Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 -- — n f-------——I-------n—I—n—?----v— Reuter Hauskúpupýramídinn. Talan á hlið pýramídans vísar til þeirrar tölu, sem nú er nefnd í Sovétríkjunum sem líklegur flöldi fórnarlamba Stalíns. isma til nýlistar. Ein tillagan gerir ráð fyrir því að mannsmynd verði sýnd klemmd milli gífurlegra stálhurða, sem komið verði fyrir í rauðum múrum Kreml- ar. Á annarri hurðinni skal standa 1918, en á hinni 1953 — dánarár Stalíns. Ártalið á fyrri hurðinni á að vísa til þess að ógnarstjórnin hófst löngu áður en Stalín varð einræðis- herra. Ólíklegt má telja að sú hug- mynd hljóti náð fyrir augum dóm- nefndarinnar, enda er þar höggvið harla nærri sjálfum Lenín, stofnanda Sovétríkjanna, en persónudýrkun hans hefur engan veginn rénað og er hann svo gott sem í guða tölu þar eystra. í mörgum tillögunum er gert ráð fyrir neðanjarðargöngum eða niður- gröfnum sölum. „Jörðin geymir allt og veit allt“ skal standa yfir inn- gangi eins slíks sals. Þá er vísað til kristninnar í mörg- um tillögum og í einni er gert ráð fyrir að fjöldi afmyndaðra og bro- tinna mannsmynda sé krossfestur innan um gaddavírsskóg. Tíu bestu tillögurnar verða valdar úr um miðjan mánuðinn og fær hver listamannanna 2.500 rúblur í sinn hlut (um 250.000 íslenskar krónur skv. opinberu gengi), en besta verkið af þessum tíu verður svo valið síðar í ár. Dmítríj Súvarev, ungur stúdent í arkítektúr, sagði fréttaritara Reuters að allar tillögurnar væru of litlausar. „Raunverulegt minnismerki um fórn- arlömb Stalíns? Við skulum skiptast á að láta blóð okkar dtjúpa niður Kremlarmúrana." Samstúdent Súvarevs var á ann- arri skoðun og sagði minnismerkið þegar vera til: „Setjið þið bara gler utan um Moskvu, höfuðborg heims- kommúnismans." TÖLVUNÁMSKEIÐ Sækið námskeið hjá traustum aðila Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið: Hámskeið Dagsetning WordPerfect (Orðsnilld) - ritvinnsla.9.-10. september Word - ritvinnsla............16.-17. september Multiplan - töflureiknir.....23.-24. september Ópus - fjórhags- og viðskiptamannabókhald.30. sept. - 1. okt. dBase IV - gagnagrunnur.........7.-8. október Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400. Verzlunarskóli íslands 27 Sovétríkin: Thatcher ræðir við Gorbatsjov í mánuðinum Moskvu. Reuter. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, ræðir við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seta í Moskvu 23. september eftir heimsókn hennar til Jap- ans, að því er Vadím Perfíljev, talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, sagði á þriðju- dag. „Nú eru fimm mánuðir frá því Míkhaíl Gorbatsjov fór til Lundúna en mikilvægir atburðir hafa orðið á þeim tíma og vilja því leiðtogarn- ir báðir bera saman bækur sínar,“ sagði Perfíljev. Hann kvað líklegt að leiðtogarn- ir ræddu samskipti austurs og vesturs, afvopnunarmál, málefni Evrópu, alþjóðamál og samskipti Bretlands og Sovétríkjanna. Hann gaf til kynna að rætt yrði um ágreininginn sem kom upp á milli ríkjanna í maí, er Bretar vísuðu átta sovéskum stjórnarer- indrekum og þremur blaðamönn- um úr landi fyrir njósnir og stjórn- völd í Moskvu svöruðu með því að vísa jafn mörgum Bretum úr Sovétríkjunum. Thatcher fer í fimm daga heim- sókn til Japans 18. september, meðal annars til að vera viðstödd ársfund Alþjóðasamtaka lýðræðis- flokka, sem fram fer í Tókíó. „Ég hef aldrei neitt ólöglegra lyQa,“ sagði Trine Solberg á blaðamannafundi og var gráti nær. Með henni er Lars Martin Kaupang, formaður norska FijáJsíþróttasambandsins. TF-FLM Heildverslun Péturs Filippussonar hf. Laugavegi 164, Sími 18340 — 18341 Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar er hagnýtt nám sem getur opnað þér nýjar leiðir á vinnumarkaðnum Jens Ólafsson framkvæmdastjóri Grundarkjörs verslananna: „Hjá mér vinna m.a. tveir skrifstofu- tæknar og er greinilegt að menntun þeirra er mjög góður undirbúningur fyrir ábyrgðarstörf í fyrirtækjum. Grundarkjör er fyrirtæki í stöðugri sókn. Velgengni þess byggist á góðu starfsfólki og fólk sem lokið hefur skrifstofutækninámi er án efa fremst í þeim hópi. Það er því m'eð glöðu geði sem ég mæli með skrifstofutækninámi Tölvufræðslunnar". Skrifstofutækni skiptist í tölvugreinar, við- skiptagreinar og tungumál. Við bjóðum upp á morgun-, eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Ásdís Þórisdóttir verslunarstj. Grundarkjörs í Stakkahlíð: „Áður en ég fór í skrifstpfutækni- námið vann ég sem afgreiðslumað- ur hjá Grundarkjöri. Eg kunni lítið á tölvur og bókhald og ákvað því að drífa mig á námskeið hjá Tölvu- fræðslunoi. Skrifstofutækninámið var mjög gagnlegt og skemmtilegt. Eftir að ég fékk prófskírteinið í hendurnar var mér boðin staða aðstoðarverslunarstjóra og skömmu síðar var ég orðin verslunarstjóri". Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 Hringið og fáið sendan bækling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.