Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 50
'50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 Ast er. . gjöf mín til þín. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkafftnu Blessaður farðu heldur á vélritunarnámskeið. Þau segja hér að lokum í bréfinu: Hefur bankabóka- safnið hans afa nokkuð stækkað síðan síðast? Dýradráp til skemmtunar Til Velvakanda. Ég hygg að fleiri dýravinum en mér hafi þótt það á sínum tíma gleðifrétt, þegar ákveðið var að bæta dýralíf íslands með því að ala upp hin fögru hreindýr hér á landi. Það er mikil bót á tiltölulega fá- Til Velvakanda. Ég hlusta mikið á útvarpið og barnatímann líka. Ég vildi að í staðinn fyrir popplögin væri komið með söngva við íslensku kvæðin svo krakkarnir lærðu góðu kvæðin sem allir sungu og kunnu hér áður og fyrr. Eins skaðaði það ekki þó börnin fengju að heyfa þulurnar hennar Theódóru Thoroddsen. Núna er flutt dag eftir dag sænsk framhaldssaga, þar sem krakkarn- ir eiga að kanna aila starfsemi leikhúss nokkurs í Stokkhólmi og veit ég ekki hvað slíkt getur kom- ið að gagni í barnaskóla. Ég vona að eitthvað af félagshyggjuspek- inni fari fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum börnum. Við lærum ekki íslensku af skandinavískum skrúðugu dýralífi á íslandi og vafa- laust öllum fagnaðarefni. En núna nýlega las ég í Morgunblaðinu und- arlega frétt í sambandi við þessi fögru íslensku hreindýr. Hún lá í því, að nú væri búið að bjóða hing- að til lands sjáifum kóngi Svíþjóðar til þess að skjóta þessi dýr sér til sósíalisma. Núna þegar perestroj- kan og glasnostið flæðir í dag- blöðum Rússlánds, og allir glæpir kommúnismans eru tíndir til, þá hljómar hjákátlega hér í barnatíma að riíja upp áróðurinn sænska frá Víetnamstríðinu. Hann var svo yfirþyrmandi að Svíar ættu ekki að hampa honum. Perestrojkan virðist ætla að út- rýma marxismanum og ef allir Vesturlandabúar leggjast á eitt með mannréttindabaráttu Banda- ríkjamanna, þá á kommúnisminn að líða undir lok og þá er versta plága mannkynsins úr sögunni. Til þess að slíkt megi verða, þarf mikla hugarfarsbreytingu í Skand- inavíu. Megi gæfa heimsins gefa það að svo megi verða. Húsmóðir gamans og skemmtunar. Vitanlega er öllum ljóst, að halda verður hóp- um hreindýra í eðlilega skorðum vegna gróðurfars landsins og fleiri atriða, enda veit ég ekki betur en það sé gert. Hingað til hafa íslend- ingar sjálfir séð um að fækka hrein- dýrum eftir atvikum. En nú á að fara að nota til þess útlendan kóng, einungis honum til skemmtunar. Ég hef satt að segja aldrei getað skilið menn sem hafa af því skemmtun að drepa dýr, þótt þau séu viðkomandi engin þörf til mat- ar. Þessari frétt um Svíakóng fylgdi sú „skýring", að hreindýr Svíþjóðar væru orðin of menguð vegna rússn- eska kjarnorkuslyssins illræmda, að þau séu ekki skjótandi af þeirn ástæðum. Jæja, ætlar þessi kóngur ekki að láta sér nægja að skjóta þessi íslensku dýr, heldur éta þau líka eða hváð? Að vera góð skytta er nú talið meðal viðurkenndra •íþrótta, að mér skilst. En það er hægt að æfa sig í skotfimi með öðrum en að drepa dýr með skot- vopnum. En fyrir alla muni látum íslenska veiðimenn um það að halda í skefj- um offjölgun íslenskra hreindýra. Þeir sem umfram allt þurfa að drepa dýr til þess að sanna skotfimi sína geta gert það einhvers staðar annars staðar en á íslandi. Ævar R. Kvaran Áróður í barnatíma HOGNI HREKKVISI Víkverji skrifar Ungur vinur Víkveija dagsins hefur látið í ljós mikla óánægju með það fyrirkomulag Endurvinnsl- unnar hf. að loka móttökustöðum fyrir áldósir, þ. á m. í Breiðholti. Hefur hann nú ekki í önnur hús að venda með dósirnar á heimaslóð- um en verzlanir, sem greiða ekki peninga, heldur borga með inn- leggsnótum í viðkomandi verzlun. Dósasafnarinn benti líka á, að aug- lýsing Endurvinnslunnar í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn væri vill- andi, því verzlunin greiddi ekki fimmkrónapening fyrir dósina, eins og ráða mætti af auglýsingunni heldur aðeins nótu, sem hægt væri að fá fimmkrónavirði fyrir í verzlun- inni og hvergi annars staðar. A því og fimmkrónapeningi, sem er alls staðar gjaldgengur, væri regin- munur. Til dæmis gæti hann ekki farið í bíó fyrir inneignarnótur í Kaupstað, keypt reiðhjól eða annað sem hann Iangaði í. Til að leysa þennan vanda hefur hann gert sam- komulag við foreldra sína um að þeir kaupi af honum inneignarnót- urnar og noti við helgarinnkaupin. Foreldrarnir hafa hins vegar ekkert skipt við Kaupstað til þessa, þannig að allir eru þvingaðir í þessu dæmi. Auk þess sagði safnarinn þetta þýða, að mömmu og pabba kæmi fátt á óvart í ijármálum hans. Ummæli unga dósasafnarans minntu Víkveija á margt það sem hann hefur lesið um einokunar- og innleggsverzlun ... fyrri tíma! xxx Hvort er lengra: upp í Kjós eða niður til Kína var einu sinni spurt. Ekki man Víkveiji rétta svar- ið! En hitt er víst, að Kjósin er lengra frá Reykjavík en ætla mætti í fljótu bragði. I viðtali við Islending, sem bú- settur er í Vínarborg í Austurríki, lét hann í ljós ánægju með þjónustu Morgunblaðsins og póstsins. Sagð- ist hann ávallt fá blaðið með góðum skilum og sunnudagsblaðið ekki síðar en á þriðjudegi. Kvað hann þetta ómetanlegt fyrir íslendinga erlendis, sem vildu fylgjast með því, sem fram færi á Fróni. En þessi maður á bróður, sem er bóndi uppi í Kjós, og fengi hann blaðið yfirleitt þriggja daga gamalt og stundum ijögurra. XXX Ein stutt saga úr Iífinu í lokin. Starfsfélagi Víkveija hefur átt bíl í tíu ár án þess að lenda í óhappi. Á dögunum fékk hann sér nýjan bíl og tók seljandinn gamla bílinn upp í. En sem maðurinn átti hundr- að metra ófarna á þeim gamla til þess nýja var ekið aftan á gamla bílinn og hann skemmdur talsvert! Það skal tekið fram, að kaupin gengu ekki til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.