Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 19
MpftpyrffiLAfilÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
19
hefð, sem myndast hafði og aldrei
keypt meira en 140-180 flöskur í
hvert sinn, er forseti var erlendis. í
tvö skipti átti hann engin áfengis-
kaup á sérverði, að því er ég fæ
best séð.
Dómsforsetinn leitaði álits hjá for-
sætisráðherra, en fékk þar enga
vísbendingu, því forsætisráðherra
hefur greinilega getað hagað þessum
málum á miklu einfaldari hátt.
Upplýst er að ráðherrar láta
bílstjóra sína einfaldlega sækja
áfengi eins og þeir vilja. Menn geta
og leitt getum að hvað verði um af-
gangana eftir opinberar veislur.
Þannig hefur þesu verið háttað
áratugum saman. Það féll í minn
hlut, í nokkur skipti að panta áfengi
fyrir yfirboðara mína, ráðherrana,
t.d. er þeir kvöddu starfsfólk sitt í
Stjórnarráðinu við stjórnarskipti.
Ekki minnist ég þess að afgangsvíni
hafi verið skilað aftur til áfengis-
verslunarinnar, enda mun engum
hafa dottið í hug að gera veður út
af því. Varla hefur orðið breyting á
þessu síðan.
Dómsforsetinn var því engu nær
um hvar mörk skyldu dregin önnur
en þau, að hver kaup hans um sig
fyrir þeim launum, sem hann fékk
sem handhafi forsetavalds, voru lög-
leg og með þeim væri hann hvorki
að gerast brotlegur við lög né að
rýra siðferðislegt álit sitt. Ekki gátu
þessi kaup breyst við það eitt að
magnið varð jafn mikið og það varð
vegna þess hve oft forsetinn átti er-
indi til útlanda.
Vítaverð framkoma
Qármálaráðherrans
Það er staðfest í undirdóminum,
að engar reglur eru til, sem tak-
marka áfengiskaup dómsforsetans á
sérverði sem handhafa forsetavalds.
Þess vegna er það vítaverð fram-
koma hjá fjármálaráðherranum að
fullyrða í ríkisij'ölmiðlum að dóms-
forsetinn hefði brotið einhveijar
slíkar reglur. Einmitt á þeirri stað-
hæfíngu fjármálaráðherrans byggð-
ist hneykslan almennings. Þá er þess
og að gæta að hvorki voru gerðar
aðfinnslur né ábendingar af hálfu
forstjóra ÁTVR við vínkaupum
dómsforsetans. Hann fékk alla tíð
sömu aðfinnslulausu afgreiðsluna.
En strax daginn eftir hiri umtöluðu
kaup tilkynnir forstjóri ÁTVR ríkis-
endurskoðanda um þau með hinum
dæmalausu afleiðingum, að þegar
fjármálaráðherra fær að vita um
kaupin eru það fyrstu viðbrögð hans
að dómsforsetinn skuli höggvinn í
herðar niður aftan frá.
Mistök embættismanns
Eins og áður er vikið að, var það
ríkisendurskoðandi, sem færði for-
seta Sameinaðs þings þau tíðindi, að
dómsforsetinn hefði að hans mati
misnotað aðstöðu sína til áfengis-
kaupa. Samt hafði ríkisendurskoð-
andi hvorki þá né síðar kunnað nein
skil á því, hvar mörkin ættu að liggja.
Ekki gat hann heldur sagt til um
það eftir á. Því síður virðist hann
hafa vitað um hefðina, sem myndast
hafði um þessi kaup. I því efni brást
ríkisendurskoðandi í mati sínu á því
hvernig fara bæri að, þegar um það
væri að ræða að embættismaður
hefði brotið einhvetjar meintar reglur
í kerfinu.
Auðvitað bar honum að hafa fyrst
samband við dómsmálaráðherrann
og forseta Hæstaréttar sjálfan í stað
þeirra vinnubragða, sem hann við
hafði. Það má vissulega virða honum
til vorkunnar að hafa ekki áttað sig
á því hver mistök hann var að gera,
einkum þegar hugsað er til þess hve
ýmsir ráðherrar eru fjölmiðlafíknir
og ekki síður hins hve stutt er síðan
Alþingi veitti embætti hans þau
miklu völd, sem hann telur því fylgja.
Afglöp þingforseta
Það sem næst gerist, er að forseti
Sameihaðs Alþingis fer með málið
til fjármálaráðherra, sem kemur því
á einhvern hátt til ríkisljölmiðlanna
með þeim orðum að dómsforsetinn
hafi brotið reglur um innkaup á
áfengi á sérverði. í fjölmiðlunum fær
dómsforsetinn fyrst að vita hvað
gerst hefur á bak við hann.
Þingforsetinn brást almennu vel-
sæmi, er látið var fyrirfarast að láta
dómsmálaráðherra og sjálfan dóms-
forsetann vita um málið. Það sem
gerði yfirvegaða lausn þess torveld-
ari en ella, var að það var komið í
algjöran fjölmiðlahnút, þegar dóms-
málaráðherrann fékk fyrst að vita
um það. Áður en varði höfðu fjöl-
miðlarnir lagst á dómsmálaráðher-
rann með kröfum um refsingu ■ á
hendur dómsforsetanum fyrir að
hafa brotið reglur um kaup á áfengi
á sérverði eins og fjármálaráðherr-
ann orðaði það. M.ö.o. var dóms-
forsetanum borið á brýn að hafa
misnotað aðstöðu sína sjálfum sér
til ávinnings. Slíkt athæfi er, ef rétt
væri, brot á 139. gr. alm. hegningar-
laga, þótt það væri ekki látið fylgja
sögunni. Hér var um algjörlega rang-
ar sakargiftir að ræða, eins og undir-
réttardómurinn staðfesti.
Mismunun í kerfinu
Það alvarlegasta við mál þett er
þó það, að með því er einn maður
er tíndur út úr og sakaður um ólög-
leg áfengiskaup, sem eru rangar
sakagiftir, meðan aðrir, sem komist
hafa yfir áfengi eftir krókaleiðum
og vafalaust án þess að greiða neitt
fyrir það, frekar en fyrri daginn,
sleppa við allar ávirðingar. Hins veg-
ar fæst sú hlið málsins ekki upplýst.
Höfundurer
hæstaréttarlögmaður.
NÝJASTA DANSKA ORÐABÓKIN
887 BLAÐSÍÐUR KR. 2.350,-
FÆST HJÁ
BÓKSÖLUM
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur
fyrsti vinningur
á laugardag!
Þreföld ástæða
til að vera með!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Bladu) sem þú vaknar vió!