Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 12
MORGUNiBLAÐ.Œ) FIMMTUDAGHR 7. SKl’TliMBER 1989 h 12 óskast Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata frá 39—63 o.fl. KOPAVOGUR Sunnubraut Mánabraut fUmrgnnlifefrib ELFA IvorticeI viftur í úrvali Loftviftur - baðherbergisviftur - eldhúsviftur - borðviftur - röraviftur - iðnaðarviftur Hagstætt verð. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28. Sími 16995. er til ráða? eftir Þorvald Garðar Kristjánsson Þegar búið er að kasta kvótakerf- inu fyrir róða er einsætt að taka verður upp fiskveiðistefnu sem er almenns eðlis í stað einstaklings- bundinnar. Ef annarri stjómunar- aðferðinni er hafnað er ekki um annað að ræða en hina aðferðina. Það verður að velja annanhvorn kostinn, svo einfalt er það þó að fiskveiðistjórnun í sjálfu sér sé allt annað en einfalt mál. Fiskveiðistjórnun almenns eðlis felur ekki í sér aflatakmarkanir á hvert skip fyrir sig. Fiskveiðar eru þá fijálsar innan þeirra takmarka sem leyfilegt aflamagn á hveija fisktegund heimilar. Aðferðin er fólgin í almennum fyrirmælum um veiðitíma, veiðisvæði, gerð skipa, útbúnað veiðarfæra og meðferð afla. Aðferðin er sóknarstýring eft- ir almennum reglum. í umræðunni um kvótakerfið hefir það nánast þótt goðgá hjá kvótamönnum að nefna þessa fijálsu leið til fiskveiðistjórnunar. Þeir hafa látið sem þessi leið væri ekki til, væri ónothæf og óraunhæf og nánast talað um þetta sem fjar- stæðu. Allt er þetta furðulegra en tali tekur og forherðingin með ein- dæmum. En eftir stendur þrátt fyr- ir allt að þessi fijálsa aðferð er til. í veruleikanum og ekki óraun- hæfari en svo að hún var viðhöfð 1976-1984 við stjórn fiskveiða.Og þessi aðferð reynist ekki ónothæf- ari en svo að vandamál fískveiði- stjórnunar voru þá barnaleikur einn borið saman við erfiðleikana sem nú fylgja kvótakerfínu. En ógæfan var að hverfa frá sóknarstýringunni 1984 og taka upp kvótakerfið í stað þess að bæta þá aðferð sem fyrir var. Stjórnun fiskveiða verður samt aldrei vandalaus og það verður sífellt viðfangsefni að bæta fram- kvæmdina og laga að þörfum hvers tíma. í dag liggur vandinn í því að skipastóllinn er of stór. Stjóm fisk- veiða verður að taka mið af þessari staðreynd. Kvótakerfið hefir ekki bætt' úr heldur þvert á móti, eins og reynslan sýnir. Þeir sem samt vilja halda í kvótakerfið verða þá að beita miðstýringu þess enn meir til að freista þess að með stjórn- valdsráðstöfunum sé séð um að sóknargetan verði ekki meiri en þarf til að fultnýta fiskstofnana. Þetta merkir í framkvæmd að komið verði á ströngu hafta- og skömmtunarkerfí þar sem stjórn- völd ákveði hvað skipastóllinn skuii vera stór, hvaða skip skuli úrelda, hve mörg ný skip megi koma til, hvaða skip skuli endurbyggð, hver skuli vera eigandi að hveiju skipi og frá hvaða verstöð skuli gera það út. Með þannig framkvæmd kvóta- kerfisins mætti hugsa sér að hægt væri að aðlaga sóknargetu fiski- skipastólsins veiðiþoli fiskistofn- anna og forðast ofnýtingu þeirra. En þessi leið væri dýrkeypt. Þá væri ekki lengur fyrir hendi sú fijáisa samkeppni í fiskveiðum landsmanna sem skapaði þá ein- dæma framleiðni sem hefír verið undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Fyrirmæli stórnvalda fela ekki í sér neina tryggingu fyrir hagkvæmum rekstri sjávarútvegsins. Þvert á móti skortir þessa aðferð það sem nauðsyn krefur til að stuðla að þjóð- hagslegri hagkvæmni. Engin mið- stýring eða ríkisforsjá getur í eðli sínu verið fær um að gæta þess. Samkvæmt eðli málsins hljóta ákvarðanir stjórnvalda í þessu efni að vera að meira eða minna leyti geðþóttaákvarðanir. Það ber allt að sama brunni. Eina úrræðið er að hverfa frá kvótakerf- inu og taka þann kostinn, sem fólg- inn er í því að aflatakmarkanir séu ekki bundnar við skip heldur sé hveiju einstöku skipi fijálst að afla og flytja þá björg í bú sem það er fært um innan þeirra marka sem hámarksafli úr hveijum einstökum fiskistofni leyfir. Með þessum hætti verður sókn og keppni sjómanna komið við og frumkvæði, forsjá og atorka útgerðarmannsins fær notið sín. Skip með góðan rekstrargrund- völl fá að skila þeim arði í þjóðar- Þorvaldur Garðar Kristjánsson „I dag liggur vandinn í því að skipastóllinn er of stór. Stjórn fiskveiða verður að taka mið af þessari staðreynd. Kvótakerfíð hefir ekki bætt úr heldur þvert á móti, eins og reynslan sýnir.“ búið sem efni standa til. Úrelding bíður þeirra skipa sem haldið hefir verið á floti einungis vegna kvóta- kerfisins. Kaup og sala skipa verður óhindruð af kvótahagsmunum. Ver- stöðvar fá að njóta aðstöðu sinnar til fiskimiðanna þannig að stuðlað sé að hagkvæmri verkaskiptingu í atvinnulífi landsmanna eftir byggð- arlögum og með því eflt þjóðhags- legt gildi og heildarafrakstur fisk- veiða. Þessi skipan felur í sér það úrval sem þarf að fara fram til að fækka fiskiskipum og minnka þannig sóknargetuna til samræmis við það sem nægir til að fullnýta fiskistofn- ana. Slíkt úrval geta engar stjórn- valdsráðstafanir ákvarðað. Það verður einungis framkvæmt í fijálsri samkeppni þar sem hæfni og arðsemi fá að ráða. Þeir halda velli sem kunna best til verka. Hin- ir falla fyrir borð. í fijálsum at- vinnurekstri geta þeir einir verið þátttakendur sem standast sam- keppnina. Þannig verður best tryggður hagkvæmur rekstur sjáv- arútvegsins. Þannig heltast úr lest- inni þau skip sem eru óhagkvæm og illa rekin. Það borgar sig hrein- lega ekki að gera þau út. Þannig gæti sóknargetunni miðað þegar til lengdar lætur í átt til jafnvægis við fiskistofnana svo að beita þurfi sem minnstum veiðitakmörkunum. Til að flýta fyrir þessari þróun og að fiskiskipastóllinn verði ekki stærri að sóknargetu en hámarks- nýting fiskstofnanna krefur og stuðla að því að svo geti framvegis verið þarf að gera sérstakar ráð- stafanir. Bæði þarf að koma á fót skilvirkum úreldingarsjóði físki- skipa, sem getur ekki náð tilgangi sínum fyrr en bundinn er endi á tregðuna til úreldingar með afnámi kvótakerfisins. Einnig þarf að korna á þeirri skipan að endurnýjun físki- skipastólsins leiði ekki til stækkun- ar hans meðan sóknargetan er umfram það sem nægir til að tryggja hámarksnýtingu fiskistofn- anna. Það hlýtur að vera þjóð- hagslega hagkvæmara að tak- marka kostnáð við fjárfestingu en að takmarka not af þeirri fjárfest- ingu sem kostað hefir verið til svo sem er í raun fólgið í kvótakerfinu. Það er vissulega rangt að ekkert sé til úrræða annað en kvótakerfið. Og það hefir verið bent á hvað sé til ráða. Á síðasta þingi setti ég ásamt fleirum fram tillögu í frum- varpsformi um þá skipan sem þarf að koma. En ennþá er kvótakerfinu sungið lof og dýrð. Skal að því vik- ið í annarri grein. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Vestfjarðakjördæmi. Astríðuþrungn- ar kynjaverur ________Myndlist BragiÁsgeirsson Jafnvel þrælróttæk byltingar- skáld og heimshornaflakkarar eins og Dagur Sigurðarson eru ekki undantekningar frá reglunni, hvað lífræna þróun áhrærir. Það sýna hinar 35 myndir greinilega, sem fram til 17. sept- ember hanga upp í Listamanna- húsinu í Hafnarstræti 4. Hér áður og fyrir margt löngu lá Degi og vini hans, Völundi Björnssyni, heilmikið á að bjarga heiminum, með því að sýna fram á vonsku auðhyggjunnar og vest- ursins, með glannalegum skilríkj- um af kjólklæddum dollaraköllum með pípuhatt og digra vindla í munnvikinu. Og allar vondar sprengjur voru frá þessum köllum ættaðar, enda þeim kyrfilega merktar. En vonskan er hvergi algild, heldur virðist henni réttlát- lega dreift um allar jarðir eins og annað af gjöfum sköpunarverks- ins. Eitthvað virðist Dagur farinn að spekjast, eða kannski úrkynj- ast að dómi harðsoðinna félaga sinna, en hvað um það þá hefur hann uppgötvað aðrar og myndríkari hliðar á mannlífinu, en þessa forskrúfuðu kalla og bombur þeirra. Er svo er komið lætur hann hinar einu sönnu bombur ráða ferðinni, sem eru hinar myndrænu og geta þó ekki verið síður kröft- ugar, en þó í þá veru að vekja líf en ekki deyða. Og það eru miklu betri bombur. í fyrsta lagi þá hefur orustan færst frá greiðasemi við fjarstýrð- ar pólitískar skoðanir, sem nú er komið á daginn að höfðu skelfíleg- ar afleiðingar, yfir á sjálfan mynd- flötinn, og svo ráða nú önnur og lífrænni lögmál pentskúfi lista- mannsins en áður. Það er mikið til í því, sem Pic- asso sagði eitt sinn, að jafnvel eitt lítið epli gæti valdið byltingu í myndlistinni, menn þurfa víst ekki að mála bryndreka og or- ustur til þess. Og trútt um talað ljóstra mynd- ir Dags upp um hinar ýmsu bylt- ingar í listinni á öldinni, án þess að það sjáist skotvopn í þeim né glitta i vínrautt andlit á auð- hyggjumanni, er framleiðir þau. Hér er hin umbúðalausa tjáning á fullu, og geta einstakar myndir minnt furðumikið á þann ágæta málara Emil Nolde, t.d. hvað myndimar „Örvænting" (25) og „Saumaklúbbur á diskó“ snertir. í myndum Nolde mátti einnig á stundum kenna dálítillar ró- mantíkur og svo er einnig hjá Degi svo sem í myndinni „Norsk vetrarnótt," en þó einkum „Stór- streymi", er minnir nokkuð á norska málarann Harald Sohl- berg, sem Kjarval hafði svo mikl- ar mætur á, og hans frægu mynd- ir af svipuðu viðfangsefni. Á sýn- ingunni ber einnig dálítið á bernskum myndum svo og ævin- týramyndum bæði úr fjarlægð og nálægð. Þetta em litríkar myndir og í þeim er mikil kynorka og þær eru kröftuglega málaðar, um sumt skyldar viðhorfum nýbylgju- manna í málverkinu. í þejm mörg- um kemur fram meiri listrænn þróttur og agi en ég hef áður orðið var við hjá Degi. Það hafa þeir tvímælalaust sameinlegt skáldbræðurnir Dagur og Thor, að geta skrifað skrítin Ijóð og málað kátlegar kyhja- myndir og það eykur með sanni við þeirra listræna pund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.