Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 23 Morgunblaðið/Þorkell Tekið á móti busum með blómum Þegar nýnemar í Fjölbrautaskólanum við Armúla komu í skólann á mánudag, til að sækja stundaskrár sínar, tóku eldri nemar vel á móti þeim og færðu þeim rauðar rósir. Kom það mörgum á óvart, því eldri nemendur hafa hingað til verið þekktir að öðru en ljúfmennsku við busa. í Ármúlaskólanum hafa busarnir þó fengið betri móttökur undanfarið en víða annars staðar. í fyrra fólst busavígslan sjálf til dæmis í því, að nemendur fóru allir út í Viðey og grilluðu. Lundúnaháskóli: Kennarastaða kennd við Halldór Laxness ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna kennarastöðu í íslenskum fræðum við norrænudeild Lundúnaháskóla og hefur verið undirritaður samningur þess efhis milli íslenskra stjórnvalda og skólans. Staðan er kennd við Halldór Laxness rithöfund í virðingarskyni við hann og nefnist á ensku „The Halldór Laxness Iectureship in Icelandic language and literature." Gert er ráð fyrir að staðan verði auglýst laus til umsóknar og leitað umsagnar heimspekideildar Há- skóla íslands um umsækjendur, áður en starfið verður veitt. Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára í senn að öðru jöfnu, í fyrsta skipti frá 1. september 1990. Sá sem stöð- unni gegnir mun einnig vinna að nánari samskiptum Isiands og Bret- lands á sviðum sem tengjast íslenskum bókmenntum og tungu. Launakostnaður skiptist á milli Lundúnaháskóla og íslenska ríkis- ins. Samningsgerðin var undirbúin af sendiráði íslands í Lundúnum í samráði við menntamálaráðuneytið og undirritaði Ólafur Egilsson, sendiherra, samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda þann 30. ágúst sl. Þurfiim eimi togara með báta- flotanum svo vel megi vera > __ - segir Ulfar Thoroddsen, sveitarstjóri Patrekshrepps „ÞAÐ er stuðningur í hvaða leið, sem farin er, og nú erum við í viðræðum við forráðamenn Hlutaflársjóðs um málefiii Patreksfjarð- ar. Auk þess erum við í viðræðum við Byggðastofiiun um kaup á togskipinu Þrym og virðist vilji fyrir því innan stofinunarinnar að koma til móts við okkur í þeim efnum,“ sagði Úlfar Thoroddsen, sveitasljóri Patrekshrepps, i samtali við Morgunblaðið í gær. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt Úlfar sagði að auk fyrirhugaðra fram tillögu í ríkisstjórn um að skipakaupa þyrfti nýja félagið ríkissjóður veiti Hlutafjársjóði fjár- framlag sem notað verði til aðstoð- ar Patreksfirðingum. Ráðherra vill að 100 milljónum kr. verði varið til þessa verkefnis í ár og öðrum 100 milljónum á næsta ári. Fjármagnið á að koma Patreksfirði til aðstoðar og til aðgerða í hliðstæðum tilvikum sem upp kunna að koma. „Sem stendur eru engir togarar til sölu svo að við verðum að taka önnur skref til að nálgast lausnina á lengri tíma. Við ætlum okkur að snúa vörn í sókn og byijum á því sem Patreksfirðingar kunna manna best, að auka við línu- og netaveið- ar,“ sagði Úlfar. í gær fór stjórnar- formaður nýstofnaðs hlutafélags heimamanna, Stapa hf., ásamt vél- stjóra, austur á land til að skoða skip, en ákvörðun um skipakaup liggur ekki fyrir. „Við erum að leita að einu til tveimur skipum. Það er gott að gera út á línu og net frá Patreksfirði en við byggjum ekki allt upp á slíkri útgerð. Við þurfum seinna meir I það minnsta einn tog- ara með bátaflotanum svo vel megi við una,“ sagði Úlfar. Hann sagðist ekki vita með vissu hve mikið fjárhagslegt bolmagn nýja félagsins yrði með aðstoð Hlut- afjársjóðs. Sex áðilar á Patreksfirði stæðu að nýja félaginu. Hver þeirra hefði laggt fram 200 þúsund króna hlutafé á stofnfundi og stæði hlut- afé því í 1,2 millj. kr. Hinsvegar hefði stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé í allt að 150 milljónum kr. og lægju nú fyrir hlutafjárloforð upp á 85 milljónir kr. Að Stöpum hf. standa Patrekshreppur, Öddi hf., Vestri hf., Vesturver hf., Fisk- vinnslan Straunmes hf. og Bjarg hf. Úlfar sagði að meiningin væri að bjóða öllum þeim, sem hagsmuni hafa af því að félagið styrkist, kaup á hlutafé og vonaðist hann t.d. að launþegasamtök myndu sýna mál- inu áhuga. hugsanlega að fara að huga að kaupum á fiskvinnslustöð innan fárra daga, en þriðja og síðasta uppboð á frystihúsinu á Patreks- firði fer fram þann 25. september nk. „Ég reikna samt ekki með að við bjóðum í frystihúsið. Allt bendir nú til að Fiskveiðasjóður muni eign- ast frystihúsið og mun nýja hlutafé- lagið þá væntanlega semja við Fisk- veiðasjóð um kaup á húsinu,“ sagði Úlfar. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að það væri ekki í verkahring ráðherra eða ríkisstjórnar að ákvarða hve há fjárhæð rynni til Patreksfjarðar. Sérstök stjórn Hlutafjársjóðs sæi um þá hlið máls- ins. Árni sagði að augljóslega þyrftu heimamenn og stjórn Hlutaíjársjóðs að leggja á sig töluverða vinnu áður en hægt væri að fara að tala um upphæðir í þessu efni. Menn þyrftu t.d. að ákveða hvaða félög ætti að stofna á Patreksfirði, hver tilgangur þeirra yrði, hvaða eignir fyrirtækin ætluðu að kaupa, hvaða rekstur þau ætluðu að hafa með höndum og hvaða framlög heima- menn hefðu fram að færa. Sam- kvæmt reglum um Hlutafjársjóð, getur hann ekki gerst meirihlutaað- ili í fyrirtækjum. Engin réttlæting í að moka peningum í taphít - segir flármálaráðherra „Það getur ofit verið réttlætanlegt að skipuleggja rekstur fyrirtækja á nýjan leik og styrkja eiginfjárstöðu þeirra með þeim hætti sem Hlutaflársjóður hefiir meðal annars gert ef það liggur fyrir að rekst- urinn verði þá lífvænlegur á eftir. Hinsvegar er engin réttlæting í því að moka peningum í einhverja taphít," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, í samtali 'við Morgunblaðið, en hann var inntur eftir því hvort honum þætti rétt að bæta fjárhagsstöðu Hlutafjársjóðs enn frekar ef eftir því yrði leitað. „Það verður að meta umsóknir yrði ekki leystur með því að gefa meira og meira deyfilyf í formi beinna fjárframlaga, aukinna niður- greiðslna eða með öðrum hliðstæð- um hætti. „Það verður að endur- skipuleggja reksturinn í sjávarút- vegi, reksturinn í landbúnaði, verð- myndunarkerfið í þessum greinum með þeim hætti að atvinnulífið sjálft geti staðið undir sér án þess- ara ríkisframlaga og það er sú meginstefna, sem við höfum að leið- arljósi. Aftur á móti töldum við réttlætanlegt í mjög skamman tima að gera slíkar aðgerðir í gegnum þessa sjóði. Þetta var mjög af- mörkuð aðgerð, sem átti að taka enda og mun taka enda á allra næstu vikurn," sagði ráðherra. frá fyrirtækjum á þessum grund- velli. Þær tillögur, sem sjávarút- vegsráðherra lagði fram í ríkis- stjórninni, fela í sér almennar að- gerðir. Þær upphæðir, sem hann lagði til, eru ætlaðar Patreksfirði og öðrum hliðstæðum byggðarlög- um til þess að skapa traustan rekstrargrundvöll fyrir það atvinnu- líf sem tæki við. Þá verða auðvitað heimamenn og aðrir rekstraraðilar að leggja fram fjármuni og tillögur um skipulag rekstrarsins,“ sagði fjármálaráðherra. Ólafur Ragnar sagðist hvað eftir annað í viðræðum sínum við for- ystumenn sjávarútvegs, bænda- samtaka og launafólks hafa látið þá skoðun sína í ljós að vandinn DANSSKÓU AUDAR HARALDS LAMBADA niiMiy MAMBÓ og SALSA EM BARNADANSAR: SAMKVÆMISDANSAR: EINKATÍMAR: ROCKNROLL: Kennslustaðir: . E ■■■■■ TÓNABÆR SKEIFAN 17 (Ford-húsið) GERÐUBERG Breiðholti KR-HEIMILIÐ v/Frostaskjól KEFLAVÍK Hafnargata 31 VOGAR Glaðheimar Kennum meiriháttar stuðdans, Lambada, sem fer eins og eldur í sinu um alla Evrópu. Dans sem allir geta lært. Það allra vinsælasta í dag undir dynjandi suður- amerískri tónlist. Eitthvað fyrir þá sem þora, því allt verður látið flakka. Ekta karnivalstemmning á staðnum. 3-5 ára. Allt nýir dansar. Einnig samkvæmisdansar fyrir eldri nemendur. Suður-amerískir, latindansar, standard og gömlu dansarnir. Barna-, unglinga og hjónahópar. Byrjendur og framhald. fyrir pör og einstaklinga. Meiriháttar hressir tímar, Jói og María sjá um stuðið. Barna (yngst 10 ára), unglinga og hjónahópar. DAMSS Upplýsingar og innritun í símum 656522 og 31360 alla virka daga frá kl. 13-19. í Keflavík og Vogum í síma 92-13030.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.