Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR sunnudagijr éi september 1969 C) 29 starf. Hann og Guðfinna voru búin að reisa myndarhús í landi ætta- róðalsins Mýrarhúsa. Þau kom gjarnan í starfsmannahópinn á árshátíðum og veit ég að gamlir félagar hugsa nú hlýlega til Guð- finnu. Hún stóð vel með manni sínum og þau voru samrýnd hjón. Björn var ótrúléga natinn við vélar og held ég að hann hafi átt margar ánægjustundir við mekan- isma, t.d. í bílum sínum, eftir að heim kom. Var hann snillingur í höndunum, og vildi t.d. vélrita sjálfur sína samninga fyrir ban- kann. Björn var jafnan stilltur mjög og prúður, frekar dulur, en við- ræðugóður og hann vinsæll í starfsmannahópnum. Allar hans athugasemdir um framvindu pen- inga- og efnhagsmála voru nýstár- legar og raunsæjar. Hann reyndist samstarfsmönn- um vel. Lagði hann sig í líma um að leysa lögfræðimál fólksins í bankanum, allt í sjálfboðavinnu. Má segja að hann hafi oft borgið t.d. húsnæðis- og lántökumálum einstakra starfsmanna. Er rík ástæða til að þakka alla samfylgd Björns Ólafs við okkur í bönkunum tveimur. Það var aldr- ei komið að tómum kofunum hjá Birni um góð ráð. Veit ég að eldri viðskiptamenn Landsbanka og Seðlabanka munu og geta tekið undir þetta. Ég flyt Guðfinnu, Skúla, Bjarna og öðrum ættingjum hlýjustu sam- úðarkveðjur mínar og samstarfs- fólksins í bankanum. Björn Tryggvason Það var að morgni laugardags, eins fegursta morguns sumarsins, að okkur barst sú sorglega frétt, að afi okkar hefði kvatt þennan heim. Með söknuði og jafnframt þakk- læti riíjast upp þær stundir sem við áttum með afa. Hann var allt- af tilbúinn að aðstoða okkur ef eitthvað bjátaði á. Hann var hrein- skilinn og ráðagóður um hvað sem var og verða ráðleggingar hans okkur gott veganesti. Margs er að minnast og ljóslifandi eru minn- ingarnar úr bílskúrnum, þegar við sátum þar hjá afa og hlustuðum á sögur sem hann hafði að segja meðan hann gerði við það sem aflaga hafði farið hjá okkur á hjóli eða bíl, Á þeim stundum lærðist margt til hugar og handa — þar var allt gert vel — og þar kom best í ljós hve laginn í höndunum afi okkar var, enda voru allar við- gerðir á vélum honum sérlega hugleiknar. Margbrotinn og góður maður er farinn. Við kveðjum elsku afa með þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum með honum. Minn- ing hans mun lifa í hjörtum okk- ar. Guð veiti ömmu okkar styrk og blessun á kveðjustund. Gunnar, Jón Björn og Jóhanna Blómastofa Friöfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Minning: Guðrún Jónsdóttir Fædd 26. mars 1904 Dáin 18. ágúst 1989 Mig langar til að minnast móður- systur minnar fáeinum orðum. Guðrún Jónsdóttir fæddist á Pat- reksfirði 26. mars 1904. Foreldrar hennar voru Jón Mark- ússon Snæbjörnsson símstjóri þar í bæ og kona hans, Sigríður Bach- mann Snæbjömsson. í foreldrahús- um ólst hún upp í stórum systkina- hópi. Nú eru öll systkinin látin, en þau voru Hulda, Ruth, Marta, María, Hanna, Ásta, Hallgrímur, Sigurður, Knútur og Skúli. Gurra frænka og maðurinn henn- ar, Haraldur Valdimarsson, sem lést fyrir allmörgum árum, bjuggu lengi við Hlíðarveg í Kópavogi. Þangað fannst okkur krökkunum í fjölskyldunni alltaf yndislegt að koma. Þá var þar enn sveit, með dýrum og beijamó. Meðan frænka mín bjó í Kópavogi, varð hún fyrir sinni stærstu sorg, þegar hún missti einkason sinn, Jón, sem fórst með togaranum Júlí í febrúar 1959, að- eins 16 ára gamall. Það tók hana mörg ár að jafna sig eftir þennan missi. Ekki er mér grunlaust um, að þegar hún og Halli fluttu til Reykjavíkur, hafi það ekki síst ver- ið til að losna við sárar minningar. Hún bjó síðan á Hringbrautinni þar til hún flutti á dvalarheimilið Drop- laugarstaði. Á Droplaugarstöðum átti Gurra gott ævikvöld, en starfsfólkið þar voru vinir hennar frekar en þjón- ustuaðilar. Þangað var gott að koma, herþergið hennar var ein- staklega vinalegt og samskipti öll við starfsfólkið einnig. Mér er sér- staklega minnisstæður síðasti af- mælisdagur Gurru á páskadag, en þá var ég einmitt stödd í Reykjavík og hitti hana síðasta sinni. Hún var þá farin að kröftum en vildi samt halda upp á afmælið sitt og voru þá bakaðar kökur og lagt á borð svo afmælið yrði sem minnisstæð- ast fyrir hana. Gurra frænka mín átti auðvelt með að eignast vini og meðan hún gat, hélt hún sambandi við alla sína ættingja og vini í gegnum símann og með bréfaskriftum. Þegar hún gat ekki lengur skrifað voru alltaf einhveijir til að hjálpa, starfsfólkið eða þeir sem komu í heimsókn. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænku í þeirri von og trú að núna sé henni fagnað af Nonna sínurn, Halla og öðrum ástvinum. Steinunn Hjartardóttir BOLHOLTI 6, SÍMAR 68-74-80 OG 68-75-80 Okkar dansar m spes - þaú geta allir lært aú úansa Þoó sem viö kennum í vetur: JszzleÍkskéSÍnn Spennandi leikdansarfyrir yngstu börnin. 'amkvœmis __^ dansar iiftY bbMt Srr T V4>r "vW>»/y | Fyriralla, börn, unglinga,' ungt fólkog fullorðna. Merkjapróf DÍ: Brons - silfur - gull. Þjálfum fyrir danskeppni vetrarins. Hagnýta heimskerfið fyrirfullorðna. Les Lancier Sérflokkur fyrir pör fram á vor í gamla franska dansinum og fl. dönsum. Ljúkum með helgar- dvöl á Hótel Örk í vor. Takmarkaður fjöldi. . ------------------ Fyrir stelpor og stráka, unga jafnt sem gamla. Ægilega gaman. Híýtt - Nýtt Suður amerískir dansar eins og Salsa - Mambo - Boggie - Rock. Tímar, sem enginn má missa af, sem fylgist með. Barnadansar Undirstaða fyrir allan sam- kvæmisdans og jólaballið. Hringdansar og sungið með. Gamlir og spiunkunýir dansar. Jazzdans - Discodans - Freestyle Fyrir krakka við öll nýjustu lögin, t.d. BATDANS úr kvikmyndinni BATMAN. Eldri borgarar - Kaffikvörnin er á mánudögum kl. 3 á sínum stað. Dönsum létta og skemmtilega dansa og hittum félagana yfir kaffibolla. - Innritun daglega frá kl. 10—20. Kennslustaóir: Bolholtó, 1. hæó, og Austurströnd 3, húsi SPRON. BOLHOLTI 6, STIMAR 68-74-80 OG 68-75-80. * ^ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.