Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 26
26 ' - MÖRGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 Georges Simenon látinn: Eftir hann liggja 425 skáldsögur Lausanne. Reuter. BELGÍSKI rithöfundurinn George Simenon lést síðastliðinn mánu- dag, á 87. aldursári og fór bálför hans fram í Lausanne í Sviss á miðvikudag. Simenon var einn afkastamesti rithöfundur þessarar aldar og var kunnastur af leynilögreglusögum sínum um Maigret lögreglufulltrúa. Sovétríkin: Samkeppni um gerð minnismerkis um fórnarlömb Stalíns Moskvu. Reuter. SJÁ menn fyrir sér hauskúpupýramída á Rauða torginu í Moskvu? Svarta múrsteina, sem mylja margbrotna mannslíkama? Eða hendur, sem teygja sig út um sprungur í háum veggjum? Þetta eru aðeins þijár af Qölda tillagna, sem borist hafa sovéskum stjórnvöldum um hvernig opinbert minnismerki um fórnarlömb Stalíns eigi að vera. Eitt frægasta sköpunarverk Simenons var hinn góðviljaði pípu- reykingamaður, Jules Maigret lög- reglufulltrúi, og njóta sögurnar Frakkland: Spá vín- uppskeru aldarinnar Daily Telegraph. SÉRFRÆÐINGAR um vínrækt telja að vinuppskeran í Frakklandi í ár verði sú besta sem um getur á þessari öld. Segja þeir að þar ráði mestu um að sólskinsstundir hafa verið fleiri þarlendis á ræktunartímabilinu en elstu menn muna. Þeir búast við að kaupendur muni þurfa að hærra verð fyrir gæðavínið þegar það fer á markaði, en fyrir sambærilegt vín í fyrra. Vínbændur, sem öllu jöfnu eru varkárir í yfirlýsingum, hafa undanfamar vikur spáð því að uppskeran í haust verði einstæð. „Það er alveg rétt að uppskeran verður afar góð,“ sagði Irinn Anthony Barton, en ætt hans hefur ræktað vín í Medoc-héraði í suðvesturhluta Frakklands frá því 1720. Hann taldi að það eina sem gæti komið í veg fyrir ríku- legustu uppskeruna á þessari öld væri slæmt veður. „Það hafa orðið flóð á Korsíku en það eru engar blikur á himni nálægt Bordeaux," sagði Barton. Upp- skera hefst við vínbúgarða hans, Chateau Langoa og Chateau Leoville, 11. september nk. Helstu rauðvínsbændumir heíja uppskeru sama dag. Héraðsstjórinn í Gironde- héraði lýsti því yfir opinberlega á föstudag í síðust viku að upp- skerutíminn væri hafinn í hérað- inu, en framleiðendur hvítvína höfðu víða þegar hafið tínslu. í Búrgund-héraði í suðaustui;- hluta Frakklands sagði talsmað- ur vínræktenda að uppskeran í ár yrði í versta falli „góð“ og í besta falli „óvenjulega góð“. Jafnvel í Champagne-héraði búast vínbændur við góðri upp- skem, þrátt fyrir að vínviður hafi orðið fyrir frostskemmdum snemma vors. Vínbændur í Alsace-héraði, þar sem uppskera hefst jafnan í seinna lagi, segja að vínþrúgurnar séu þegar orðn- ar „velþroskaðar". I Loire og Touraine spá sérfræðingar svip- aðri uppskeru og í Bordeaux- héraði. Margir eru á því að vín upp- skerunnar 1989 verði að minnsta kosti 10% dýrari en í fyrra, sem þó hafði hækkað tölu- vert frá árinu 1986. um hann viðlíka vinsælda og sög- urnar af Sherlock Holmes og Herc- ule Poirot. Bækurnar um Maigret urðu alls 84, en alls skrifaði Sim- enon 425 skáldsögur, sjálfsævi- sögu í nokkmm bindum og yfir 1.000 greinar og smásögur. Sim- enon skrifaði einnig 208 klámsög- ur, flestar á þriðja áratugnum og yfirleitt undir dulnefni. „Ég er að vissu leyti eins og svampur. Þegar ég er ekki að skrifa drekk ég í mig lífið eins og vatn. Þegar ég skrifa kreisti ég svampinn og úr honum drýpur blek en ekki vatn,“ sagði Simenon eitt sinn í viðtali við blaðamann. Bush hvatti til þjóðarátaks gegn fíkniefnaneyslu sem næði til allra skóla landsins, vinnustaða og hverrar fjölskyldu. Bush hét því að herða eftirlit með fíkniefnum og auka fang- elsisrými fyrir fíkniefnasala. Hann mæltist til þess að opinberir starfs- menn á lægri stjórnstiguin sviptu til dæmis eiturlyfjaneytendur ökuleyfi og létu vinnuveitendur vita af fíkni- efnabrotum starfsmanna. En nýja stefnan nær ekki einung- is til aðgerða innanlands. Bush sagði að 449 milljónum dala (27,4 milljarð- ar ísl. króna) yrði varið til hernaðar- og efnahagslegrar aðstoðar við ríkis- stjórnir Kólumbíu, Bólivíu og Perú. Sagði forsetinn að tveimur milljörð- um Bandaríkjadala yrði varið til þess á næstu fimm árum að beijast gegn eiturlyfjakóngum í Andesfjöllum en þaðan kemur megnið af því kókaíni sem smyglað er til Bandaríkjanna. „Skilaboð mín til eiturlyfjahringanna eru þessi: Leikreglurnar hafa breyst. Við munum koma hverri þeirri ríkis- stjórn til hjálpar sem vill aðstoð okk- ar. Þegar þess er æskt munum við í fyrsta skipti láta hernaðaraðstoð í té,“ sagði forsetinn. Bush lagði einnig til að haldinn yrði leiðtogafundur Andes-ríkja til að samræma aðgerðir í baráttuni við kókaínrækt. Samkvæmt hinni nýju stefnu for- setans verður 7,86 milljörðum dala varið til baráttunnar við eiturlyfin á næsta fjárlagaári sem hefst 1. októ- ber. Upphæðin er háð samþykki þingsins. Er þetta rúmlega tveimur George Simenon. Bækur hans hafa selst í yfir 500 miljónum eintaka og hafa verið þýddar á 45 tungumál. Simenon þótti skrifa gneistandi stíl, hafa næmt innsæi í mannlegt eðli og geta skapað umhverfi verks í fáum orðum. Sex bækur hafa verið þýddar eftir Simenon á íslensku, þar af fimm úr bókaflokknum um Maigr- et lögreglufulltrúa. milljörðum dala meira en varið hefur verið til sömu hluta á því fjárlagaári sem nú er að ljúka. Ríkisstjórn Kólumbíu tilkynnti eft- ir ræðu forsetans að ekki væri áhugi á því þar í landi að fá bandarískar bardagasveitir til landsins. Hins veg- ar er þegar byijað að senda flugvél- ar, þyrlur, og önnur gögn til landsins auk bandarískra hernaðarráðgjafa. Er þetta hluti af 65 milljóna dala aðstoð við Kólumbíu sem þegar hefur verið samþykkt. Joseph Biden, formaður réttar- farsnefndar Öldungadeildar Banda- ríkjaþings, sagði að áætlun Bush væri ekki nógu róttæk. Aðrir þing- menn demókrata kvörtuðu undan því að fé til áætlunarinnar yrði fengið með því að skera niður önnur félags- leg verkefni. Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður demókrata, lauk hins vegar lofsorði á stefnumörkun Bush. „í fyrsta skipti í áratug höfum við Um 175 listamenn og arkítektar keppa nú um að fá að vera höfundar minnismerkis um þá, sem máttu líða „ólög og ofsóknir á árum persónu- dýrkunarinnar," en svo er valdatími Stalíns opinberlega nefndur. Menningarmálaráðuneytið og „Minning" — félag sem sett var á laggirnar til þess að kreflast opin- berrar viðurkenningar á ógnarverk- um Stalíns — standa fyrir samkeppn- inni, en í keppnisreglunum er kveðið á um að minnismerkið skuli sérstak- lega minna á „hin saklausu fórn- arlömb, sem sett voru í fangelsi eða stjórn sem er staðráðin í að gera allt hvað hún getur til að losa þjóð- ina við plágu eiturlyfjaneyslunnar." Hver einasti Bandaríkjaforseti frá og með Richard Nixon hefur lýst stríði á hendur eiturlyfjaneyslu. Vandinn hefur engu að síður vaxið þrælkunarbúðir eða drepin a timum ógnarstjórnarinnar." Líkön og teikningar af tillögunum liggja nú frammi í Donskoj-klaustr- inu í Moskvu. Líkan það, sem með- fylgjandi mynd er af, sýnir fyrr- nefndan hauskúpupýramída, en lista- maðurinn gerir ráð fyrir að hann standi á Rauða torginu og, á hann að vera 36 m hár, sem jafngildir 12 hæða húsi eða eða hálfri Haligríms- kirkju. í öllum tillögunum ber á harðri gagnrýni á Stalín, mismikilli þó, en í þeim má finna allt frá sósíal-real- hröðum skrefum. Ronald Reagan og kona hans Nancy hleyptu af stokkun- um herferðinni „Just say no!“ (Segðu bara nei!) árið 1986. En ári síðar lagði forsetinn fyrrverandi til við þingið að fjárframlög til fíkniefna- mála yrðu minnkuð. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig meö gjöfum, b/ómum og skeytum ú 80 ára afmæli mínu þann 24. ágúst sl. Sérstakar þakkir til frœndfólks og vina fyrir stórkostlega veislu. Guö blessi ykkur öll. Anna Ó. Helgudóttir, Hrafnistu Hafnarfiröi. Lyfjanotkun o g fíkniefhi sverta norsk átrúnaðargoð Heló Frn Rlllio Timhorllíl fróHorifarn M Ai’fri inhl>wleiiie 1 Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins, Lyfjanotkun og fíkniefnaneysla tveggja helstu átrúnaðargoða æsk- unnar eru nýjasta hneykslismálið í Noregi um þessar mundir. Fyrst reyndist spjótkastarinn vinsæli, Trine Solberg, hafa neytt lyfja og síðan var sá kunni umhverfisverndarirömuður Frederic Hauge tekinn með fíkniefíii í fórum sínum. Hauge er þjóðkunnur maður í Noregi fyrir baráttu sína gegn meng- un og umhverfisspjöllum og í forystu fyrir Bellona-háttúruverndarsamtök- unum. Hafa þau eflst að. áhrifum með ári hveiju og nýlega fékk Hauge ýmis stórfyrirtæki til að leggja þeim lið. Vegna þess hve Hauge var kunnur og vinsæll maður renndu stjórn- málaflokkarnir til hans hýru auga og reyndu margir að lokka hann til „Ég veit varla hvað lyfjaneysla er. Niðurstaðan hlýtur að stafa af getn- aðarvarnapillunum, sem ég tek,“ segir Trine Solberg og heldur fast fram sakleysi sínu en Frederic Hauge getur ekki borið neinu við. Hann var tekinn með hass, sem hann hafði falið í sígarettupakka, þegar hann kom til flugvallarins í Osaka í Japan en þar ætlaði hann að sitja ráðstefnu um umhverfismál ásamt Morten Harket í hljómsveitinni A-ha. sín. Hauge sagði þó alltaf nei og líklega til mikils léttis fyrir pólitíkus- ana eins og nú er komið. Fríðleiksstúlkan Trine Solberg er meðal vinsælustu íþróttakvenna í Noregi fyrr og síðar og vekur alltaf jafn mikla hrifningu meðal áhorf- enda. Á Bislett-leikunum í sumar náði hún líka þeim árangri, sem hún hefur lengi stefnt að, að kasta spjót- inu yfir 70 metra. Nú getur svo far- ið, að Trine verði útilokuð frá keppni í tvö ár. Þeir eru þó margir, sem telja, að ekki séu öll kurl komin til grafar og Fijálsíþróttasambandið norska vill trúa því enn, að getnaðar- varnapillunum sé um að kenna. Bush boðar steftiu sína í fíknieftiamálum: Ríkið auki framlag sitt um tvo milljarða dala milli ára GEORGE Bush Bandaríkjaforseti kynnti stefnu ríkissljórnar sinnar í fíkniefnamálum í 25 mínútna langri sjónvarpsræðu í fyrrakvöld. Hann sagði að hér væri við erfiðasta innanlandsvanda að eiga í áratugi og sýndi áhorfendum poka af „krakki" sem fundist hafði fyrir utan Hvíta húsið máli sínu til áhersluauka. Forsetinn sagði að hann hefði valið eiturlyfjavandann sem eíhi fyrstu ræðu sinnar úr skrifstofú Hvíta húss- ins vegna þess hversu brýnn hann væri. Sumir þingmenn Demókrata- flokksins gagnrýndu ræðu forsetans og sögðu að aðgerðirnar væru ekki nægilega harkalegar. Reuter Bush sýndi sjónvarpsáhorfendum í fyrrakvöld poka af „krakki", blöndu af kókaíni og bökunarsóda, sem gerir nú hvað mestan óskunda í borgum Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.