Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 37 í fimni mánuði á Mallorca eftirRagnar Þorsteinsson Vetrardvöl á Mallorca er orðin staðreynd. Ferðaskrifstofan Sólar- flug Flugferðir reið á vaðið og gerð- ist brautryðjandi á þessu sviði. For- stjóri ferðaskrifstofunnar náði hag- kvæmum samningum við hótel í Palma, höfuðborg Mallorca. Ellilíf- eyrisþegar úr félagi eldri borgara í Reykjavík og víðar brugðu undir sig betri fætinum og dvöldu í Palma, ýmist í tvo, þijá eða fimm mánuði, frá 31. okt. 1988 til 28. mars 1989. Nokkrir dvöldu í rúma tvo mánuði, þá komu aðrir í þeirra stað og sam- einuðust hópnum sem dvaldi allan tímann. Undirritaður var einn af þeim sem dvöldu í Palma í fimm mánuði samfleytt. Eyjan Mallorca er ekki stór eða rúmlega einn þrítugasti af flatar- máli íslands. Fjallgarður liggur eft- ir eynni nær endilangri að vestan, um 30 km langur. Mallorca er töfr- andi fögur og býður upp á ótrúlega fjölbreytni í landslagi og náttúru- fari. Þá er töluvert af sérstæðum byggingum allt frá dögum Mára, sem þar réðu ríkjum á miðöldum. Staðir eins og Valdemossa, Soll- er, Calobra, Cabo Formentor og hinir víðfrægu hellar á austur- ströndinni. Þetta er allt unaðslega fagurt í margbreytileik sínum og hrikaleik að mati flestra íslendinga og eru þeir þó ýmsu vanir í þeim efnum. Sérstaklega fannst mér hell- irinn Guevas del Drach bera af hvað hrikaleik og sérstæða nátt- úrufegurð snerti. I honum er neðan- jarðarvatn, sem hægt er að sigla um á bátum. Auðvelt og ódýrt er að komast í hópferðir til að skoða þessi náttúruundur. Allt í kringum Palma og nálægar smærri borgir eins og Magaluf, St. Ponsa og fleiri, eru ótal staðir sem áhugavert er að skoða og fjöldi gönguleiða við allra hæfi. Að ganga með höfninni í Palma vekur sérstak- ar kenndir í hugum margra íslend- inga. Að horfa í tígulegar og töfr- andi snekkjurnar sem skipta þús- undum og minna helst á yndislegar yngismeyjar í sínum fínasta skrúða. Þetta er staður élskenda, sem sitja gjaman undir krónum pálma- trjánna og láta sig dreyma um yndi og ástir. Þarna má oft sjá tindrandi augu þar sem glitrar á vonir og þrár, þar sem hægt er að lesa heila ástarsögu á örskotsstund. Allstaðar er hægt að tylla sér niður, ótal bekkir og útiveitingahús. Fiskihöfnin er nýstárleg og sér- stæð í augum íslendinga og þá ekki síst fiskmarkaðurinn. í allar áttir frá Palma ganga strætisvagn- ar. Þarna er ópera, söngleikahús, dýragarðar, sædýrasafn, golfvellir og ótal margt fleira. Nú er fólk almennt óvant svona langri dvöl erlendis og margir gera sér í hugar- lund að landanum hljóti að leiðast. Ég og fleiri hafa þó aðra sögu að segja eftir þessa fimm mánaða dvöl á Mallorca. Ég held að þeim sem leiðist á Mallorca í fimm mánuði við þau skilyrði sem ég hefi nefnt, í hlýju og sól og við góðan aðbúnað í hvívetna, laus við kuldann, skammdegið, snjóinn og norðan- garrann myndi leiðast hvar sem væri á hnettinum, einnig heima hjá sér. Á síðastliðnum vetri var reynt að sjá dvalargestum fyrir nokkurri afþreyingu. Það var kvöldvaka einu sinni í viku. Spilakvöld einu sinni í viku, pílukastskeppni og margvísleg ferðalög. Ágætt bókasafn var þar til afnota. Lánað var út tvisvar í viku, þijátíu til fjörutíu bækur í hvert skipti. Frábær hjúkrunar- kona, íslensk, og læknir, spænskur, voru alltaf við höndina. Sama hjúkr- unarkona verður aftur með hópnum í vetur. Það er svo alkunna að í svona hópferðum skapast oft vinsamleg „Ég held að þeim sem leiðist á Mallorca í fímm mánuði við þau skilyrði sem ég hefi nefiit, í hlýju og sól og við góð- an aðbúnað í hvívetna, laus við kuldann, skammdegið, snjóinn og norðangarrann, myndi leiðast hvar sem væri á hnettinum, einn- ig heima hjá sér.“ Ragnar Þorsteinsson Greinarhöfiindur í hópi ferðafélaga á fjallinu Formentor á Mallorca *■ í febrúar síðastliðnum. kynni og vinátta, sem oft helst um þarf að ríkja tillitssemi, sam- áður en þeir láta svona ævintýri ævina út. Sumt af þessu fólki hefur hygð og glaðværð, þá hlýtur öllum fyrir hóflegt verð, sér úr greipum að geta liðið vel. ganga. Eg tel að ellilífeyrisþegar og eft- misst maka sinn og þá vill ein manakenndin oft vera á næsta leiti. Meðal dvalargesta á svona stöð- irlaunamenn ættu að hugsa sig um Höfundur er rithöfiwdur. JASS - FÖNK - FREE STYLE - BATMA DIIMJI'DISI áður í Garðabæ / / nu i World Class Skeifunni 19 l RIT AFI K e n n s I a b y r j a r 1 1 . s ep t e m b e r Kennarar: Dísa, Birna, Kristín, Anna Nýtl Jass - fönk QÍálimCt Anna Siguróardóttir, Islandsmeistari í Free style ’89, kennir. ölulllllwl FID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.