Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 30
3(Si-€iL -morguhb: 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag eru það nokkur orð um ástamál Tvíbura (21. maí - 20. júní) og Krabba (21. júní - 22. júlí) í lokaumfjöllun um stjörnumerkin. Daður Hinn dæmigerði Tvíburi er daðurgjarn. í samkvæmum gengur hann á milli manna, talar mikið og brosir í allar áttir. Hann hefur áhuga á fólki en er samt sem áður ekki lauslátur því áhugi hans beinist fyrst og fremst að því að ræða við fólk. Að vísu er sagt að Don Juan hinn frægi elskhugi hafi verið Tvíburi, en það segir þó ekki margt. Casanova var til dæmis Hrút- ur. Umrceða Það sem skiptir Tvíbura aðal- máli er að ná hugmyndalegu sambandi við fólk. Hann vill fyrst og fremst tala og segja sögur. Hann er þegar allt kemur til alls ekki líkamlega sinnaður. Tvíburinn getur þvi talað mikið um ástina og það sem gerist þegar í rúmið er komið. Hann vill ræða málin og því komast ástvinir hans iðulega seint í draumalandið þegar ástarævintýri með hon- um eru annars vegar. Skemmtilegar sögur Það sem heiilar Tvíbura eru skemmtilegar sögur úr ólík- um áttum. Ef við segjum honum frá leit að demöntum í Amazon-frumskóginum, HstggaHSff! í New York, nýj- um og spennandi skemmti- stað í Hafnarfirði og bætum við nokkrum nýjum sögum úr stjórnmála-, íþrótta- eða listalífinu, þá eigum við Tvíburann. „Aha, þetta er „sexý“ gæi, hann veit margt. Frelsi \ ástalífinu er Tvíburinn hress og léttur. Hann vill tala um . ástina, segja brandara og prófa sig áfram með nýjar aðferðir. Sagt er að við þurf- um að gefa honum langt reipi, eða varast að ætla okkur að eiga hann eða hefta frelsi hans. Kertaljós Krabbinn er tryggur í ást og vináttu. A þeim sviðum sem öðrum leitar hann öryggis og varanleika. Það tekur nokk- urn tíma að komast nálægt honum. Þegar hann verður ástfanginn er ástæðan yfir- leitt sú að hann finnur já- kvæðan tilfinningastraum liggja á milli sín og væntan- legs maka. Það sem átt er við er að Krabbinn elskar fyrst og fremst vegna tilfinn- inga, en ekki vegna þess að hann hrífist af gáfum, ætt- erni, peningum eða vöðvum. Krabbinn er tilfinningamerki og er sem siíkur veikur fyrir rómantík og kertaljósi. Kelirí Hinn dæinigerði Krabbi er kelinn og töluvert gefinn fyr- ir kossa og faðmlög. Sem elskhugi er hann næmur, nærgætinn og verndandi. Því er vissara að skapa rólegt og Ijúft andrúmsloft þegar koma á Krabbanum til, setja þægi- lega tónlist á fóninn og þá helst gömul lög sem vekja upp sælar minningar. Tunglið hefur sterk áhrif á Krabbann og því er pottþétt að bjóða honum niður í fjöru á fuílu tungli og flytja honum ástar- ijóð. Þetta er kannski einum of mikið af því góða en ætti samt að varpa ljósi á ástalíf Krabbans. Karlmenn í Krabbamerkinu eru hijúfari en konurnar og setja oft upp skel til að vernda sig. Þeir sem lenda í ástarævintýri með Krabbanum geta þurft að gæla sín. Krabbinn er ekki merki sem stofnar til skyndi- kynna heldur læsir klónum fast í þá sem liann þráir. Það er því hægara að komast í en úr þegar hann er annars vegar. GARPUR o/ee/! ee Y l/epa j 'eiöDAPAUOlÐÍ I £NGAN ASA -- Mi/ARexNúÞessi>6ÖLF!€> ep MSKUP? L/ ÞehnbuWtt/ J GRETTIR BRENDA STARR \HZFP HFLDUP 8.SA0BIT-. í-> ^ ^ -r>. . . k i rr- /1 A A /* l C C= BOT7Ö/VU-INF AE> HANN SE AÐ SEGJA /HÚP AD E& . MEG/EKK/ SKH/TA i-PAy \SÖGN MInA OAi E/7tt£> ~-WZZFZAKÓNGí. | HAfUM HELDUR. ADHANN SÉ E/6 ■j/H E17U&-'' rannsóknaeblabamennska HEZRtR FOAT/ÐlNNI T/L,, 6EENDA. NÚ EPU ÞAÐ SK/S/r U/Uf POpP7tíNL/sr 06 pess, HATTA/ZSE/H ,--, &/LD17S. / / /((I If^t LJOSKA FERDINAND SMAFOLK TE5, MA'AM, |'P UKE T0 BUV A BOX OF VALENTINE CANPV FOR A 6IRL WHO (70E5N'T KNOU) I EXIST... I LL NEVER HAVE THE NERVE TO 6IVE IT . TO HER ANVLUAV. Já, kennari, ég vil kaupa sælgæti fyrir stúlku sem veit ekki að ég er til . . . Nei, kennari, ekkert mjög dýrt... Ég hef hvort sem er ekki kjark til að gefa henni það ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Bob Hamman var ánægður með samninginn þegar blindur kom upp, þótt hann hefði ýmis- legt út á sagnir félaga síns að setja. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ Á7654 V Á4 ♦ 3 ♦ KD985 Vestur Austur ♦ D2 ....... ♦ KG1098 V 98752 VKDG10 ♦ K9652 ♦ G87 ♦ 3 *2 Suður ♦ 3 V63 ♦ ÁD104 ♦ ÁG10764 Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 lauf Pass Pass Pass Utspil: hjartanía. Kröftuglega meldað af hálfu norðurs, því þrátt fyrir tvo ása gat Hamman hæglega verið með tvo hunda í spaða og þá er ekk- ert til bjargar. En Hamman átti réttu spilin; 12 slagi beint og möguleika á þeim 13 með því að fría spaðann eða svína í tígli. Hamman drap á hjartaás og tók strax spaðaás og trompaði spaða. Spilaði svo laufi inn á kóng blinds og trompaði annan spaða. Vestur henti hjarta og nú var ljóst að úrslitaslagurinn yrði að koma á tígul. Það virðist blasa við að svína tíguldrottningunni, en Hammail var fljótur að reikna út að sú svíning gengi ekki. Fyrsti slág- urinn benti til að aifetur ætti mannspilin í hjarta. Og hann hafði sýnt KG10 fimmta í spaða til viðbótar. Ef tígulkóngnum er bætt við þessa 5—4 í hálitunum á austur orðið opnun. En hann passaði í upphafi. Aðeins einn möguleiki var eftir og Hamman spilaði upp á hann: Tígulás og drottning. Kóngurinn á og trompað, og síðan féll gosinn þegar tígull var aftur trompaður. Hjartataparinn fór því niður í tígultíu. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Það er ekki hægt að segja að brella dagsins sé fyrir lengra komna, en hún bar þó árangur á heimsbikarmótinu i Skellefteá. Við skulum skoða skákina frá byijun: Hvítt: Hiibner, svart: Korchnoi, Pirc vörn, 1. e4 — d6, 2. d4 - Rf6, 3. Rc3 - g6, 4. f4 - Bg7, 5. Rf3 - c5, 6. dxc5 - Da5, 7. Bd3 - Dxc5, 8. De2 - Bg4, 9. Be3 - Da5, 10. 0-0 - 0-0, 11. h3 - Bxf3, 12. Dxf3 - Rc6, 13. Re2 (í fræðunum er 13. a3 talið öllu nákvæmara) 13. — Rd7i, 14. c3?? 14. — Rde5 (Hvíta staðan er nú töpuð. Við skulum þó líta á heiðar- lega tilraun Ilúbners til að klóra i bakkann:) 15. fxe5 — Rxe5, 16. Dg3 - Rxd3, 17. Bg5 - Hfe8, 18. Bxe7 - Db6+, 19. Khl - Hxe7, 20. Dxd3 — Hae8, 21. Rf4 — Hxe4, 22. Rd5 — Dxb2 og þótt hvítur hafi ekki gefið fyrr en í 61. leik, lék aldrei vafi á úrslit- um. Þótt ótrúlegt megi virðast féll Ljabojevic einnig í þessa ein- földu gildru gegn Timmann í Til- burg 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.