Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 17 t ) i ) ! i í \ Í Friðrik Sophusson „Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins samþykkti samhljóða eftir samráð við forystumenn flokks- ins um land allt að leita eftir auknum Qárstuðn- ingi almennra flokks- manna. Þeir geta gerzt styrktarmenn Sjálf- stæðisflokksins, greitt reglulega ákveðnar Qárhæðir til hans eftir efiium og ástæðum. Til- raun þessi verður nokk- ur prófsteinn á það, hvort hægt er að starf- rækja stjórnmálaflokk með öflugu félagslífí án opinberra styrkja.“ gang fram yfir nýjar stjórnmála- hreyfingar. Stjórnmálaflokkar eiga að vera Ijöldahreyfingar fólks með svipuð viðhorf til þjóðmála, fólks, sem er tilbúið að leggja fram vinnu og fjármagn fyrir málstaðinn, en ekki stofnanir, sem nærast á opin- beru fé. Styrktarmannakerfið Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti samhljóða eftir samráð við forystumenn flokksins um land allt að leita eftir auknum fjárstuðn- ingi almennra flokksmanna. Þeir geta gerzt styrktarmenn Sjálfstæð- isflokksins, greitt reglulega ákveðn- ar ijárhæðir til hans eftir efnum og ástæðum. Tilraun þessi verður nokkur prófsteinn á það, hvort hægt er að starfrækja stjórnmála- flokk með öflugu félagslífi án opin- berra styrkja. Á næstunni munu flokksmenn fá bréf, þar sem styrkt- armannakerfið verður kynnt. Það skiptir Sjálfstæðisflokkinn miklu að undirtektir verði góðar. Sjálfstæðisflokkurinn varð sex- tugur á þessu ári. Frá stofnun hef- ur hann verið stærsti og öflugasti flokkur þjóðarinnar. Fylgi flokksins hefur vaxið jafnt og þétt á undan- förnum mánuðum. Flokkurinn hef- ur verið í fararbroddi í andstöðu við óvinsæla vinstristjóm, sem þjóð- in vill losna við sem allra fyrst. Þessari sókn þurfum við Sjálfstæð- ismenn að fylgja eftir með því að efla flokksstarfið. Margir leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu í 'félags- starfinu. Enn fleiri geta lagt flokkn- um lið með fjárframlögum eftir efn- um og ástæðum. Minnumst þess, að margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Flutningsgj. á 30 kg pakka með skipi frá Reykjavík til Isaij. í des. 1980 var gamlar kr. 1.485 en nú nýjár kr. 461, hækkunin er 31 föld. Af þessari upptalningu sést að það er ýmislegt sem þarf að hag- ræða í þessu landi annað en í land- þúnaði og á ég þá við það sem að bóndanum einum snýr að opin- beram eða hálfopinberam rekstri, eins og dæmin sýna hér að framan. Að sjálfsögðu eigum við að vera opin fyrir öllu, er getur leitt tii hagkvæmari vinnubragða. Það sem mér finnst aðallega villa um fyrir mönnum sem fjalla um hagræðingu er það að þeir telja nauðsynlegt að stækka rekstrareiningarnar og þá sama hvers eðlis reksturinn er. Ljóst er að þetta er ekki algild lausn. Það gildir ekki sama reglan hvort verið er að framleiða eldspýt- ur eða dilkakjöt og mjólk, það hljóta allir að sjá. Við íslendingar verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum fámennir og búum við sérstakar aðstæður til að geta nýtt okkur það sem landið og sjórinn gefur. Hagkerfi stórþjóða passar ekki fyrir hagkerfi okkar. Þegar verið er að hugleiða þetta kemur fram í hugann tillaga frá nefnd sem skipuð er af landbúnað- arráðherra, sem ijallar um fækkun og stækkun mjólkurbúa og að með því megi spara um 200 milljónir króna. Eg tek fram að ég hef ekki séð þessa skýrslu, en skv. því sem fram hefur komið i Ijölmiðlum er eitt þeirra mjólkurbúa sem á að leggja niður er mjólkurbúið á Pat- reksfirði. í sambandi við þessa tillögu hlýt- ur maður að draga í efa að hún sé byggð á réttum grunni og aðstæður séu þarna ekki teknar með í dæm- ið. Mjólk sú sem berst til mjólkur- búsins á Patreksfirði kemur frá bændum í Vestur-Barðastranda- sýslu. Ef búið yrði lagt niður yrðu þeir að flytja mjólkina nokkur hundruð kólómetra leið til næsta mjólkurbús, sem yrði væntanlega í Búðardal eða á ísafirði, þar yrði þessi mjólk unnin og síðan flutt til baka til þess að koma henni til neytenda á Patreksfirði. Eitthvað mundi þetta kosta. Annar kostur er að þessir framleiðendur yrðu að hætta að framleiða mjólk og þá yrði að flytja hana með flugvélum frá Reykjavík hvað kostar það. Ef sendir væru 50 1 af mjólk frá Reykjavík til Patreksijarðar í dag með flugi þá kostaði það kr. 1.618,00 eða kr. 32,36 á lítrann, til viðbótar þessu er að koma mjólk- inni út á flugvöll og síðan af flug- velli í mjólkurbúðina á Patreksfirði. Nú vitum við það að samgöngur á umræddu svæði era mjög óöruggar og flug getur t.d. fallið niður svo dögum skiptir t.d. eins og var sl. vetur og samgöngur á landi eru þá ekki síður tepptar. Mjólkursamlagið fær um 800.000 lítra á ári þannig að flutningskostnaðurinn yrði á þriðja tug milljóna ef mjólkurbúið yrði lagt niður. Hvaða ráðstafanir ætlar land- búnaðarráðuneytið að gera í sam- bandi við þetta, þeir era ekki farnir að stjórna veðrinu þar held ég þó þeir geti margt. Mjólkurskortur hefur verið við- varandi á mörgum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum undanfarin ár án þess að nokkuð hafi verið gert í því að koma nægri mjólk og mjólkur- vörum til neytenda, þrátt fyrir of- framleiðslu á mjólk. Fram hjá því verður ekki séð að með því að leggja niður framan- greint mjólkurbú og önnur sem líkt er ástatt um minnkar til muna sú þjónusta sem neytendur eiga rétt á, það leiðir af sér minni mjólkur- sölu og mjólkin verður dýrari vegna mikils flutningskostnaðar. Ætla ráðamenn ef til vil að frysta ný- mjólkina og koma henni þannig á hagkvæmari hátt tl neytenda og bjóða ungbörnum út á landsbyggð- inni, þegar bændur sem framleiða mjólk og þeir sem að mjólkurvinnsl- unni vinna í dag eru fluttir burt að bryðja mjólkurklaka. Höfundurer hæstaréttarlögmaður. & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ Þ0RGRÍMSS0N & CO Armstrong LOFTAPLCfTUR KORKDPLAET GÓLFFLÍSAR WAHMAFLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Launaþróun frá 1. ársfiórðungi 1988 til 1989: Kaupmáttur minnkaði um liðlega 3 prósent KAUPMÁTTUR greidds tímakaups landverkafólks innan Alþýðusam- bands Islands hefur minnkað um liðlega 3% frá 1. ársfjórðimgi 1988 til jafhlengdar 1989, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Kjararannsókn- arnefiidar um Iaunaþróun á 1. ársfjórðungi 1989. Sé yfirvinna einnig tekin inn í dæmið hefur kaupmáttur rýrnað heldur meira eða um tæp 4%. Frá 1. ársíjórðungi 1988 til 1. ársíjórðungs 1989 hækkuðu laun ASI-félaga um 16,2%. Hækkun framfærsjuvísitölu á sama tímabili var 20%. í fréttatilkynningu frá Kjar- arannsóknanefnd kemur fram að undanfarin ár hafi kannanir nefndar- innar sýnt almenna styttingu meðal- fjölda vinnustunda fullvinnandi fólks. Á fyrsta ársfjórðungi virðist þróunin hins vegar hafa staðnað við 46 stund- ir á viku og þessi stöðnun komi á sama tíma og mikill samdráttur eigi sér stað í samfélaginu. Bráðabirgðalög voru í gildi á ijórða ársfjórðungi fyrra árs og fram til 15. febrúar á þessu ári þegar öll laun hækkuðu um 1,25%. Þetta olli 0,5% hækkun á greiddu tímakaupi að meðaltali á milli þessara ársijórð- unga ef miðað er við allt úrtak nefnd- arinnar, en ef einungis er tekið tiliit til þeirra einstaklinga sem koma fyr- ir á báðum ijórðungum mælist hins vegar 1,6% launalækkun að meðal- tali. Hækkun framfærsluvísitölu á sama tímabili var 4,7%. Þetta skýrist meðal annars af desemberuppbótinni sem í mörgum tilfellum var 4.500 krónur, en það svarar til rúmlega 2% af meðaldagvinnulaunum á 1. ársfjórðungi. Ef litið er á einstakar starfstéttir innan ASI, þá minnkaði kaupmáttur greidds tímakaups verkamanna frá 1. ársijórðungi 1988 til sama tíma 1989 um 3%, verkakvenna um 5%, iðnaðarmanna um 0,2%, afgreiðslu- karla um 7,5% afgreiðslukvenna, um 2,3%, skrifstofukarla um 7% og skrif- stofukvenna um 1,8%. Vertu í belnu sambandi við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur Fyrirtæki þitt á alltaf greiðan aðgang að nýjustu upplýsingum um stöðu tékkareikninga. Þú hringir í Þjónustusímann: (91) 62 M 44 og færð rétta stöðu strax — og 20 síðustu færslur. Nú þarftu ekki lengur að bíða eftir reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Þjónustusíminn svarar allan sólarhringinn. Þú hringir úr tónvalssíma, hvaðan sem er — heima eða erlendis. Ný staða strax kostar eitt símtal og þú greiðir ekkert þjónustugjald. Næst þegar þú átt leið í bankann þinn skaltu velja leyninúmer sem veitir þér aðgang að Þjónustu- símanum. Fáðu þér kynningarbækling og settu þig í samband strax. Bein lína allan sólarhringinn auðveldar eftirlit meó fjármálum BAIMKA UM LAIMO ALLT LANDSBANKINN ALÞÝÐUBANKINN ÚTVEGSEANKINN IÐNAÐAREANKINN VERSLUNARBANKINN SAMVINNUBANKINN BÚNAÐARBANKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.