Morgunblaðið - 30.08.1989, Side 34

Morgunblaðið - 30.08.1989, Side 34
íÞRfam FOLX ■ BIRGIR Björnsson hefur ver- ið ráðinn umsjónarmaður hins nýja íþróttahúss FH í Hafnarfirði, sem nú er í byggingu. Birgir hefur búið á Akureyri undanfarin ár, en lék á árum áður með FH í hand- knattleik. Á fundi bæjarráðs nýlega var tillaga íþróttaráðs um ráðningu Birgis samþykkt einróma. Hann tekur við starfinu fljótlega og mun fyrst um sinn fylgjast með frágangi hússins. i SKAGAMÓTIÐ var haldið um helgina og áttust við A og B lið í 6. flokki. ÍA bar sigur úr býtum í keppni A-liða utanhúss, en sigur- vegari B-liða var Fylkir. Innanhúss sigruðu Víkingar í keppni A-liða, en IR sigraði í keppni B-liða H PRUÐASTA liðið í Skagamót- inu var Týr frá Vestmannaeyjum. Markhæstu menn voru Eyþór Borgþórsson, ÍR, og Hjalti Gylfa- son, Fylki. ■ LÖGMANNAFÉLAG íslands stendur fyrir golfmóti að Hólsvelli Leiru á föstudaginn 1. september kl. 13.30. Öllum löglærðum mönn- um er heimil þátttaka. Víkingar „heimsbikarmeistarar" - sigruðu á sterku alþjóðlegu móti í Danmörku Cheeks tíl San Antonio Þriðji flokkur handknattleiksdeildar Víkings gerði góða ferð til Dan- merkur fyrir skömmu. Liðið tók þátt í mjög stóru og sterku móti, „Heimsbikar- móti félagsliða" og.sigraði. Alls voru 400 lið frá 20 löndum sem tóku þátt í þessu móti en keppt var í mörgum flokkum. Víkingar sendu fjögur lið til keppni. Þriðja flokks lið þeirra tók einnig þátt í keppni í næsta fiokki fyrir ofan og einnig voru lið úr 3. og 4. flokki kvenna á mótinu. Þessum liðum gekk vel þrátt fyrir að þau hafi ekki náð jafn langt og 3. flokkurinn. Leikið var á 16 grasvöllum og aðstaða mjög góð fyrir keppendur og áhorfendur. Að sögn Ásgeirs Sveinssonar, þjálfara liðs- ins, var skipulagning til fyrirmyndar og keppendur almennt mjög ánægðir með framkvæmd mótsins. Víkingar byijuðu á því að sigra franska iiðið HBC La Famille 15:13. Næst mættu Víkingar tveimur vestur-þýskum liðum, TUS Weden og TSV Wolfsschlungen. Víkingar sigruðu í fyrri leiknum 10:7 en gerðu jafntefli í þeim síðari, 10:10. Næst sigruðu Víkingar danska liðið Gilleleje 17:6 og gerðu jafntefli gegn norska liðinu Haslum IL, 11:11. í síðasta leik riðla- keppninnar sigruðu Víkingar svo heimalið- ið Freja, 13:6. í milliriðlum mættu Víkingar þremur v-þýskum liðum og sigruðu þau öll, US Aldtkruch 13:10, TSV Lesnen 14:11 og Ovenju stór sala fór fram f NBA deildinni bandarísku í fyrra- dag, en þá skiptu fimm leikmenn um félag. Hinn bráðefnilegi Johnny Dawkins, sem lék Frá Gunnari með San Antonio Valgeirssyni Spurs, var seldur til lOhio. Philadelfia 76ers í skiptum fyrir einn besta og reyndasta leikmann deild- arinnar; Maurice Cheeks. Með í kaupunum fylgdu Chris Welp og David Wingate, sem yfirgáfu 76ers til að leika með Spurs, en Jay Win- cent, leikmaður Spurs, gekk í raðir Philadelfiu-liðsins. Cheeks, sem er einn reyndasti maður Philadelfia 76ers og hefur leikið með liðinu undanfarin 11 ár, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðr- ið þegar hann kom heim til sín á mánudagsmorguninn, eftir að hafa litist á að vera kominn til San An- tonio Spurs, og kom þá á daginn að hann hafði ekki hugmynd um að hann hefði verið seldur frá Philadelfiu. Var honum greinilega brugðið og var hann hálfmiður sín allt sjónvarpsviðtalið. Með þessum leikmannaskiptum er San Ántonio Spurs að sanka að sér leikreyndum mönnum, en fyrr í sumar keypti liðið Terry Cumm- ings frá Milwaukee. Er liðið orðið alveg geysilega sterkt á pappírun- um, og aldrei að vita nema þetta fyrrverandi lið Péturs Guðmunds- sonar verði ofarlega í deildinni. Philadelfia 76ers er hins vegar að yngja upp, en forráðamenn liðs- ins sögðu að með kaupunum á Dawkins væri búið að finna fram- tíðarbakvörð fyrir liðið sem kæmi til með að spila næstu 10 ár. TV Plochingen 16:12. Þar með höfðu Víkingar tryggt sér rétt til að leika til úrslita. í úrslitaleiknum mættu Víkingar vest- ur-þýska liðinu Heininken og sigruðu ör- ugglega, 16:6. Rúmlega 1.500 áhorfendur sáu leikinn. Víkingar byijuðu af miklum krafti og voru komnir með örugga for- ystu, 6:0, þegar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það var ekki spurning hvorum megin sigurinn hafnaði. „Það var ótrúleg stemmning í höllinni og við fengum áhorfendur í lið með okkur með því að dreifa súkkulaði fyrir leikinn. Það sem þó gerði gæfumuninn var barátt- an í liðinu og andstæðingar okkar höfðu greinilega aldrei kynnst slíku,“ sagði Ás- geir Sveinsson, þjálfari. Maurice Cheeks leikur með San Antonio Spurs næsta vetur. verið á fundi með þjálfara sínum. Þegar hann steig út úr bílnum var hann spurður að því hvernig honum Lið Víkings sem sigraði á „Heimsbikarmótinu" í Danmörkn HVALEYRARHOLTSVÖLLUR Undanúrslit í 4. deild: Haukar - Skotfélagið í kvöld, miðvikudagskvöld 30. ágúst, kl. 19.00. Fyrstu 50 gestirnir fá RC Cola og Stjörnupopp. Nú mæta allir Haukar á völlinn! TmiaHaiikarsérsælií3. úeilú? A IsnIbyggðaverk hf. ÁFRAM H/VUKAR Evrópukeppni meistaraliða VSC Koice (Tékkóslóvakíu)—CSKA Sofia (Búlgaríu) Zagreb Cromos (Júgóslavíu)—Pogon Zabrze (Póllandi) BK 46 Karis (Finnlandi)—Savanger IF (Noregi) Kyndill (Færeyjum)—Valur (íslandi) Helsingör (Danmörku)—Eschols (Fola (Luxemburg) TUSEM Essen (V-Þýskalandi)—Haka Emmen (Hollandi) Ortiga Stracusa (Ítalíu)—Arselik SC (Tyrklandi) FC Barcelona (Spáni)—Lisboa Benfica (Portúgal) Maccabi Rishon le Zion (ísrael)—US Créteil (Frakklandi) Sporting Meerpelt (Belgíu)—Volksbank Vín (Austurríki) Raba ETO Györ (Ungveijal.)—Filippos Verias (Grikklandi) Amicitia Zúrich (Sviss)—Manchester United (Bretlandi) SKA Minsk (Sovétríkjunum), Steua Búkarest (Rúm- eníu), Vorwárts Frankfurt (A-Þýskalandi) og'Redbergslid Gautaborg (Sviþjóð) sitja hjá í fyrstu umferð. Evrópukeppni bikarhafa HC Herstal (Belgíu)—HV Alsmeer (Hollandi) VFL Gummersebach (V-Þýskal.)—Differdange (Luxemb.) Grasshoppers Zúrich (Sviss)—Biskuileri Sport (Tyrklandi) Stjarnan (Islandi)—Drott Halmstad (Svíþjóð) Ionikos Aþenu (Grikklandi)—AEL Limassol (Kýpur) Cocks Riihimáki (Finnlandi)—Myrbrzeze Gdansk (Póllandi) Virum Sorgenfri (Danmörku)—Viking Stavanger (Noregi) Forst Brimen (Ítalíu)—Waagner Biro Graz (Austurríki) Medvescak Zagreb (Júgósl.)—Empor Rostock (A-Þýskal.) Dinamo Astracham (Sovétr.)—Dimitrov Sofía (Búlgaríu) Bramac Veszprew (Ungveijal.)—CH Bratislava (Tékkósl.) TV Grosswallstadt (V-Þýskalandi), USAM Mimes (Frakklandi), Minaur Baia Mare (Rúmeníu) og Teka Sant- ander (Spáni) sitja hjá í fyrstu umferð. IHF-bikarinn USM Gagny (Frakklandi)—Initia Hassel (Belgíu) THW Kiel (V-Þýskalandi)—Kvantum Blau Mit (Hollandi) CHEV Diekirch (Luxemburg)—IK Sávehof (Svíþjóð) Halkbank Ankara (Tyrkl.)—Prowerb Bruck (Austurr.) BSV Bern (Sviss)—FC Portó (Portúgal) Balkan Lowetsch (Búlgaríu)—Proleter Zrenjanin (Júgósl.) Dukla Prag (Tékkósl.)—Banyasz Tatabanya (Ungveijal.) Elvetia Aþena (Philips College (Kýpur) Kamratema Helsingfors (Finnl.)—GOG Gudme (Danm.) Urædd Porsgrunn (Noregi)—KR (íslandi) Hapoel Ramat Gan (ísrael)—Cividin Triest (Ítalíu) TURU Dússelforf (V-Þýskal.), SC Magdeburg (A- Þýskal.), Caja Madrid (Spáni), SKIF Krasnodar (Sovétr.) og Dinamo Búkarest (Rúmeníu) sitja hjá í fyrstu umferð. MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I !R MlBWIKUp^UR 30. AGUST 1989 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA íslensku liðin drógust öll gegn Norðuriandaþjóðum Valsmenn í þriðja sinn til Færeyja í GÆR var dregið í Evrópu- keppni félagsliða í handknatt- leik. Fjögur íslensk lið taka þátt í Evrópumótunum í vetur T* og mæta öll liðum frá Norður- löndunum í fyrstu umferð. JW Islandsmeistarar Vals mæta Kyndli frá Færeyjum og leika fyrri leikinn á útivelli. Þetta er í þriðja sinn sem Valur mætir Kyndii. Liðin léku fyrst 1979 og síðan aftur í fyrra. Valsmenn hafa sigrað í öll- um viðureignum liðanna. Bikarmeistarar Stjömunnar fengu sænska liðið Drott og byija á heimavelli. Drott er mjög sterkt lið og komst t.a.m. í undanúrslit í Evrópukeppni meistaraliða í fyrra en tapaði þar fyrir' Steua Búkarest. Þess má geta að Valur sló Drott út í Evrópukeppninni 1979. KR-ingar, sem taka' þátt í IHF- bikarnum, mæta norska liðinu Urædd sem hefur bæði slegið Val og Stjörnuna úr keppni. KR-ingar leika fyrri leikinn á útivelli. í Evrópukeppni kvenna er eitt íslenskt lið. Það er Fram sem tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Liðið fékk norska liðið IF Vestar. Það verður án efa mjög þungur róður því Norðmenn standa mjög framarlega í handknattleik kvenna. Fyrri Ieikurinn fer fram í Noregi. Leikirnir fara fram á tímabilinu 25. september til 8. október. Valsmenn náðu lengst íslenskra liða í Evrópukeppninni í fyrra, kom- ust í 8-liða úrslit. Þar töpuðu þeir fyrir austur-þýska liðinu Magde- burg í sögulegum leikjum. Vals- menn ættu að teljast nokkuð örugg- ir í 2. umferð en hin liðin eiga flest á brattann að sækja. Gylfi Birgisson og félagar í Stjörnunni mæta sænska liðinu Drott. HANDKNATTLEIKUR / UNGLINGAR KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.