Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1989 C 3 og maður þarf alltaf að vera með augun opin.“ Skarphéðinn hefur ekki látið verða af því að kaupa sér skútu. „Fyrst var ég að velta því fyrir mér, en ég gaf það svo hægt og rólega upp á bátinn. Þetta er nokk- uð mikil fjárfesting sem sumir hafa leyst með því að kaupa skútu með öðrum, en á því eru auðvitað ýmis vandkvæði eins og gefur að skilja. Einnig er aðstaða hér á iandi þann- ig að það er hægt að stunda þetta í svo stuttan tíma á ári. Ég ákvað því að gefa skútukaup upp á bát- inn, en hugsaði í staðinn sem svo að með því að kunna að sigla ætti ég kost á því að fara í svona sigl- ingaferðir." Seglskútan með Qölskyld- una innan- borðs utan við Tyrk- landsstrend- ur, Skarphéð- inn er á inn- felldu mynd- um vindi og standi því vel að vígi í hernaðarlistinni gagnvart út- lendingum. Einnig kunna þeir betur á rokið. „Það sem er kannski sérkennilegast við aðstæður hér á landi er að annað hvort er mikill vindur eða of lítill. Erlendis er aftur á móti algengast að það sé einhvers konar millivindur. Það er til dæmis mun algengara að logn hamli hjá manni æfingum hér á landi en erlendis." Gunnlaugur segist yfirleitt sigla eigin skútu í keppnum er- lendis, því hana þekki hann best og það skipti miklu máli. „Það er einkum þrennt sem ná þarf tökum á til þess að ná árangri í keppni. í fyrsta lagi er það keppnisreynsl- an og það að beita herkænsku á keppinautana eins og ég sagði frá áðan. í öðru lagi að kunna að stilla bátinn rétt, það er að segja að stilla lögun á seglum og strekkja rétt á þeim. Og í þriðja lagi er það meðferð á bátnum, hvað maður er góður að venda og er með örugg handtök. Allt þetta verður maður nánast að geta gert í svefni.“ En hvað er það sem fær menn til þess að eyða öllum sínum frítíma í siglingar? „Það er svo margt. Þetta er auðvitað þrælgaman og kannski helst maður stöðugt í þessu af einhvers konar þijósku við það að reyna að gera betur. Svo hjálp- ar það vonandi svolítið upp á framtíð þessarar íþróttar hér á landi að ég og fleiri skulum hafa verið að reyna að ná árangri í henni erlendis. Væntanlega verð- ur þetta þá léttara fyrir þá sem á eftir koma og þeir læra af því sem við höfum verið að reka okk- ur á.“ WordPerfect 4.2 'ŒXST*. 3 7 Orðsnilld fyrir byrjendur. Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisins. Farið í allar helstu skipanir í WordPerfect. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933 ATH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRIMSSON & C0 Armstrong LOFTAPLDTUR KOBkoPiAsr GÓLFFLÍSAR EINANGRUN GLERULL STEINULL J J J) i j AMSTERDAM HAMBORG frá kr. 26.220 g 26.290 Staðgreitt. Miðað við fjóra fbíl í fjóra daga. JJJJ J M !.i JUiJJ R AMSTERDAM frá kr. 28.850 HAMBORG “20.740 Staðgreitt. Miðað við tvo í herbergi. EN EF ÞU VILT AÐEINS J l J x AMSTERDAM HAMBORG li'á kr. 24.580 “ 27.950 ARNÁRFWG HF. Lágmúla 7. sími 91-84477 ■ Austurstræti 22, sími 91-623060 Flugstöð Leifs Eiríkssonar. sími 92-50300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.