Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 39
MORGUNÍÍLAÐIÐ
SAMSAFNH) SUNNUDÁGUR * SEPTEMBER 1989
C 39
SIMTALID
ER VIÐ GUÐNA GUÐMUNDSSON REKTOR í MR
NU HITNARl
14177
'Menntaskólinn, góðan daginn.
Góðan daginn, er hann Guðni
við?
Augnablik, ég skal athuga það.
Já, Guðni.
— Komdu sæll, Kristín Marja
Baldursdóttir heiti ég, blaðamaður
á Morgunblaðinu.
Komdu sæl.
Ég sé að það hafa staðið yfir
einhveijar framkvæmdir hjá ykkur,
hvað er verið að endurbæta núna?
Það er verið að skipta um glugga
og gluggafög, setja í tvöfalt gler.
— En hvernig er annars ástand-
ið í húsnæðismálum, er skólinn að
hrynja?
Nei, aldeilis ekki! Það er ekkert
traustara og vatnsheldara hús til á
landinu.
— Nemendur segjast nú stund-
um sitja í frosti á yeturna.
í alverstu veðrum getur hitinn
jú farið nokkuð neðarlega, en það
ætti að hitna núna eftir þessar við-
gerðir. Það hefur komið í ljós að
flestir glugganna hafa komið vel
undan, ekki fundist fúi nema á ein-
um stað. Nú eru þeir frá mismun-
andi tímum og ekki mikið eftir af
hinum upprunalegu, sá elsti er þó
frá 1845.
Við reiknum með að þessum
framkvæmdum verði lokið næsta
sumar.
— Hvað verður kennt á mörgum
stöðum í vetur?
Það verður
kennt í gamla
húsinu, Fjósinu,
Þrúðuvangi, Villa
Nova, Casa Nova
og svo fáum við
eina stofu í
KFUM. Þannig
að kennsla mun
fara fram í sam-
tals sex húsum.
— Og hvað
verða nemendur
margir?
Ég hef nú ekki
nákvæma tölu.
Það er alltaf viss
Guðni Guðmundsson
hreyfíng á haustin og oft komast..
þá fleiri að hjá okkur en við ætluð-
um í fyrstu. Ég reikna með að um
800 nemendur verði í skólanum
næsta vetur.
— Komast þeir allir fyrir?!
Það er tvísetning hjá okkur.
— Já, alveg rétt. En segðu mér,
er jöfn skipting milli kynjanna?
Nei, í mörg ár hafa stelpurnar
verið fleiri. Og það er ekki einung-;
is bundið við okkar skóla, þetta er
sú þróun sem hefur átt sér stað í
flestum framhaldsskólum.
— Ja hérna, hvernig stendur á
þessu? Eru þær að ná yfirhönd-
inni, stelpurnar?
Því get ég ekki svarað. En ég
hef oft spurt hvað verði um strák-
ana. Verða þeir allir afgreiðslu-
menn á bensínstöðvum?
— Já! En hvernig líst þér annars
á nýliðana, er þetta fólk með góðar
einkunnir?
Einkunnir eru mjög þokkalegar
held ég, annars hef ég ekki litið á
þær. Gagnstætt því sem fólk heldur
þá spekúlerum við lítið í einkunn-
um. Nemendur þurfa að uppfylla
viss skilyrði til að fá inngöngu í
skólannn og eftir þeim förum við.
- En ert þú ekki orðinn þreyttur
á . . .
Jú jú jú . . . ég er orðinn voða-
lega þreyttur á þessu hús-
næðisstagli! Ég hef ekki komist frá
nema nokkra eft-
irmiðdaga í sum-
ar. Leiðinlegt að
standa í þessu
ergelsi. Verst er,
að það er eins og
maður sé alltaf-
að vinna í ein-
hverju tómarúmi.
— Já, ég skil.
Jæja, en ég vona
að skólastarfið
gangi vel eins og
ævinlega, og
þakka þér fyrir
spjallið, Guðni.
Þakka þér
sömuleiðis.
i
roðnað og skammast sín fyrir hönd
bæjarins yfir því að geta ekki orð-
ið mönnunum að liði.“
Knud Zimsen borgarstjóra þótti
Vísir fullyrða heldur mikið og skrif-
aði ieiðréttingu sem birtist 19.
ágúst. Þar kom fram að almenning-
ur hefði haft afnot af salernum í
verkamannaskýli við Tryggvagötu
síðan 24. febrúar 1923. „Eru þar
5 vatnssalerni og fyrir afnotin eru
greiddir 10 aurar í hvert skipti.
(7,4 kr. miðað við framreiknaða
vísitölu) Þess utan eru 2 þvag-
klefar fyrir karlmenn." Notkun var
lítil sérstaklega fyrst í
BwUrfréttír.
T **■* ‘*<**»«-
iðar
BajBrfréttir
• E*jo I lynmott m. Wntf
"m «lu *
AlmrjTÍ |m. Gu.ml.unu. CUro-
•ct) oj runhrrou. Jró> A. Jónrooa
•Iþm. Of I™ K«u». M*guú« 11«»-
úlfcróMror. hi 1-hrS
*. a. n .4
Aðkomumenn í Reykjavík finna
stundum að því að almenn-
ingssalerni í borginni séu of fá og
þrifnaður notenda geti einnig verið
betri. — Þessi vandamál eru ekki
ný af nálinni.
F erðamannaþj ónusta
í dagblaðinu Vísi mátti lesa 13.
ágúst 1924: „Lavatory". Þeir munu
ekki fáir bæjarbúar um þessar
mundir sem komizt hafa í hann
krappan, er útlendingar þeir, sem
hér eru, hafa stöðvað þá götu og
spurt þá þessu orði — þeir hafa
stað,„meðan fólk var að venjast
þessu nýmæli“, en að meðaltali
notuðu um 50 manns salernin á
degi hveijum.
Núllið
Svo virðist sem eftirspurn eftir
þessari þjónustu hafi aukist því
árið 1930 voru reist náðhús í eða
undir Bankastræti. 14. janúar 1941
sá Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull-
trúi sig lilknúinn að skrifa bæjar-
ráði bréf: „Vegna aukinnar aðsókn-
ar á síðasta- ári að náðhúsum karla
í Bankastræti, hefir komið fram
FRÉTTALJÓS
ÚRFORTIÐ
SÖGUBROTUM
ALMENNINGSSALERNI í
REYKJAVÍK
Skortur á
þrifnaði
náðhúsi karla undafarin tvö ár. Þar
kom t.d. fram að í desember 1939
voru tekjur 227,50 kr. fyrir afnot
salerna (22.750 heimsóknir, salern-
isnotkun kostaði miðað við fram-
reiknaða vísitölu 10,5 kr.). Tekjur
fyrir sápu og handklæði voru 2,4
kr. (240 notuðu þessar vörur). Því
má reikna að 1,05% notenda þvoðu
sér um hendur eftir salernisnotkun.
í desembermánuði 1940 höfðu tekj-
urnar aukist í 464,90 kr. fyrir sal-
ernisafnot (46.490 notendur) og
5,30 kr. fyrir hreinlætið (530 not-
endur). (Miðað við framreiknaða
vísitölu hafa salernisafnot kostað
rétt um 8 kr. Þess má geta að í
Morgunblaðið/Þorkell
talsverð óánægja af þeirra hendi,
sem orðið hafa að bíða eða hverfa
frá vegna þess að salernisklefarnir
eru ekki nógu margir til þess að
fullnægja eftirspurninni.“ Þessa
auknu eftirspurn mátti að verulegu
leyti rekja til veru breska setuliðs-
ins í bænum. í bréfi heilbrigðis-
fulltrúans voru tíundaðar tekjur af
dag greiða menn 20 kr. fyrir sal-
ernisafnot í Bankastræti.) Þá
þvoðu 1,14% notenda sér um hend-
urnar.
Heilbrigðisfulltrúinn spurðist
fyrir um hvort kæmi til greina að
taka náðhús kvennanna við Banka-
stræti sunnanvert til afnota fyrir
herrana og „koma kvennanáðhús-
inu fyrir á öðrum heppilegum stað“.
Bæjarverkfræðingur taldi erfitt
að breyta fyrirkomulagi eða auka
afkastagetu almenningssalernanna
í Bankastræti en benti á að setulið-
ið væri að byggfa samkomuhús sem
væntanlega myndi draga eitthvað
úr þessari þörf.
Dvínandi vinsældir
Þörf Reykvíkinga fyrir almenn-
ingssalerni virðist hafa dvínað
næstu árin. 11. janúar 1951 sendir
borgarlæknir, Jón Sigurðsson,
borgarstjóra, Gunnari Thoroddsen,
bréf og yfirlit um aðsókn að náð-
húsi karla í Bankastræti árin
1947-50. „Hefur aðsóknin minnkað
jafn og þétt á þessum árum. Árið
1947 voru gestirnir 67.190 en sl.
ár aðeins 52.500. Þrátt fyrir
nokkra athugun á þessu máli get
ég enga skýringu gefið á þessu
fyrirbrigði.. . Nota ekki nema
rúmlega 1 af 100 gestum hand-
klæði og sápu eftir notkun salern-
anna. Ber það vott um óheyrilegan
skort á þrifnaðarkennd gest-
anna ... Skeytingarleysi í þessum
efnum getur haft mikla sýkingar-
hættu í för með sér, ekki sízt þeg-
ar vissar farsóttir, eins og t.d.
mænusótt ganga ... Hingað til
hafa sóðarnir sem ekki þvo sér um
hendur eftir notkun salerna, verið
verðlaunaðir með lægra gjaldi...
Ég leyfi mér að leggja til að fram-
vegis verði salemisgjaldið aðeins
eitt, 50 aurar.“ (Miðað við fram-
reiknaða vísitölu 8,2 kr.)
Tilmæli borgarlæknis voru sam-
þykkt i bæjarráði 16. sama mánað-
ar. Eftir það er þessi tölfræðilega
heimild um þrifnað kárla í Banka-
stræti ekki lengur fyrir hendi en
vettvangsathuganir benda til að
þrifnaði hafi farið stórlega fram.