Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 202. tbl. 77.árg.________________________________FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins HoIIand: Líkur á að stjórn verði mynduð án frjálslyndra Haag. Reuter. Kristilegi demókrataflokkurinn hélt öllum þingsætum sínum í kosningunum sem fram fóru í Hollandi í gær. Verður því leið- togi flokksins, Ruud Lubbers, áfram forsæiisráðherra landsins, þriðja kjörtímabilið í röð. Kristilegi demókrataflokkurinn fékk 54 þingsæti í kosningunum og er áfram stærsti flokkur landsins. Fijálslyndi flokkurinn tapaði hins vegar fimm af 27 þingsætum sínum. Flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Kristilega demókrataflokkinn í maí vegna deilna um fjármögnun umhverfisverndaráætlunar, sem Lubbers beitti sér fyrir. Joris Voorhoevre, leiðtogi Fijáls- lynda flokksins, viðurkenndi í gær- kvöldi að kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að slíta stjórnarsam- starfinu við kristilega demókrata. „Þessi úrslit benda til þess að Kristi- legi demókrataflokkurinn og Fijáls- Iyndi flokkurinn myndi ekki nýja stjórn,“ sagði Hans van den Broek utanríkisviðskiptaráðherra úr Fijáls- lynda flokknum. „Eins sætis meiri- hluti nægir ekki til að mynda sterka stjórn," bætti hann við. Talið er líklegt að Lubbers myndi stjórn með Verkamannaflokknum, sem tapaði þremur af 52 þingsætum sínum. Óeirðir eftir knattspyrnu- leik í Svíþjóð Enskar og sænskar knattspyrnu- bullur gengu berserksgang í Stokkhólmi eftir að landslið Svía og Englendinga höfðu gert jafn- tefli í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í gær- kvöldi. Um 150 Englendingar og Svíar voru handteknir eftir götuóeirðirnar og vom íbúar mið- borgarinnar beðnir að halda sig innan dyra. Á myndinni handtaka lögreglumenn einn af óeirða- seggjunum. .V. -V V \ ? ý. -X- * <••<:• Morgunblaðiö/Þorkell FAGNAÐARFUNDIR Helgi Einar Harðarson kom heim til íslands í gær eftir langa sjúkra- / húslegu í Lundúnum, þar sem hann gekkst undir hjartaígræðslu. Á Keflavíkurflugvelli var honum tekið með kostum og kynjum. Enginn lét gleði sína skýrar í ljós en heimilishundurinn Tryggur, sem bókstaf- lega réði sér ekki fyrir kæti þegar vinur hans kom gangandi út úr flugstöðinni. Lengst til vinstri er Ármann, bróðir Helga, en til hægri Sigurbjörg Ásgeirsdóttir móðir hans. í baksýn eru bekkjar- og ferming- arsystkin hans, sem fögnuðu honum með húrrahrópum í anddyri flug- stöðvarinnar. Þessi hópur, ásamt sóknarprestinum í Grindavík, hefur beðið fyrir félaga sínum í veikindum hans. Sjá bls. 22. Þingkosningarnar í Suður-AMku: 7 Slj óniai'aiidstö ðuflokk- arnir vinna verulega á Jóhaimesarborg. Reuter. Sljórnarandstöðuflokkariiir í Suður-Afríku unnu verulega á í kosningunum, sem fram fóru í landinu I gær. Mikil óvissa var um hvort Þjóðarflokkurinn næði meirihluta á þinginu ellefta kjörtímabilið í röð þegar Morgun- blaðið fór í prentun í nótt. Atök brutust út milli lögreglu og mót- mælenda og efiit var til mestu verkfalla í sögu landsins til að mótmæla kosningunum. Þjóðarflokkurinn tapaði fylgi bæði til Ihaldsflokksins, sem berst fyrir harðri aðskilnaðarstefnu, og Demó- krataflokksins, sem er andvígur að- skilnaði kynþátta. .Fylgistapið er mikið áfall fyrir F.W. de Klerk, leið- toga flokksins, sem tók við forseta- embættinu til bráðabirgða af P.W. Botha í síðasta mánuði. Talsmenn Fjöldahreyfingar lýð- ræðissinna (MDM), sem hóf herferð gegn kosningunum og kynþáttaað- skilnaðarstefnu stjórnvalda í síðasta mánuði, sögðu að rúmlega þijár milljónir blökkumanna hefðu tekið þátt í mestu verkföllum í sögu lands- ins í gær. Til átaka kom í ýmsum borgum og beitti lögreglan táragasi í einu af hverfum kynblendinga í Höfða- borg er mótmælendur kveiktu í hjól- börðum á götunum. Ungmenni köstuðu einnig steinum á lögreglu- bíla, að sögn sjónarvotta. Þetta voru mestu mótmæli í landinu frá því á árinu 1986, er Suður-Afríkustjórn setti neyðarlög til að kveða niður mótmæli blökkumanna. Geislavirkni vart í Barentshafi Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morg^mblaðsins. GEISLAVIRKAR joð-samsætur (ísótópar) liafa fundist í talsverðum mæli í hafinu út af Finnmörk, en á þeim slóðum kviknaði í sovésk- um kjarnorkukafbát.i af Echo-gerð 25. júní. Bruninn í kafbátnum hófst um 110 km norðvestur af Soroy og fram að þessu hefur geislavirkni mælst allt austur að Vardo út af Austur-Finnmörk, en hún er aust- asti hluti Noregs. Geislavernd norska ríkisins (SIFS) hefur ekki viljað útiloka að norskir björgunarmenn á svæðinu hafi orðið fyrir skaðlegri geisla- virkni. „Við vitum það ekki. Vissu- lega virðist allt vera í lagi, en við getum engar tryggingar gefið,“ ■ segir Finn Ugleberg, vísindamaður SIFS í viðtali við Dagbladet í gær. Sovésk yíirvöld hafa sagt að enginn úr áhöfn kafbátsins hafi þurft að gangast undir meðferð vegna heilsutjóns af völdum geisla- virkni. Upptök brunans voru i kjarna- kljúfi kafbátsins. Nú virðist ljóst að talsvert af geislavirkum sam- sætum hafi farið út í umhverfið. Allir, sem voru á þessum slóðum hafa verið varaðir við geislahætt- unni, en nú þarf að athuga hvort geislavirknin hafi verið næg til þess að valda heilsutjóni. Ekkert er vitað um áhrif hennar á lífið í sjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.