Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1989, Blaðsíða 6
/ 6 Ö tóÖ'RGÚNBLÁÍÐIÐ SÚNNÚDAGUR ;i. SRPTEMRER 1989 í TONLISTARFERHL Jóns Siguróssonar spannar hálfa öld. hann hefur samibyfir 200 dœgurlagatexta, á annan tuglaga ogleikid meb hljómsveitum íyfir fjórutíu ár. hann var bankamabur í 35 ár en hefur nú látib afþeim starfa. þrátt fyrirþab hefur aldrei veribjafn mikib ab gera ognú. eftir Urði Gunnorsdóttur. mynd: Börkur Arnorson ÞAÐ ER fjöldi Jóna Sigurðssona í símaskránni. Þeir eru líka margir í músíkinni og hafa því hlot- ið viðurneftii til að greina megi þá í sundur. Einn þeirra er Jón Sigurðsson í bankanum. Hann hefúr verið í „bransanum“ í fimmtíu ár; allt ft*á því hann stalst til að spila dægur- * lög á kirkjuorgelið í Asólfsskála undir Eyjafjöllum flórtán ára gamall og þar til nú, að sett hefúr verið upp dægur- lagahátíð í Broadway, tileinkuð tón- list og textum Jóns. Hann hefúr samið á þriðja hundrað texta og ellefú laga hans hafa verið gef- in út. Sjálfúr hefúr Jón leikið í hljómsveitum í meira en íjörutíu ár og unnið í Bún- / aðarbankanum í 35 ár. Jón Sigurðsson, fæddur og uppalinn undir Eyjafjöllum, hefur verið viðloðandi tón- list frá barnæsku. Faðir hans var kirkjuorganisti og orgelið freistaði Jóns snemma. Þá hafa systkini hans einnig „dundað“ sér í músikinni. Jón sótti orgeltíma til bóndans á næsta bæ, en sá kunni ýmislegt fyrir sér. Síðar stalst hann til að leika á kirkjuorgelið í Ásólfs- skála, en þangað flutti íjölskyldan eftir lát fjölskylduföðurins. Jón var þá tólf ára. „Eg spilaði allt mögu- legt á orgelið, sálma jafnt sem dægurlög, og það amaðist enginn við því. Fjórtán ára gamall samdi ég svo mitt fyrsta lag og texta á títtnefnt orgel, „Komdu í kvöld“,“ segir Jón en hann stakk upp á því að dægurlagahátíðin í Broadway skyldi kölluð eftir heiti lagsins. Ekki segir hann lagið þó skipa sérstakan sess í huganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.