Morgunblaðið - 07.09.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
-- — n f-------——I-------n—I—n—?----v—
Reuter
Hauskúpupýramídinn. Talan á hlið pýramídans vísar til þeirrar tölu,
sem nú er nefnd í Sovétríkjunum sem líklegur flöldi fórnarlamba
Stalíns.
isma til nýlistar.
Ein tillagan gerir ráð fyrir því að
mannsmynd verði sýnd klemmd milli
gífurlegra stálhurða, sem komið
verði fyrir í rauðum múrum Kreml-
ar. Á annarri hurðinni skal standa
1918, en á hinni 1953 — dánarár
Stalíns. Ártalið á fyrri hurðinni á að
vísa til þess að ógnarstjórnin hófst
löngu áður en Stalín varð einræðis-
herra. Ólíklegt má telja að sú hug-
mynd hljóti náð fyrir augum dóm-
nefndarinnar, enda er þar höggvið
harla nærri sjálfum Lenín, stofnanda
Sovétríkjanna, en persónudýrkun
hans hefur engan veginn rénað og
er hann svo gott sem í guða tölu þar
eystra.
í mörgum tillögunum er gert ráð
fyrir neðanjarðargöngum eða niður-
gröfnum sölum. „Jörðin geymir allt
og veit allt“ skal standa yfir inn-
gangi eins slíks sals.
Þá er vísað til kristninnar í mörg-
um tillögum og í einni er gert ráð
fyrir að fjöldi afmyndaðra og bro-
tinna mannsmynda sé krossfestur
innan um gaddavírsskóg.
Tíu bestu tillögurnar verða valdar
úr um miðjan mánuðinn og fær hver
listamannanna 2.500 rúblur í sinn
hlut (um 250.000 íslenskar krónur
skv. opinberu gengi), en besta verkið
af þessum tíu verður svo valið síðar
í ár.
Dmítríj Súvarev, ungur stúdent í
arkítektúr, sagði fréttaritara Reuters
að allar tillögurnar væru of litlausar.
„Raunverulegt minnismerki um fórn-
arlömb Stalíns? Við skulum skiptast
á að láta blóð okkar dtjúpa niður
Kremlarmúrana."
Samstúdent Súvarevs var á ann-
arri skoðun og sagði minnismerkið
þegar vera til: „Setjið þið bara gler
utan um Moskvu, höfuðborg heims-
kommúnismans."
TÖLVUNÁMSKEIÐ
Sækið námskeið hjá traustum aðila
Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið:
Hámskeið Dagsetning
WordPerfect (Orðsnilld) - ritvinnsla.9.-10. september
Word - ritvinnsla............16.-17. september
Multiplan - töflureiknir.....23.-24. september
Ópus - fjórhags- og viðskiptamannabókhald.30. sept. - 1. okt.
dBase IV - gagnagrunnur.........7.-8. október
Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku.
Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400.
Verzlunarskóli íslands
27
Sovétríkin:
Thatcher ræðir
við Gorbatsjov
í mánuðinum
Moskvu. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, ræðir við
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seta í Moskvu 23. september
eftir heimsókn hennar til Jap-
ans, að því er Vadím Perfíljev,
talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, sagði á þriðju-
dag.
„Nú eru fimm mánuðir frá því
Míkhaíl Gorbatsjov fór til Lundúna
en mikilvægir atburðir hafa orðið
á þeim tíma og vilja því leiðtogarn-
ir báðir bera saman bækur sínar,“
sagði Perfíljev.
Hann kvað líklegt að leiðtogarn-
ir ræddu samskipti austurs og
vesturs, afvopnunarmál, málefni
Evrópu, alþjóðamál og samskipti
Bretlands og Sovétríkjanna.
Hann gaf til kynna að rætt yrði
um ágreininginn sem kom upp á
milli ríkjanna í maí, er Bretar
vísuðu átta sovéskum stjórnarer-
indrekum og þremur blaðamönn-
um úr landi fyrir njósnir og stjórn-
völd í Moskvu svöruðu með því
að vísa jafn mörgum Bretum úr
Sovétríkjunum.
Thatcher fer í fimm daga heim-
sókn til Japans 18. september,
meðal annars til að vera viðstödd
ársfund Alþjóðasamtaka lýðræðis-
flokka, sem fram fer í Tókíó.
„Ég hef aldrei neitt ólöglegra
lyQa,“ sagði Trine Solberg á
blaðamannafundi og var gráti
nær. Með henni er Lars Martin
Kaupang, formaður norska
FijáJsíþróttasambandsins.
TF-FLM
Heildverslun Péturs Filippussonar hf.
Laugavegi 164, Sími 18340 — 18341
Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar
er hagnýtt nám sem getur opnað þér
nýjar leiðir á vinnumarkaðnum
Jens Ólafsson framkvæmdastjóri
Grundarkjörs verslananna:
„Hjá mér vinna m.a. tveir skrifstofu-
tæknar og er greinilegt að menntun
þeirra er mjög góður undirbúningur
fyrir ábyrgðarstörf í fyrirtækjum.
Grundarkjör er fyrirtæki í stöðugri
sókn. Velgengni þess byggist á góðu
starfsfólki og fólk sem lokið hefur
skrifstofutækninámi er án efa fremst í þeim hópi. Það er
því m'eð glöðu geði sem ég mæli með skrifstofutækninámi
Tölvufræðslunnar".
Skrifstofutækni skiptist í tölvugreinar, við-
skiptagreinar og tungumál. Við bjóðum upp á morgun-,
eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tekur 3-4 mánuði og að
því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir.
Ásdís Þórisdóttir verslunarstj.
Grundarkjörs í Stakkahlíð:
„Áður en ég fór í skrifstpfutækni-
námið vann ég sem afgreiðslumað-
ur hjá Grundarkjöri. Eg kunni lítið
á tölvur og bókhald og ákvað því
að drífa mig á námskeið hjá Tölvu-
fræðslunoi. Skrifstofutækninámið
var mjög gagnlegt og skemmtilegt.
Eftir að ég fékk prófskírteinið í hendurnar var mér boðin
staða aðstoðarverslunarstjóra og skömmu síðar var ég
orðin verslunarstjóri".
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, sími 687590
Hringið og fáið sendan bækling