelur flug, gistingu. skoðunarferð um
borgina, fárarstjórn ogaðstoö við útvegun aðgöngumiða í óperuna
ogá aðra listviðburði.
Boðið uppá dagsferðir frá Vín svosem til Búdapest og víðar.
Pantið tímanlega því sætafjöldi er takmarkaður.
Ferðaskrifstofan
liavandi
VESTURGÖTU 5 SÍMI 622420
bölvaldur, veiddu lax. Sýndi hann
lax líklega bitinn eftir sel, gat líka
verið eftir mink eða mann. Góð
auglýsing það.
Formaðurinn hefði getað sýnt
fleiri myndir, eins og t.d. þegar
hann er að draga á til þess að ná
í klakfisk á þeim tíma, sem fískur-
inn er að búa um sig til þess að
hrygna ogmáske búinn að hrygna.
Svo hefði hann getað sýnt mynd-
ir af því þegar möl er mokað úr
ánni með jarðýtum. Verður hún þá
eins og moldardrulluskólp. Gæti þá
ekki drepist mikið af seiðum? Eg
hefi e.t.v. ekki gert minna fyrir ána
en formaðurinn þar sem ég hefi
eytt þúsundum af svartbak við ós-
inn.
Þó formaðurinn hafi fengið að
eyða milljónum í sitt seiðaeldi skila
seiðin sér illa.
Árið 1987 var umsetning 14
millj. kr. en 7 millj. greiddar veiði-
réttareigendum.
Formaður veiðifélagsins sem sér
um rekstur Miðfjarðarár sendir
veiðiverði til þess að flakka á bátum
um ósinn. Selurinn eltir þá síðan inn
í ósinn og þegar veiðist selbitinn lax
er silungsnetunum kennt um. Svo
mikið er víst að búið er með silungs-
veiðina þann daginn. Þá hefur hann
staðið fyrir hverri árásinni á fætur
annarri á æðarvörp og sellátur og
fengið til liðs varðskip, þyrlur og
hraðbáta. Hefur tjón bænda þar
numið milljónum, en ekkert er á
það minnst.
Svo er spurningin, hver á laxinn?
Sjórinn er honum jafn nauðsynlegur
og vatnið. Réttur sjávaijarðabænda
Þorvarður Júlíusson
„Svo er spurningin,
hver á laxinn? Sjórinn
er honum jafn nauðsyn-
legur og vatnið. Réttur
sjávarjarðabænda er
algerlega fyrir borð
borinn.“
er algerlega fyrir borð borinn.
Veiðilöggjöfin er hrein eignaupp-
taka, ekkert annað.
Höfundur er bóndi nð Söndum í
Miðfirði.