Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 36
'B6 C MORGUNBL-AÐIÐ VELVAKAIMDI HUNNC'DA(il'R 3‘ SEPl’LMBER 1989 - Þú baðst um að fá kaffið í rúmið ... Með morgunkaffinu Þetta er víst lausnin sem húsnæðisleysingjunum er boðið upp á um þessar mundir. HÖGNI HREKKVÍSI Mannúð- arleysi Til Velvakanda. Það mun talin lífsnauðsyn Islend- ingum að veiða hvers konar fisk, en hitt er alveg eins víst, að ekki er mannfólkinu nein lífsnauðsyn að fiskurinn sé látinn deyja með langæj- um harmkvælum, t.d. að deyja á þurru landi af súrefnisskorti. Það mun því miður vera látið viðgang- ast, að fiskur sé meðhöndlaður sem dauður hlutur eða tilfinningalaus, eftir að hann er kominn á land, og þess ekki gætt að aflífa hann með hreinlegum hætti. Þessi fullyrðing mín kann að þykja hæpin, en ég vil þá segja lítið dæmi, þessu til stuðn- ings. Mér var sögð eftirfarandi saga: Veitingaskáli einn fékk sendan sil- ung frá fisksala einum í borginni. Þegar eigandi veitingahússins fár að athuga pokann, sem silungurinn var sendur honum í, tók hann eftir að kvikt var í pokanum. Honum þótti þessi hreyfing dálítið undarleg, opn- aði pokann og losaði úr honum í stamp eða bala. Kom þá í ljós, að hluti silunganna var enn með lífsmarki. Nú hagar svo til, að rétt hjá skál- anum er dálítil tjörn, sem lækjar- sytra rennur í gegnum. Veitinga- manninum kom ti! hugar að reyna, hvort eitthvað af silungnum gæti lifnað við, ef hann sleppti þeim í pollinn. Hann skoðaði silungana og sá að um heimingur (eða um 15) þeirra, var enn með lífsmarki. Þessum 15 sleppti hann í vatnið til reynslu. Þeir voru til að byija með heldur dauða- legir, en fóru brátt að taka við sér, og flestir lifnuðu við. Áður en á löngu leið, urðu þeir sprækir og eru nú gestum staðarins til ánægju og augnayndis. Eigandi Skálans og fólk hans á þakkir skilið og hrós, fyrir þessa framkomu gagnvart dýrunum, sem voru að dauða komin, vegna mis- kunnarleysis þeirra, sem áður höfðu haft þau undir höndum og ekki hirt um að drepa þau hreinlega. Það er eins og lotning fyrir lífinu og tilfinn- ing fyrir þjáningum annarra hafi verið því fólki víðs tjarri. Um dauðastríð veiðidýra, hvort sem þau eru með heitu eða köldu blóði, er nær aldrei talað opinber- lega. Það er eins og meðferð á þeim og aflífunaraðferðir séu mönnum með öllu óviðkomandi. Og er þó vitað mál, að hér er víða pottur brotinn. Þegar menn taka sér það vald, oftast (en ekki ávallt) af illri nauð- syn, að veiða einhver dýr á landi eða í sjó, þá skyldi það ævinlega vera fyrsta boðorðið að drepa þau hrein- lega undireins, en láta þau ekki kvelj- ast að óþörfu langtímum saman, eins og dæmið hér að framan ber vott um. Ingvar Agnarsson Á FÖRNUM VEGI Menn gera líka að gamni sínu ýmist á sinn kostnað eða annara og lifa lífinu svona yfirleitt á þolanlegan hátt. Til þess að skyggnast svolítið inn í austur- húnvetnskan þéttbýlis- hugsunarhátt voru neð- angreindir aðilar teknir tali og er frásögn öll í takt við það andrúm sem viðmælendur fréttaritara voru í þegar til þeirra náðist. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Oskar HúnQörð framkvæmda- sljóri. Laxinn dýri og bjartsýni Blönduósi. LÍFIÐ og tilveran á Blönduósi er að líkindum ekkert öðruvísi heldur en gengur og gerist í litl- um bæjum allt í kringum landið. Umræðan snýst um ástand og horfúr í atvinnumálum, sam- dráttinn í landbúnaði og sitthvað það sem efst er á baugi hveiju sinni. Menn gera líka að gamni sínu ýmist á sinn kostnað eða annara og lifa lífinu svona yfír- leitt á þolanlegan hátt. Til þess að skyggnast svolítið inn í aust- ur-húnvetnskan þéttbýlishugsun- arhátt voru neðangreindir aðilar teknir tali og er frásögn öll í takt við það andrúm sem viðmæl- endur fréttaritara voru í þegar til þeirra náðist. Mikill ferðamannastraumur Óskar Húnfjörð er ungur maður sem er framkvæmdastjóri í fyrir- tækinu Húnfjörð hf. á Blönduósi sem meðal annars rekur kökuhús, bakarí og veitingasölu. Óskar sagði að samkeppnin við brauðgerðarfyr- irtækin fyrir sunnan gengi vel og í því sambandi höfum við lagt áherslu á að sinna heimamarkaðin- um vel og ávallt haft góða fagmenn í bakstrinum. En bakaraiðnin al- mennt varð fyrir geysilegu áfalli þegar söluskattur á matvæli var lagður á og hefur ekki náð sér enn,“ sagði Óskar Húnfjörð. Óskar gat þess að ferðamannastraumur hefði verið mikill í sumar en ennþá væru möguleikar í ferðaþjónustunni stór- lega vannýttir.. „Tökum til dæmis það að sveitarfélagið og einstakl- ingar hafa gert stórátak í umhverf- ismálum, aðstaða til alls kyns tóm- stunda hefur batnað til mikilla muna. Þetta eigum við að nýta ekki síður fyrir ferðamanninn en okkur sjálf og í þessu felast mögu- leikarnir. Þó verður að segja það að aðstaða tii vetraríþrótta er nán- ast engin og þar þarf að gera stór- átak. Þarna væri gott verkefni fyr- ir bæi eins og Blönduós, Skaga- strönd og Sauðárkrók að koma upp alvöru aðstöðu til vetraríþrótta og þá í tengslum við nýjan veg yfir Víkverji skrifar Af og til minna innlendir fram- leiðendur á sig með sérstöku „átaki“, þar sem menn eru hvattir til að kaupa íslenska vöru. Minnt er á að það sé ekki aðeins hagur framleiðandans sjálfs heldur einnig — og ekki síður — þeirra þúsunda starfsmanna sem að framleiðslunni vinna og þjóðarbúsins í heild. Spurningin er hvort við sköpum löndum okkar atvinnu eða erlendu fólki. Nokkrar verslanir hafa sýnt lofs- verða viðleitni til að vekja athygli í ísienskum framleiðsluvörum og merkt vel hvar þær eru að finna, en í öðrum ber oft lítið á þeim innan um allt innflutta dótið. xxx Ekki er siður þýðingarmikið að þeir sem að hönnun og ráðgjöf standa gleymi ekki íslenskri fram- leiðslu þegar þeir ákveða eða ráð- leggja um efniskaup, t.d. við bygg- ingar eða aðrar framkvæmdir. Þar má t.d. nefna arkitekta og verk- fi-æðinga. Taka má sem dæmi hita- lögnina við Háskólabíó. Hún var keypt erlendis frá, þótt hér á landi væri framleitt það sem til hennar þurfti, fyllilega samkeppnisfært að gæðum og meira að segja mun lægra að verði. Oft er engu líkara en sérfræðing- ar, sem menntaðir eru erlendis, mæli eingöngu með því sem þeir kynntust þar, en láti alveg undir höfuð leggjast að kynna sér hvort sambærileg vara sé framleidd hér heima. Þegar verkefnin eru stór getur yerðmætið skipt hárri fjár- hæð. Ómæld vinna er þá flutt úr landi. Þetta er hlutur sem menn verða að íhuga vel. xxx Erlendur kunningi Víkveija dáð- ist að hlaðna veggnum um- hverfis þjóðarbókhlöðuna, sagði hana vel við hæfi við slíka stofnun. Spurði hann síðan um rauðu klæðn- inguna á byggingunni. Þegar hon- um var sagt að hún væri frá Japan missti hann málið og við tók löng þögn. Víkveiji roðnaði upp í hárs- rætur, og frekari umræða um Þjóð- arbókhlöðuna fór ekki fram. Klæðning þessi kostaði ófáar milljónirnar. Áuk peninganna og atvinnunnar sem rann þar úr landi er nöturlegt fyrir ísrfendinga, sem státa af bókmenntaarfleifð sinni, að þurfa að horfa upp á þetta aust- urlenska yfirbragð á Þjóðarbók- hlöðunni. Ekki skiptir máli hvort byggingin er fögur og stílhrein eða þunglama- leg og ljót. Um það verða menn áreiðanlega aldrei á einu máli, en rauða japanska klæðningin lýsir ekki þjóðarmetnaði. Þar hefði hann þó gjarnan mátt birtast. XXX egar fólk fer í verslanir mætti það vel hafa í huga að það eflir eigin hag með því að kaupa íslenska vöru — og sérfræðingar og ráðgjafar ættu ekki síður að minnast þess að framtíð þeirra byggist þó nokkuð á því að fjármag- nið sem þeir ráðstafa lendi ekki að óþörfu í erlendar hendur. Allir hafa hag af því að það haldist hér innan- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.