Morgunblaðið - 30.08.1989, Side 26

Morgunblaðið - 30.08.1989, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1989 26 Guðrún Jóhannsdótt- ir kennari - Minning Fædd 15. janúar 1891 Dáin 21. ágúst 1989 Það var seint á árinu 1935 sem ég kynntist Guðrúnu Jóhannsdótt- ur, tengdamóður minni fyrst. Þá var hún kennari við Miðbæjarskól- ann og bjó á Óðinsgötu 15 með dætrum sínum Helgu og Unni. Ég átti heima hjá föðursystur minni sem bjó þar skammt frá og varð fljótlega næstum því daglegur gest- ur á Oðinsgötu 15 því ekki leið á löngu þar til við Helga ákváðum að ganga í hjónaband svo fljótt sem ástæður leyfðu. Næsta ár bjuggum við Helga í Hafnarfirði en árið 1937 fluttum við aftur til Reykjavíkur og þá var það að við tókum á leigu húsnæði í félagi við mömmu hennar næstu þijú árin. Mér finnst alltaf að þetta hafi verið mikil hamingjuár. Þegar ég lít til baka finn ég að tengdamóðir mín hefur strax þegar við kynnt- umst reynst mér eins og besta móðir. Þó vantaði það ekki að hún var ekkert að leyna því ef henni þótti eitthvað miður fara. Ég man ekki til að ég hafi kynnst nokkurri manneskju sem var jafn hreinskiiin og hún, hvorki karli eða konu. Og ég held að allir sem þekktu hana hafi einmitt metið mjög mikils þennan eiginleika í fari hennar, því að allt var af góðum huga sagt og gert. Guðrún Jóhannsdóttir var alin upp við fátækt, sem raunar var ekki einsdæmi á þeim árum. En dugnaðurinn og viljafestan var mik- il. Ung lauk hún kennaraprófi í Reykjavík og kennari var hún í fjölda ára. Hún giftist Kolbeini Högnasyni, bónda og skáldi í Kollafirði árið 1914, en þau höfðu kynnst í Kenn- araskólanum. Þau eignuðust fjögur börn: Helgu, Kolbein, Björn og Unni. Helga og Björn eru látin. Eftir 15 ára hjónaband slitu þau Guðrún og Kolbeinn samvistum og flutti hún þá til Reykjavíkur ásamt dætrum þeirra. Eftir það var hún kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík um þrjátiu ára skeið og naut sín mjög vel við það starf. Ég held það hafi verið árið 1948 sem hún eignaðist íbúð í Hamrahlíð 7 með ágætum stuðningi sona sinna. Þar bjó hún þangað til hún fékk inni á öldrunardeild Borg- arspítalans síðla árs 1984. Þar hef- ur hún hlotið góða og þakkarverða aðhiynningu. Meðan við Helga bjuggum í Koll- afirði var ég tiður gestur í Hamra- hlíðinni og naut ég þar gestrisni og hlýieika sem löngum fyrr. Einn- ig voru börn okkar þar oft um lengri eða skemmri tíma og nutu þar umhyggju ömmu sinnar. Þessar línur eru settar á blað til að þakka henni að leiðarlokum fyr- ir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu og ég hefi aldr- ei getað launað eins og vert væri. Guðmundur Tryggvason Ég by.ijaði víst á því að kalla ömmu mína þessu Dadí-nafni, er mér sagt, Ég man það ekki sjálf ég var svo lítil þá. Én það festist við hana og hún vildi láta kalla sig þessu gælunafni, en ekki ömmu og síðan kölluðu flestir afkomendurnir hana Dadí. Mér finnst ég eiga henni Dadí minni svo ótal margt að þakka. Við höfum átt heilmikið saman að sælda á hennar löngu ævi. Margt riijast upp í huga mér, nú þegar hún er dáin. Ég man eft- ir ferðum út í „Nes“ eins og hún kallaði það. Það var Kársnesið í Kópavoginum. Þar átti hún sumar- bústað í nokkur ár. Þar í kring voru beijamóar í þá daga, því þetta var eitt af fyrstu húsunum sem þar var byggt. Það var líka gaman að fara með henni í „Pjörðinn“ með Hafnarfjarð- arstrætó til Jónu frænku. Við heim- sóttum líka Fríðu frænku á Njáls- götuna og fleiri staði þar sem hún bjó. Fríða og Jóna voru alsystur Dadí. Þegar Dadí amma mín kenndi í Miðbæjarskólanum fékk égyift að koma með henni í skólann. í mörg ár gekk hún í íslenskum búningi_ á hveijum degi við kennsluna. Ég veit að hún var strangur kennari, en ég hugsa að nemendur hennar hafi almennt borið virðingu fyrir henni og þótt vænt um hana. Hún bar sérstaklega fyrir brjósi þá sem minna máttu sín. Margar hlýjar minningar á ég frá heimilinu hennar í Hamrahlíðinni, þar _sem hún bjó í um það bil 40 ár. Ég dvaldi þar oft hjá henni um lengri eða skemmri tíma sem barn og unglingur. Þar var alltaf gott að vera. Dadí þótti vænt um blóm og allan gróður og vildi hafa sem mest af því í kringum sig bæði inn- an húss og utan. í góðu veðri fór hún eldsnemma á morgnana út í garð og óð í dögginni eins og hún sagði sjálf. Hún átti líka mikið af bókum, þar á meðal voru margar skemmtilegar og góðar bamabæk- ur, sem mikill fengur var að kom- ast í. Litlir krakkar, sem komu í heimsókn gátu haft nóg að sýsla við meðan þau stönsuðu hjá henni, því hún átti alltaf nóg af kubbum og öðrum leikföngum, sem gaman var að dunda með. Ég er henni Dadí, ömmu minni, ævinlega þakklát fyrir að hafa hvatt mig til þess að fara út í fóstru- námið. Það var mitt gæfuspor. Hún vissi sjálf, hvað það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað maður ætlar að leggja fyrir sig í lífinu og afla sér menntunar til þeirra hluta. Síðustu 6 arin áður en ég gifti mig og stofnaði mitt eigið heimili leigði ég hjá henni í Hamrahlíðinni. Þá keypti ég mér eitthvað af hús- gögnum í herbergið, sem ég hafði. Hún lagði nú ekki blessun sína yfir þessa „heymeisa" eins og hún kall- aði húsgögnin, gamla konan. Þetta varekki eftir hennar smekk. Hún var vön að segja sína meiningu á hlutunum hreint út við hvern sem var. Það vissu allir sem þekktu hana. Þó að við hefðum ekki sömu skoðanir á hlutunum gekk okkur bara vel að búa saman, við virtum hvor aðra. Síðast en ekki síst vil ég minnast síðustu áranna sem Dadí amma mín lifði. Heimsóknirnar til hennar á Öldrunardeild Borgarspítalans, þar sem hún dvaldi í tæplega 5 ár, hafa verið mér mikils virði. Það var gott að koma til hennar og fá að launa henni örlítið brot af öllu því, sem hún gerði fyrir mig, fyrr og síðar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu starfsfólkinu á Öldrunardeild- inni sem hefur annast hana af ein- stakri hlýju og kostgæfni. Dadí, amma mín var trúuð kona og treysti á forsjón Guðs. Hún var fyrir löngu farin að þrá að komast til hans. Nú er hún hjá honum og ég veit að henni líður vel. Dúna Snemma morguns 21. ágúst sl. lést Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrum kennari, á Borgarspítalan- um í Reykjavík. Hún var orðin 98 ára gömul, fædd 15. janúar 1891, hafði um árabil verið á Öldrunar- deild Borgarspítalans og beðið hvíldarinnar. Þessi síðustu ár bað hún löngum fyrir öðrum og einkum afkomendum sínum. Hun var ein- Iæg í því eins og öllu sem hún hafði tekið sér fyrir hendur á langri ævi. Hun átti þessa óbifan- legu trú sem hamingjufólki er veitt. Sjálf var Guðrún afskaplega sterk, eins og saga hennar sýnir, enda varð síðasta lokastríðið strangt. Nú hefur hún loks fengið það sem hún bað. Guðrún fæddist að Stökkum á Rauðasandi og átti allan uppruna sinn á þeim slóðum. Móðir hennar var frá Hænuvík og faðir hennar úr Örlygshöfn en af Arnardalsætt í karllegginn. Reyndar fannst henni lítið til um ættfræði og taldi það miklar skröksögur. Hún var yngst fjögurra alsystkina og missti móður sína á öðru ári. Þá varð faðir henn- ar að bregða búi og skipta fjölskyld- unni. Hann varð að fara um sveit- ina með dótturina vafða í sæng og biðja fólk ásjár. Loks kom hann þar í Hænuvík að öldruð hjón treystu sér til að auka ómegð sína. Þetta varð lán Guðrúnar og ævinlega blessaði hún nöfn þeirra Helgu Ólafsdóttur og Jons Sigurðssonar í Hænuvík. Síðar settist faðir Guð- rúnar að á Hnjóti í Örlygsþöfn og kvæntist aftur og átti börn. í Hænu- vík gekk Guðrún auðvitað að öllum verkum og er þess minnst að hún varð snemma svo nærsýn að hún varð að ganga alveg að kúnum þegar hún sótti þær til að þekkja þær frá hrossunum! Löngu síðar, þegar að síðasta sprettinum kom, gat hún setið uppi á Borgarspítalan- um og lesið sálmana sína gler- augnaláust. Eftir að Guðrún óx úr grasi fór hún í vinnumennsku í sveitinni og var um tíma vinnukona á Patreks- firði. Þá voru eldri systkini hennar komin suður sum og þangað braust hún til að komast í skóla. Ungri stúlku í hennar stöðu voru tvær námsleiðir opnar og með harðfylgi þó, húsmæðraskólar og Kennara- skólinn. Hún vann fyrir sér með fiskvinnu og lauk kennaraprófi frá Flensborg 1908 og síðar kennara- prófi frá Kennaraskólanum 1912. Hún varð kennari í Engihlíðar- hreppi í Hunaþingi, í Hrunamanna- hreppi í Árnesþingi og á Kjalar- nesi. Þegar hún settist í Kennara- skólann var henni strax sagt að hún skyldi „ekki vænta þess að fá kenn- arastarf ef hún lærði ekki íslensku almennilega“, en hún sagði „hard- ur“ og „nordan“ og allt annað upp á hreina vestfirsku eins og hún var eindregnust töluð í vestustu byggð Evrópu. Þetta „almennilega" mál lærði hún auðvitað og kenndi það síðan við virðingu og vinsældir. í skóla kynntist Guðrún Kolbeini Högnasyni frá Kollafirði á Kjalar- nesi sem síðar varð kunnur fyrir félagsmálastörf og kveðskap. Þau giftust 17. júlí 1914 og settust að búi í Kollafirði með Katrínu móður hans. Þau eignuðust fjögur börn: Helgu (18. ág. 1916) síðar hús- freyju í Kollafirði sem nú er látin, Kolbein (12. des. 1918) starfsmann kirkjugarðanna í Kópavogi, áður bóndi í Kollafirði, Björn (6. jan. 1921) rafvirkja í Reykjavík sem nú er látinn og Unni (27. júl. 1922) kennara í Reykjavík. Aðrir afkom- endur Guðrúnar eru nú um hálft hundrað talsins. Árið 1930 skildu þau hjónin og Guðrún settist að í Reykjavík og gerðist kennari við Miðbæjarbarna- skólann. Þar starfaði hún síðan meðan aldur leyfði. Það var ekki auður í garði og reyndi á kraftana á erfiðum árum. Á stríðsárunum bjuggu þær mæðgur í þægindalaus- um sumarbústað í Fossvogi og þá var gengið í og úr vinnu og tekinn þvottur inn í laugar um helgar. Síð- ar kom hún yfir sig þaki við Hamra- hlíð í Reykjavík og átti þar myndar- legt heimili. Hún var langt á undan samtíðinni í sjálfstæði sínu sem kona og einstæð móðir og í lífsvið- horfum sínum. Hún þurfti ekki á rauðum sokkum að halda en hefði áreiðanlega veitt áhugasömum kyn- systrum mikinn stuðning ef aldur og heilsa hefðu leyft. Guðrún var elsk að skáldskap og kunni ógrynni vísna og kvæða. Skáldin sem mest voru metin í bernsku hennar voru Sigurður Breiðfjörð og Kristján Fjallaskáld. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ritstjóri, Nökkvavogi 2, sem lést í Borgarsjúkrahúsinu 21. ágúst, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju 30. ágúst kl. 13.30. Ingólfur Sigurðsson og fjölsk., Ragnar Sigurðsson og fjölsk. Í Alúðarkveðjur sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHÖLLU ÖLÖFUGUÐLAUGSDÓTTUR, Hverfisgötu 57A. Með kæru þakklæti. Börn hinnar látnu. + Systir mín, SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR Blönduhlíð 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30. . Sveinn Pálsson. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU MÖRTU GUÐNADÓTTUR frá Karlsskála, Hagamel 45. Birna Gunnhildur Friðriksd., Egill Jónsson, Jón Friðrik Egilsson, Anna Birna Egilsdóttir, Örn Egilsson og fölskyldur. Kaupmannahafnarskáldunum, Jón- asi og öðrum, kynntist hún fyrst í skóla. En hún var vandlát og gekkst ekki upp við allt. Einn skóla- bróðir hennar var Þórbergur Þórð- arson sem hún ævinlega kallaði: „Hann Bergur minn“. Þau voru eig- inlega vinir og Guðrúnar gætir í einu verki Þórbergs, en ekki varð hún aðdáandi meistarans fyrir það! Á Koilaijarðarárunum kynntist hún Halldóri Guðjónssyni ungum, en í hennar augum var hann ætíð: „Hann Dóri minn; hann er eitthvað að skrifa, mikil ósköp!“ Sá sem þessi orð skrifar kynntist Guðrúnu best í uppvextinum þegar honum var unglingi komið til henn- ar vetrarpart og nokkuð þótti við liggja að reyna að koma honum til manns. Og meira á ég henni að þakka en rakið verður að sinni. Hún gekkst ekkert upp við það að vera kölluð amma og fannst einhver elli- keimur að því. Hún hafði verið köll- uð „Dadí“ á barnamáli og það nafn áttum við að nota. Hún hafði gott fyrir öllum, og ég minnist þess að nokkrum sinnum hafði hún mig hjá sér í skötu á Þorláksmessu. Þá bauð hún gjarna gömlum Vestfirð- ingum og Breiðfirðingum, sérstak- lega kvæðamönnum og fræðimönn- um af alþýðustétt, sem kunnu að meta lostætið, og ég fékk að vera með til að læra af „mönnum sem mark er takandi á“. Guðrún mótaðist af landinu og samfélaginu þar vestra. Þessari manngerð verður ekki lýst nema menn hafi landslagið í Rauðasands- hreppi fyrir augum, vindinn og sjáv- arföllin. Það er ekki þýlyndið á þeim bæjum. Lífsafstaða hennar var alveg á hreinu. Hún lifði við einfalda siðfræði og einfalda lífs- háttu og þannig vildi hún hafa það. Hún var algerlega hreinskilin við alla, háa sem lága og lét engan eiga neitt hjá sér. Hjá henni fengu allir að heyra það sem hún vildi sagt hafa og urðu að taka því. Aldr- ei vissi ég til að hún níddist á nein- um eða neinu, og ekkert mátti hún aumt sjá. Hún stóð alveg á eigin fótum og kunni ekki að lifa öðru- vísi. Hún var algerlega skuldlaus að öllu leyti og gersamlega heiðar- leg. Hreinlyndi var megineinkenni hennar. Að leiðarlokum verður það hrein- lyndið sem skærast lýsir af í minn- ingunni. Það og allt annað vil ég þakka fyrir hönd þeirra sem eiga henni lífið að launa. Jón Sigurðsson Kransar, krossar ogkistuskreytingar. C Sendum um allt land. GLÆSIBLOMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.