Morgunblaðið - 07.09.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÚDAGUR 7. SEPTEMBER 1989
5f
Þessir hringdu . . .
Góður þáttur á Rás 2
Konráð Friðfinnsson hringdi:
„Magnús Þór Jónsson, betur
þekktur sem Megas, er með þátt
á sunnudögum á Rás 2 sem mér
finnst skemmtilega fram settur.
Þar fjallar hann um Bob Dylan á
mjög svo smekklegan hátt. Þessi
þáttur er mjög fagmannlega unn-
inn. Hér er hinn ágætasti útvarps-
maður á ferð. Hann truflar ekki
með óþarfa masi og allt sem hann
segir er hnitmiðað og vel orðað.“
Slasaðir kettir
Kona hringdi:
„Fyrir nokkru fann ég litla læðu
sem var keyrt hafði verið yfir og
skreið hún upp tröppurnar heima
hjá mér. Ég fór með hana til dýra-
læknis en hann ráðlagði mér að
fara með hana á dýraspítalann
og láta ióga henni og gerði ég
það. Ég spurði hvað þetta kostaði
en þeir vildu ekki taka neitt fyrir.
Ég vil beina því til þeirra sem
finna slasaða ketti að koma þeim
á dýraspítala til að láta lóga þeim
eða hringja í lögregluna. Það er
vont að vita til þess að þessi grey
séu að kveljast meira en þörf er
á.“
Köttur
Síamsköttur, fress, fannst á
flækingi 31. ágúst. Upplýsingar í
síma 23959.
Hjól
Silfurlitað þriggja gíra Kalk-
hoff-reiðhjól var tekið við Skelja-
granda 1 sl. sunnudagskvöld.
Finnandi vinsamlegast hringi í
Valborgu í síma 20144.
Myndavél
Myndavél af gerðinni Ricoh
tapaðist á mótinu við Galtarlæk
um verslunarmannahelgina.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 26828.
Kasetta
TDK-kasetta með eigin upptök-
um m.a. stefi, tapaðist sl. laugar-
dag á leið frá Kópavogshálsi til
Hafnarfjarðar, ef til vill í Hafnar-
fjarðarstrætó. Finnandi er vin-
samlegast. beðinn að hafa sam-
band við Hans í síma 41612 eða
671882.
Gleraugu
Brún og gulskræpótt karl-
mannsgleraugu týndust í miðbæ
Reykjavíkur síðastliðið laugar-
dagskvöld. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að' hringja í síma
10406.
Ymist talin barn eða sjálf-
stæður einstaklingur
Til Velvakanda.
Mig langar til að vekja athygli á
máli mínu í sambandi við skattamál
og fleira. í nóvember 1988 þurfti
ég að gangast undir aðgerð vegna
fæðingargalla á fótum. Ég var í
hjólastól og gifsi í tvo og hálfan
mánuð. Eftir að ég losnaði úr gifs-
inu þurfti ég að læra að ganga upp
á nýtt, og nú, rúmlega hálfu ári
eftir að ég steig í fæturna eftir
aðgerðina, þurfti ég að læra að
ganga. Ég var bæði frá skóla og
vinnu þennan tíma og ákvað að
athuga hvort ég ætti ekki rétt á
sjúkradagpeningum. Þá kom í ljós
þar sem ég var ekki orðin 17 ára
fengi ég ekkert. Þetta finnst mér
óréttlátt. Ég var hvorki í skóla né
vinnu og mátti bara gjöra svo vel
að sætta mig við það.
En þá kom að skattinum. Þegar
ég gerði skattaskýrsluna mína tók
ég þetta fram, í von um að ég fengi
að minnsta kosti að halda persónu-
1 afslættinum. En því miður gekk það
ekki í gegn og hann var felldur
niður. Persónuafslátturinn sem var
nákvæmlega 119.849 krónur. Og
þegar ég byijaði að vinna á þessu
ári, kringum 8. apríl, þá hélt ég að
ég ætti uppsafnaðan persónuaflsátt
það sem af væri árinu. En því mið-
ur reyndist það ekki rétt, ég átti
bara uppsafnaðan persónuafslátt
það sem af var mánuðinum. Og
sökum þess að ég var ekki í skóla
hafði ég ekki námsmannaskattkort,
sem hefði getað veitt mér litla sem
enga skatta.
Eg er með mitt eigið sjúkrasam-
lagskort, þannig að ég er ekki nefnd
sem „barn“ á korti móður minnar,
en samkvæmt lögum er ég ýmist
talin barn á framfæri foreldris eða
sjálfstæður einstaklingur.
Nú spyr ég og vonast eftir svari,
hvernig stendur á því að lögin
stangast á? Af hveiju er ég ekki
annaðhvort barn á framfæri for-
eldris eða sjálfstæður einstaklingur,
en ekki bæði eftir hentisemi lag-
anna.
Mér þykir þetta fáránlegt að 16
ára krakkar skuli „detta“ út úr
kerfinu, tapa rétti sínum, þrátt fyr-
ir það að þau borgi fulla skatta.
Ég vonast sannarlega eftir góðum
viðbrögðum við þessu bréfi mínu,
og helst sem allra fýrst.
Svandís Rósa Reynisdóttir
Sumar-
auki
frákr. 25.300,'
Fáðu þér sumarauka á Spáni og notfærðu
þér síðustu sætin í sólina á þessu sumri.
Vikuferð til Benidorm
Njóttu frábærrar aðstöðu, 28 stiga hita og
einnar fegurstu baðstrandar Evrópu
á einstökum kjörum.
*Verð kr. 25.300,' hjón m/2 börn.
Kr. 36.200,- pr. mann, 2 í íbúð.
CostadelSol
eða Benidorm
' heim um London fyrir sama verð
Lengdu sumarið á Costa del Sol eða Benidorm og komdu
við í heimsborginni London í bakaleiðinni fyrir sama verð.
BROTTFÖR 19. SEPTEMBER
Costa del Sol - 8 sæti laus
Benidorm - 1 1 sæti laus
5 sæti laus til Benidorm 12. september vegna forfalla
FERÐAMÖGULEIKAR HAUSTSINS
□Stórborgir □ Florida □ Kanríeyjar □ Karabíska haf-
ið □ Suður-Ameríka □ Thailand
FERBAMI1ISI0BIII
Þú ættir að líta til okkar - hvort sem þig vantar húsgögn eða
ekki - og skoða fjölbreytt úrval góðra og glæsilegra húsgagna í
smekklegu umhverfí. Húsgagnahöllin hf. er hluthafi í tveimur
stórum, erlendum innkaupasamsteypum sem tryggja okkur
bestu vörurnar og bestu verðin. IDE MÖBLER A/S, stærsti
innkaupahringur Danmerkur opnar okkur milliliðalaus
viðskipti við 120 framleiðendur á Norðurlöndum.
REGENT MÖBEL GmbH í Þýskalandi gerir okkur
á sama hátt möguleg bein og milliliðalaus viðskipti,
með ströngu gæðaeftirliti, við 400 þekkta framleið-
endur húsgagna á meginlandi Evrópu. (Velta Regent
Möbel gmbh 1988 var 2.855 milljónir DM eða
ríflega 90 milljarðar ísl. króna).
Húsgagna*höllin
REYKJAVÍK
k.